Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Page 10
SVAÐILFOR A JOLAFOSTU
HINN LANDSFFtÆGI fjallabílstjóri Guðmundur Jónasson tottar pípuna undir stýri á bíl sínum.
í sætinu hægra megin er greinarhöfundurinn.
SNJÓBÍLLINN Gusi sem Guðmundur Jónasson átti. Þeim félögum yfirsást um veikan blett f
ísnum á Tungnaá og þar fór Gusi niður að aftan en stóð næstum uppá endann með skíðin og
framhlutann uppi á skörinni.
EFTIR GUNNAR JQNSSON
Skömmu fyrir jól 1957 fór
Sigurjón Rist til vatnamæl-
inga í Tungnaó ósamt
Eberg Elefsen. Só þriðji
var bflstjórinn, Guðmundur
Jónasson, brautryðjandi í
bílferðum um hólendið og
þjóðsagnapersóng. En hér
var teflt ó tæpasta vað í
svartasta skammdeginu. Is-
inn ó Tungnaó lét undan
og bíllinn stóð uppó end-
ann, að hólfu ó kafi í ónni.
SÚ SAGA sem hér verður sögð
gerist seint á sjötta áratug þess-
arar aldar. Par greinir frá erfiðu
ferðalagi í skammdeginu langt
frá byggðum manna. Naumast
er við því að búast að þeir, sem í
dag þeysa eftir stikuðum og full-
gerðum fjallvegum yfir brúaðar
ár og læki, skilji til nokkurrar hlítar erfiðleika
þeirra, er fyrstir ruddu þar steini úr götu. Nú
telst ekki lengur til tíðinda þó menn skreppi á
snjóbíl, vélsleða eða breiðdekkjajeppa inn yfir
Tungnaá til Veiðivatna. Hjálpin er allt um
kring ef illa tekst til. Á jólafóstu árið 1957 gat
slíkt ferðalag hinsvegar orðið mikil háskafór.
Eftir heimsstyrjöldina síðari hóf Raforku-
málaskrifstofan vatnamælingar. Einn af þeim
sem fyrstir tóku að starfa við þær rannsóknir
var Sigurjón Rist. Nær áratug síðar bættist
Vatnamælingum nýr liðsmaður, Eberg Elef-
sen. Peir félagar báru síðan um langt árabil
sameiginlega hita og þunga þessara starfa.
Framan af unnu þeir einkum að byggingu sí-
rita við ámar, en síðan urðu þeir einnig að
fylgjast með þessum mælum, ekki síst að
vetri til þegar árnar voru í klakaböndum og
mælunum hættast við truflunum. Einnig kom
til nauðsyn þess að mæla vetrarrennslið beint.
Til þess að vinna þessi verk þurftu vatnamæl-
ingamenn að komast að mælistöðunum við
ámar og í reynd þurftu þeir að komast vítt
um vatnasvið þeirra. Tveggja drifa bfiar
leystu vandann að sumrinu. Þeir höfðu einn
slíkan til umráða, gamlan herbíl af Chevrolet
gerð. Vetrarferðir vom erfiðari viðfangs. Það
dróst því nokkuð að þær kæmust á, en vatna-
mælingastarfinu var haldið áfram af fullum
krafti. Síritamir vora byggðir við ámar, einn
af öðram. Kalt verk og karlmannlegt á stund-
um, en þama vora engir aukvisar að verki.
Fóra miklar sögur af áræði þeirra í ferðum
og af því af hve miklu kappi þeir sóttu verk
sín. Vora þær sumar með nokkram þjóð-
sagnablæ. Bar einkum til þess að ferðir um
hálendið höfðu lengi lítt verið stundaðar. Staf-
aði því af slíkum frásögnum ævintýraljóma.
Sú saga var til dæmis sögð af Sigurjóni að
einhverju sinni var hann með aðstoðarmanni
að rennslismæla stór-á. Óðu þeir ána við verk-
ið og höfðu staðið í henni lengi dags. Þótti að-
stoðarmanninum kominn tími til að matast og
hafði orð á því við Siguijón. Tók hann því vel
en spurði um leið og hann dró tvö harðsoðin
egg upp úr úlpuvasa sínum: Getum við ekki
etið hér? Eberg var fyrirhyggjusamur ná-
kvæmnismaður, hjartahlý tilfinningavera,
vinafastur og hafði ríka kímnigáfu. Hann sá
um undirbúning ferða af mikilli samviskusemi
og útsjón. Matargerð þeirra félaga var sögð
ekki tilhaldssöm, fremur en annarra mælinga-
manna til fjalla á þessum tíma. Maturinn sam-
anstóð mestan part af niðursuðu frá Sláturfé-
lagi Suðurlands. Venjulega var eldað í bílnum
á prímusi eða kósanhellu. í upphafi vora
kannski tæmdar í pottinn nokkrar dósir af
smásteik, síðan var daglega bætt í niðursuðu
og var það ýmist saxbauti, smásteik eða vín-
arpylsur, allt eftir því hvað til var eða hendi
næst. Úr þessu varð hin lystilegasta undir-
stöðukássa, stundum með liðugri meltingu.
Það var mikil upplifun að snæða með þeim að
kvöldi slíkan pottrétt, búðing í eftirrétt og
ábæti, sem samanstóð af skemmtisögum í ör-
æfanóttinni bjartri. Þá var Eberg hrókur alls
fagnaðar og gat átt það til að koma ókunnum
gestum á óvart með því að reka borðhnífinn í
augað svo glamraði í, en hann var eineygður
og hafði glerauga í tóftinni. Það kom líkt og af
sjálfu sér að þeir félagar leituðu samstarfs við
kunnan ferðagarp, Guðmund Jónasson, er
þeir hófu vetrarferðir. Hann hafði til að bera
meiri reynslu af hálendisferðum en margir
menn aðrir og sem meira var hann réð yfir
því farartæki er þeir höfðu hvað mesta þörf
fyrir. Það var snjóbíll af kanadískri gerð og
gekk sá undir nafninu Gusi. Eigandinn, Guð-
mundur, var líkt og þeir vatnamælingamenn
löngu orðinn þjóðsagnapersóna. Hann var
einn af upphafsmönnum ferða um miðhálend-
ið, þrautseigur og úrræðagóður, þekkti ekki
hugtakið að gefast upp, hafði marga hildi háð
á vegum og vegleysum. Almenningur hafði
fyrir löngu fengið honum heiðursstarfsheitið
fjallabfistjóri. Guðmundur var bæði skjótráð-
ur og orðheppinn. Af honum gengu margar
skemmtilegar sögur, sem ástæða væri að
halda til haga. Löngu eftir að þeir atburðir
urðu, sem hér er sagt frá, fór Guðmundur
með hópferð á páskum austur í Öræfí en það
var vani hans. Ár vora þá allar óbrúaðar og
höfðu margir samflot. Festist þá einn bílanna
í Núpsvötnum. Sigurjón var með í fór. Hann
óð við annan mann út að bflnum. Vatnsflaum-
urinn var slíkur að þeir misstu báðir fótanna.
Sigurjón lagðist til baksunds enda af frægu
sundmannakyni. Hinn maðurinn flaut niður
eftir ánni en þar stóðu nokkrir menn á bakk-
anum. Guðmundur, sem hafði langa reynslu af
því hver afreksmaður Sigurjón var, hafði af
honum engar áhyggjur og á að hafa hrópað til
fólksins neðar með ánni: Látið Ristarann eiga
sig. Hann sér um sig en bjargið manninum!
Þessir þrír menn höfðu nú valist saman til
ferðar. Þeir vora ýmist tröllslegir að burðum,
marghertir eða þannig í allri framgöngu að
þeir þóttu ólíklegir til þess að hörfa fyrir ein-
EBERG Elefsen var einn leiðangursmanna í
skammdegisferðinni að Tungnaá.
um. Glíman við íslensk öræfi hefur þó lagt
margan ferðalang að velli og hér mátti litlu
muna að illa færi.
Gráa merin
Þann 10. desember árið 1957 lögðu þeir upp
frá Galtalæk í Landssveit. Ferðinni var heitið
inn að Tungnaá til mælinga og inn í Þórisós.
Snjóbíllinn Gusi var fluttur á GMC trukki frá
Guðmundi og að auki höfðu þeir Chevrolett-
inn vatnamælinganna. Þar sem snjór var orð-
inn nægur fyrir Gusa inn á móts við Vala-
hnjúka var hann tekinn af palli. Þar skildu
þeir bflana eftir en héldu áfram á snjóbfinum
þegar þeir höfðu búið hann til ferðar. Ætlunin
var að fara inn með Valahnjúkum og undir
Dyngjum að Tungnaá. Þessi leið var síðar
stikuð og lá þar mikið ekin bílaslóð um
margra ára skeið. Þeir höfðu ekki ekið langa
leið er annað skíðið brotnaði undan Gusa.
Fóturinn, sem ber uppi skíðið, hrökk í sundur
en alltaf er nokkur hætta á því ef ekið er utan
í eða á steina sem leynast í lausamjöll. Þar eð
þeir áttu þess engan kost að gera við bilunina
á staðnum, ákváðu þeir að snúa aftur til
byggða. Óku þeir til baka á einu skíði þangað
sem bflamir höfðu verið skildir eftir. Þetta er
framkvæmanlegt vegna þess að snjóbfll þessi
er þannig gerður að þyngd hans hvflir á
tveimur löngum beltum og er drifbúnaðurinn
á þeim framanverðum. Fremst á bílnum eru
hinsvegar skíðin tvö. Taka þau af velting og
er bflnum stýrt með því að snúa þeim. Þegar
ekið er á auðu eða snjólitlu landi era skíðin
tekin af og hjól sett í þeirra stað. Við bílana
var brotna skíðið ásamt stubbnum, sem tek-
inn var af Gusa, fært yfir í Vatnamælingabfl-
inn og óku þeir á honum í byggð. Á Galtalæk
bjuggu þá hjónin Sigurjón Pálsson og Sigríð-
ur Sveinsdóttir. Hjá þeim var fastur áningar-
staður þeirra er fóru til fjalla upp með Þjórsá
að austan. Bar margt til þess. Þetta var síð-
asti bærinn áður en haldið var úr byggðinni.
Þar tóku menn gjaman eldsneyti og leituðu
frétta af veðurlagi og færð. Á Galtalæk var
nokkur viðgerðaraðstaða, betri en víðast var í
sveitum, og síðast en ekki síst voru viðtökur
og viðmót fólksins þannig að það laðaði að sér
gesti. Þangað leituðu þeir nú þremenningarn-
ir með sitt brotna bílskíði. Þar gerðu þeir síð-
an við bilunina og tókst vel miðað við aðstæð-
ur. Næstu nótt sváfu þeir þar á Galtalæk.
Óvíst er hvort þetta óhapp með skíðið hefur
verkað sem illur fyrirboði en um nóttina
dreymir Guðmund að til hans kemur grár úti-
gangshestur, ekki alveg hvítur, heldur ösku-
grár með ákaflega mikið vetrarhár og illúð-
legur ásýndum. Skepna þessi ræðst þegar að
Guðmundi og bítur hann í brjóstið og vaknar
hann við það. Engar sögur fara af draumum
félaga hans.
Um morguninn er þeir vöknuðu var veður
þokkalegt með talsverðu frosti og ekkert að
vanbúnaði að halda fram ferðinni. Eitthvað
hefur þó tíðarfarið verið rysjótt dagana á und-
an því Sigurjón bóndi sagði við Guðmund
skömmu áður en þeir lögðu upp: Nú líst mér
ekki á ferðalagið ykkar í þessari tíð. Hvað um
það. Þeir ákváðu að fara enda virtist engin
ástæða til annars. Héldu þeir nú af stað sömu
leið og áður inn að Valahnjúkum. Skíðið var
sett undir Gusa og var hann nú á ný klár til
ferðar. Útbúinn af mikilli fyrirhyggju og alúð.
Tankar fylltir, birgðir komnar á sinn stað,
bæði matur bensín og olíur, rafgeymirinn úr
trukknum til vara milli framsætanna, einka-
búnaður, verkfæri og mælitæki aftur í og á
hillunum bæði að aftan og framan merkilegt
safn ótrúlegustu hluta, sem löng og mikil
reynsla hafði kennt að komið gæti að gagni
við hinar ólfldegustu aðstæður eða jafnvel að
eitt og annað hafi verið sett þarna vegna hug-
boðs eigandans um mögulegt notagildi á ein-
hverri tíð. Gekk nú ferðin greiðlega inn að
Tungnaá og unnu þeir þar við margvísleg
mælingastörf næstu daga.
Á köldum klaka
Þann 17. desember var lagt af stað inn í
Þórisós og var ætlunin að hafa viðkomu í
Veiðivötnum. Veður var aðgerðarlítið um
morguninn, nokkurt frost. Færið var þokka-
legt en snjór ekki ýkjamikill. ísar sýndust
traustir á öllum dældum og lænum. Snjóbíll-
inn öslaði fannimar og gusaði kögglum úr
beltunum upp í hjólaskálarnar með hljóði,
sem minnir á hófaskelli viljugra gæðinga og
er enda merki þess að Gusa sé ekið á óska-
færi. Þannig var nafn hans til komið. Sóttist
ferðin greiðlega og komu þeir inn á Svarta-
krók fyrir miðjan dag. Þegar þeir komu að
ánni stöðvaði Guðmundur bflinn á háum mel.
Áðu þeir þama nokkra stund og snæddu af
nesti sínu, spjölluðu saman meðal annars um
það hvar best væri að fara yfir ána. Kom þeim
saman um að reyna þar sem þeir voru staddir.
Eberg og Sigurjón fóru út með járnkarla til
þess að kanna leiðina en Guðmundur beið í
bílnum. Glærasvell var að sjá á ánni og skoð-
uðu þeir félagar ísinn með jöfnu millibili alla
leið yfir. Voru um þrjátíu metrar á milli
þeirra staða þar sem þeir reyndu þykktina.
Þeir merktu leiðina með litlum vörðum, ein-
kenndu þær með sandi og lituðu sumar með
gulum vökva. Þegar þeir höfðu fullreynt lét
Guðmundur bflinn síga út á svellið. Sigurjón
og Eberg stóðu með nokkru millibili úti á ísn-
um og vörðuðu leiðina, Sigurjón nær Gusa.
Þegar bfllinn kom á móts við Eberg varð
óhappið, ísinn brast og bíllinn byrjaði að
sökkva. Þrátt fyrir vandaða könnun hafði
þeim sést yfir smákafla, þar sem ísinn var
veikur, um sex tommu þykkur. Sennilega hef-
ur straumurinn étið hann neðan frá eins og
oft gerist þegar ár frjósa saman og ísinn
þrengir að rennslinu. Það er líklegt að bíllinn
hefði sloppið yfir á nægilegum hraða. Því var
bara ekki til að dreifa. Guðmundur hefur ef til
vill talið sig vera kominn yfir ána og þrátt fyr-
ir köll þeirra Sigurjóns og Ebergs náði hann
ekki að gefa í. Isinn brast undan bílnum aft-
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999