Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Side 3
LESBÖK MOIiC.l \I1I U)SI\S - Vlli\NIN(, IISIIIi
2. TÖLUBLAÐ - 74.ÁRGANGUR
EFNI
Myndlistaskólinn
í Reykjavík
flutti á liðnu hausti í eigið húsnæði eftir
meira en hálfrar aldar hrakninga á
ótryggum leigumarkaði. Það er mikill létt-
ir fyrir starfsmenn og nemendur skólans
að hafa loks fengið fastan samastað og
geta einbeitt kröftum sínum að skólastarf-
inu, en nú stunda á fjórða hundrað manns
nám í skólanum, allt frá sex ára og fram á
áttræðisaldur.
Brydesverslun
í Vík í Mýrdal á sér langa og merkilega
sögu sem Sigrún Lilja Einarsdóttir rekur
í tveimur greinum og birtist sú fyrri í
þessari Lesbók. Hús verslunarinnar er
eitt af elstu húsum á Suðurlandi, upphaf-
lega er það hin gamla Godthaab-verzlun í
Vestmannaeyjum, byggð 1831, en flutt
var til Víkur 1895. Þar var verzlun Vest-
ur-Skaftfellinga þar til kaupfélagið tók
við, en núna er húsið varðveitt og fær
nýtt hlutverk.
SvaSilför að Tungnaó
Á jólaföstu 1957 fór Sigurjón Rist til
vatnamælinga í Tungnaá ásamt Eberg
Elefsen en bflstjóri var sá nafnkenndi
maður Guðmundur Jónasson á snjóbflnum
Gusa. fsinn á Tungnaá var ótryggari en
þeir héldu og Gusi fór niður um ísinn og
stóð uppá endann. Eftir hjálparkall í tal-
stöð fór björgunarleiðangur af stað á snjó-
bflnum Kraka og eftir margar misheppn-
aðar tilraunir tókst loks að ná Gusa upp
og til byggða náðu leiðangursmenn 22.
desember. Gunnar Jónsson fyrrverandi
starfsmaður Orkustofnunar segir frá
mannraunum þeirra félaga.
Frank O. Gehry
er einn athyglisverðasti arkitekt samtím-
ans, segir Sigrún Davíðsdóttir, sem sótti
sýningu í Louisiana-safninu í Humlebæk á
Norður-Sjálandi. Þar gefst gott tækifæri til
að kynnast verkum og vinnuaðferðum arki-
tektsins, sem leitaði aftur í fiskformið og
hefur með húsum sínum og hugmyndum
fært nýja vídd inn í arkitektúr samtimans.
Dagbók fró Afríku
Silja Salé er ung stúlka af íslensk-frönsk-
um uppruna og hefur hún ásamt vinkonu
sinni ferðast utan ferðamannaslóða um lítt
kunn lönd í Vestur-Afríku, Benin, Burkina
Faso, Mali og Dogonland. Hún hélt dagbók
í þessari ævintýraferð og birtist fyrri hluti
hennar hér.
FORSÍÐUMYNDIN: Forsíðumyndin tengist Dagbók fró Afríku og sýnir Karamba töfralækni í Sekogúru.
KRISTJÁN JÓNSSON
HEIMKOMA
- BROT -
Stígur myrkur á grund, hnígur miðsvetrarsól,
grimmleg myrkrún á íonnunum hlær,
og í dynjnndi hríd kveður drnugaleg Ijóð
rómi dimmum hinn ískaldi blær.
Yúr eyðilegt hjurn, þar sem engin vex rós,
gengur einmana halur um kvöld.
Langt er heimkynni uð, því að heiðin erlöng,
dynur hríðin svo bitur og köld.
En hnnn glottir við tönn og um gaddfrosið láð
augum gætnum hann lítur með ró,
breytir stefnunni lítt, hefur storminn á hlið,
veður sterklega helkaldan snjó.
Heima lágum í bæ sitja Ijóstýru við
faðir Ijúfur og móðirin blíð,
vænta sonarins heim; en um svellfreðið þak
dynur salar hin grimmúðga hríð.
Ungur svanni þeim hjá fagur situr og hreinn,
þungt og sorglega varpar hún önd,
veit, að nú cr hann einn úti’ í nákaldri hríð.
- Stýrir nálinni skjálfandi hönd.
Fast er stigið á grund, hurð er sterkiega knúð.
Komin stríðinu hetjan er frá,
hefur sigraða þraut; kætast sorgþjökuð brjóst,
Ijómar sólfögur gleðin á brá.
Gleðjast ellimóð hjón, faðma ástríkan son,
vermir unnustan frostkalda mund.
Aldrei siklingur neinn hefur sinni í höll
Iifað sælli né fegurii stund.
Kristjón Jónsson, 1842-1869, nefndur Fjallaskóld, varð þjóðfrægur ó síðustu öld þótt aðeins
næði hann 27 óra aldri og sum kvæða hans lifo góðu lífi ennþó, svo sem Þoiraþræll (Nú er
frost ó Fróni), Táríð (Þú sæla heimsins svalalind) og vísan Yfir kaldan eyðisand.
RABB
DOMUBINDI
OG BÆNIR
SUMARIÐ sem ég varð fjög-
urra ára kenndi amma mín
mér litla kvöldbæn. Það er
sérstakur ljómi yfir þessari
minningu og hún skín miklu
skærar en Tívolíferðir, af-
mælisveislur og bernskuleik-
ir. Við sátum úti í garði,
amma mín og ég, og þess vegna finnst mér
græn slikja yfír endurminningunni. Venju-
lega gekk mér illa að sitja kyrr en návist
ömmu minnar orkaði þannig á mig að ég
var prúð éins og postulínsdúkka. Kannski
þess vegna fínnst mér meiri friður yfir
þessari iðjagrænu mynd en öðrum sem ég
á úr bernskunni.
Ekki man ég aðdragandann að þessari
kennslustund en engin sérstök guðfræði
fylgdi henni þótt amma væri prestsdóttir
að norðan og vel að sér í kristnum fræðum.
En litla versið, sem hún kenndi mér, hljóm-
aði svo fallega af vörum hennar að ég nam
það strax, hafði það yfir og hlaut fyrir vikið
bros úr vitrum, brúnum augum, sem höfðu
séð margt misjafnt á langri ævi. Og svo
fórum við saman með það, öldruð, hæglát
höfðingskona og vanstilltur telpuhnokki
sem hlotnaðist allt önnur veröld og heims-
sýn en ríkt hafði á hinum langa og við-
burðaríka æviferli hennar. En sumargolan
og gróandinn umlék okkur báðar meðan
við kyrjuðum bænina aftur og aftur. Það
var sem tíminn næmi staðar, grænn og
hlýr, og bæri keim af eilífðinni.
Trúlega þykir hvorki guðfræðingum né
bókmenntafræðingum þessi bæn neitt
merkileg en samt hefur hún búið með mér í
nálega fímmtíu ár. Lengi vel sveif hún með
mér inn í svefninn á hverju kvöldi og reynd-
ist eina haldbæra huggunin gegn rangsleitni
heimsins, sem ýmist birtist í eigin vanmætti,
ósanngimi annarra eða fáránlegum duttl-
ungum tilverunnar, sem öll lítil böm standa
andspænis. Oft hefur hógvær bænin hvílt í
skugga annarra fræða sem kröfðust meiri
athygli og metnaðar á ýmsum tímaskeiðum.
Og vissulega þótti manni allur bænalestur
hjákátlegur þegar staðföst himinhvelfingin
var ekki lengur aðsetur guðs og englanna
hans heldur tímalaus óravídd þar sem
stöðugt voru uppgötvaðar nýjar stjörnur,
sólkerfí og svai-thol og var svo skyndilega
orðinn leikvangui' mannaðra eða ómannaðra
geimfara.
Eftir því sem hulunni var svipt af dul-
magni bernskunnar, svo að ég leyfi mér að
nota hugtak úr einstæðum skáldverkum
Guðbergs Bergssonar, varð efahyggjan
magnaðri og þar kom að trúarbrögðin með
öllum sínum seremoníum og skinhelgi voru
vegin og léttvæg fundin. Var hægt að
hugsa sér meiri fjarstæðu en flekklausan
getnað og meyjarfæðingu eftir að maður
hafði öðlast fullvissu um hvernig börnin
urðu til? Hvernig var hægt að sanna að
Ki'istur hefði risið upp frá dauðum?
Frásagnir Biblíunnar voi-u í fullkominni
mótsögn við heilbrigða skynsemi og stöng-
uðust þar að auki á við sagnfræðilegar
heimildir. Mannkynssagan sýndi líka ótví-
rætt að hræðilegir glæpir höfðu verið
framdir í nafni kristinnar trúar og raunar
allra trúarbragða. Og ef Guð var til hvers
vegna lét hann viðgangast allt það órétt-
læti sem á jörðinni var?
Slíkar hugleiðingar, í öllum sínum
ófrumleika, hafa efalítið hringsnúist í kolli
flestra unglinga og iðulega heyri ég spurn-
ingarnar, sem settar voru fram hér að ofan,
úr munni nemenda minna eða nákominna
ungmenna. Að sjálfsögðu á ég engin svör.
Þeir, sem til skamms tíma héldu sig hafa
haldgóð svör og lausn lífsgátunnar á reið-
um höndum, standa nú margir ráðþrota.
Heimsveldi hafa risið og hnigið, hugsjónir
fæðst og dáið. Sagan hefur afhjúpað
grimmdarseggi og loddara sem nutu lotn-
ingar í lifanda lífí. Þeir sem í gær ljómuðu
af öryggi og sigurvissu eni sumir haldnir
sársauka og örvæntingu. Yfir slíkri vit-
neskju hefur amma mín sjálfsagt búið, þeg-
ar við sátum saman á fallegum góðvirðis-
degi úti í garði, og mér er smám saman að
verða hún ljós líka. Þessi sannindi gat hún
ekki kennt. Það get ég ekki heldur. Þau
koma með reynslunni. Þau koma að innan.
Hvert er tilefni þessara hugleiðinga?
Hvers vegna finn ég mig knúna til að rifja
upp fallega minningu úr fortíðinni sem hef-
ur kannski ekkert gildi fyrir aðra en sjálfa
mig? Svarið er áramótaræða biskugsins
okkar, herra Karls Sigurbjörnssonar. í öll-
um þeim orðaflaumi, sem yfir okkur hefur
dunið síðustu vikur og mánuði, hefur fátt
annað fengið mig til að nema staðar, leggja
við hlustir, vega, meta og draga ályktanir.
I ræðunni lagði biskup áherslu á gildi
bænarinnar og sagði m.a: „En þegar allt
kemur til alls er hún bæn um að fá að hvíla
í þeim höndum sem bera og halda og vera
umvafin þehTÍ náð sem aldrei bregst, þeirri
hjálp sem aldrei þrýtur." Þá sagði hann að
þeim bömum færi fækkandi sem lærðu
bænir og vers og hefðu þau yfir á kvöldin.
Þetta hefðu rannsóknir sýnt. Þess í stað
sofnuðu böm iðulega, þreytt eftir dagsins,
önn við drynjandi auglýsingafár fjölmiðla
og það sem fylgdi þeim inn í svefninn væra
boð um að kaupa, eignast og neyta. Síðan
sagði biskupinn orðrétt:
„Oft hefur maður orðið vitni að því að
gamalmenni, sem komið er út úr heiminum,
eins og sagt er, fer með bænir og vers sem
það hefur lært sem barn. Orð sem fylgdu
sálinni inn í svefninn í bemsku, vaka nú ein í
vitundinni, heiðrík, heilnæm, góð. Og ég hef
hugsað, hvað um bömin sem nú vaxa úr
grasi án þess að læra að biðja, þau börn sem
sofna út frá sjónvarpssílbyljunni? Hvað mun
vaka í vitund þeirra þegar aldur og ellin
þunga hefur lokað dyram umheimsins,
verða það kók og seríos og dömubindaaug-
lýsingar sjónvarpsins? Guð minn góður!“
Þessi kynngimagnaða ábending varð til
þess að litla versið hennar ömmu skaust
sem snöggvast fram úr vitundinni og ég
gerði mér ljóst að jafnvel á tímum mestu
efahyggjunnar hafði það verið eina hugg-
unin þegar að steðjuðu sorgir og vonleysi.
Það leitaði einhvern veginn fram, ekki bara
orðin heldur umgjörðin öll og varð leiðar-
ljós fram á veg.
Er hugsanlegt að við séum að svíkja
börnin okkar og barnabörn um þetta dýr-
mæta veganesti? Að andlegt hungur hreki
ungt fólk fram á ystu nöf? Getur verið
kvöldbænir, kveðnar með litlu barni í kyrrð
og friði, séu sterkari forvarnir en öll úrræði
sérfræðinga? Hvað sem allri guðfræði líður
eru þær vísir að afli sem vex innra með
okkur og getur ráðið úrslitum þegar í
nauðir rekur.
Og hvernig er svo, bænin þín, kann ein-
hver að spyrja. Eg vil ekki láta hana birt-
ast. Mér þykir of vænt um hana til þess að
gefa einhverjum færi á að hnussa og láta
sér fátt um finnast. Eitt er þó víst. Ekki
þarf ég að tauta fyrir munni mér dömu-
bindaauglýsingar þegar heilastöðvarnar
bila.
GUÐRÚN EGILSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999 3