Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 11
Mið-Ameríkuríkið Níkaragva fór ekki varhluta af náttúruhamförum á síðastliðnu ári og er flestum í fersku minni þegar fellibylurinn Mitch skall á Hondúras og Níkaragva í nóvember síðastliðnum, olli stórflóð- um og skriðuföllum, jafnaði heilu bæina við jörðu og varð fjölda manns að fjörtjóni. Enda þótt þessar náttúruhamfarir væru með þeim verstu síðan um 1700 hafa landsmenn í Níkaragva oft orðið að þola kárínur af völdum náttúrunnar. Árið 1972 varð slíkur jarðskjálfti í landinu að höf- uðborgin Managua varð að miklu leyti rjúkandi rúst. Þá hrundi m.a. kaþólska dómkirkjan í borginni, en Níkaragva er kaþólskt land; nær 90% af 4 milljónum landsmanna eru kaþólsk. Fremur en að reyna end- urreisn dómkirkjunnar var ákveðið að byggja nýja kirkju á öðrum stað. Fjárhagslegur stuðningur til þess kom einkum erlendis frá, enda var allt í kaldakoli eftir jarðskjálftann og landið fátækt fyrir. Árið 1990 var leitað til mexíkanska arkitektsins Ricardos Legorreta og hann er höfundur þeirrar nýju dómkirkju sem nú er risin á nýju miðborg- arsvæði í Managua. Hér er ekki leikið á fínlega strengi; útlitið minnir á rammgert virki og ekki er ólíklegt að ofarlega hafí verið í huga arkitekts- ins að byggja dómkirkju sem stæðist gæti mikla jarðskjálfta. Tilfinningin fyrir því rammgera og trausta er undirstrikuð með því að steinsteypan er að utanverðu og innan í kirkjunni látin vera eins og hún kom úr mótunum. Sverar steinsúlur og rammefldir burðarbitar setja mestan svip á kirkjuna að innan. Hlýleg er hún ekki, en þær eru það ekki heldur hinar fornu basi- líkur í Evrópu. Þær eru þó oftast skreyttar dýrlingamyndum og annars konar .helgigripum, en ekkert slíkt er að sjá í kirkjunni í Managua. Svo spartanskt er útlitið að nálgast meinlæti. DÓMKIRKJA í MANAGUA MANNISTÖ- KIRKJAN Þessi fagra kirkja er í Finn- landi og hefur verið talin með eftirtektarverðari kirkjubygg- ingum frá síðari árum. Árki- tektinn, Finninn Juha Leiviska, er rísandi stjarna meðal ungra finnskra arkitekta og hefur m.a. vakið athygli fyrir fínnska sendiráðið í Berlín. Það sem einkennir kirkjuna í Mannistö, að minnsta kosti frá því sjónar- horni sem myndin er tekin, er að hún er líkt og stafli eða röð af misháum skífum. Til að forð- ast einhæfni eru gulu múr- steinseiningarnar rofnar með þremur hvítum, auk þess sem gler beinir dagsljósi niður. Klukkuturninn til hægri er gerður úr tveim- ur misháum skífum eins og kirkjan. Hér eru hvöss form látin leita til himins eins og got- nesku kirkjusmiðirnir gerðu fyrr á öldum. Það má segja að þessi kirkja sé merkilegt sambland af afar góðum módernisma með ívafi af got- neskum stíl. Því miður voru ekki tiltækar myndir innan úr kirkjunni. KIRKJA I EVRY Evry er bær suður af París og þar hefur ný- lega risið kirkja sem vekur athygli og minnir helzt á rauðvínsámu, svo ekki væri óeðlilegt að einhver léti sér detta í hug að þarna hefði efn- aður vínbóndi byggt nútímalegt brugghús. En það er ekki svo, enda ætti krossinn sem gnæfír yfir byggingunni að taka af allan vafa. Ástæðan fyrir því að kirkjan er sívöl múr- steinsbygging er sú að ítalski arkitektinn Mario Botta er höfundur hennar. Um 1980 varð hann skyndilega frægur fyrir íbúðarhús með þessu lagi og myndir af því birtust oft í tímaritum um byggingarlist. Það meinlega við þessa skyndilegu frægð Bottas var, að upp frá því var hann altekinn af þessu formi. Má segja að það hafi orðið vörumerki hans. Tímaritið Ai-chitectunil Review, sem birti myndina, kemst að þeirri niðurstöðu að formúlan sem gekk svo vel upp á íbúðarhúsinu forðum daga hafí alveg brugðist hér; kirkjan sé þar að auki ljót að innan. Myndirnar eru þó naumast til þess fallnar að lýsa því til fulls, en eftirtektar- vert er að gluggi í hálfhring, sem sést á útlits- myndinni, er einmitt yfir alt- arinu og stílfært tré í glerinu. Það gæti hugsanlega verið táknmynd fyrir Lífsins tré, þá gömlu eik sem vex til ým- issa átta en brotnar ekki. Aðeins er ein lít- il Rristsmynd yfir boganum miðjum. - LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.