Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg HANNA Dóra Sturludóttir, Isabel Fernholz og Arndís Halla Ásgeirsdóttir eru fyrstu gestir Styrktarfélags íslensku óperunnar í vetur. HANNA DÓRA OG ARNDÍS HALLA í ÍSLENSKU ÓPERUNNI Fráleitt steyptar í sama mót SÓPRANSÖNGKONURNAR Arndís Halla Asgeirsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir koma fram á tónleikum Styrktarfélags ís- lensku óperunnar í dag kl. 14.30. Isabel Fern- holz leikur með á píanó. Á efnisskrá er bland- að efni, óperuaríur og -dúettar og innlend og erlend sönglög. Sjaldgæft er að tvær sópransöngkonur syngi saman á tónleikum hér á landi en stöll- umar segja það henta þeim piýðilega að koma fram saman - þær séu fráleitt steyptar í sama mót. „Við erum mjög ólíkar týpur, ólík- ar raddir, og fyrir vikið erfítt, ef ekki ómögu- legt, að bera okkur saman,“ segir Amdís Halla og Hanna Dóra kinkar kolli til sam- þykkis. Söngkonurnar hafa ekki í annan tíma sung- ið saman á tónleikum en þær búa báðar og starfa í Þýskalandi. „í vetur hef ég verið fast- ráðin við óperana í Neustraeliz og líkar vel,“ segir Hanna Dóra. „Síðan hef ég verið að syngja sem gestasöngvari við Die Komische Oper í Berlin, þar sem Amdís Halla er fast- ráðin.“ „Við eram meira að segja að syngja í sömu uppfærslunni, Orfeifi í undirheimum eftir Of- fenbach," skýtur Amdís Halla inn í. Stöllumar hafa að vísu ekki staðið saman á sviðinu, því þær era hvor í sínum leikhópnum. Það mun þó gerast íyrr en síðar, segja þær, enda gert ráð fyrir að sýningin gangi lengi og þegar frá líður munu tilfærslur söngvara færast í vöxt. Þó starfsfólk Die Komische Oper sé ýmsu vant segja Amdís Halla og Hanna Dóra marga reka upp stór augu þegar þeir heyra á tal þeirra á göngum. „Hvaða mál erað þið að tala?“ heyrist gjaman. „Það hefur verið glatt á hjalla hjá okkur Amdísi Höllu í Berlín enda búa engir aðrir Islendingar í Neustraeliz og ég hef því lítið talað fslensku í vetur - nema í síma,“ segir Hanna Dóra. En það er fleira en Die Komisehe Oper sem sameinar söngkonumar, þær hafa báðar numið hjá sama kennara, fyrst hjá Snæbjörgu Snæbjamardóttur hér heima og síðan pró- fessor Frau Eggers við Listaháskóla Berlín- ar. Arndís Halla er reyndar enn við nám og stefnir á útskrift síðar á þessu ári. Hún kveðst una hag sínum vel í Berlín en er eigi að síður með „augu og eyru opin“. „Maður verður að vera það,“ bætir Hanna Dóra við. „Verður að vera tilbúinn að stökkva ef eitthvað meira spennandi býðst.“ Að áliti Arndísar Höllu er hreyfing listamanninum holl - „annars er hætta á stöðnun". En era tónleikarnir í dag upphafið að frekara samstarfi? „Það er aldrei að vita,“ segir Amdís Halla. „Okkur langar að fara í tónleikaferð um land- ið, með svipaða efnisskrá, jafnvel strax í sum- ar. Það yrði gaman, því það hefur orðið mjög jákvæð vakning á Islandi hin síðari ár - áhugi á klassískum söng er að aukast. Ekkert hefur þó verið ákveðið enn.“ Hanna Dóra bætir svo við að skemmtilegt yrði að efna til tónleika í Þýskalandi, þar sem íslensk sönglög yrðu fyrirferðarmikil á efnis- skránni. „Þau heyrast alltof sjaldan þarna úti og svo er alltaf sterkt að vera með eitthvað ferskt og öðruvísi, ekki bara Schubert, eins og allir hinir, þó hann standi auðvitað alltaf fyrir sínu.“ Stöllurnar hlakka til að syngja í íslensku óperunni, góður andi sé í salnum. „Svo er þetta auðvitað fyrsta óperuhúsið sem ég kom í sem krakki - löngu áður en mér datt í hug að ég ætti eftir að leggja þetta fag fyrir mig. Nú býður maður bara eftir að fá hlutverk í ópera- sýningu við húsið,“ segir Amdís Halla og hlær. Af svip Hönnu Dóru má ráða að hún hefði ekkert á móti slíku tilboði heldur. „Þetta er auðvitað hin hliðin á okkur, söngur á óp- erasviði, sem Islendingar hafa ekki kynnst ennþá.“ Á efnisskrá tónleikanna í dag era verk eftir Schumann, Schubert, R. Strauss, Eyþór Stef- ánsson, Karl 0. Runólfsson, Pál Isólfsson, Markús Kristjánsson, Atla Heimi Sveinsson, Mozart, Weber, Rossini, Bellini, Offenbach og Herbert. ÍSLENSK TÓNSKÁLD Á ALÞJÓÐLEGRl TÓNLISTARHÁTÍÐ í RÚMENÍU SKÝIN OG NÓNETTA TVÖ íslensk verk hafa verið valin til flutnings á alþjóðlegu tónlistarhátíðinni ISCM, sem haldin verður í Rúmeníu í október á þessu ári. Þetta era einleiksverkið „Skýin“ eftir Kar- ólínu Eiríksdóttur og kammerverkið „Nó- netta“ eftir Kjartan Olafsson. Tónlistarhátíðin ISCM (Intemational Soci- ety for Contemporary Music) er stærsta nú- tímatónlistarhátíð sem haldin er í heiminum, að þvi er fram kemur í fréttatilkynningu frá Tón- skáldafélagi Islands. Hátíðin var stofnuð árið 1923 og á henni eru flutt verk af flestum stærð- um og gerðum víðsvegar að úr heiminum. Yngri tónskáld meira áberandi nú „Að þessu sinni era tónskáld af yngri kyn- slóðinni meira áberandi á hátíðinni en vana- lega. I^gegnum tíðina hafa mörg íremstu tón- skáld Islands átt verk á hátíðinni, m.a. Atli Heimir Sveinsson, Þorkell Sigurbjömsson, Karólína Kjartan Eiríksdóttir Ólafsson Áskell Másson, Hjálmar H. Ragnarsson, Þor- steinn Hauksson og John Speight. Hátíðin hefur einu sinni verið haldin á íslandi. Það var árið 1973 í Reykjavík undir stjórn tón- skáldanna og fornfélaganna Atla Heimis Sveinssonar og Þorkels Sigurbjörnssonar,“ segir ennfremur í fréttatilkynningunni. Verk Karólínu, „Skýin“ fyrir einleiksselló, var skrifað fyrir Gunnar Kvaran, sem frum- flutti það á Sumartónleikum í Skálholti sum- arið 1997. Síðan hefur Gunnar flutt verkið víða, m.a. í tónleikaferð sinni um Danmörku og Þýskaland á síðastliðnu ári. Gunnar hljóð- ritaði verkið fyrir Ríkisútvarpið og mun það vera væntanlegt á geislaplötu með verkum eftir Karólínu innan skamms. „Nónetta" Kjartans Ólafssonar var samin árið 1996 og framflutt sama ár af kammer- hópnum Camerarctica á Norrænum músík- dögum í Reykjavík. Verkið var gefið út á geislaplötu á síðasta ári undir heitinu Músík með CAI.MUS. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kinglunni Hrafnhildur Bernharðsdóttir. Til 6. mars. Gallerí Horn Alan James. Til 3. mars. Gallerí Stöðlakot Gunilla Möller. Til 7. mars. Gerðarsafn Svala Þórisdóttir Salman. Til 7. febr. Menningarmiðstöðin Gerðuberg Þetta vil ég sjá: Kristján Davíðsson, Magnús Kjartansson og Sigtryggur Bjarni Baldvinsson. Til 28. febr. Hallgrímskirkja Kristján Davíðsson. 15. apríl. Hafnarborg Gun Johansson. Sverrirsalur: Sigurlaugur Elías- son. Til 1. mars. Ingólfsstræti 8 Ásgerður Búadóttir. Til 21. febr. Kjarvalsstaðir Austursalur: Jóhannes S. Kjarval. Til 24. maí. Vestursalur: Britt Smelvær. Til 7. mars. Mið- rými: Einar Garibaldi Einarsson. Til 14. mars. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur og svalir: Brynhildur Þorgeirs- dóttir. Gryfja: Steinunn Helgadóttir, myndverk og hljóðverk Sveins Lúðvíks Björnssonar. Til 7. mars Arinstofa: Ný aðföng. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laugardaga og sunnudag 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Carnegie Art Award - Nordic Painting/Norræn málaralist í sölum 1 og 3. Til 21. febr. Fjórir frumherjar; Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Til 18. apríl. Ljósmyndir Inez van Lamsweerde. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Yfírlitssýning á verkum Sigurjóns. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg 5 Sigurður Magnússon. Til 6. mars. Norræna húsið Aðalsalur: Lív og list H.C. Andersen. Til 14. mars. Anddyri: Ljósmyndasýning af rithöfund- um eftir Ulla Montan. Til 21. mars. Nýlistasafnið Kristján Steingrímur, Helga Þórsdóttir, Gunnar Straumland og Jón Sæmundur Auðarson. Súm- salur: Safnsýning. Til 28. feb. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suð- urgötu Handritasýning. Þriðj., mið., fím. 14-16. Til 14. maí. Ráðhús Reylyavíkur Acryl og vatnslitamyndir þroskaheftra. Til 7. mars. TÓNLIST Laugardagur íslenska Öperan: Hanna Dóra Sturludóttir og Arndís Halla Ásgeirsdóttir. Kl. 14.30. Sunnudagur Hafnarborg: Tríó Reykjavíkur og Alina Dubik. Kl. 20.00. Félagsheimili Hvammstanga: Píanótónleikar Arnar Magnússonar. Kl. 16. Mánudagur Hásalir, Hafnarfirð: Rúnar Óskarsson, bassaklarinettuleikari. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópvogi: Steinunn Birna Ragnars- dóttir, píanóleikari, og Martynas Svégzeda von Bekker, fiðluleikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Brúðuheimili, sun. 21., fös. 26. febr. Tveir tvöfaldir, lau. 20., fím. 25. febr. Bróðir minn ljónshjarta, sun. 21. febr. Abel Snorko býr einn, lau. 20., fim. 25. febr. Maður í mislitum sokkum, lau. 20., sun. 21., fös. 26. febr. Borgarleikhúsið Pétur Pan, lau. 20., sun. 21. febr. Horft frá brúnni, fím. 25. febr. Sex í sveit, lau. 20., fös. 26. febr. Islenski dansflokkurinn Diving, Flat Space Moving og Kæra Lóló, sun. 21. febr. íslenska Óperan Ávaxtakarfan, sun. 21. febr. Hellisbúinn, lau. 20., fös. 26. febr. Hinn fullkomni jafningi, sun. 21. febr. Iðnó Leitum að ungri stúlku, mið. 24., fím. 25., fös. 26. Rommí, lau. 20., sun. 21. febr. Frú Klein, fös. 26. febr. Loftkastalinn Mýs og menn, sun. 21., fös. 26. febr. Kaffileikhúsið Hótel Hekla, lau. 20. febr. Skemmtihúsið, Laufásvegi 22 Berold Brecht, lau. 20., þrið. 23., fös. 26. febr. Hugleikur: Nóbelsdraumur, lau. 20. febr. Tjarnarbíó Svartklædda konan, lau. 20. febr. Möguleikhúsið v. Hlemm Snuðra og Tuðra, sun. 21. febr. Hafrún, sun. 21. febr. Snúður og snælda Maðkar í mysunni og Ábrystir með kanel, frums. lau. 20., mið. 24. febr. Bing Dao-Renniverkstæðið á Akureyri Rommí, lau. 20., fim. 25. febr. Mcnningarmiðstöðin Gerðuberg Þumalína eftir H.C. Andersen, sun. 21. febr. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi lyrir kl. 16 á mið- vikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.