Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1999, Blaðsíða 8
KORNGEYMSLUR þorpsbúa í Tellý í Dogonlandi. Geymslurnar eru aðeins utan við þorpið,
þar sem byggðin var áður.
FRAMANDI LAND. Horft yfir Tellý í Dogonlandi frá gamla bæjarstæðinu. Þar sem trén
standa í fjarska rennur á þegar ekki er þurrkatími.
DAGBÓK FRÁ LÖNDUM f VESTUR-AFRÍKU - SÍÐARI HLUTI
DOGONLAND - PARADÍS
ÞJÓÐHÁTTAFRÆÐINGA
EFTIR SILJU SALÉ
Madaní á engan kofa. Hann sefur tvær nætur til
skiptis hjá konum sínum. Sú sem hann gistir \ íjá hverju
sinni á að elda fyrir alla fjölskylduna. Hún situr heima
meðan hinar konurnar fara á markaðinn til að selja
reykelsi og framleiðslu þeirra á „ henne' ', sem er
notaður til að lita hár og skreyta út imi.
STÚLKUBARN af ætt Baríba í litríkum búningi eins og þar tíðkast.
Ljósmyndir: Greinarhöf.
Fimmtudagur, 19. febrúar,
Sofara, Malí: Skyldugir betlarar
og umskornar konur
ABDULAYE, sonur húsvarðarins í gistiskál-
anum, vekur okkur kl. 7.30. Við fáum okkur
morgunkaffi hjá Sídíkí, ungum manni frá Bur-
kínu Fasó sem selur „kaffi“ á götuhomi: Mikið
af sætri dósamjólk og eina litla teskeið af
Nescafé. Móðir hans situr á jörðinni og bakar
hirsikökur á heljarstórri pönnu fullri af olíu.
Smástrákar hópast að okkur og horfa á okk-
ur borða. Flestir þeirra sækja Kóranskóla, þ.e.
trúarskóla Múhameðstrúarmanna. Þeir eru á
aldrinum 7 til 15 ára, með rakað höfuð og klæð-
ast druslum. Þeir eru ekkert nema skinnið og
beinin. Þeir eiga að betla til að komast af. Þeir
lesa upphátt og skrifa upp úr Kóraninum, sem
þeir eiga að kunna utan að - á arabísku sem
þeir skilja ekki. Þjáningar, kvalir og hungur er
hluti af lærdómi þeirra.
Þeir bíða þess rólegir að við ijúkum við að
borða, til að sleikja diskinn, eða í von um að við
gefum þeim smáafgang, sem þeir setja í skál-
ina sína, dós undan niðursoðnum tómötum með
vírhöldu, sem gerir þá strax auðþekkjanlega.
Algeng sjón í Múhameðstrúarlöndum en við
getum ekki vanist henni.
Gönguferð með Abdúlaye í gömlu þorpi, Sof-
ara, á bakka Baní-ár. Við förum um þröngar
götur, framhjá moskvum í dúkkustærð, falleg-
um kofaþyrpingum úr bankó, í gulbrúnum lit
og með ávölum línum. Meðfram fljótinu hafa
Bózóar, vatnameistarar, sem líka eru báts-
menn Níger-fljóts og kvísla þess, sett út
fiskinet sín. Við tökum okkur hvíld á bakkan-
um.
Hópur lítiila, broshýrra stúlkna kemur til
okkar; þær eru yndislegar, allar eins klæddar í
dökkbláan striga, band um hárið, töfragripur
um hálsinn. Þetta er búningur stúlkna sem ný-
búið er að umskera. Umskurðurinn felst í að
skera burt snípinn. Ungar vestrænar konur
eiga erfitt með að skilja slíkan sið. Við gátum
stundum rætt um þetta við N’Fa Djelí, en dæt-
ur hans voru umskomar. Hann sagði að annars
yrðu þær „of tilfinningaríkar“. Þetta þýðir að
karlmenn geta leyft sér að eiga sér vinkonur
utan hjónabands, eða a.m.k. fyrir hjónaband,
en öðru máli gegnir um konur. Umú, ung
Bambarakona, sem við hittum seinna með
dóttur sinni, talaði góða frönsku, sem er sjald-
gæft meðal kvenna. Hún sagði okkur að sam-
kvæmt lögum er þessi siður bannaður í Malí nú
til dags, en hefðin er sterkari en lögin. Hún er
sjálf umskorin og dætur hennar verða það líka:
„Þetta er bara svona.“
Föstudagur, 20. febrúar,
Bamakokúra-hverfið, Sevare:
Fjögurra kvenna maki
Klukkan 7 um morguninn rís Maríne upp í
flýti, heldur um magann og hleypur á klósettið.
Það er hola bak við vegg í einu homi kofaþyrp-
ingarinnar sem fjölskyldan býr í (það er viss-
ara að hafa kúst eða eitthvað annað til að ýta
burt stærstu pöddunum). Við emm komnar
heim til Amínötu, ungu stúlkunnar sem við
hittum í sömu rútu og N’Fa Djelí.
Hún færir okkur vatnsfötu til að við getum
farið í sturtu. Hún hitaði vatnið í stærðar potti,
því að hér í Norður-Malí er heitara á daginn en
kaldara á nóttunni. Þegar við komum aftur í
kofann, sem Mahamadú, elsti sonurinn, hefur
gengið úr fyrir okkur, finnum við á bakka vest-
rænan morgunmat: kaffi, te, mjólk, brauð. Við
förum hjá okkur vegna þessa dekurs.
Maríne er veik. Niðurgangur, flökurleiki,
svimi, hún er náfól og hætt að borða. Á meðan
hún hvílir sig, fömm við Amí í gönguferð.
Hún er bróðurdóttir Madaní, íjölskyldufóð-
urins. Hann er um fimmtugt, á íjórar konur,
fleiri em ekki leyíilegar samkvæmt Mú-
hameðstrú, og tuttugu og tvö börn, enn sem
komið er. Hér býr líka aldraður fóðurbróðir
hans, með þriðju konu sinni og yngstu börnum
þeirra. Alls um 35 manns en öllum virðist koma
vel saman.
Fjölskyldan býr í stórri u-laga kofaþyrpingu
með um 12 kofum, sem allir snúa að húsagarð-
inum. Hver eiginkona á sinn kofa, þar sem hún
sefur með yngsta bami sínu. Einn kofi er ætl-
aður bömum, Amí sefur hjá þeim, annar kofi
er ætlaður ungum stúlkum, enn einn ungum
piltum. Mahamadú, sem er um tvítugt, er sá
eini, sem býr einn í kofa. Hann les undir stúd-
entspróf.
Madaní á engan kofa. Hann sefur tvær næt-
ur til skiptis hjá konum sínum. Sú sem hann
gistir hjá hverju sinni, á að elda fyrir alla fjöl-
skylduna. Hún situr heima meðan hinar kon-
urnar fara á markaðinn til að selja reykelsi og
framleiðslu þeirra á „henne“, sem er notaður
til að lita hár og skreyta útlimi. Þær selja vör-
urnar með hjálp elstu dætranna. Sum yngri
börnin fylgja þeim, önnur fara í skólann. Ma-
daní selur varahluti og skrúfur, hann á „búð“ á
markaðinum.
Maríne er virkilega veik. Ég hef áhyggjur af
henni. Mér tekst að sannfæra hana um nauð-
syn þess að fara til læknis.
Á heilsugæslustöðinni í Sevare sinnir okkur
enginn. Loks stöðva ég hjúkrunarkonu. Hún
segir okkur að koma aftur daginn eftir.
Uti á götu hittum við mann, sem ráðleggur
okkur að fara á heilsugæslustöð hersins. Hann
spyr um hvað sé að Marínu og í ljós kemur að
hann er dýralæknir!
Herhjúkrunarmaðurinn hverfur í burtu í
smástund vegna sólsetursbænarinnar en kem-
ur síðan aftur til að hlusta Marínu. Hann spyr
margs um ferðalag okkur og er mjög áhuga-
samur um hana og einnig um fæðuna sem við
leggjum okkur til munns, hvar við búum,
o.s.frv. Þegar við segjumst vilja kynnast lífi
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. JANÚAR 1999