Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1999, Blaðsíða 14
„HLIÐ Vestursins", 190 m hár bogi Eeros Saarinens í St. Louis. ólík ílestum öðrum nema kannski Guggen- heim-safninu í Bilbao á Spáni, enda eru bæði húsin eftir Frank 0. Gehry og í þeim stíl sem hann hefur tileinkað sér uppá síðkastið. Sumir stríðnispúkar kalla þetta jarðskjálfta- stíl, en Gehry hefur yndi af skökkum form- um, hann lætur veggi hallast út eða inn og stundum er útkoman hreinlega eins og eftir jarðskjálfta. En hugmyndir Gehrys eru frumlegar; hann vinnur ekki með „tilvitnan- ir“ í eldri stíltegundir og kannski er hér komin frumlegasta fráhvarfið frá hinum hefðbundna módemisma. Það gamla slagorð módemista, að formið fari eftir notkuninni (form follows funktion) lætur hann lönd og leið og „vörumerki" Gehi-ys nú um stundir virðist vera utanhússklæðning úr slegnum plötum. A safnið í Bilbao notaði hann plötur úr titani, en í Minneapolis urðu menn að sætta sig við gljáfægt stál. Raunar heitir safnið Frederick R. Weissmann Art Museum og það var opnað 1993. Gehry fæst sjálfur við skúlptúr og í safninu Walker Art Center í Minneapolis er verk eftir hann; risavaxinn fiskur úr gleri. Fleira er forvitnilegt að sjá í Miðvestrinu, til dæmis „Hlið Vestursins“, 190 m háan boga við Listasafnið í St. Louis. Þetta verk er raunar frá 1965 og höfundur- inn er Eero Saarinen, arkitekt af fmnskum uppruna. St. Louis Art Museum lumar líka á stærsta safni sem til er á einumn stað eftir þýzka expressjónistann Max Beckmann sem fann sér athvarf í borginni við Missisippi eft- ir að nasistar í Þýzkalandi höfðu dæmt list hans „úrkynjaða". Safnið í St. Louis er frá 1904 og mun eldra en hin sem hér hefur ver- ið minnst á. Frá árinu 1989 er hinsvegar Wexner Center for the Arts í borginni Col- umbus í Ohio; nútímaleg bygging eftir arld- tektana Peter Eisenmann og Richard Trott. Borgin Milwaukee hefur verið þekktust fyrir framleiðslu á landbúnaðartækjum. Þar er listasafnið Milwaukee Art Museum til húsa í lágri en afar athyglisverðri byggingu eftir fyrrnefndan Eero Saarinen. Nýleg við- bygging er hinsvegar eftir Spánverjann Santiago Calatrava, sem segja má að hafi orðið heimsfrægur fyrir brúna við heimssýn- inguna í Sevilla á Spáni og hefur síðan teikn- að ótal frumlegar brýr. Þegar nýbyggingar eftir stjörnuarkitekta eru annarsvegar, kemur fátt á óvart. Það kemur hinsvegar á óvart í borginni Toledo í Ohio að listasfnið, The Toledo Museum of Art, er til húsa í afgömlu, evrópsku klaustri. Von er nú að einhver vilji láta segja sér þrisvar eins og Njáll forðum. En þeir höfðu engar vöflur á því; fluttu vestur byggingar- hluta úr þremur klaustrum í Frakklandi og byggðu upp á þann veg vestur í Toledo, að nú sér enginn annað en að þar sé gamalt og heilsteypt klaustur sem alltaf hafi staðið þarna. Ekki nóg með það, heldur eiga þeir mikið dýrmæti í þessu safni, verk eftir E1 Greco, Rubens, Rembrandt, Gainsborough, Tumer, van Gogh og Picasso. GÍSU SIGURÐSSON \ EINS DANS DANSMEYJAN notaði alltaf æfingasalinn í stóra, gamla húsinu. Hann var reyndar ekki mjög vel tækjum búinn og yfir sumartímann var oft of heitt innandyra, en kuldinn of mikill stundum á vetuma. En á móti kom að þessi gamli salur var ekki ýkja vinsæll og oftar en ekki hafði hún hann alveg útaf fyrir sig. Það voru samt nokkrir aðrir sem nýttu sér salinn til æf- inga, flestir dansarar eins og hún. Hún þekkti þau orðið öll núna, misvel að vísu, og vissi að sumir af þeim æfðu ballet eins og hún gerði. Hún hafði þegar náð mjög góðum árangri þó að kornung væri og hafði nýlega verið boðið að ganga til liðs við geysivinsælan dansflokk sem naut mikillar virðingar hvarvetna. Henni fannst sér mikill heiður sýndur og var stað- ráðin í að standa sig vel. Hún hafði æft af kappi undanfarið því óðum styttist í fyrstu sýninguna með nýju dansfélögunum. Það var sunnudagseftirmiðdagur og iðulega var hún sú eina sem notaði salinn á þeim tíma. Sennilega yrði þetta ein af þessum yndislegu æfingum þar sem hún myndi reyna á lík- amann en hvíla hugann. Hún vonaði það. Hún hraðaði sér í búningsklefanum og velti fyrir sér hvaða tónlist hún ætlaði að dansa við. Núna ætlaði hún bara að taka almennar æf- ingar, ekki sporin fyrir nýju sýninguna. Hún brosti með sjálfri sér, líklega myndi hún nú samt taka nokkurn tíma í nýju sporin. Henni fannst þau spennandi og gæti ábyggilega ekki stillt sig. Hún ætlaði að finna disk með einum af rússnesku tónskáldunum, kannski Tchaikovsky. Hún var hrifin af tónlist hans. En hún nam staðar þegar hún var komin að salardyrunum. Hún vissi strax að einhver var inni jafnvel þó ekki væri verið að spila tónlist. Kannski hafði hún fundið einhverja lykt eða bara skynjað breytinguna í andrúmsloftinu. Loft sem einhver er að bæra með hreyfingum sínum er öðruvísi en alveg kyrrt loft. Hún fann til ofurlítilla vonbrigða, en aðeins í ör- skamma stund. Það gat líka verið fínt að hafa félagsskap við æfingarnar. Það var kringlu- laga gluggi ofarlega á hurðinni og með því að tylla sér á tær gat hún kíkt inn og athugað hver þetta væri. Hún varð undrandi þegar hún sá að hún þekkti hann ekki. Hún hafði aldrei séð hann áður og forvitnin vaknaði innra með henni. Líka feimnin. Hann var að gera teygjuæfingar, svo að líklega yrði hann búinn bráðum. Hún sá að hann var kattliðug- ur og greinilega í mjög góðri þjálfun. Hvað skyldi hann stunda, hugsaði hún. Líkams- byggingin gat alveg passað fyrir dansara, líka það hvað hann hafði yfírvegaðar og fallegar hreyfingar. Hún hafði ekki enn séð framan í hann, en henni fannst hann samt vera falleg- ur. Hver einasta hreyfing virtist úthugsuð og eitthvað svo glæsileg og svo var líkami hans stórkostlegur. Hún ákvað að kyngja allri feimni og opnaði dyrnar. Hann tók snöggt viðbragð um leið og minnsta hreyfing kom á hurðina og var stað- inn á fætur og búinn að snúa sér að henni áð- ur en hún hafði klárað til fulls að ýta upp hurðinni. Hann renndi augunum hratt upp og niður eftir líkama hennar eins og hann væri að mæla hana út sem... já, sem hugsanleg- um andstæðing fannst henni. Það hlýtur nú að vera einhver vitleysa í mér, hugsaði hún, en fann samt til örlítilla ónota. Hún hafði alltaf verið frekar óframfærin og svo hafði henni brugðið við snöggar hreyfingar hans. „Hæ“ sagði hún hikandi og lágróma, en hann tók ekki undir kveðju hennar. Hann horfði ófeim- inn í augu hennar, eða þar til hún leit undan. Hún fann að hún roðnaði og það fór í taugarn- ar á henni. Kannski er hann útlendingur sem skilur mig ekki, hugsaði hún, en vissi um leið að það var algjör þvæla. Það vita allir hvað „hæ“ þýðir, hann er bara hrokafullur dóni. Hann virtist virða hana að vettugi og gekk rólega að stökum stól sem stóð uppvið spegil- vegginn, en um leið og hún smeygði sér inn í salinn leit hann snöggt til hennar aftur. Hann var þá að fylgjast með henni, alla vega með öðru auganu, en henni stóð á sama. Hún var hingað komin til að æfa dans. Hann tók dimmrautt handklæði af stólbakinu og þurrk- aði svitann af andlitinu. Það var þá sem hún tók eftir því að hann var með ljót ör ofan á rist hægri fótar. Margar samhliða rákir eins og eft- ir klær, nema það var of stutt á milli þeirra til að svo gæti verið. Rákimar vore líka of marg- ar. Þetta voru óvenjuleg ör, fannst henni, og forvitnin vaknaði öðru sinni, en hún vildi ekki SMÁSAGA EFTIR THELMU ÁSDÍSARDÓTTUR Hann var einn að æfa og hún horfói eins og berg- numin. Þetta var bardaga- list sem hún ekki þekkti, en hreyfingarnar voru stór- kostlegar. Fullar af krafti en samt svo mjúkar og léttar. Þetta er alls ekki ólíkt dansi, hugsaði hún, nema hann getur drepið með sínum dansi. gera honum það til geðs að láta hann verða varan við það. Hann tók disk úr geislaspilaran- um, en hún sá ekki hvað hann hafði verið að hlusta á. Hún fór að trékassanum þar sem geisladiskamir voru geymdir, við hliðina á spil- aranum, til að finna Tchaikovsky og út undan sér sá hún að hann stóð kyrr við hliðina á henni. Hún leit að lokum til hans, kannski hafði hann séð eftir því að hafa sýnt henni ókurteisi áðan og hún var alveg reiðubúin til að gefa honum tækifæri til að bæta fyrir brot sitt. Hún sá að hann var með fleiri áberandi ör en þessi á ristinni, því eitt prýddi andlit hans. Það var greinilega mun yngra en hin og náði frá svartri hársrótinni niður að vinstri augabrún og hélt áfram örlítjð út á nefið. Þetta gaf honum svolít- ið hrokafullan svip, eins og hann væri alltaf að lyfta annarri augabrúninni í einhverri hæðni. Þrátt fyrir að markað andlit hans virkaði bæði harðneskjulegt og fráhrindandi, fannst henni líka eitthvað aðlaðandi í fari hans. Hann horfði andartak á hana og þurrkaði burt nokkra svitadropa af efri vörinni en kinkaði svo snöggt kolli án þess að segja eitt orð. Hann hlaut að eiga diskinn sjálfur því hann var enn með hann í annarri hendinni þegar hann gekk hröðum skrefum út úr salnum, hljóðlaust og mjúklega. Hann minnti hana í andartak á stóra, svarta köttinn hennar sem beið hennar heima. Hvað skyldi hann æfa? hugsaði hún aftur. Þegai- hann var horfinn út um dymar sneri hún sér að sinni eigin æfingu og gerði sitt besta til að ýta honum úr huga sér. Það gekk þokkalega. Hún sá hann ekki aftur í nokkra daga, þó hún væri daglega í æfingasalnum. Hún spurði aðra, sem æfðu þarna, um hann og fékk að vita að fleiri höfðu rekist á hann. Einn vinur hennar gat uppfrætt hana um hvað hann æfði. „Einhver rosaleg bardagalist“ eins og hann orðaði það og hann hafði bætt því við að hann myndi hreint ekki kæra sig um að hitta þenn- an náunga í dimmu húsasundi og vera einn á ferð. Annar dansari, ung stúlka, sagðist hafa reynt að spjalla eitthvað af viti við hann, en það hafi verið eins og að reyna að ná sam- bandi við fornan steingeiving. „Þetta er ör- ugglega einhver meiriháttar heilaskemmdur boxari eða þá geðsjúkur málaliði, með öll þessi ógeðslegu ör á líkamanum." Hún sagðist hafa séð eitt neðarlega á hálsi hans til viðbót- ar við hin. Öll voru þau sammála um að hann væri mjög neikvæð persóna með neikvæða út- geislun sem ætti örugglega ekkert erindi inn í þeirra hóp. Þau virtust álíta að það gæti bein- línis verið hættulegt að blanda einhverju geði við hann og voru svolítið pirruð yfir því að honum skyldi hafa verið leyft að æfa þarna með þessa ofbeldisfullu íþrótt sína. Það var augljóst á tali þeirra að þau vildu forðast hann engu síður en hann vildi sniðganga þeirra fé- lagsskap. En það var líka augljóst að þeim þótti hann tvímælalaust spennandi umræðu- efni þrátt fyrir allt annað. Henni fannst þau helst til öfgafull í dómum sínum en viðurkenndi samt að hann stakk í stúf við þau hin. En hann hafði vakið áhuga hennar og án þess að átta sig strax á því, þá fór hún að velja óvenjulega tíma til æfinga sinna. Pínulítil eftirvænting kitjaði hana í magann í hvert sinn sem hún nálgaðist dyrnar að salnum. Hún vildi sjá hann aftur. Næst hitti hún hann við inngang æfinga- hússins, hann var að fara en hún að koma. Hún hafði hlakkað til að sjá hann aftur, en svo loks- ins þegar stundin rann upp þá varð hún óörugg og vissi ekkert hvað hún ætti að segja eða gera. Hann horfði snöggt í augu hennar, lyfti hendinni örlítið í kveðjuskyni, rétt til að gefa til kynna að hann hefði þekkt hana og var svo far- inn, orðalaust. Hún fann til vonbrigða þar sem hún stóð við dyrnar og horfði á hann fjarlægj- ast hægt. Hann var fótgangandi. Eftir u.þ.b. tíu metra leit hann við, eins og hann hafi skynj- að að einhver var að glápa stíft á hann. Svolítið skömmustuleg reif hún upp dymar og flýtti sér inn fyrir, rjóð í vöngum. Næstu þrjá daga kom hún til æfinga á þeim tíma sem hann hafði síðast æft á, en allt kom fyrir ekki og hún var að verða leið á þessum eltingaleik. En um kvöldið þriðja daginn, eftir æfinguna, endurtók sig atburðurinn fyrir tveimur kvöldum, eða hann endurtók sig næstum því. Hún stóð í dyrunum og kastaði kveðju á húsvörðinn um leið og hún tróð sér í snjáðu hanskana sína. Hún var að flýta sér því hún ætlaði að reyna að ná í næsta strætis- vagn og það stóð heldur tæpt. Hún hljóp út og beint í fangið á bardaga- manninum sem greip fast um axlir hennar til að verja þau bæði falli. Hún greip andann á lofti og reif sig lausa í flýti af einskærri geðs- hræringu. Þau stóðu kyrr og mættu augum hvors annars en sögðu ekki orð frekar en fyrri daginn, þangað til henni fannst staðan orðin nokkuð fáránleg og sagði ákveðin: „Fyrirgefðu að ég skyldi hlaupa svona á þig, það var ekki ætlunin." Viðbrigðin voru engin. Hann brá ekki svip og virtist fullkomlega áhugalaus þeg- ar hún brosti sáttfús. Hún stóð kyrr, óviss um hvað hún ætti að gera næst, þegar hann rauf þögnina loksins. „Viltu færa þig, ég ætla inn.“ Það tók hana smástund að átta sig á því að hún stóð í dyrunum og varnaði honum inn- göngu. „Ó, auðvitað... „ sagði hún ringluð og fór frá. Þögull hélt hann leiðar sinnar inn í húsið og skyldi hana eftir við útidymar. Henni leið eins og hún hefði gert sig að algjöru fífli. En hann þarf nú ekki að vera svona hrikalega leiðinlegur, hugsaði hún ergileg og sá um leið strætisvagninn bmna framhjá. Hún urraði af reiði og hélt svo þrjóskulega af stað fótgang- andi. Það tæki tíma að ganga alla leið heim en það var örugglega betra en að hanga hér og bíða eftir næsta vagni. A göngunni hugsaði hún um hann. Hvað var eiginlega að honum? Hann var eins og frosið grýlukerti sem var gjörsamlega fyrir- munað að sýna tilfinningaviðbrögð, þó það væru aðeins ómerkileg og ópersónuleg við- brögð eins og lítið bros. Hafði hann vanið sig á þetta af einhverjum ástæðum? Hafði ein- hver bannað honum að hafa eðlileg samskipti við aðra? Eða átti hann kannski svona hræði- lega leiðinlegt líf að hann kunni þetta ekki lengur. Var venjulegt fólk orðið honum svo framandi að hann var ekki fær um að sýna venjulegar umgengnisvenjur? Ef svo var þá átti hann ekki að vera að æfa í sama húsi og annað fólk. Hann gat bara hangið einn úti í skógi með sinn einkabardaga. Þegar hún hafði gengið rösklega í tæpar fimm mínútur fékk hún skyndilega hugmynd sem hún vildi framkvæma. Ákveðin sneri hún við og hraðaði sér aftur til æfingahússins. Hún ætlaði að horfa á hann æfa. Hún vissi að hún var eingöngu að svala forvitninni með þessu og að þetta gat engan veginn talist siðsöm hegð- un, en hún lét sér það í léttu rúmi liggja. And- stætt hinum æfingafélögunum vildi hún ekki afgreiða hann og útiloka með móðguðum svip þess sem hefur verið hafnað, og nokkrum orð- um eins og „geðsjúkur málaliði". Hann var öðruvísi, það var satt, en hún vildi kynnast honum og hún var ekkert hrædd við hann. Húsvörðurinn var hvergi sjáanlegur þegar hún var komin til baka stuttu síðar og hún var því fegin. Hún var ekki viss um hvaða skýr- ingu hún ætti að gefa á ferðum sínum þarna í annað sinn þetta sama kvöld. Hún lét dymar hljóðlega á eftir sér til að vekja sem minnsta athygli. Hún læddist líka upp stigana, alla leið upp á þriðju hæð, þar sem æfingasalurinn var. Hún valdi hvert skref af kostgæfni og gætti þess að stíga yfir þær tröppur sem brakaði í, en hún þekkti þær vel eftir allan þann tíma sem hún hafði æft í húsinu. Hún vildi ekki að hann yrði var við sig, þá yrði hann strax á verði. Hana langaði til að horfa á hann þegar hann hélt sig einan, sjá hann af- slappaðan. Hún vonaði heitt að enginn annar hefði komið til að æfa rétt á eftir honum, en 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 6. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.