Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 16
Pia Tafdrup (f. 1952) var í kraftmiklum
hópi ungra, danskra skálda sem kvöddu sér
hljóðs í byrjun níunda áratugarins og voru
kennd við hann. Fá ljóðskáld sameina jafn vel
hið líkamlega, hið nána og holdlega annars
vegar og trúarlega vissu um öfl stærri og
meiri en við mennimir getum ímyndað okkur
hins vegar.
FERDALAG
Hin bókin sem Danir leggja fram er tví-
skipt og engin smásmíði, fimm hundruð síður
hvort bindi, en þau heita Eg hef séð upphaf
heimsins (Jeg har set verden begynde) og Eg
hef heyrt stjömuhrap (Jeg har hort et
stjemeskud). Þetta er ferðasaga Carstens
Jensen (f. 1952) sem brá sér „bæjarleiðina"
frá Danmörku til Rússlands, gegnum Síberíu
yfír Kína, Kambódíu, Víetnam og Hong Kong,
yfír Kyrrahafið gegnum Chile, Bólivíu og
Perú og þaðan aftur til Danmerkur.
Margt hefur Carsten Jensen séð á þessari
ferð sinni, hann tekur sér allan þann tíma sem
hann þarf og áhrifamikil er lýsing hans á
kósakkaleiðtoga sem hann kynnist í Rúss-
landi og sálgreinir á næman og sannfærandi
hátt í bókinni. Næsta persóna sem fær svo
fína sálgreiningu er kínverskur útigangsmað-
ur en eftir því sem „vinum“ fórumannsins af
margvíslegu þjóðemi fjölgar fer lesanda að
fínnast að svipaður kjarni sé í þeim öllum og
maður fer að velta því fyrir sér hvers kjarni
það sé. Oftast er fömmaðurinn þó einn, við-
kvæmur og skekinn því að sá sem ferðast er
alltaf að reka sig á takmörk sín, alltaf að upp-
götva hve háður hann er öðmm mönnum en
frá öllu þessu sagði Huldar Breiðfjörð líka í
bók sinni Góðir Islendingar í tíu sinnum
styttra máli og mun fyndnara.
VEIÐIMENN
Enginn gæti sakað Færeyinginn Jóanes
Nielsen eða Grænlendinginn Ole Kornelius-
sen um að hafa skrifað „fallegar" bækur að
þessu sinni. Færeyingar tilnefna ljóðabók
Jóanes Nielsen Saumur (Pentur) en titillinn
vísar til saums sem lokar sári. Sum sárin sem
vísað er til virðast ekki sérlega vel saumuð
saman eins og í ljóðinu „Eg er færeyskur
þjóðernissinni" þar sem segir: „Eg er fær-
eyskur þjóðemissinni/og það koma hatursfull
augnablik, þegar maður óskar alls ills/þeirri
þjóð, sem auðmýkti okkur og rændi árið
1992.“ Annars er skáldið ekkert að hlífa
landsmönnum sínum og lætur svipuna ganga
á þeim ýmist af ofstopa eða íroníu eins og
þessari: „Lofum Drottin fyrir að hann gaf
okkur svo marga útlendinga til að hata.“
Mörg af ljóðum Jóanes era gróf og rastaleg
en það er í þeim öllum kraftur, oft flottar ljóð-
myndir og húmor, en það síðastnefnda held
ég að enginn gæti sakað Göran Sonnevi um.
Jóanes Nielsen (f. 1953) fór snemma til
sjós, var meðal annars á Islandsmiðum eins
og oft kemur fram í ljóðum hans. Saumur er
sjötta ljóðabókin hans.
Ole Komeliussen (f. 1947) hefur ekki skrif-
að mikið, eina ljóðabók og eitt smásagnasafn,
en hann er einstæð rödd í grænlenskum bók-
menntum. Smásagnasafnið Hitt dýrið (Uuma-
soqat) geymir fjórar smásögur og þar er lýst
grænlenskri menningu sem fáir hafa viljað
skrifa bókmenntir um; þekkingin á náttúr-
unni er meira og minna týnd, fólkið býr í
þorpum, fátækt, alkóhólíserað, menningars-
nautt og vonlaust. Sjálfsmorðið, dauðinn, er
öfgafyllsta staðfestingin á merkingarleysi
þess lífs sem þama er lifað.
Fyrsta smásagan fjallar um vini í veiðiferð
þar sem helsta umræðuefnið er metingur um
það hve mikið eða lítið mennirnir tveir viti um
veðraskipti og veiðimennsku. Önnur smásag-
an kortleggur brennivínið sem sameinandi og
sundrandi kraft en sú þriðja og besta heitir
„Eitt dýr bjargar öðra dýri“ og lýsir veiðiferð
fóður og ungs sonar hans. Faðirinn er löngu
skilinn við móðurina og eftir því sem líður á
textann vaxa morðfantasíur hans um dreng-
inn. Þeir lenda í þoku, faðirinn missir átta-
skynið og leggur bátnum við litla eyju þangað
til þokunni léttir. Drengurinn leikur sér og
faðirinn horfír á hann gegnum kíkinn á byss-
unni, spennan í textanum vex. Ef sonurinn
væri ekki til væri ekkert sem tengdi föðurinn
við móðurina og fortíðina. Þegar hann er að
því kominn að skjóta barnið bendir það á sel
sem faðirinn skýtur.
Sagan er óhugnanlega sterk myndhverfíng
um þá sjálfsfyrirlitningu og afmennskun sem
hinir textamir byggja upp, lágmæltir, án til-
finningasemi en fullir af tilfínningu.
Þetta era sem sagt bækumar sem lagðar
era fram til Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs 1999 og nú geta menn spáð og
spjallað um hver fái verðlaunin, en það verður
ákveðið á fundi dómnefndarinnar í Kaup-
mannahöfn hinn 26. janúar.
Höfundurinn er dósent í íslenskum bókmenntum
við Hóskóla íslands og annar íslensku dómnefndar-
mannanna.
dreymir um auð og frægð og til í hvað sem er
til að láta draum sinn rætast. Það gengur
ekki sérlega vel. Ævisagan er skrifuð af vini
söngkonunnar og verður, gegn ásetningi sín-
um, grátbrosleg frásögn af ekki-frægðarferli.
I skáldsögunni er lesanda boðið í meinhæðna
skoðunarferð um íslenskt lista- og menning-
arlíf. Þetta er allt að koma varð umdeild og
sló í gegn.
Skáldsagan 101 Reykjavík gerist í miðborg
Reykjavíkur, póstnúmeri 101, og aðalpersón-
an Hlynur Björn, 34 ára, fer ekki út fyrir
miðborgina ótilneyddur. Hann er atvinnulaus
og býr hjá lesbískri móður sinni sem dekrar
við hann eins og ofvaxinn táning. Hlynur
Björn forðast ábyrgð og föst sambönd en er
mikill áhugamaður um kynlíf og klám. Fyi-ir
utan reglubundnar barferðir með strákunum
eyðir aðalpersónan tíma sínum fyrir framan
sjónvarpið og á netinu. Hlynur Björn er fjöl-
miðlafrík, öll hans þekking kemur úr kvik-
myndum og sjónvarpi, henni er miðlað í
myndum og hún er móttekin óvirkt. Upplýs-
ingarnar streyma úr meira en 80 sjónvarps-
stöðvum allan sólarhinginn. Allt er jafn mikil-
vægt og jafn yf-
irborðslegt; frá
jarðskjálftum í
Japan, panda-
björnum í vanda
stöddum, flóðum
í Pakistan, am-
erískum kjafta-
þáttum og nýj-
ustu rokkmynd-
böndunum.
Hlynur Björn er
póstmóderne
Don Quixote
sem notar vera-
leikann til að
staðfesta fjöl-
miðlalíf sitt, eins
og bókmennta-
fræðingurinn
Eiríkur Guðmundsson hefur bent á.
Hlynur verður óttasleginn ef hann stendur
frammi fyrir raunveralegum tilfínningum og
flýr umsvifalaust tilbaka í sambúð sína með
sjónvarpinu. Óttinn við að verða hrifinn af
öðrum, missa stjórnina og sjálfsmyndina,
leiðir til vaxandi einangranar og innilokunar-
kenndar. Örvæntingin vex í textanum og
birtist í stöðugt stríðari straumi tenginga og
tilvitnana. Hápunkti er náð bæði í efni og stíl
í geggjaðri, grátbroslegri uppákomu undir
lok skáldsögunnar þegar Hlynur Björn villist
í hrauninu uppi í Borgarfirði. Náttúrunni er
ekki aðeins lýst sem ókunnu og óskiljanlegu
rými heldur verður það fjandsamlegt og
hryllilegt. Hlynur Björn hamast við að reyna
að ná valdi yfír óttanum með því að þýða það
sem kemur fyrir hann yfir á tungumál sem
hann þekkir - siðmenningu, MTV, James
Bond. Því að það er fyrst og fremst í tungu-
málinu sem Hlynur Björn er til; hann er
texti, ýktur texti, orðavaðall, án ritstjómar
eða úrvals að því er virðist. Málið er bæði
leiksviðið og leikritið í þessu verki. Það er
fjölmiðlasköpuð hugveran sem horft er á og
það er fagurfræði fjölmiðlanna sem liggur til
grundvallar textanum; hraðinn er keyrður
upp, mynd tekur við af mynd, ekki er pælt í
neinu, allt á að grípa og koma á óvart og
virka þegar í stað með hámarksáhrifum.
101 Reykjavík hefur verið lesin sem póst-
módernískur Hamlet, ögi-andi skáldsaga um
X-kynslóðina, saga sem veltir sér uppúr
bannsvæðum og dónaskap, heimspekileg
skáldsaga, gamanleikur, harmleikur og hún
er allt þetta og meira til.
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Hallgrímur Helgason
Brotahöfuð oa
101 Reykjavík
Frá íslandi eru tilnefndar skáldsögurnar Brotahöfuð
eftir Þórarin Eldjárn og 101 Reykjavík eftir Hallgrím
Helgason. Hér á eftir birtast greinargerðir íslensku
dómnefndarmannanna. JOHANN HJALMARSSON
skrifar um Brotahöfuð og DAGNY KRISTJANSDOTTIR
um 101 Reykjavík.
Brotahöfuð
Þórarins Eldjárns
Þórarinn Eldjárn
ÓRARINN Eldjárn (f. 1949) lauk fíl. kand.
prófi í bókmenntafræði frá Háskólanum í
Lundi 1975. Hannn vakti fyrst veralega at-
hygli sem ljóðskáld. í fyrstu ljóðabók sinni,
Kvæði (1974), var hann trúr íslenskri skáld-
skaparhefð, bæði í formi og yrkisefnum, en
einkum formi. Bók hans seldist í óvenju stóra
upplagi af ljóðabók að vera og var mjög um-
rædd.
Þórarinn Eldjárn hélt áfram að vera vin-
sælt ljóðskáld, ekki síst þegar hann gaf út
Disneyrímur sínar 1978, sérkennilega blöndu
af nýju og gömlu, yrkisefnin samtímans en
formið hinn gamli rímnaarfur. I ljóðabókinni
Ydd (1984) sem margir telja helstu ljóðabók
hans er formið frjálsara og bókin nútímalegri
en hinar fyrri.
Mörg smásagnasöfn hafa komið frá Þór-
arni, m. a. Ofsögum sagt (1981), Margsaga
(1985) og nú síðast Sérðu það sem ég sé
(1998) þar sem gamansemi hans og kímnigáfa
njóta sín vel, m. a. í ádrepum á yfirborðsleg-
an samtíma. Skáldsaga hans um Guðmund
Bergþórsson rímnaskáld sem var lærður
maður af sjálfum sér og mjög fatlaður maður,
að öllu leyti óvenjulegur, kom út 1983 og
nefnist Kyrr kjör. Kannski sú saga með ræt-
ur í fortíðinni geti að einhverju leyti talist
undanfari Brotahöfuðs (1996). Skáldsagan
Skuggabox (1988) er úr annarri átt, þar
bregður m. a. fyrir súrrealisma.
Brotahöfuð er söguleg skáldsaga frá sautj-
ándu öld um Guðmund Andrésson, fræði-
mann og skáld. Þess má geta að Guðmundur
er fæddur á Bjargi í Miðfirði, fæðingarstað
fornkappans Grettis Ásmundssonar. Hann
kynnist Arngrími lærða, einum gagn-
merkasta Islendingnum. Arngrímur kemur
Guðmundi til náms í Hólaskóla, en þar verður
hann svo óheppinn að verða ósáttur við skóla-
félaga sína og meira að segja falla í ónáð hjá
Þorláki Skúlasyni biskupi.
Guðmundi lærist ekki að virða veraldleg og
andleg yfírvöld og það verður honum að falli.
Hann skrifar ýmislegt óvarlegt sem kemur
honum í koll. Meðal þess sem hann er sakað-
ur um er að hafa samið hneykslanlegt rit
gegn Stóradómi sem var ógnvaldur og refsi-
vöndur þessara myrku tíma í sögu Islands,
tíma galdraofsókna og ofurvalds embættis-
manna.
Þegar sagan hefst haustið 1649 situr Guð-
mundur í hinu illræmda fangelsi í Bláturni í
Kaupmannahöfn, rifjar upp ævi sína og bíður
örlaga sinna. Kvalinn, sakbitinn og einangr-
aður á hann sér aðeins skjól í beiskum minn-
ingum sínum, en ýmislegt drífur þó á daga
hans, eins og hið kostulega atriði speglar
þegar hann hrapar úr glugga Bláturns og
lendir inni á gólfí hjá hefðarmeyju og tignar-
manni í miðjum ástarleik. Hér nýtur sín
skopskyn höfundarins og stundum gáski sem
þó er í nokkra hófí í þessari skáldsögu.
Stíll sögunnar, sem er afar vel skrifuð, er í
anda þeirra tíma sem sagan gerist á og með
orðfæri þeirra tíma. Hefur Þórarinn náð
gríðargóðum árangri í því að herma þennan
stíl og gera andblæ sögunnar að öðru leyti
trúanlegan. Samúð hans er með hinum
hrakta óhamingjusama manni og varnar-
lausri alþýðu sem verður að lúta ráðandi
mönnum sem margir era siðspilltir gallagrip-
ir þótt höfundurinn falli ekki í þá freistni að
búa til einlita mynd af sögutíma sínum. Hann
dregur vissulega upp dökka mynd en maður-
inn á öllum tímum er viðfangsefni hans.
Þóarinn hefur einnig samið Ijóð fyrir börn
og hefur þýtt skáldsögur eftir Göran Tun-
ström og fleiri, einnig leikrit. Á síðastliðnu
ári kom þýðing hans á Inferno eftir August
Strindberg, fyrsta þýðing bókarinnar á ís-
lensku.
Þórarinn Eldjám hefur fengið ýmsar við-
urkenningar, en mest munar um að Brota-
höfuð var tilnefnd til Aresteion - Evrópsku
bókmenntaverðlaunanna 1998 og lenti þar í
flokki meðal sex efstu verka ásamt Nóbels-
verðlaunahafanum José Saramago og fleir-
um, en Hugo Claus fékk sem kunnugt er
verðlaunin.
JÓHANN HJÁLMARSSON
101 Reykjavík
eftir Hallgrím
Helgason
HALLGRÍMUR Helgason (f. 1959) er
myndlistarmaður að mennt. Myndir hans
einkennast af fantasíu, húmor og áhuga á
fólki. Hallgrímur Helgason var orðinn þekkt-
ur fjölmiðlamaður á Islandi þegar hann kom
fyrst fram sem rithöfundur með skáldsög-
unni Hellu, 1990. Hún lýsir einu sumri í lífí
ungrar stúlku í þorpinu Hellu. Frásögnin ein-
kennist af fínni tilfinningu fyrir smáatriðum,
sálfræðilegu innsæi og hlýrri íroníu. í skáld-
sögunni Þetta er allt að koma, 1994, breytist
létt írónían í hvassa háðsádeilu. Skáldsagan
flokkast undir „ævisögur fræga fólksins" og
fjallar um hæfíleikalausa óperasöngkonu sem
1 6 LESBÓK MQRGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 23. JANÚAR 1999