Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 17
ERLENDAR RÆKUR
DÖNSK SJOFERÐASAGA 4
Anders Monrad Möller: Med korn eg kul.
Dansk söfarts historie 4. Gyldendal 1998. 253
bls., myndir, kort.
ÞETTA 4. bindi sjóferðasögu Dana nær yfir
lungann úr 19. öldinni, árin 1814-1870. Þeg-
ar frásögnin hefst eru þjóðir Evrópu enn að
sleikja sárin eftir Napóleonsstyrjaldirnar og
seglskip voru enn fullkomnustu farartæki
þeirra, sem ferðuðust um heimshöfin. Um
það bil sem frásögninni lýkur voru gufuskip
komin til sögunnar og Danir í þann mund að
stofna stórútgerðarfyrirtækið DFDS, sem
hér á landi var þekkt undir nafninu Samein-
aða. Bókin er byggð upp á líkan hátt og fyrri
bindi í ritröðinni. Frásögnin hefst á umfjöll-
un um danska kaupskipaflotann á öndverðri
19. öld og siglingar milli hafna í Danmörku.
Síðan segir frá vexti flotans, þátttöku Dana í
siglingum um heimshöfin, frá helstu at-
hafnasvæðum kaupskipaflotans, auk ýmissa
þátta á borð við hafnargerð, gerð sjókorta,
vita- og björgunarskipum o.s.frv. Sérstakur
kafli er um atburði er áttu sér stað um 1864,
t.d. stofnun Burmeister og Wain, uppbygg-
ingu gufuskipaflotans og samkeppni gufu-
skipa og seglskipa. Þá eru kaflar um sjó-
menn, kjör þeirra og aðbúnað og um útgerð
og útgerðarhætti. I bókarlok er kafli um
stöðu rannsókna á þessu sviði og loks eru
allar nauðsynlegar skrár. Bókarhöfundur,
Anders Monrad Möller, er einn helsti sér-
fræðingur Danmerkur í sjóferðasögu þessa
tímabils og hefur áður skrifað ágæt rit um
efnið. Hann er maður ágætlega ritfær og
ber bókin þeim hæfileikum hans glöggt
vitni. Hún er ljómandi vel skrifuð og læsileg
og eins og fyrri bindi í ritröðinni er hún
prýdd fjölmörgum ljósmyndum, teikningum
og kortum. Margar myndanna hafa mikið
sjálfstætt heimildagildi og þar sem myndir
og annað myndefni, sem telja mátti til frum-
gagna skorti, hafa útgefendur brugðið á það
ráð að fá listamenn til liðs við sig við gerð
mynda. Hefur það tekist ljómandi vel. Við
lestur rits á borð við þetta hljótum við ís-
lendingar jafnan að hyggja sérstaklega að
því, sem sagt er um Islandssiglingar. Það er
satt að segja heldur fátæklegt í þessari bók,
enda munu siglingar hingað til lands ekki
hafa verið ýkja veigamikill þáttur í danskri
kaupskipaútgerð á þessu tímabili. Nokkuð
er þó greint frá siglingum um norðurhöf og
á bls. 77 er birt mynd af þekktu málverki
Carls Emils Baagöe af skipum á Akureyrar-
polli árið 1856. Af myndatextanum má þó
ráða að myndaritstjórinn hafi ekki verið viss
um hvar myndin var máluð, hún er sögð
sýna skip við Islandsstrendur.
JÓN Þ. ÞÓR
DÖNSK „magt“ á höfunum á 19. öld: Floti flutningaskipa í Svendborgarsundi 1848. Málverk eftir Carl Dahl.
„HEYR HIMNA SMIÐUR"
- FRJÁLSHYGGJAN OG RÉTTLÆTIÐ -
EFTIR STEFÁN SNÆVARR
„Trúðu á tvennt í heimi .../; ég tefli tví-sýni á réttlætið
fram gegn ein-sýni frjálshyggjunnar. Eg vil gjalda
markaðnum það sem markaðarins er, samfélaginu
það sem því ber.
UM fátt hafa íslendingar deilt
harðar en einkakvóta og veiði-
leyfi. Einna hörðust var
rimman milli prófessoranna
Þorvalds Gylfasonar og
Hannesar Gissurarsonar. Þeir
körpuðu aðallega um hvað
Adam heitinn Smith hefði
sagt um málið ef hann væri enn ofar moldu.
Var helst svo að skilja að orð Smiðsins haga
væru lög, í ritum hans mætti finna endanlega
lausn hagfræðigátunnar, því eins og Kolbeinn
Tumason orti forðum tíð
„Heyr, himna smiður
hvers skáldið biður...“
Deila hagfræðiskáldanna Hannesar og Þor-
valds var skemmtilega lík marxísku karpi „í
den“ þegar deilumál voru leyst með tilvísunum
í hina helgu texta Karls Mai-x. Marx þessi
sagði reyndar að fjármagnið væri Guð og
Adam Smith spámaður þess. Því skyldi engan
undra þótt margir helstu frjálshyggjumenn á
Islandi séu fyri-verandi kommúnistar. Skýrt
ber að taka fram að seint verður Þorvaldur
vændur um frjálshyggju. Hann er krati eins
og hann á kyn til og segir margt vitlegt um
fiskveiðistjórn. Um pólitískar hneigðir Hann-
esar þarf ekki að efast, karlinn sá er frjáls-
hyggjumaður frá hvii-fli til ilja.
Rætur réttleetis
Margt má gott af fræðum Hannesar og hans
manna læra en ekki eru þau fullkomin fremur
en önnur mannanna verk. Eitt helsta skurð-
goð Hannesar, heimspekingurinn Robert
Nozick, hefur sett fram kenningu um réttlæti
sem ég hyggst gagnrýna í þessari grein.
Nozick segir þá dreifingu gæða réttláta sem
hljótist af frjálsu vali manna. Enginn, allra síst
ríkið, hefur rétt til að breyta þeirri dreifingu
þótt hún sé mjög ójöfn og þeir verst settu lifi
við sult og seyru. Máli sínu til stuðnings hugs-
ar Nozick sér að þúsundir manna borgi að-
gangseyri að tónleikum Bjarkar. Enginn er
neyddur til að reiða féð af hendi, menn fara á
tónleikana af fúsum og frjálsum vilja. Afleið-
ingarnar eru þær að Björk verður stórrík. Þá
skera sósíalistar upp herör gegn ósómanum
og krefjast þess að Björk verði skattlögð til
þess að þeir verst stæðu megi lifa. En í raun
réttri er verið að skikka söngkonuna til að
vinna þegnskylduvinnu íyrir fátæklingana.
Hún er notuð sem tæki til að þess að jafna
kjörin. Þá er fullt eins hægt að réttlæta að
menn séu neyddir til að láta af hendi líffæri
handa fólki sem myndi deyja án þeirra. Því
hlýtur hver sá maður, sem er á móti þrælkun
og líffærastuldi, að íylgja frjálshyggju. Skipti
ríkið sér af því hvernig menn ráðstafa fjár-
munum sínum bannar það í raun „kapítalísk"
samskipti lögráða manna.
Greining Nozick er firna skörp en veilurnar
margar. Breski heimspekingurinn H.L.A.
Hart hefur bent á að ekki sé rétt að líkja
sköttun við þrælkun því þrællinn á ekki ann-
arra kosta völ en að þræla. Sá skattpíndi getur
látið vera að þéna nóg til að þurfa að borga
eitthvað að ráði í skattahítina. En ljóst má
þykja að skattgreiðandinn eru litlu bættari
íyrir vikið, hann er neyddur til að í'æra fórnir
ef hann vill komast hjá skattaáþján. Öllu
snjallari gagm-ýni má finna Iijá femínistum
vestanhafs. Þær benda á að ef við eigum allt
sem við framleiðum úr eigin efniviði, þá ætti
foreldrum að vera heimilt að selja börnin sín.
Hafi báðir aðilar viljað eignast börnin þá jafn-
gildir bann við sölu á þeim banni við kapítal-
ískum samskiptum lögráða fólks. Sama gildir
um bann við misþyrmingum á börnunum eða
jafnvel morðum. Má ég ekki meðhöndla eigur
mínar að eigin geðþótta?
Títtnefnd véfrétt, Michael Walzer, setur
fram svipaða gagm-ýni. Hann segir að ef við
leyfðum öll kapítalísk samskipti fullorðinna
myndi ýmislegt skrítið gerast. Þá væri ekki
hægt að banna stjórnmála- og embættismönn-
um að þiggja mútur. Það fylgir svo sögunni að
mútuþægir pólitíkusar í Brasilíu segja að
mútubann sé frelsisskerðing! Ég get ekki stillt
mig um að prjóna svolítið við kenningar Walz-
ers: Segjum nú að mútur séu leyfðar og ríkis-
stjórnin í Brasilíu láti múta sér til að lýsa yfir
stríði á hendur Argentínu. I styrjöldum falla
menn í massavís og mannvirki í eigu einstak-
linga eru eyðilögð eins og alþjóð er kunnugt.
Því getur mútuþægni leitt til þess sem Nozick
hlýtur að kalla „mannréttindabrot". En ef
Nozick vill vera samkvæmur sjálfum sér verð-
ur hann að telja mútur réttlætanlegar. Ekki
bætir úr skák fyrir honum að samkvæmt rétt-
lætiskennd okkar flestra er mútuþægni ósið-
leg. Bandaríski heimspekingurinn lendir því í
röklegri sjálfheldu sem hann á erfitt með að
brjótast út úr.
Víkjum nú talinu aftur að Walzer. Hann tel-
ur að til séu mörg svið réttlætis. Þær réttlæt-
isreglur sem gilda á markaðnum þurfa ekki að
gilda um stjórnkerfið. Sumum lífsgæðum ber
að dreifa eftir meginreglum frjálsra viðskipta
en ekki t.d. heilbrigðisþjónustu sem sé á öðru
sviði réttlætis. Ég ætla ekki að fara nánar út í
þá sálma, bara nefna að Walzer er á réttri leið.
En honum varð það á að beygja á vitlausum
stað, inn á öngstrætið Afstæðisstíg. Réttlæti
er að hans mati algerlega afstætt við stað og
tíma, en það er helst til langt gengið þótt sum-
ar af rótum réttlætis séu staðbundnar. Því
þótt réttlætið hvíli á meginreglum þá er ekki
til nein regla um hvernig beita eigi reglunum.
Afleiðingin er sú að tómt mál er að tala um
sömu beitingu reglna við tvær mismunandi að-
stæður. Engin regla er einhlít, reglur þarf að
túlka, og túlkandinn er barn sögu og samfé-
lags. Af þessu leiðir að réttlætið er að nokkru
leyti afstætt við stað og tíma, en sú staðreynd
veikir formúluhyggju Nozicks enn frekar.
Ekki er rúm fyrir rökræðu um afstæðis-
hyggju í þessari stuttu grein. Hyggjum heldur
að speki frjálshyggjupáfans Miltons Friedman. .
Fuglinn sá segir að hreinræktað markaðskerfi
sé frjálst samfélag. Máli sínu tO stuðnings
hugsar hann sér eyju þar sem lítill hópur
manna lifir saman án ríkisvalds. Hver þeiiTa á
sinn jarðarskika og svo skiptast eyjarskeggjar
á vörum eftir þörfum. Enginn er neyddur til
neins. Eini munurinn á svona markaðskerfi og
nútíma útgáfum er að við höfum kaupmenn og
peninga. Ríkisvaldið eitt ógnar frelsi manna,
markaðurinn er kjölfesta einstaklingsfrelsis.
En Friedman sér ekki þann möguleika að á
eyjunni vænu gæti ríkt sú hefð að menn væru
teknir upp í skuldir. Skuldaþrælkun er ekki á
neinn hátt andstæð markaðnum enda hefur
Nozick sagt að ekki sé hægt að banna mönnum
að selja sig mansali. Slík þrælkun var reyndar
mjög algeng hjá Grikkjum og Rómverjum en í
ríkjum þeirra mátti finna vísi að markaðskerfi.
Bæta má við að ef lánardrottnar hafa rétt til að *>
taka allar eigur manna upp í skuldir þá er líka
sjálfsagt að þeir megi gera skuldunautinn
sjálfan upptækan. Maðurinn á víst sjálfan sig
samkvæmt formúlum frjálshyggjunnai- og telst
því hluti af eigin eigum. Til að bæta gráu ofan á
svart er líklegt að lánardrottinn íreistist til að
halda skuldunautinum í þrældómi eftii- að hann
hefur unnið fyrir skuldinni. Því getur öfga-
kennt markaðsskipulag leitt til þess að nokkur
hluti manna missi allt frelsi en til þess var leik-
urinn ekki gerður. Af þessu má sjá að ekki
geta allar rætur réttlætis og frelsis legið í
markaðnum. Altént er það tæpast nokkur goð-
gá að skatta menn til að gera bónbjargarmenn
bjargálna. En að sjálfógðu þarf sjálfstæð rök
til að sanna réttmæti þess arna.
Lokaorð
Viðurkennt skal að markaðurinn er ein
burðarstoða réttlætisins en getur ógnað því ef
hann fær að valsa frjáls. Rætur réttlætisins
liggja víða, margar líklega í samfélaginu (the
civil society), sem er stuðpúði milli ríkis og
markaðar. Það er þéttofinn vefur samskipta
manna í félagasamtökum, heitum pottum,
heimilum og á kaffihúsum. Samræðan er lífæð
þess, hefðin hjartað. „Tróðu á tvennt í
heimi...“, ég tefli tví-sýni á réttlætið fram
gegn ein-sýni frjálshyggjunnar. Ég vil gjalda
markaðnum það sem markaðarins er, samfé-
laginu það sem þvi ber. Markaðurinn ljær
réttlætinu sumar af frelsisreglunum, samfé-
lagið virðingu fyrir því staðbundna, t.d. rétt »
(og skyldu) íslendinga til að verja mál sitt og
menningu. I tvílýsi tvísýnnar aldar er tví-sýnið
affarasælast.
Höfundur kennir heimspeki í Lillehammer í Noregi.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 1 7