Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 13
LISTASAFNIÐ í Des Moines í Ohio. Arkitekt: Richard Meier. LISTASAFNIÐ í Toledo í Ohio er saman sett úr þrem frönskum klaustur- byggingum sem rifnar voru og fluttar vestur. __________:___________ LISTASAFNIÐ Wexner Center í borginni Columbus í Ohio. ■ i NÝTT LISTASAFN í Minneapolis, kennt við Frederick R. Weissmann. Arkitekt: Frank O. Gehry. FLEIRA AÐ SJÁ EN KORN- HLÖÐUR í MIÐVESTURRÍKJUNUM Það er viðtekinn vísdómur að hin miklu auðæfi banda- rískrar listar séu heimilisföst annaðhvort í New York eða Washinqton á austurströndinni, eða t>á í Kaliforn- íu. En ( Miðvesturríkjunum hefur af verulequm metnaði verið komið upp nýjum listasöfnum og sum | t>eirra qeyma qamla dýrgripi. ✓ Ibandarískum borgum og raunar í Evr- ópu einnig, hefur uppá síðkastið mátt sjá verulega áherzlu á ný listasöfn, sem verða sífellt stærri og mikið er lagt uppúr frumlegri hönnun. Heims- frægir arkitektar fá að láta ljós sín skína og virðast í mörgum tilvikum geta unnið eins og hugur þeirra girnist án tillits til kostnaðar. Fyrr á árinu var kynnt hér í Lesbók Guggenheim-safnið í Bil- bao á Spáni, sem ekki telst þó til hinna róm- uðu og margfrægu menningarborga heims- ins, en með safninu átti að stuðla að því að svo gæti orðið. I Þýzkalandi hefur hvert safnið af öðru risið og eftirtektarvert er að marga beztu bitana fá bandarísku arkitekt- arnir Richard Meier og Frank 0. Gehi-y. Meier vakti fyrst verulega athygli með listasafninu í Atlanta og stíll þess hefur síðan orðið vörumerki hans, þ.e. að öllum flötum að utanverðu er skipt upp í jafnhliða feminga - og allt er hvítt. I'að var einnig Meier sem hreppti hnossið þegar samkeppni fór fram vegna byggingar Getty-listasafnsins í Los Angeles, en Guðlaug Jónsdóttir arkitekt, sem starfaði fyrir Meier við verkið, sagði ít- arlega frá því í Lesbók en safnið var þá talið vera stærst einstakra byggingai-verka í sögu Bandaríkjanna. Þegar talað er um menningarpólana á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna, vill gleymast að Chicago tilheyrir miðjunni, fæð- ingarstaður skýjakljúfanna og ekki minni menningarstórborg en hver önnur. Hinsveg- ar eru aðrar borgir og bæir á sléttunum miklu, sem ótugarlegir menn á austur- og LISTASAFNIÐ í Milwaukee eftir Saarinen með viðbyggingu eftir Santago Calatrava. vesturströndinni kalla „flyoverland“ og hafa ekki verið sérstaklega orðaðar við. kapp- hlaupið á menningarsviðinu. Þar á meðal er Des Moins, 200 þúsund manna bær í Ohio, sem hefur þó tekið sér tak af verulegum metnaði og sýnir að það er víðar guð en í Görðum, enda eru menn ríkir þama í miðju hveitiræktarsvæðinu. Árið 1985 var ráðist í stóra viðbyggingu við listamiðstöð sem fyrir var og fyrmefndur Richard Meier fenginn til að teikna nýtt hús, sem er í fljótu bragði líkt safninu í Atlanta; höfundareinkennin ná- kvæmlega þau sömu. Uppá síðkastið hafa Islendingar fjömennt til Minneapolis og kannski hafa þeir rekið augun í byggingu sem að minnsta kosti er^ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.