Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 5
árum síðar eru þau komin í Bjarnareyjar í Breiðafirði, og næstu árin á eftir geta heimild- ir um aðsetur þeirra í Olafseyjum undan Skarðsströnd og á Skarði. Loks fluttu þau að Stóru-Avík í Trékyllisvík „en óvíst er hvort búseta hans hefur alltaf verið föst þar“ eftir það (EGP 1998,1, 66). Skaplyndi og hugðarefni Jón er sagður hafa verið blendinn í lund „heiptugr í skapi, sérvitr og fullr hjátrúar, og pápískr í trú“ svo vitnað sé til orða Guðbrand- ar Vigfússonar (JÁ I, xi). Páll Eggert Ólason segir hann hafa verið „kynlegt dæmi um sam- runa kaþólskra og lútherskra hjátrúarskoð- ana“ þó hann hafí alið allan sinn aldur í lúth- erskum sið (PEÓ 1942, 255). Jón var hagur maður til munns og handa, smiður góður, listaskrifari og málari, enda oft nefndur Jón málari. Margir leituðu til hans um smíðar og viðgerðir, en þess voru einnig dæmi að liðsinn- is hans væri óskað til þess að fyrirkoma draugum og öðrum óhreinleika. Frægt er af frásögnum er hann kvað niður reimleika á Snæfjallaströnd - Snæfjalladrauginn svo- nefnda. Af því tilefni varð til sá magnaði kveð- skapur Fjandafæla (einnig nefnd Snjáfjallavís- ur hinar fyrri), Snjáfjallavísur hinar síðari og Umbót eða Friðarhuggun. Ekki urðu þó þess- ar tiltektir Jóns honum til góðs því þar með snerist gæfuhjólið honum í óhag. Er þó aldrei að vita hvað orðið hefði, ef ekki hefði hann blandað sér inn í sögulega atburði um svipað leyti. Þeir atburðir voru Spánverjavígin 1615. Spánverjavígin Spánverjar (Baskar) höfðu stundað hval- veiðar við ísland um nokkurt skeið þegar þessir atburðir gerðust. Versluðu þeir við landsmenn eftir föngum en áttu erfitt um vik því verslunarbann var þá í gildi við alla er- lenda aðila, aðra en danska leyfishafa einokun- arinnar. Fóru Spánverjar því með ránum á landi ef ekki náðust viðskipti. Varð af þessu kurr mikill sem skiljanlegt er, og í apríl ársins 1615 gaf Danakonungur út tilskipun um að er- lendir menn sem færu með ránum væru rétt- dræpir. Um haustið sama ár gekk mikið of- viðri yfir Strandir og fórust í því veðri þrjú af skipum Spánverja. Skipverjar sem komust lífs af ferðuðust um Vestfirði og leituðu eftir við- skiptum við bændur. Vegna verslunarbanns- ins höfðu fæstir þeirra erindi sem erfiði og lyktaði þessu með ránum og róstum. Fór svo að lokum að stór hluti Spánverjanna var veg- inn af Vestfirðingum í tveimur aðförum. Önn- ur átti sér stað í Dýrafirði, 5. október þegar þrettán féllu í fyrirsát Dýrfirðinga, en hin í Æðey í Isafjarðardjúpi þann 14. október, und- ir forystu Ara Magnússonar, sýslumanns í Ögri. Þar féllu að minnsta kosti átján Spán- verjar, sumir annálar segja jafnvel á þriðja tug manna (JK 1950, xxxi). Á þriðja tug Spán- verja komst þó undan til Patreksfjarðar, það- an sem flestir komust á skip með Englending- um um vorið. I Ballárannál og Vatnsfjarðaran- nál segir raunar að þeir hafí rænt duggunni með fólki og öllu saman og komist þannig af landi brott (Annálar III, 99,193). Spánverjavígin mæltust misvel fyrir, og voru af sumum talin til níðingsverka þar sem Spánverjarnir voru skipsbrotsmenn í nauðum að leita sér bjargar. Flestir þögðu þó þunnu hljóði - aðrir en Jón lærði sem gat ekki orða bundist og skrifaði um atburði þessa Sanna frásögu af spanskra manna skipbrotum og slagi, þar sem hann tók upp málstað Spán- verja (JK 1950). Þar með kallaði hann yfir sig óvild Ara í Ögri sem var héraðsríkur maður og á þeim tíma nær einvaldur á Vestfjörðum. „Rógurinn mikli" Af afskiptum Jóns af Spánverjavígunum reis í sveitinni „rógurinn mikli / með fölskum bréfum / og forráðs lygi“ eins og segir í Fjöl- móði (er. 159; PEÓ 1916). Er að skilja sem sveitungar Jóns hafi rægt hann við sýslu- manninn í Ögri. Ekki er að orðlengja það, að eftir þessa atburði þótti Jóni sér ekki lengur vært innan héraðsmarka Ara í Ögri. Hrökkl- aðist hann frá búi og börnum um hávetur og reyndi að komast á skip með Englendingum. Brá þá svo við að enginn þorði að taka við honum á skip af ótta við Ögurhöfðingjann (EGP 1998,1, 70). Næstu árin fór Jón huldu höfði um landið, og hafðist við í skjóli góðra manna. Á árunum 1616-20 naut hann gestrisni Steindórs Gísla- sonar, sýslumanns á Arnarstapa. Þá fór hann eitt ár norður í land en kom síðan að Rifi á Snæfellsnesi þar sem hann sinnti lækningum og veitti varnarráð. Var jafnvel talið að hann hefði um tíma „haldið einskonar skóla í þess- um efnum og selt mönnum kver með varnar- ráðum eða lækningum" (PEÓ 1942, 259). Kennimenn á Snæfellsnesi voru þó ekki of hrifnir af tiltektum Jóns og fór svo að séra Guðmundur Einarsson á Staðarstað, prófast- ur í Snæfellssýslu, sem áður hafði verið rekt- or í Hólaskóla, samdi rit gegn Jóni lærða og kenningum hans árið 1627, er bar heitið Hug- rás (JS 606, 4to; Lbs. 494, 8vo). Eru Jóni þar ekki vandaðar kveðjur: So látande, ad Sagdur J.G.M. sie slægur madur og öhollur, og hafe þadann ur Sveitum rijmt, fyrer öskil, lygar, örádvendne, og sak- bitna samvitsku, af þvi ad farid / hafe optlega med billdur, mas, rugl og vondar rædur, og aukid so öfrid, Sundurþycke og tvijdrægne manna a mille - (EGP 1998,1, 67(68)). Ekki vildi þó betur til en svo að með skrif- um sínum espaði Guðmundur upp Ara sýslu- mann í Ögri, þar eð hann hafði látið að því liggja að sýslumenn landsins gengju slælega fram í því að uppræta galdramenn. Reis af þessu deila milli þeirra prófasts og sýslu- manns og varði Ari starfsbræður sína af hörku. Kvaðst hann hafa fengið það heillaráð af Guðbrandi biskupi (tengdaföður sínum) að sýslumenn skyldu ekki gerast sakaráberar í slíkum efnum, né taka galdramenn, nema fyr- ir hendi væru lagadómur eða úrskurður æðra yfirvalds um líflát þeirra. Bætti Ari því við að kennimenn hefðu fram til þessa verið skeyt- ingarlausir um að setja galdramenn frá sakra- menti „enda ekki örvænt um, að sumir þeirra kynnu að hafa kynnt sér galdrabækur" (PEÓ 1942, 259). Má af þessum viðbrögðum Ara ráða, að hann hafi verið umburðariyndari gagnvart galdrakukli sveitunga sinna en verslunarviðleitni Spánverja þetta haust (og bendir þó sitthvað til þess að hann hafi ekki verið harður við Baskana fram undir 1615, enda sjálfur andstæðingur einokunar). Hlýtur Ari því að teljast tiltektalítill í galdramálum aldarinnar samanborið við aðra héraðshöfð- ingja og frændur sína á Vestfjörðum um svip- að leyti. Hafa ber þó í huga að Ari fellur frá um miðbik aldarinnar, áður en galdraofsókn- irnar keyra um þverbak. f skjóli góðra manna Eftir atlögu séra Guðmundar forðaði Jón sér suður á Akranes í skjól Árna lögréttu- manns Gíslasonar að Ytra Hólmi - bróður Steindórs sýslumanns á Ai'narstapa. Um síðir settist hann loks að hjá syni sínum, séra Guð- mundi í Hvalsnesi. Þá vildi svo óheppilega til að séra Guðmundur lenti í útistöðum við Ólaf Pedersen, umboðsmann (staðgengil höfuðs- manns) á Bessastöðum og var dæmdur fyrir illmæli um hann, þann 13. maí 1630. Jón blandaði sér í þetta mál, enda virðist hann hafa verið þess fullviss að Ólafur - sem hann kallaði „Náttúlf" - hafi viljað koma sér og sínu fólki íyrir kattarnef og hafi það ekki verið fjöl- kynngislaust af hálfu umboðsmanns, eins og fram kemur í ævidrápu hans Fjölmóði: Geigsendingar og gandaflögur einatt rásuðu að Ytra-Hólmi, teikn á tungli, og'tveir jarðskjálftar, var og fleira margt yfir fóvitans garði. (PEÓ 1916,63) Afskipti Jóns af máli þeirra Guðmundar og Ólafs leiddu til þess að hann var sjálfur um- svifalaust kærður fyrir galdra. Fór svo að hann var dæmdur útlægur á Bessastöðum þann 1. ágúst 1631, vegna galdrakvers sem hann hafði samið um varnarráð og nefndist Bót eður viðsjá við illu ákasti (Alþb. V, 483). Eftir útlegðardóminn fór Jón enn huldu höfði um hríð, en ýmsir mætir menn skutu þó yfir hann skjólshúsi, einkum prestar og sýslu- menn. Árið 1635 lýsir Jens Söffrinsson um- boðsmaður eftir Jóni og býður öllum sýslu- mönnum að handtaka hann og flytja til Bessa- staða. Var þá illt í efni fyrir velgjörðarmenn Jóns að halda uppteknum hætti og leyna hon- um. Jóni var því komið á skip sem sigldi til Kaupmannahafnar 1636. Svo virðist sem hann hafi í þeirri fór sjálfur gengist í að láta rann- saka mál sín, en átti, eins og svo oft áður, und- ir högg að sækja, þar sem honum fylgdi óvild hátt settra manna, þar á meðal Ólafs Péturs- sonar, umboðsmanns á Bessastöðum. Var Jón tekinn höndum, skömmu eftir komuna til Kaumannahafnar og færður til fangavistar. Fleira var honum mótdrægt þennan vetur, því ekki var nóg með að reynt hefði verið að byrla honum eitur, heldur veiktist hann um miðjan vetur, en rétti við (EGP 1998,1, 85). - og af því (hann( kunnugur var í rúnum og þessháttar stafrófi, sömuleiðis Eddukenning- um og þar með raupsamur og skrafinn, þá gat hann komið sér í tal við þann hálærða mann Dr. Olaf Worm og fleiri og talað svo fyrir þeim, það þeir meintu hann engar óleyfilegar konstir, heldur náttúrlegar og leyfilegar hefði um hönd haft, en af öfund og þekkingarleysi fólks hér í landi, liðið svo stóran órétt, að flýja hefði orðið til kongl. náðar. (Biskupas. JH II, 87) Það vildi Jóni til, að Óli Worm var áhuga- samur um rúnir og fornfræði ekki síður en hann, og hagnýtti sér gjarnan fróða Islend- inga í Danmörku. Worm var þá rektor Hafn- arháskóla, og stýrði sjálfur yfirheyrslum há- skólaráðsins og dómi yfir Jóni, í aprílmánuði 1637. Komst ráðið að þeirri niðurstöðu að „Hans kongl. maiestet wilde Naadigst bewil- ge, at sagen maatte paa nie igien foretagis och flitteligen offeerhöris aff Lensmanden och Bispen" (EGP 1998,1, 88). Það gekk eftir. Að tilstuðlan Worms og annarra Islendinga (þ.á m. Brynjólfs Sveinssonar, síðar biskups) kom konungsbréf þann 14. maí 1637 um að galdramál hans skyldi tekið upp á alþingi að nýju og rannsakað ásamt máli séra Guðmund- ar, sonar hans. Jón kom því til landsins aftur en ekki bar heimkoman þann árangur sem hann hafði vænst. Þann 30. júní 1637 var mál hans tekið fyrir á alþingi og var dómur sá sem gengið hafði á Bessastöðum 1631 nú staðfest- ur og ítrekaður. Var Jón nú gerður útlægur úr öllum rikjum og löndum konungs nema kon- ungur vildi honum „meiri náð sýna“ (Alþb. VI, 483). Jón fór þó.aldrei af landi brott ( og segir Skarðsárannáll að engir kaupmenn hafi feng- ist til að taka hann á skip (Annálar I, 251). Jón var því aftur kominn á vonarvöl hér heima og hafðist nú að mestu við í Múlaþingi, þar sem hann hélt uppteknum hætti við lækningar og varnarráð, meðal annars í skjóli Bjarna sýslu- manns Oddssonar og séra Ólafs Einarssonar í Kirkjubæ. í bréfi Brynjólfs biskups Sveins- sonar til Óla Worms árið 1649, þar sem hann ræðir um rúnaþekkingu Islendinga, segir biskup að „Jón Guðmundsson eyði nú elliárum sínum úti á landshorni, gagnslaus sjálfum sér og öðrum“ (PEÓ 1942,261). Má af þeim orðum ráða að biskupi hefur þótt það skaði að forn- menntirnar skyldu ekki fá betur notið þekk- ingar Jóns Guðmundssonar, en raun bar vitni. Siðustu æviár Svo virðist sem Jón hafi lifað óáreittur síð- ustu tíu ár ævi sinnar, en þeim eyddi hann austur í Utmannasveit í Múlasýslu, því aldrei átti hann afturkvæmt til langdvalar á heima- slóðum. Síðustu árunum eyddi hann við rit- gjörðir og má af skrifum hans ráða að hann var skemmdur orðinn á sálinni eftir útistöður sínar við fyrirmenni landsins. Kemur þar fram að hann telur andstæðinga sína hafa of- sótt sig með galdri og er svo upptekinn af þeim hugrenningum að hann gleymir því næstum að hann var sjálfur ofsóttur fyrir fjöl- kynngi. I Fjölmóði fer hann mörgum orðum um kynjar þær og geigsendingar sem Ari í Ögri hafi gert honum að vestan, en þær segir hann hafa verið svo magnaðar að hann mátti ekki á sjó koma fyrir draugum og sendingum, auk þess sem jörðin gekk undir honum í bylgjum þegar verst lét. Ekki efast Jón eitt augnablik um mátt gald- urs; telur fordæðuskap óhæfu og níðingsverk, en góðgaldra fullkomlega réttlætanlega. Hann gefur lítinn gaum að djöflinum og heim- kynnum hans en er því áhugasamari um eðli landsins og náttúrukrafta. Trúaður er hann á álfa, hólgöngur og önnur þjóðtrúarfyrirbæri, eins og glöggt má lesa úr þeim ritverkum sem eftir hann liggja og eru töluverð að vöxtum. Þegar hefur verið minnst á Fjandafælu hans, Snjáfjallavísur og Fjölmóð. Eitt mikilvægasta framlag Jóns í óbundnu máli er að margra mati Ein stutt undirrétting um Islands að- skiljanlegar náttúrur (Islandica XV) sem talið er ritað einhverntíma eftir 1637. Auk þess má nefna ritgerð hans um Snorra Eddu (EGP 1998) sem hann hefur trúlega ráðist í að skrifa að áeggjan Brynjólfs biskups, og Ára- dalsóð (Huld V), þjóðtrúarkvæði um útilegu- menn („blendinga"). Er þá ónefnd ritsmíð sem hann tileinkaði Brynjólfi biskupi í Skál- holti um margvísleg þjóðtrúarefni í bland við náttúruvísindi (Tíðfordríf eða Dægradvöl, AM 727, 4to). Þá hefur eitt og annað varðveist af skrifum Jóns lærða sem sjaldnar er nefnt, til dæmis þýðing hans: Heims HiStoria svmmervð af Hermanne Fabronio ... kortat og vt dreigit af Jone GvdmvndzSyne (AM 201, 8vo) sem hann skrifaði 1647. Auk þessa skrif- aði hann margt um lækningar og hjálparráð og hefur sitt hvað varðveist af því efni. Meðal annars lækningabók sem Jón Sigurðsson á Steinum, sagnamaður Jóns Árnasonar, kveðst hafa lesið, en því lýsir Jón þannig: ... það er varla efamál að bókin sé eftir Jón málara, því mörg ein hjátrú kemur fram í henni, er bókin öll eftir stafrófi og auðsjáan- lega margt úr útlendum bókum [...] Margt er í henni svo sem kvikasilfurs dyggðir og ódyggðir, um eini og einiberjatré, náttúru- brunna, vötn og mýmargt kátlegt og gagnlegt hvað með öðru. (FS 1950, 58). Ljóst er af því sem sagt hefur verið, að Jón Guðmundsson hefur verið athyglisverður maður; gáfaður af guðs náð, skapfastur og jafnvel heiftrækinn en þó drenglundaður, eins og marka má af framgöngu hans gegn Spán- verjavígunum. Margt í skrifum hans bendir þó til þess að hann hafi á köflum verið allt að því sjúklega tortrygginn, en hafa ber í huga að ævikjör hans gáfu honum líka vemlegt til- efni til. Höfundurinn er þjóðfræðingur. BENNY ANDERSEN EIRÐAR- LEYSI Asgeir Ásgeirsson þýddi Taskan mín gapir og hrópar. Mataðu mig mettaðu mig með sokkum nærðu mig með skyrtum og nærídtum fylltu mig með samanbrotnu troddu mig löngunum og rakdóti ég bið þig að unna mér þess einu sinni enn að vera dröslað um í farangursrými sett að sætisbaki gleymast á færibandi láttu mig tæmast tollast og fyllast á ný með þefjandi sokkum hálftómum flöskum stolnum öskubökkum lát innihald mitt fljóta um framandi lök hanga á æsandi herðatrjám fljóta í skolskálum með kokhjjóði. En framar öllu. Gleymdu mér einhvers staðar íafskekktu bænahúsi í frumskógi eða ópíumgreni á tindi Kilimanjaro í iðrum stórborgarinnar í útjaðri eyðimerkur eða týndu mér af hundasleða við norðurljós við stjörnumerki við veginn alveg sama hvar bara ekki hér þar sem maður veit hvað maður hefur þar sem maður veit að ekkert gerist taktu mig með frcisaðu mig láttu mig aldrei snúa aftur í þetta þrúgandi öryggi. Úr Samlede Digte 1960-1996. Höfundurinn er vinsælasta Ijóðskáld Dana um þessar mundir, ef farið er eftir bókasölu. Þýðandinn býr í Borgarnesi. BJÖRN GUÐJÓNSSON STRÁ Að hausti fellur fræ í mold og festir litlar rætur leggst með kulda fónn á fold fræið litia grætur dimm er vistin langar, naprar nætur. Seinna vorsins blíði blær blcssað stráið vekur víðfeðm sólin við því hlær vetur buriu rekur gleðin slík að engu tali tekur. Líða dagar laufgast hagar lýkur sumri álltof fljótt fyrr en varir lengist lífsins nótt. Vex ei lengur villt frá rót veit að feigðin kallar hætt að teygjast himni mót hneigir sig til vallar gulna blöð er sumri að hausti hallar. Leggjast ský um lönd og sæ ljóssins geisla skerða litla stráið fellir fræ frostblóm tökin herða að moldu skal það aftur vesælt verða. Höfundur er skrifstofumaður í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.