Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 6
ViNSTRI MYNDIN: Útsýnið frá Múlakoti er fagurt sem fyrr. Hægri myndin: Greinarhöfundurinn ræðir við Ágústu Túbals, systur Ólafs Túbals, en hún kynntist Johannesi Larsen og var t.d. með honum á Alþingshátíðnni 1930. UPPHAF sendibréfs frá Ólafi Túbals til Johannesar Larsen, dags. í febrúar 1928. Brekkan sem ég sit í er þakin gulri leir- kenndri jökulurð og ber þess vott að hér og þar hefur jökulvatnið rutt burtu gróskumiklu grasinu. I brekkunni niðri við bæinn eru nokkrar jökulbarðar klappir sem standa upp úr grasinu. Gróðurinn er þessi venjubundni, þó finn ég staði sem þaktir eru folbleikri eyr- arrós. Par spölkorn frá situr lóa og kvakar og bætt hefur í vindinn og þeytir upp stórum rykskýjum í Landeyjum og á þurrum svæðum við Þverá. Petta líkist helst þykkum gulum reyk og bólstrar lengra burtu líkjast stóru gulu skýi er lagst hefur á jörðina. Og nú kem- ur það veltandi úr norðri yfir Fljótshlíðina eins og gulur veggur sem hylur Gpðalands- jökul og ég ákveð að halda heim. A leiðinni verður steindepill á vegi mínum og ég furða mig á hvað hann er fallega blágrár á bakinu og með næstum svarta vængi svo ég mundi hafa ályktað þetta allt aðra tegund ef ég hefði séð hann úr fjarlægð. Kjói eltur af tjaldi og nokkrum kríum. I brekkunni gleym-mér-ei, mjaðurjurt og smávaxinn víðir sem ég man eftir í Grænlandi. Kominn niður kl. 11. Allur Eyjafjallajökull nú næstum horfinn í mold- rokið og hverfur nú alveg og líkist þrumu- veðri í uppsiglingu. Ég fæ heitt vatn, og kemst að því að það heitir heitt vatn, og raka mig. Sest niður og les Kaalund og svo hádeg- isverður. Sætsúpa, kjötbollur, kartöflur, smjör og brauð. Maðurinn sem lá í rúminu í morgun er frá Vestmannaeyjum og kann dönsku. Konan hans er fædd á bænum og er systir bóndans segir hann. Hann er með tvær ungar dætur sínar með sér auk þess er síma- maður sem um morguninn hefur sett upp síma sem hringir án afláts. Við erum sem sagt fimm til borðs. Fjölskyldan borðar greinilega annarsstaðar. Eftir kaffið sest ég og fer að lesa aftur þar sem hvesst hefur og veggirnir bylgjast og ég hef fengið nógan sand í augun. Um klukkan fjögur lygnir, og veröldin brosir. Himinninn er heiður en það liggur ennþá ryk- ský yfir landinu sem þó minnkar meðan ég sit og skrifa þetta við lítinn læk sem fellur í mjórri bunu fram af klettunum og rennur síð- an fram í hundrað álna grænni brekku þar til hann dettur fram af brúninni niður í Pverá. Geng upp í hlíðina norðaustur fyrir Hlíðar- enda svo ég sé yfir bæinn og kirkjuna og Landeyjamar. Reyni að teikna árfarveg Þverár og álanna. Meðan ég teikna kemur Ragnar Asgeirsson. Mér hafði hitnað á göng- unni hingað upp og varð kalt á bakinu meðan ég teiknaði og hann fer og sækir frakkann minn niður í bæ. Þegar hann kemur til baka er ég auðvitað búinn. Hann segir mér heilmargt um héraðið og sögustaðina og jurt- irnar. Og svo talar hann um list. Þekkir heilmarga sænska málara og verk þeirra. Hann segir frá því að hann hafi oft ferðast einn um Danmörku en nú sé hann giftur danskri konu og ferðist nú á öðru farrými og kaupi sér gjarnan eitthvað fyrir þá peninga sem hann spari. A þann hátt hafi hann eignast dúnhreinsivél. Dagana 7. til 12. júlí ferðast Johannes á hestum um héraðið og fer m.a. inn í Þórs- mörk. Hann kynnist í þessnm ferðum Ólafi Túbalssyni frá Múlakoti, næsta bæ fyrir inn- an Hlíðarendakot. Johannes ákvað að flytja að Múlakoti og fékk Ólaf sem leiðsögumann sinn yfír vatnsföllin. Með Ólafí Túbals og Jo- hannesi tókst vinátta, eins og fram kemur í dagbókunum og bréfum Ólafs til Johannesar. Hér fylgir frásögn af fyrstu kynnum þeirra. 13. júlí 1927. .. Þetta er frábær ferðamáti og ég er kominn yfir byrjunarörðugleikana, já strax á sunnu- daginn var, í þriðja útreiðartúrnum á fjórum dögum var ég ekkert þreyttur þegar við kom- um að Hallgeirsey. Þetta er betra, - miklu VIBEKE Norgárd Nielsen var á íslandi síðast- liðið sumar og leitaði þá vatnslitamynda eftir Johannes Larsen. betra en aka í bíl. Þegar við höfðum riðið í tvær klukkustundir komum við auga á bæ, en þar var ætlunin að fá eldspýtur (Olafur gat ekki tendrað pípu sína sökum skorts á eld- spýtum). Þar fór Ólafur inn, en á meðan sest ég á garð og fer að teikna bæinn með Þrí- hyming, þetta yndisjega fjall, sem bakgrunn. Stuttu seinna kom Ólafur út og spurði hvort ég vildi kaffi. Ég fer inn, en það eru svo vel skúruð gólfin, að mér finnst synd að ganga á þeim. Þarna býr vingjarnlegt eldra fólk með tveimur sonum sínum. Við fáum sitt hvort mjólkurglasið en síðan kemur kaffi með pönnukökum og stórar enskar kexkökur. Ég lána bóndanum kíki minn. Hann vekur mikla lukku. Stuttu seinna förum við. Ólafur kyssir gamla fólkið og elsta soninn en hann fylgir qkkur á leið og yfir Þverá, að bæ þar sem Ólafur biður um hesta fyrir næsta dag. Það kemur maður á morgun með fjóra hesta til að fara með okkur til Rangárvalla, að bænum Hofi. Við ríðum stuttu síðar niður að Þverá og meðfram árbakkanum, á þurrum vallendis- gróðri að Hlíðarenda. Þá ríður Ólafur upp að bænum, og þegar ég spyr hvort við séum á leið þangað, svarar hann; já, alveg upp á fjall- ið. Þetta eru undarlega lítil dýr, nú hafa þeir borið okkur í meira en þrjá tíma, stundum yf- ir bleytur þar sem þeir sökkva upp á leggi og yfir ár í rífandi straumi með vatn upp á miðj- ar síður, og nú eftir mjóum stígum upp bratt- ar brekkur. Við förum rétt framhjá bænum og svolítinn spöl lengra uppi í hlíðinni liggja þrjár til fjórar hauskúpur stórgripa og ég spyr til hvers þær séu og fæ að vita að þetta eru mjaltastólar. Hálftíma síðar hverfur Ólaf- ur yfir brúnina. Er ég kem þangað sé ég Hlíð- arendakot langt fyrir neðan. Við ríðum nú í sneiðingum niður bratta brekkuna, sem ég kleif með erfiðismunum fyrsta morguninn hér. Klukkan tólf erum við komnir inn í Múla- kot og á hurðinni hans Arna er miði með fyri- mælum til Ólafs að vísa mér á mat og her- bergi mitt. Ég finn ekki til svengdar en borða þó dulítinn harðfisk með sméri, smurt brauð og skyr með þykkum rjóma og geng síðan til hvílu. Ólafur á að verða fylgdarmaður minn til Rangárvalla. Hann sækist mjög eftir að fá að vera með í allri ferðinni og notar hvert tæki- færi til að koma mér í skilning um hve mikill kostur það er fyrir mig að taka hann með og segir mér hryllingssögur hvernig geti farið fyrir útlendingum sem hafa ekki traustan fylgdarmann og túlk. Hann muni geta teiknað og málað á meðan ég vinn og gera þetta að- eins fyrir fimm krónur á dag meðan aðrir setja upp fimmtán krónur fyrir daginn. Johannes Larsen 1867 - 1961 Johannes Larsen lést þann 20. desember 1961 nær 94ra ára að aldri, síðastur hinna þekktu fjónsku málara. Hann var fæddur í smábænum Kerteminde á Norður-Fjóni hinn 27. desember 1867. Strax í æsku hneigðist hugur hans að náttúruskoðun, veiðihvötin sagði til sín og áttu fuglar hug hans allan. Ellefu ára gamall málaði hann sitt fyrsta olíu- málverk og allt fram í andlátið hélt hann áfram listsköpun sinni. Smám saman varð hann þekktastur fyrir fuglamyndir sínar og á því sviði voru hæfileikar hans óvéfengjanleg- ir. í reynd fékkst hann við flestar greinar myndlistar og sem landslagsmálari var hann ótrúlega mikilvirkur. Mestu listaverk hans er að finna í tréristu og bókaskreytingum, en einmitt þau verk urðu þjóðareign. Johannes Larsen kvæntist listmálaranum Alhed War- berg árið 1898. Hún vann að list sinni í kyrr- þey. Eftir hana liggja mörg prýðileg málverk, einkum blómamyndir. Hún naut ástúðar sinna nánustu sem og þeirra fjölmörgu vina er nutu gestrisni þeirra hjóna. Rithöfundur- inn Otto Gelsted skrifaði: „ Heimili það er hún og Johannes sköpuðu, var í grósku sinni einstakur griðastaður fegurðar og náttúru.“ Arið 1986 var opnað listasafn á heimili lista- mannsins í Kerteminde: Johannes Larsen Museet. Jeppe Larsen, 1935-1984 sonarsonur Jo- hannesar Larsen, hélt við stoltri hefð ættar- innar í iðkun næmrar raunsæislistar. Hann bjó mestan hluta ævi sinnar í húsi listamanns- ins, afans, á Myllubakka í Kerteminde. Jeppe Larsen bjó á Akureyri 1959 til 1960. Hann ferðaðist á hestum um ísland sumarið 1960 og hliðstætt afa sínum hélt hann dagbækur í ferð sinni. Johannes Larsen og íslendingasögurnar Árið 1926 áttu skáldjöfrarnir Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen frum- kvæði að gerð nýrrar útgáfu Islendingasagna. Tilefnið var þúsund ára afmælishátíð Alþingis íslendinga 1930. Johannes V. Jensen kom því til leiðar, að góðvinur hans Johannes Larsen var fenginn til að myndskreyta bækurnar. Jo- hannes Larsen var þekktur fyrir áhrifamikil myndverk í olíu, fresku og vatnslitum en einnig lágu eftir hann mikilfenglegar mynd- skreytingar. Verkefnið sem Johannesi Larsen var fengið í hendur, var að gera nákvæmar myndlýsingar landslagsins við sögusvið sagn- anna og auðvelda lesandanum að setja sig inn í harmræna atburði þeirra. Johannes Larsen lagði sig allan fram og gerði mjög nákvæmar landslagsteikningar á vettvangi. Teikningar hans örva hugmyndaflug Iesandans og mynda hljómgrunn magnþrunginna örlaga sagnanna. Þær tengja saman fortíð og nútíð í órjúfan- lega heild. Johannes Larsen ferðaðist tvívegis um Island, hið fyrra sinn á árinu 1927 og síðar á árinu 1930. Ríflega 300 pennateikningar liggja eftir hann á þessum ferðum og voru 188 þeirra nýttar til hátíðarútgáfunnar. Johannes Larsen hélt dagbækur á þessum ferðum sín- um, lýsti daglegum viðburðum, rissaði í þær myndir af því sem fyrir augu bar; bóndabæi, landslag" og ekki síst fugla. Dagbækurnar urðu alls átta talsins og voru að honum látn- um afhentar handritadeild Konungsbókhlöð- unnar í Kaupmannahöfn. I ógleymanlegri neðanmálsgrein er birtist í dagblaðinu Politiken 27. nóvember 1960, í til- efni af endurútgáfu bókanna, ritaði Halldór Laxness svo: „Það er ekki laust við að öfundar gæti í huga íslendingsins er hann rennir aug- um yfir síður hinnar stórkostlegu útgáfu Gyldendals á íslendingasögunum, prýddar teikningum Johannesar Larsen er ná svo miklu af sérkennum sögulandslagsins og dulúð. Hvenær getum við heima á íslandi vænst eins glæsilegs útgáfuverks alþýðusagn- anna?“ Sigurlín er framkvæmdastjóri Norræna félagsins á íslandi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.