Lesbók Morgunblaðsins - 16.01.1999, Page 14
DAGBÓK FRÁ
BENIN, BURKINA
FASO OG MALÍ
EFTIR SILJU SALÉ
Hér segir frá sannri ævintýraferð utan venjulegra
ferðamannaslóða meðal þjóða í vestanverðri Afríku
sem að okkar mati eru frumstæðar. Hér segir m.a. af
kynnum við ætt þar sem karlarnir eru allir jórnsmiðir
og bændur, því að störf ganga í erfðir, kynslóð eftir
kynslóð. Niðjar hennar eru auð þekktir því \: >eir bera
allir sömu örin í andliti.
Sunnudagur, 1. febrúar,
Sekogúrú, Benín: Tvser stúlkur
kallaðar Baki og Jon
Konan býður okkur velkomnar og réttir
okkur holt grasker fullt af „tchúk“, bjór úr
gerjuðu hirsi. Eg get satt að segja ekki vanist
honum.
Maríne drekkur „tchúk“ eins og vatn. Hún
hefur verið í Sekogúrú í tvo mánuði, og þetta
er þriðja dvöl hennar í Afríku. Tvö ár eru liðin
síðan hún varð ljósmóðir. Nú er hún að læra
þjóðháttafræði og vinnur að rannsóknum fyr-
ir MA-ritgerð sína í þessu litla þorpi í Norð-
vestur-Benín.
Við heimsækjum allar fjöiskyldur þorpsins,
til að kynna mig, þar á meðal skólastjórann,
sem var að eignast íyrsta ísskáp þorpsins.
Maríne er eins og heima hjá sér, heilsar öllum
og spyr frétta á staðarmáli, baríba-tungu, eins
og hún hafí alltaf talað hana. Fólk kallar hana
„Baki“, nafn sem er notað um stúlkur sem eru
þriðju í systrahópi. Það spyr hvar ég sé í röð-
inni í systrahópi mínum; þar sem ég er eldri
systirin er ég kölluð „Jon“.
Ég kom til Afríku í fyrsta skipti fyrir 3 vik-
um, lenti í Cotonú, höfuðborg Benín, og var
ein á ferð í Suður-Benín þangað til ég kom til
Maríne. Eftir nokkra daga ætlum við í ferða-
lag um Búrkína Fasó og Malí.
Við heilsum líka upp á „fjölskylduna" henn-
ar Maríne; þau hýstu hana í tíu daga.
Karamba, heimilisfaðirinn, er töfralæknir og
kann grasalækningar, læknar meira að segja
geðveiki. Hann á eina konu og sjö böm. Elsta
dóttir hans, Jon eins og ég, er átján ára; hún
er gift en dvelur hjá foreldrum sínum. Það er
siður hjá konum að dveljast hjá foreldrum
sínum fyrir og eftir fæðingu fyrstu barns.
Hún býr þar þangað til barnið fer að ganga og
hættir á brjósti. A heimilinu era líka tvær litl-
ar stúlkur, frænkur, sem ég held að séu þjón-
ustustúlkur og eru sívinnandi.
Fjölskyldan býr á svæði sem er lokað utan
um kofaþyrpingu. Kofarnir eru úr „bankó“,
blöndu af mold og hálmi og standa umhverfis
húsagarð þar sem er brunnur og eldstó. Aðrir
ættingjar búa þar í kring, í svipuðum afgirt-
um kofaþyrpingum.
í þessari ætt eru allir jámsmiðir og bænd-
ur, því að störf ganga í erfðir, kynslóð eftir
kynslóð. Niðjar hennar eru auðþekktir því
þeir bera allir sömu örin í andliti. 011 börn eru
skorin á ákveðinn hátt í andlitið við fæðingu.
Enginn í fjölskyldunni talar frönsku, fyrir ut-
an Francois, átján ára frænda þeirra og ná-
granna. Hann var í skóla til þrettán ára ald-
urs og hjálpar okkur mikið, þar sem orðaforði
Maríne er fremur takmarkaður og táknmálið
veldur stundum misskilningi. Þó að Francois
sé ungur að árum gegnir hann miklu ábyrgð-
arstarfi innan ættarinnar, í krafti menntunar
sinnar. Honum er falið að taka á móti greiðsl-
unni frá ríkinu fyrir bómullaruppskeruna,
sem borga á eftir tvo daga, en ríkið kaupir
alla bómullaruppskeru bændanna. Þegar
Francois hefur tekið við upphæðinni vex
ábyrgðin enn, því þá þarf hann að skipta
henni á milli ættmennanna.
I hvert skipti sem við heimsækjum ein-
hverja fjölskyldu í þorpinu, er okkur boðið
upp á „ígnam-rót“, sem er undirstaða allra
máltíða, jafnt á morgnana, í hádeginu og á
kvöldin. Ignam, kallað sætuhnúður á ís-
lensku, er afar stórt rótarhnýði sem konurn-
ar flysja áður en það er soðið. Þá er hægt að
borða það eins og kartöflu, en oftast hjálpast
tvær eða þrjár konur við að mylja það í
mortéli, með smá vatni þangað til úr verður
mjúkt deig.
Hver og einn hefur skál við hlið sér til að
þvo hendurnar fyrir matinn. Síðan teygja
menn hægri hönd sína ofan í sameiginlegt fat,
taka smábita af deiginu og dýfa honum í
sterkkryddaða sósu. Nokkra æfíngu þarf til
að deigið límist ekki við fíngur eða sósan fari
út um allt og eins þarf mikið vatn til að
slökkva eldinn í munninum!
Miðvikudagur, 4. febrúar,
Sekogúrú, Benín: Töfragripir
að skilnaði
Það eru tveir dagar eftir af dvöl okkar í
þorpinu. Maríne er döpur.Hana langaði ekki
að fara.
I morgun fórum við á markaðinn í
Sekogúrú. Maríne keypti tvær hænur af ung-
um Púllómanni eftir að hafa prúttað af mikl-
um móð í tuttugu mínútur. Nú malla þær
hægt í potti með hananum sem hún hefur ver-
ið að fita síðan hún fékk hann að gjöf fyrir
mánuði. Maríne býr í húsi um hálfan kíló-
metra frá þorpinu. Það tilheyrir læknamið-
stöð, nýbyggðri af frönskum líknarsamtökum.
I kvöld kveður Maríne starfsfólk stöðvarinnar
og aðra vini sína með veislu.
í fjarska heyrast hlátrar, trumbur og
söngvar í Sekogúrú og öðrum þorpum og búð-
um Púllómanna í kring, gelt i hundum,
fuglagarg og önnur furðuhljóð sem einkenna
steppuna og gæða hana galdramætti við sól-
setur. Bráðum birtist hálfmáni, láréttur eins
og glitrandi bátur siglandi í stjörnuhimni.
Föstudagur, 6. febrúar,
Sekogúrú, Benín
Við kveðjum „fjölskyldu" Maríne í síðasta
sinn. Þau spyrja í sífellu hvenær hún komi
aftur. Karamba, töfralæknirinn, réttir okkar
skrítna hluti: Tvo plöntubúta sem hann hefur
látið sækja út á gresjuna. Hann hefur líklega
soðið þá í einhverju töfraseyði. Hann lætur
túlka fyrir sig: Við eigum að fara með plönt-
urnar til skósmiðs, láta vefja þær inn í leður-
búta og búa til armbönd úr þeim, eitt handa
hvorri. Við eigum alltaf að bera þau á ferða-
lögum, bæði nú og síðar, því þau vemda okk-
ur gegn slysum. í hvert skipti sem við höldum
að hætta sé á ferðum, eigum við að lyfta þeim
eins hátt upp á handlegginn og við getum, en
þau mega síga niður aftur þegar hættan er
liðin hjá. Það er áreiðanlega þessum arm-
böndum að þakka, að við komumst til baka til
Frakklands heilar á húfi...
Fimmtudagur, 1 2. febrúar, Bobo
Diúlassó, Búrkína Fasó: Á ógnar-
hraða eftir malarveginum
Við förum á rútustöðina, ætlum að taka rút-
una til Kútíala í Malí.
Eftir tveggja tíma bið er kallað til brottfar-
ar. Við höfum ekki pantað sæti, svo að við fá-
um klappstól aftast í rútunni. Eftir að hafa
kynnst leigubílum í Benín, þar sem fjórum er
troðið frammí og fímm afturí litla Peugeot-
fólksbíla, dytti okkur ekki í hug að kvarta!
Sem stendur er Maríne fyrir framan mig,
ki-amin á milli heljarstórs Senegalsbúa og
manns af Touareg-ættbálkinum með vefjar-
hött um höfuð. Ég er á milli tvennra hjóna frá
Malí, konurnar til vinstri, karlarnir til hægri,
og barn sem er alltaf á fleygiferð frá móður til
. KPÚESSÍ, kona töfralæknisins og yngsta barnið þeirra. Maríne dvaldi hjá þeim
í Benín. Myndirnar tók greinarhöfundurinn.
föður og frá föður til móður, vælir og kremur
mig af kappi.
Hitinn er steikjandi.
Bíllinn snarstansar: Farangur hefur dottið
niður af þaki. Guð minn góður, Allah, bara að
það sé ekki okkar dót!
Við getum ekki andað fyrir ryki og hyljum
andlitin með því að vefja kuflinum um þau.
Samt líður mér vel. Ég brosi við tilhugsunina
um þessa gömlu rátu, yfirfulla af fólki með hul-
in andlit, á ógnarhraða eftir malarveginum.
Oft eru tafir á ferðinni. Það er numið staðar
vegna síðdegisbænarinnar og það er stoppað
þegar lögregla vill skoða skilríki farþeganna.
Hún stöðvar ferðamenn oftar en þörf krefur,
því margir eiga ekki skilríki og múta þá lög-
reglumönnunum til að losna við óþægindi. í
hvert skipti tekur korter að fara út úr rútunni
og annan stundarfjórðung að þjappa fólki aft-
ur inn í hana.
Maríne kaupir soðna, sæta kartöflu, flysjar
hana og gefur sessunautum sínum bita.
Seinna fær hún banana hjá Touaregmannin-
um.
Loks er stansað við tollstöðina í Búrkína
Fasó til að fá brottfararleyfi.
Eftir tíu kílómetra ferð erum við komin að
landamærum Malí! Á meðan vegabréf okkar
eru skoðuð gaumgæfilega, selur bústin Mali-
kona okkur grillspjót með gómsætum bitum
af lifur. Sumir ferðalangarnir hafa sest á
mottur og þvo sér fyrir kvöldbænina með
vatni úr marglitum plastkönnum. Þeir þvo
hendur, fætur og höfuð. Síðan biðjast þeir
fyrir.Við tökum tali hina tvo hvítu ferðalang-
ana í rátunni, tvo unga Frakka. Þeir eru á leið
aftur til Gambíu eftir dvöl í Búrkína Fasó,
landi Djembetrommunnar, sem er ættingi
bongótrommunnar. Áður höfðu þeir verið í
Gambíu í tvo mánuði að læra að spila á tramb-
ur. Við skiptumst á heimilisföngum.
Nokkrum kílómetrum lengra birtist önnur
tollstöð. Allur farangur er tekinn niður af þaki
bílsins í niðamyrkri, farþegar gramsa eftir
sínum pinklum og fara í biðröð. Það á að leita
í farangrinum. Umhverfið er óraunverulegt:
Tugir manna eru í hnappi í kringum smásjón-
varp, tengt við rafgeymi úr bíl, og horfa á
knattspyrnuleik í bikarkeppni Afríkuþjóða.
Spennan liggur í loftinu.
Maríne fer út í myrkrið að spila á flautu.
Kona frá Nígeríu biður mig um aspírín.
Tunglið kemur upp, fullt, gríðarstórt, appel-
sínugult.
Kl. 22.30. Kútíala! Sjö og hálfrar stundar
löng ferð í rútu til að komast 250 kílómetra.
Við erum þær einu sem fara út. Sessunautar
okkar taka hlýlega í hendur okkar og óska
okkur farheilla. Þeir verða komnh- til
Bamakó, höfuðborgar Malíu, í fyrramálið -
vonandi.
Föstudagur, 13. febrúar, Kútíala,
Mali: Sjaldséðir hvítir hrafnar
Strax í morgunsárið þrömmum við um
borgina í leit að fari til Segú. I dag er úti-
markaður. Við göngum hægt framhjá litrík-
um varningi, kryddi og piparávöxtum, kaup-
um banana og mangó. Hvítt fólk sést öragg-
lega ekki oft í Kútíala! Fólk skoðar okkur, for-
vitið, brosir vingjarnlega og heilsar okkur.
Við erum agndofa yfir fegurð fatnaðarins.
Karlarnir klæðast síðum skikkjum úr ríku-
lega útsaumuðu „bazin“ efni og bera smáhatt
á höfði, konurnar veíja efnisbútum utanum
sig undir víðum skikkjum, með höfuðklúta úr
sama efni. Allur fatnaður er í sterkum glitr-
andi litum sem dökk húð þeirra gerir enn
skærari og fallegri.
Við setjumst á tröppu til að njóta þess ein-
staka útsýnis sem markaðurinn býður upp á;
sífelldan eril fram og aftur, liti, hljóð, lykt.
Hlæjandi sölukonur við hiið okkar rétta okk-
ur hnefafylli af jarðhnetum. Maður kallar til
okkur: „Hvert?“, við svörum; „Segú“. Hann
bendir á smárútu sem við skoðum. Maríne er
ekki rótt, mér finnst að við höfum séð það
verra. Við kaupum tvo miða.
Leiðin er undurfögur. Og ég fékk besta
sætið frammí, við hlið bílstjórans, aðeins einn
sessunautur til hægri. Maríne er ekki eins
heppin, hún er kramin á milli fjögra annarra
farþega, aftast í rútunni, í steikjandi sól.
Trekkurinn blæs inn frá báðum hliðum og ég
verð að halda í skikkjuna mína svo að hann
iyfti henni ekki alveg upp.
Snælda í segulbandstæki bílsins skyrpir út
úr sér söngvum Black So Man; um stjórn-
málamenn sem fylla eigin vasa og börn sem
verða að bjarga sér á götunni. Okkur er sagt
að þessi vinsæli söngvari frá Búrkína Fasó
liggi meðvitundarlaus eftir alvarlegt umferð-
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. JANÚAR 1999