Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 10
Taíland er komið á kortið sem vetrardvalarstaður á Deim tíma þegar hitinn er bærilegastur fyrir okkur. / khugaverðast við Taílandsferð er að geta átt þess kost að kynnast náttúru sem er gerólík okkar og geðþekkri þjóð sem ræktar sín trúarbrögð og menningu innan um vaxandi erlend umsvif. i SIÐUSTU árum hefur Tafland orðið álitlegur kostur fyrir íslendinga sem í vaxandi mæli taka sér vetrarfrí, stytta skammdegið og losna hugsanlega við svo sem :inn illviðrakafla. Kanarí- eyjar er langvinsælasti dvalarstaðurinn í þessu augnamiði, en aðrir taka Flórída fram- yfir og uppá síðkastið hefur mátt sjá að land- inn á þess kost að bregða sér til Puerto Vallarta í Mexíkó, til Dóminíska lýðveldisins og til Malasíu, sem er næsta land sunnan við Tafland. Allir hafa þessir staðir sína kosti og galla, en þeim er sameiginlegt að meðan vetur geisar á íslandi er hægt að komast í 20-30 gráðu hita eftir því hvert farið er. Tafland er að jafnaði heitast af þessum löndum; meðal- hitinn um 30 gráður á „köldu árstíðinni", sem er frá miðjum október fram í miðjan febrúar, og slær uppí 35 gráður eða rúmlega það annað veifið. Sumum finnst slíkur hiti þjakandi, ekki sízt vegna þess að rakinn er þá verulegur og öðrum finnst ókostur að þurfa að fljúga mjög langt, en til dæmis tek- ur flug milli Amsterdam og Bankok 11-12 tíma. Pað er þó ekki eins slæmt og gæti virzt; þetta er næturflug og farþegar taka inn eina svefntöflu eftir kvöldmatinn í vélinni. Sjálfur svaf ég í 8 tíma og upplifði þetta ekki sem langt flug, en öðrum eins þrengslum og KLM telur sig geta boðið farþegum hef ég ekki áður kynnst. Kostir Taílands eru hinsvegar veðurfar sem hægt er að treysta á. Einnig afburða góð hótel, úrvals þjónusta og einstaklega hlýlegt viðmót Taflendinga, sem sífellt eru brosandi og hafa ríkulega þjónustulund. Margir mundu þó nefna verðlagið framar öllu öðru sem sérstakan kost. Rétt er það að flest er ódýrt og sumt á gjafverði. Sæmilega útilátinn kvöldmatur á veitingahúsi kostar um 250 bött, eða tæpar 500 krónur. Algengt er að íslenzkir Taílandsfarar láti sauma á sig fot og telja sig hafa verulegan fjárhagslegan ávinning af. D u ivi rt Mai | 'h TAI LAN D j H ..t, .Khon Nakhon *aen 'i'íí;. Ratchasima > v:;- !■•,- \ , ,/\. : ) Bangkok \ Trat* /Vv TAÍLANDS- fA ■■ r' / Chumnhnn i & ■ . . Chumphon Krabi* FLÓI • Surat Thani Hat Yai •Pattani ,200km, MALASIA 2 Það sem Tafland hefur umfram Kanaríeyj- ar, Flórída og aðra vetrardvalarstaði eru möguleikamir til þess að upplifa eitthvað sem er alveg nýtt; upplifa ævintýrið. En það verður að bera sig eftir því. Ferðalangur sem ekið er með af flugvellinum í Bankok suður á Pattaya á „taílenzku Rívíemnni“ eins og hún er nefnd, og ver tíma sínum til þess að sleikja sólina við sundlaugina á hótel- inu, kíkja í búðir eða leika golf, hefur næsta lítið upplifað af Taflandi. En með því að fara í leiðangra sem standa til boða og kosta ekki mikið; til dæmis vestur að fjalllendinu við landamæri Burma, má bæði sjá landslag og náttúm sem mig hefði ekki granað að væri til hér, svo og ósnortinn regnskóg. Menningarminjar í Taflandi era einstæð- ar, einkum þær sem tengjast trúarbrögðun- um, en sjálfum finnst mér áhugaverðast að sjá lífsmáta fólksins, bæði úti á landsbyggð- inni og í Bankok, sem er 10 milljóna „metrópólis“, jafn stór og London og mikil- fenglegur hrærigrautur austrænna hefða og vestrænna bygginga. TÁKNMYND Taílands: Musteri UNGA kynslóðin: Hressir taílenzkir strákar sem skildu að þeir gátu fengið mynd af sér í blað einhver; staðar. En ísland? Nei, það höfðu þeir aldrei heyrt nefnt. GANGSTETTIR koma að góðum notum, til að mynda fyrir saumaverkstæði þar sem konur sauma og not til þess eldgamlar Singer-saumavélar. 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.