Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.02.1999, Blaðsíða 11
 iS£M$SSSsMÉi * .1 Emerald-Búdda í Bankok. TANNLÆKNIR að störfum úti á gangstétt í Bankok. TAÍLENDINGAR er smávaxið og fínlegt fólk og víða má sjá fríðar stúlkur eins og þessa sem vann við afgreiðslu í kaffihúsi. Myndirnar af daglegu lífi fólksins tók greinarhöfundurinn. Sumstaðar eru alkunn vestræn einkenni svo fyrirferðarmikil að maður spyr: Hvar er það upprunalega og austræna; Hvar er „Órí- entið?“. Auglýsingaskilti fyrir Sony og Toyota eða kallinn í Kentucky Fried Chicken líta allsstaðar eins út og verzlunarkringlurn- ar í borgum Taflands eru lítið öðruvísi en „mollin" á Flórída. En innan um allt þetta aðkomufargan skýtur Austrið upp kollinum og birtist til að mynda í einskonar ör-musterum; búddískum tilbeiðslustöðum, sem eru út um allt. Trúin skiptir hér miklu meira máli en hjá okkur og að því kem ég síðar. Umfram allt birtist Austrið í daglegu amstri fólksins sem gerir gangstéttar borganna að vinnustöðum. Þar sér maður tannlækni að stöifum og hefur tól sín og tæki í bíl. Þar sér maður þessar burðarlitlu en seigu konur á ferðinni með mat í körfum sem hengdar eru á fjaðrandi stöng og bornar á öxlinni. Þær eru að færa einhverjum kvöld- matinn, til dæmis þeim sem vinna í búðunum til klukkan 11. Þar sér maður fólkið matast um leið og þar er að vinna. Það hefur oft ekki annað rými en gólfið og þar setur það skál- airnar með matnum - taílenzkur matur er ævinlega í mörgum skálum - og svo sezt það á gólfið í þessa lótusstellingu sem væri okkur kvalræði ef við kæmumst þá nokkurntíma í hana. Gangstéttarnar iða af lífi og starfi. En það er engin ágengni; ekkert svipað því sem menn þekkja frá Kanaríeyjum. Kurteisi er aðalsmerki Taílendinga. Eftir nokkra daga í landinu fer manni að þykja vænt um þetta fólk. 3 Taíland hét Siam langt fram á þessa öld og það nafn lifir í Siamsköttum og hinum frægu Siams-tvíburum. Landið er fimm sinnum stærra en Island, en er landlukt að miklu leyti. Að vestanverðu, handan við mikinn fjallgarð, er Burma en norðan og austan við landið eni Laos og Kambódía. Það er hinsvegar að sunnanverðu, við Taí- landsflóa, að landið nær að sjó, en fyrst og fremst er opið haf frá hinum langa og mjóa skaga suður að Malasíu. Þar er trópískt landsvæði, regnskógar og rómuð náttúrufeg- urð. Segja má að Taíland sé mishá slétta, umlukin fjallgörðum, og upprunalega hefur landið allt verið skógi vaxið. Þrátt fyrir frjósama jörð og nægan raka er skógurinn víðast fremur lágvaxinn í landinu sunnan- verðu, pálmar nokkuð yfirgnæfandi, svo og tré sem bera ótrúlega margbreytilega ávexti. Þessvegna þarf enginn að svelta. Stór og smá bananatré vaxa hreint um allar trissur og svigna undan bananaklösum. Það er mörg matarholan hér fyrir fátækt fólk. Fyrir aðeins um 60 árum er talið að 70% landsins hafí verið vaxin gróskumiklum skógi, en nú er þessi tala komin niður í 25- 18%, jafnvel enn neðar. Um leið hefur úr- koma minnkað og þurrkar eru oftar til vand- ræða. Á vesturlandinu og nyrst í því vex tekkskógurinn, sem gengið var á með mis- kunnarlausri rányi-kju svo lítið er eftir. Hann hefur nú verið verndaður. Trúlega hafa frændur vorir, Danir, átt sinn þátt í þeirri eyðingu þegar þeir efndu til stóriðnað- ar úr tekkhúsgögnum á meðan þau vora í tízku og tekkið var flutt austan frá Taflandi. Það er athyglisvert að Taíland varð aldrei nýlenda og slapp eitt allra landa í þessum heimshluta við það. Hinsvegar komu Danir ár sinni fyrir borð í Taílandi framar öðrum þjóðum og Taílendingar fengu danskan bjór, en lærðu í staðinn af Dönum að brugga sinn eigin bjór, Singha, sem sízt er lakari. Aðeins hefur fengizt lítilsháttar olía við boran og af málmum er landið ekki auðugt. Þar hefur þó í einhverjum mæli verið hægt að vinna gull sem hefur komið sér vel þegar klæða þarf heilu musterin. Það gull sem aftur á móti hefur komið hin- um almenna Taflendingi til góða fyrr og síð- ar eru hrísgrjónin sem mynda uppistöðuna í taílenzkri matargerð. Á suðurhluta landsins þar sem land er flatt og rakt, til dæmis á svæðinu frá Bankok og suður að Taílandsflóa og ströndinni við Pattaya, var áður fyrr svo mikil hrísgi-jónarækt að á jafn stóra svæði var ekki annað eins til í veröldinni, ekki einu sinni í Kína. Nú er af miklum framfarahug og metnaði vei'ið að leggja hraðbraut á tveimur hæð- ► LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 20. FEBRÚAR 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.