Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 12
BRYDESVERSLUN í Vík og starfsmenn hennar um aldamótin. Ljósmynd Ólafur Jónsson. - Ljósmyndadeild Þjóðminjasafnsins. BRYDESVERSLUN í VÍK - SÍÐARI HLUTI BAKKUS, DRAUGAR OG SKEMMTILEGT FÓLK EFTIR SIGRÚNU LILJU EINARSDÓTTUR Brydesverslun starfaði óslitið frá árinu 1895 til ársins 1914. Þá hafói Herluf Bryde rekið verslunina ásamt móður sinni, ekkju Péturs Bryde, frá 1905 og var rekst- urinn orðinn Dungur. Árið 1926 eignaðist Kaupfélag Skaftfe linga allar eignir verzlunarinnar. ✓ IDAGBÓKUM Eyjólfs kemur fram að menn hafi farið að predika fyrir bind- indi þar sem þeim þótti nóg um neyslu sveitunga sinna á þessum andans miði. Sjálfur hafði hann forgöngu um stofnun bindindisfélags árið 1897 og voru fyrstu fundirnir haldnir í Reyniskirkju. Eitt- hvað virtust þær samkundur fara fyrir brjóstið á unnendum bakkusar og því brugðið á það ráð að halda fundina innan um brenni- vínsámur í pakkhúsi Brydes. Um þær sam- komur segir Eyjólfur ennfremur: Félagsstarfsemi var í mesta fjöri og þegar að fullu og öllu var útilokað að halda fundi í guði vígðu húsi leituðum við á náðir „mamm- ons“. I vörugeymsluhúsi Brydesverslunar fengum við húsnæði. Þar mátti sitja á vín- tunnunum, bara ekki opna þær. Þar mátti dansa og eiginlega var þar frjálsræði eftir hvers eins kröfu. Þar voru haldnar glymjandi bindindisræður og í félagið gengu nokkrir sjó- menn, sem heima áttu austan Sands og urðu síðar hlynntir starfinu. Ekki var eingöngu trúað á gjöreyðingar- mátt vínandans heldur hefur nokkuð farið sögum af meintum draugagangi í verslunar- húsinu sem og pakkhúsinu. Kötluveturinn 1918-1919 dvaldi Þorgerður Einarsdóttir (f. 1901), síðar húsfreyja í Þórisholti í Mýrdal, í vist hjá Þorsteini Þorsteinssyni kaupmanni en hann keypti Brydesverslun árið 1914. Segir hún alla þá sem þar voru í heimili hafa meira og minna orðið vara við óeðlileg hljóð og mannamál sem ekki þóttu vera þessa heims. Vinnufólkið bjó í kvistherbergjunum vest- ast í húsinu. Oftar en ekki þegar við vorum komin uppí herbergin okkar á kvöldin var eins og það væri dregin dragkista eftir öllum ganginum. Ailtaf þegar einhver ieit fram þá hættu lætin. Einnig urðum við herbergisfé- lagi minn varar við mannamál í næsta her- bergi þar sem einhverjir tveir voru að tala saman um menn og málefni sem við ekki þekktum, né könnuðumst við ekki við þá sem þar ræddu saman. Rétt á eftir kemur Harald- ur (hann átti þetta herbergi) upp stigann og þá heyrum við að mennirnir opna dyrnar á herberginu og fara út. Við förum fram og spyrjum hann hvort hann hafi orðið var mannaferða en hann kvað svo ekki vera. Ekki vissum við þá hvernig þessir menn ættu að komast út óséðir. AUGLÝSING frá Bryde, prentuð á farmskjöl gufuskipsins ísafoldar sem fyrst kom til Vík- ur um síðustu aldamót, hinn 1. maí 1900. - Landsbókasafn - Háskólabókasafn, Lbs. 611.fol. Einhverju sinni þurfti ég að sækja korn/kaffi inn í pakkhúsið. Þá var orðið dimmt og þurfti ég að fá lykil hjá verslunarstjóran- um því þá var búið að læsa. Þegar ég kem uppá loft heyri ég tvo menn tala saman niðri og finnst það hálfskrýtið vegna þess að ég læsti á eftir mér. Og auðvitað voru öngvir niðri þegar ég kom og læstar dyr. Ætli þar hafi ekki verið á ferðinni sömu kumpánar og í herberginu - við töluðum alltaf um þá þannig að þar hafi verið gömlu Brýðarnir á ferðinni. Gísli Sveinsson, sýslumaður og síðar forseti Alþingis, bjó um árabil á lofti Brydebúðar í austurendanum en þangað flutti hann eftir að hann gerðist sýslumaður Vestur-Skaftfell- inga. Oftsinnis var samgangur mikill milli hans og Þorsteins kaupmanns sem fest hafði kaup á öllum eignum Brydes, þá sérstaklega um hátíðir, að sögn Þorgerðar. Þótti Gísli vera allsérstakur karakter, oft hnyttinn í til- svörum og eru til ýmsar sérstæðar sögur af Gísla, sannar sem lognar. Oft stóð Gísli fyrir utan verslunarhúsið og virti fyrir sér mannlíf- ið. I þá daga tíðkaðist að hvert heimili í Vík hefði sína eigin kú til mjólkurgjafar og kom stundum upp togstreita á milli manna ef blessaðar kýrnar skildu eftir sig úrgang á götum úti sem þótti vart snyrtilegt. Einhverju sinni var Sæmundur Bjarnason í Vík á gangi ásamt kú sinni og lá leiðin framhjá Þorsteins- búð, áður Brydesverslun, en þar stóð Gísli fyrir utan sem fyrr. Tóku þeir tal saman en aðalumræðuefnið var þrætubókarrökræður um uppruna mykjuhaugs sem einhver kýrin hafði látið út úr sér í mesta sakleysi. Hvorug- um tókst að sanna sekt hins þar sem ekki þóttu sönnunargögn nægjanlega örugg þar sem hver kúamykjan var annarri lík. Brydesverslun eftir 1914 Brydesverslun starfaði óslitið frá árinu 1895 til ársins 1914. Þá hafði Herluf Bryde rekið verslunina ásamt móður sinni, ekkju Péturs Bi-yde, frá 1905 og var reksturinn orð- inn þungur, enda virtist sem Herluf Bryde hafí ekki haft útsjónarsemi og fjáraflahæfni fóður síns og afa. Þorsteinn Þorsteinsson, áð- ur starfsmaður og verslunarstjóri Brydes- verslunar, keypti rekstur og eignir Brydes gegn veði í jörðinni Norður-Vík. Fljótlega ganga þeir Þorsteinn Þorsteinsson og Jón Þorsteinsson, sonur Þorsteins í Norður-Vík, frá félagssamningi sín á milli enda hefur það trúlega legið fyi-ir að hann gengi inn í kaupin og yrði meðeigandi í versluninni og fékk verslunin nafnið Þorsteinn Þorsteinsson & Co. Ráku þeir verslunina til ársins 1926 en þá seldu þeir Kaupfélagi Skaftfellinga allar eigur sínar. í verslunarhúsinu rak Kaupfélag Skaft- fellinga matvörubúð sína til ársins 1981 en þá hófst rekstur prjónastofu sem stóð til ársins 1993. Efri hæð pakkhúss Brydes var notuð undir kaupfélagsskrifstofur og Samvinnu- bankinn rak útibú um skeið á neðri hæðinni. Síðastliðið sumar var hafinn hótelrekstur í gamla pakkhúsinu og nefnist það Hótel Lundi. Og enn á ný öðlast hið gamla verslun- arhús nýtt hlutverk sem menningarhorn- steinn héraðsins og mun varðveita sögu lið- inna tíma frá upphafi byggðar í Víkurþorpi. Bryde - þrír ættliðir kaupmanna og gróssera Heitir Bryde beykirinn, bölvað hýðið synda, í hann skríði andskotinn og úr honum smíði tinda. Svo mælti skáldið Bólu-Hjálmar á sinn sér- stæða hátt um Niels Nicholaj Bryde, ungan beyki á Skagaströnd árið 1826. Af vísunni að dæma þótti hinn ungi beykir ekki í uppáhaldi hjá skáldinu sem engum hlífði sem eigi í náð- inni var. Sá hinn sami beykir var nokkrum ár- um síðar orðinn verslunarstjóri Garðsverslun- ar í Vestmannaeyjum (1831) og enn síðar eig- andi Garðsverslunar (1844) og Julius- haabverslunar (1851) og lagði þannig grunn að stórveldi Bryde-ættarinnar í verslunarmál- um hér á íslandi. Arið 1831 fæddist þeim hjónum Niels Nicholaj og Johönnu Birgitte sonurinn Jó- hann Pétur Thorkelin sem síðar erfði rekstur föður síns og varð stórkaupmaður, grósseri og etatsráð í Kaupmannahöfn þar sem hann bjó lengst af og fjarstýrði verslunarveldi sínu á íslandi; í Vestmannaeyjum, Reykjavík, Borgarnesi, Vík og Hafnarfirði. Ólík hafa verið húsakynni stórkaupmannsins á Strand- gade 34 - Brydesgaard í Kaupmannahöfn og moldartorfhús kotbónda í Mýrdal, enda mátti telja þar 100 vistarverui', skrifstofur, vöru- geymslur og íbúðarhúsnæði við grósserahæfi í kóngsins Kaupinhafn. Þannig var fjarlægðin mikil milli kotbónda og gróssera í kringum aldamótin síðustu þar sem Pétur Bryde þén- aði tífaldar árstekjur bestu sýslumannslauna enda var hér á ferðinni fjáraflamaður í fremstu röð. Ekki þótti honum ómaksins vert að sýna sig meðal Skaftfellinga en eflaust hafa margir Skaftfellingar séð hann marséra um í herfylkingu Vestmannaeyja á sínum yngri árum en þar gegndi hann yfirliðsfor- 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.