Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 2
BLÁSARASVEIT REYKJAVÍKUR t SELTJARNARNESKIRKJU
FYRSTU TÓNLEIKAR NÝ-
STOFNAÐRAR SVEITAR
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
HIN splunkunýja Blásarasveit Reykjavíkur undir stjórn Kjartans Óskarssonar
á æfingu í Seltjarnarneskirkju.
NÝSTOFNUÐ Blásarasveit Reykjavíkur,
skipuð tæplega 60 hljóðfæraleikurum,
heldur sína fyrstu tónleika í Seltjamar-
neskirkju í kvöld kl. 20:30, á Myrkum mósík-
dögum. Stjórnandi hljómsveitarinnar er Kjart-
an Oskarsson og einleikari á tónleikunum er
Magnea Árnadóttir flautuleikari.
Að sögn Tryggva M. Baldvinssonar var það
á síðastliðnu sumri sem sú hugmynd kviknaði á
stjórnarfundi í Tónskáldafélaginu að gaman
væri að bjóða upp á lúðrasveitartónleika á
Myrkum músíkdögum 1999. Nú, aðeins hálfu
ári síðar, er sveitin orðin að veruleika.
„Tilgangur hennar er að kynna ný og eldri
tónverk blásarabókmenntanna, jafnt innlend
sem erlend, sem og að stuðla að nýsköpun tón-
verka á þessu sviði tónsmíða. Þetta eru fyrstu
tónleikar sveitarinnar og verða flutt fjögur
tónverk, þar af þrjú sem ekki hafa heyrst áður
hér á landi,“ segir Tryggvi. Þetta eru verkin
Víkingasvar eftir Jón Leifs og Oretheyia eftir
Þorkel Sigurbjörnsson, sem verða nú frumflutt
á Islandi, og glænýtt verk eftir Tryggva sjálf-
an, Köld sturta, sem verður frumflutt.
„Konsert Páls P. Pálssonar er hins vegar orð-
inn eitt af kennileitum íslenskra blásarabók-
mennta,“ segir Tryggvi.
Fyrst á efnisskránni er verk Tryggva, Köld
sturta. „Þetta verk á sér dálítið skrýtna
sögu. Það var nefnilega þannig að ég var
staddur á Ung Nordisk Musik hátíðinni í Ósló
síðasta haust og heyrði þar reiðinnar býsn af
nýrri og athyglisverðri tónlist. Tónlist eftir
ungt fólk sem eytt hefur stórum hluta ævi
sinnar í að læra þá göfugu list að færa hugsan-
ir sínar í tóna. Allar þessar pælingar um kerfi,
tónmiðjur, raðir, hlutfóll, útreikninga og annað
sem tilheyrir hátíð sem þessari gerði það að
verkum að þegar á hátíðina leið var sem maður
sæti í reykmettuðum sal fullum af ótrúlega
þykkum mekki skynseminnar. Ekkert átti að
láta frá sér fara sem ekki stæðist stranga og
nákvæma skoðun. Það var þá að einn kollegi
minn benti mér á geisladisk með þýsku þung-
arokkshljómsveitinni Rammstein, sem ég
keypti að bragði. Þó að tónlist þessara Þjóð-
verja væri ekki par merkileg, þá innihélt hún
það sem ég hafði saknað svo mjög, mikinn og
óbeislaðan lífskraft, svo það var líkt og að
skella sér undir kalda sturtu að hlusta á þá. Ég
glaðvaknaði og hélt sæll og glaður á hverja
tónleikana á fætur öðrum. Ennþá kemur það
fyrir að ég staupa mig lítillega á Rammstein,
en bara í hófi. Verkið var að mestu samið í jóla-
fríinu og lokið á nýársdag 1999,“ segir tón-
skáldið.
Þorkell Sigurbjörnsson samdi verkið
Oretheyia fyrir Manuelu Wiesler og Sinfónísku
blásarasveitina í Stokkhólmi. Hann lýsir því
þannig þegar þau höfðu samband við hann og
vanhagaði um verk fyrir einleiksflautu og
þessa risastóru sveit: „Þá féll mér allur ketill í
eld; „hvað hefur svona lítil flauta að gera í fé-
lagi við þessi 90 glansnúmer sænska flughers-
ins með þotuhreyfla og flugskeyti?" hugsaði
ég. Þá rifjaðist upp þessi gamla saga um
Óreþeyju, kóngsdóttur frá Grikklandi. Hún var
á sínum tíma á vappi á ströndinni, þegar Bore-
as, norðanvindurinn, rændi henni og gerði að
konu sinni í „ríki vindanna". Kalaís var einn
sonur þeirra (sem ég þekki mæta vel). Hvers
vegna ekki að gefa „mömmunni" tækifæri til
að láta heyra til sín gegn um gnýinn?“
Verk Jóns Leifs, Víkingasvar, var samið
árið 1962 og stendur aftast í raddskránni
að verkið sé samið sem „mótmæli við
ráðningu þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum og
valdatöku kirkjunnar á staðnum“. „Jón ku hafa
sótt um stöðu þjóðgarðsvarðar, en ekki fengið
og brást þá svona harkalega við ráðningu sr.
Eiríks J. Eiríkssonar í stöðuna. Verkið var
frumflutt í Svíþjóð 1992, en hefur ekki heyrst
hér fyrr,“ segir Tryggvi.
Konsert fyrir blásara og slagverk samdi Páll
Pamphichler Pálsson árið 1962 fyrir 40 ára af-
mæli Lúðrasveitar Reykjavíkur og stjórnaði
frumflutningi þess á tónleikum í Háskólabíói
það sama ár á afmælistónleikum sveitarinnar.
„I júlímánuði árið 1964 fór Lúðrasveit Reykja-
víkur í sína fyrstu utanlandsferð og þá til
Færeyja. Páll stjómaði og eitt þeima verka
sem sveitin flutti í þessari ferð var þessi
konsert. Síðan þá hefur konsertinn ekki heyrst
hér sunnan heiða,“ segir Tryggvi. Páll segir
um verkið að hann hafi haft í hyggju að semja
glæsilegt verk fyrir lúðrasveit og segist hafa
haft að leiðarljósi að verkið yrði bæði áheyri-
legt og jafnframt krefjandi en þó einnig
skemmtilegt fyrir flytjendur. Konsertinn er
einskonar fantasía í þremur þáttum og eru
fyrstu tveir þættirnir samtengdir.
*
lok tónleikanna verður verk Tryggva, Köld
sturta, flutt aftur. „Akvörðunin um að flytja
verkið mitt tvisvar á þessum tónleikum var
tekin af stjórnandanum, Kjartani Óskarssyni.
Þettu ku vera nokkuð algengur siður erlendis
að gefa fólki kost á að heyra ný verk tvisvar,
svo að áheyrendur eigi auðveldara með að
leggja mat á þau, eða kannski er þetta bara
eins og í sundlaugunum: Maður fer í sturtu á
undan og eftir djúpu lauginni,“ segir Tryggvi.
Aðaltenór
Malmö-
operunnar
BJÖRN Jónsson, tenórsöngvari, hefur gert
samning við óperuhúsið í Malmö í Svíþjóð sem
aðaltenór í flmm verkefnum og er fyrsta frum-
sýning, á Turandot eftir
Puccini, 27. marz nk.
Hinar óperumar eru I
Pagcliaeei eftir Le-
oncavallo, Dóttir hersveit-
arinnar eftir Donizetti, Sal-
ome eftir Strauss og La
Boheme eftir Puccini.
Björn og eiginkona hans,
Þóra Einarsdóttir, sópran-
söngkona, hafa verið búsett
í Englandi síðan 1992.
Bjöm sagði, að þau myndu
nú flytjast búferlum til
Malmö, en Þóru bíða ýms
verkefni í Englandi og víð-
ar og sagði Bjöm líkur á að
hún myndi syngja á móti
honum í Dóttur hersveitar-
innar í Malmö.
Einnig sagði Björn ýmis-
_, _. legt á döfinni hiá sér, tón-
leika og fleira, enda fær
hann góð tækifæri til að sinna öðrum verkefn-
um meðfram söngnum hjá Malmö-óperunni.
Þórarinn B. Þorláksson
Jóhannes S. Kjarval
Ásgrímur Jónsson
Jón Stefánsson
Fjórir frum-
herjar í Lista-
safni Islands
LISTASAFN íslands opnar á ný í dag með
sýningu á verkum úr eigu safnsins eftir Þór-
arinn B. Þorláksson, Asgrím Jónsson, Jón
Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Sýningin
heitir Fjórir frumherjar og stendur til sunnu-
dagsins 18. apríl.
Júlíana Gottskálksdóttir sýningarstjóri
sagði, áð sýningin yrði opnuð í sal 3 og yrðu
þar sýnd rösklega 20 verk, aðallega landslags-
málverk, en einnig portrett, uppstillingar og
skammdegismyndir. Sagðist hún telja þetta
Listasafn íslands
mjög áhugaverða sýningu, en sýningin verður
svo flutt til í safninu eftir þrjár vikur og þá
bætt við fleiri verkum..
Safnið er opið frá kl. 11 -17 alla daga
nema mánudaga.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitss. á verkum Asmundar Sveinssonar.
Gallerí Fold, Rauðarárstig 14
Samsýning 15 listamanna í baksal. Til 31. jan.
Gallerí Horn
Dæsus. Til 21. jan.
Gallerí Stöðlakot
Margi-ét Guðnadóttir. Til 24. jan.
Gallerí Sævars Karls
Hlynur VS Hlynur. Til 28. jan.
Ljósmyndasýning kaffiframleiðandans La-
vazza. Til 1. febr.
Gerðarsafn
Vestursalur: Nobuyasu Yamagata. Austursal-
ur: Haukur Hai'ðarson. Neðri hæð: Sigríður
Rut Hreinsdóttir. Til 24. jan.
Menningarmiðstöð Gerðuberg
Alan James. Til 31. jan.
Hallgrfmskirkja
Þorbjörg Höskuldsdóttir. Til 18. febr.
Hafnarborg
Kaffe Fasett. Til 8. febr.
Kjarvalsstaðir
Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí.
Vestursalur: Britt Smelvær. Til 7. mars. Mið-
rými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars.
Listasafn ASÍ
Gryfjan: Einar Már Guðvarðarson. Asmundar-
salur: Helga Egilsdóttir. Arinstofa: Ný aðföng.
Til 24. jan.
Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti
Opið laugardaga og sunnudag 14-17.
Höggmyndagarðurinn opinn alla daga.
Listasafn Islands
Fjórir frumherjar; Þórarinn B. Þorláksson, Ás-
grímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes
S. Kjarval. Til 18. apríl.
Norræna húsið
„Geadit“ - Sjónhverfingar: Maj Lis Skaltje,
Marja Helander, Britta Marakatt Labba,
Merja-Aletta Ranttila og Ingunn Utsi. I and-
dyri: ljósmyndasýning: Forboðnar myndir eftir
Maj Lis Skaltje.
Nýlistasafnið
Norðurieið - Suðurleið: Ulrich Diirrenfeld, Ul-
rike Geitel, Ralf Werner, Erwin Herbst,
Joachim Fleischer og Dominique Evrard. Til
31.jan.
Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v.
Suðurgötu
Handritasýning. Þriðj., mið., fim. 14-16. Til 14.
maí.
Ráðhús Reykjavikur
Tjarnarsalur: Edda Björgvinsdóttir. Til 25.
jan.
SPRON, Mjódd
Jón Axel. Til 19. feb.
TONLIST
Laugardagur
Vídalínskirkja, Garðabæ: Ljóðatónleikar Alinu
Dubiks og Gerrits Schuii. Kl. 17.
Seltjarnai'iicskirkja: Myi'kir músíkdagar.
Blásarasveit Reykjavíkur. Kl. 20.30.
Sunnudagur
Salurinn, Kúpavogi: Myrkir músíkdagar.
Kammersveit Reykjavíkur. Kl. 20.30.
Mánudagur
Listasafn ísiands: Myrkir músíkdagar. Hamra-
hlíðarkórinn. Ki. 20.30.
Þriðjudagur
Iðnó: Poulenc-hátíð. Kl. 20.30.
Miðvikudagur
Hallgrímskirkja: Kammertónleikar með verk-
um Mozarts. Kl. 20.30.
Fimmtudagur
Háskúlabiú: Sinfóníuhljómsveit íslands og
Tónlistaskólinn í Reykjavík. Ki. 20.
Fösludagur
Bústaðakirkja: Strengjasveit Tónlistarskólans
í Reykjavík. Kl. 20.30.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Brúðuheimili, sun. 24., fim. 28. jan.
Tveir tvöfaldir, lau. 23., fös. 29. jan.
Bróðir minn ijónshjarta, sun. 24. jan.
Solveig, mið. 27. jan.
Abel Snorko býr einn, lau. 23., fós. 29. jan.
Maður í mislitum sokkum, lau. 23., sun. 24.,
fim. 28., fös. 29. jan.
Borgarleikhúsið
Pétur Pan, lau. 23., sun. 24. jan.
Sex í sveit lau. 23. jan.
Islenska Operan
Ávaxtakarfan, sun. 24. jan.
Hellisbúinn, lau. 23., sun. 24., fim. 28. jan.
Hinn fullkomni jafningi, lau. 23., fim. 26., fös.
29. jan.
Loftkastalinn
Mýs og menn, sun. 24. jan.
Iðnó
Frú Klein, frums. sun. 24. jan.
Rommí, lau. 23., fim. 28. jan.
Þjónn í súpunni, fös. 29. jan.
Dimmalimm, sun. 24. jan.
Tjarnarluö
Svartklædda konan, lau. 23. jan.
Bak við cyrað
Menningarmiðstöðin Gcrðubcrg
Málþing hþóðnandi radda, lau. 23. jan.
Hafnarfjarðarlcikhúsið
Vírus tölvuleikur, lau. 23., fos. 29. jan.
Möguleikhúsið v. Hlemm
Hafrún, sun. 24. jan.
Snuðra og Tuðra, sun. 24. jan.
Leikfélag Akureyrar
Pétur Gautur, lau. 23., fós. 29. jan.
2 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999