Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 6
Shaftestaury Theatre
Rent Box Offloe:
07GGG 21 16
mrw.s1to rorrent.oo«
London er ennþá nafli leikhúsheimsíns. SVEINN
HARALDSSON brá sér þangað, tók púlsinn á enskri
leiklist og greinir hér frá því sem er á boðstólum
í leikhúsum Lundúnaborgar.
/
ISLENSKIR ferðalangar í London
ættu ekki að láta fram hjá sér fara hið
ótrúlega blómlega leikhúslíf í borginni.
Vér íslendingar erum svo vel í sveit
settir að það tekur okkur tæpa þrjá
tíma að komast á Heathrow-flugvöll af
Miðnesheiðinni og svo tekur minna en
klukkustund að komast með neðan-
jarðarlest á Piccadilly Circus í West End,
leikhúshverfi stórborgarinnar. Þeir sem hafa
meira umleikis geta tekið hraðlest upp á
Paddington-lestarstöðina frá flugvellinum og
svo leigubíl þaðan, eða bara leigubíl alla leið
ef fé er nægt eða farangur til trafala.
Söngleikir
sem endast
Söngleikir eru þeirrar náttúru að það
kostar ógnarmikið fé að setja þá upp. Þar af
leiðir að ef þeir ná einhverjum vinsældum
ganga þeir árum saman svo að fjárfestamir
fái nú eitthvað fyrir sinn snúð. Kosturinn við
að sjá söngleiki í London er að miðaverð er
heldur hóflegra en í New York. Stór hluti
söngleikjagesta í London eru einmitt banda-
rískir ferðamenn sem velja ódýrari kostinn.
Nú í seinni hluta janúarmánaðar eru 18
söngleikir í gangi í London, en þeim hefur
fækkað töluvert frá því rétt fyrir jól en þá
voru 25 slíkir á fjölunum. Aðventan og jólin
eru mikil leikhústíð svo hægt er að velja um
fleiri verk en ella, svo ekki er hægt að draga
þá ályktun af þessum tölum að söngleikir
verði eitthvað færri í ár en í fyrra. Flestir
þeirra sex sem sýningum var hætt á voru
ódýrari uppsetningar utan West End, sem
sjaldnast ganga mjög lengi, en síðasta sýn-
ing á Fame var auglýst nú í vikunni. Þið
munið eftir myndinni, plötunni og sjón-
varpsþáttunum og nú eruð þið búin að missa
af söngleiknum, en það er víst ekki mikill
missir.
Flestir þessara söngleikja hafa gengið
lengi en oft er skipt um flytjendur, svo að þó
að einu sinni hafí verið auglýst stórstjarna í
aðalhlutverki er ekki hægt að treysta á að
svo verði lengi, enda stoppa frægir leikarar
stutt við í sviðsverkum, sérstaklega þeir sem
stunda kvikmyndaleik.
Þeir gömlu góðu
Gömlu góðu söngleikirnir, sem hafa geng-
ið árum saman eru enn til staðar. Cats hefur
gengið þeirra lengst og það verður enginn
svikinn af texta skáldsins T.S. Eliots við tón-
list Andrew Lloyd Webbers. Versló setti
þennan söngleik upp um árið og dansarnir
og búningarnir voru góðir en ... Aðrir söng-
leikir með tónlist eftir Lloyd Webber á fjöl-
unum í London eru Starlight Express, sem
komst víst aldrei svo langt að vera settur
upp á Hótel íslandi; Phantom of t.he Opera
eða Operudraugurinn, sem Bergþór Pálsson
lék aðalhlutverkið í á Akureyri, og nýi söng-
leikurinn Whistle Down the Wind sem því
miður stenst ekki samanburð við bestu verk
höfundarins, að því er lesa má í gagnrýni um
hann.
Frábært
Ofviðri
4. mars verður síðasta sýningin á The
Tempest eða Oíviðrinu sem frumsýnt
var 5. þessa mánaðar. Sýningin er und-
ursamleg. Hið stóra svið í Barbican er
minnkað til að þrengja að leikflokknum
og sviðið byggt svolítið fram í salinn.
Leiktjaldahönnuðurinn Anthony Ward
og ljósahönnuðurinn Howard Harrison
vinna frábærlega saman, og leiktjöldin
einkennast af djúpum bláum silkitjöldum
sem blakta fyrir veðri og vindum. David
Calder á stórleik sem Prosperó og Scott
Handy og Robert Glenister eru afburða-
góðir sem Aríel og Kalíban. Sýningin er
öll draumi iíkust, lögð áhersla á ímynd
Prosperós sem galdramanns og töfrar
hans og sjónhverfingar marka skil í sýn-
ingunni. Leikstjóri er Adrian Noble.
Stjarnan
Dame Judy
Fyrir þá sem verða endilega að sjá
þekkt andlit er nú hægt að sjá Dame Ju-
dy Dench í aðalhlutverki í leikritinu
Filumena eftir napólíska leikritaskáldið
Eduardo de de Filippo. Margir hafa ef-
laust séð myndina „Love Italian Style"
með Sophiu Loren og Marcello Mastroi-
anni, sem er byggt á þessu leikriti.
Dame Judy fer á kostum í verkinu, enda
hlutverkið firnagott. Aðrir leikarar eru
af misjöfnum gæðaflokki, en það er
kannski ekki hægt að ætlast til að fá jafn
mikilhæfa mótleikara. Verkið er einstak-
lega sterkt og allir haga sér eins og
sannar ítalskar stereotýpur.
Les Misérables eða Vesalingarnir voru
settir upp í Þjóðleikhúsinu um árið með Agli
Ólafssyni í aðalhlutverki. Þeir ganga vel í
London en fluttu nýverið í minna leikhús.
Ekki minna nafn en Royal Shakespeare
Company setur söngleikinn upp en höfund-
arnir eru Frakkarnir Alan Boublil og
Claude-Michel Schönberg. Þeir sömdu
einnig Miss Saigon þar sem m.a. má dást að
þyrlu á sviðinu meðan hlustað er á kauðaleg-
an textann. Grease, sem hefur líka skipt um
leikhús, er einungis fyrir þá sem misstu af
sýningunni heima, því hún var betri hér.
Buddy er einfaldleikinn uppmálaður og verk
Buddy Hollys fá að njóta sín.
Endurlekið efni
Blood Brothers er aftur kominn á fjalirn-
ar í London, en hann var sýndur í Þjóðleik-
húsinu undir nafninu Blóðbræður með Felixi
Bergssyni um árið. Beauty and the Beast
eða Fríða og dýrið er einskonar endurgerð á
Disney-myndinni hvað útlit varðar og á ekk-
ert skylt við barnaleikrit byggt á sömu sögu
sem var sýnt í Þjóðleikhúsinu í fyrravetur.
Ragnhildur Sverrisdóttir mælti eindregið
með þessari sýningu í grein í Morgunblaðinu
er birtist 14. mars á síðasta ári. Saturday
Night Fever á heldur ekki neitt skylt við
söngleik sem Ari Matthíasson samdi fyrir
Verslunarskólann og leikstýrði, heldui- er
nýr söngleikur byggður á myndinni. Chicago
hefur verið vakinn upp frá dauðum en upp-
færslan þykir ekki svipur hjá sjón eftir að
þýska stjarnan Ute Lemper hélt aftur til
síns heima. Ekkert varð úr vangaveltum um
að sýna hann' í Austurbæjarbíói í fyrrasum-
ar, en hver veit hvað nýtt ár ber í skauti sínu.
Nú er líka hægt að sjá West Side Story eða
Sögu úr Vesturbænum aftur á sviði í London
og þykir sú uppsetning mjög hefðbundin.
Sýningin í Þjóðleikhúsinu 1995 er að sjálf-
sögðu öllum ógleymanleg. Felix og Marta G.
Halldórsdóttir skiptust á við Garðar Thor
Cortes og Valgerði Guðnadóttur um að leika
aðalhlutverkin.
Rúsínan í
pylsuendanum
Islendingar á miðjum aldri eða eldri muna
eflaust auglýsingavísuna sem byrjaði
sisvona: „Dagfinnur læknar dýrin smá...“
Nú geta þeir glaðst við að búið er að semja
söngleik upp úr Dagfinnsbókunum sem heit-
ir Doctor Dolittle upp á ensku. Þessi útgáfa
á ekkert skylt við nýlega mynd með Eddie
Murphy né misheppnaða gamla kvikmynd
með Rex Harrison. Ef ykkur langar að sjá
dýrin hans Dagfinns lifna á sviðinu í umsjón
stundarinnarokkarstjörnu þeirra Englend-
inga sem heitir Philip Schofield látið þá ekk-
ert stöðva ykkur.
Leikrit eru líka til
En það má ekki eyða öllu púðrinu í söng-
leikina. Enn er London sá staður í heimin-
um sem flest má sjá leikrit í einu á þessum
síðustu og verstu tímum þegar söngleikirnir
eru að taka yfir flest leikhús á Broadway í
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999