Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 17
stúlkur í allan sannleika um þær sjálfar. (Það er athyglisvert að þetta virðist viðtekið mynst- ur í víðlesnum heimspekibókum fyrir unghnga. í bók Jostein Gaarder, Veröld Soffíu, er það líka eldri heiTa sem leíðii- unglingsstúlku inn í leyndardóma heimspekinnar.) Með því að end- ursegja goðsögurnar vill Gunnar segja stúlk- um að allt sem hafi verið talið konum til lasts beri í raun að telja þeim til tekna. Þar sem áð- ur var mínus fyrir framan skilgreiningu á kyn- ferði er settur plús og öfugt. Hinar hefðbundnu kenningar um kynjamis- mun byggja á skynsemishyggju Aristótelesar. Gunnar Dal snýr tvíhyggju hefðbundnu kenn- inganna við og því má með réttu segja að kenn- ing hans um eðli kvenna byggi á andskynsemis- hyggju. Sú gagnrýni skynsemishyggju sem hér birtist á sér langa sögu. Forverar frá 19. öld eru Schopenhauer og Nietzsche. Enginn þessara höfunda hefur þó gengið jafn langt og Gunnar og bókstaflega snúið tvíhyggjunni við og gerst postuli hins kvenlega innsæis og fordæmt karl- lega skynsemi. Það er vel meint og kenningin er konum velviljuð. Gunnar Dal, „einn ástsælasti hugsuður þjóðarinnar", (tilvitnun í bókarkápu) sýnú’ sig sem sannur kvennavinur sem segir ungum stúlkum hvað þær eru kyn(ngi)magnað- ar og ávítar karlþjóðina fyrir flest sem hefur misfarist í menningu okkar. Náttúran: búktalari konunnar En hvers eðlis er nú eðli kvenna? Bókin sem er í formi dagbókar fermingarstúlkunnar Guð- rúnar hefst á innfærslunni: „í dag varð ég kona. í dag hafði ég í fyrsta sinn á klæðum" (bls. 13). Það myndi að sjálfsögðu engin ferm- ingarstelpa tjá sig með svo hátíðlegum hætti um þennan viðburð í lífí sínu. Orðfæri stúlkunnar bókina á enda er langt frá því að geta talist eðlilegt fyrir stelpur á hennar aldri. Engu að síður er stúlkan í lýsingu Gunnars holdgerving kveneðlisins því náttúran talai- beint í gegnum líkama hennar. Náttúran er nokkurs konar búktalari stúlkunnai’ vegna þess að kveneðlið er í beinum tengslum við náttúruna og jörðina. Náttúran talar gegnum líkama hennai’ og hún hefur heilmikið að segja: „A rauða tímabilinu tengist konan sjálfri upp- sprettu lífins, [hún] ... er í snertingu við undur sköpunarverksins. Hún þarf aðeins að hlusta. Hún er í þjónustu lífsins." (bls. 13). Það er ekki nóg með að konan sé þjónn lífsins, heldur stjórnar náttúran henni og umbunar eða refs- ar. Vei henni ef hún svíkur líkamann og kveneðlið með því að lúta ekki valdi þeirra. Hvað þá ef hún fer á skjön við kveneðlið eins og nornir gerðu samkvæmt sýn Gunnars, en hann leiðir að því getur að þær kunni að hafa verið eiturlyfjaneitendur fortíðar. Þrátt fyrir þessa sérvitringslegu túlkun á nornum vill Gunnar ekki afskrifa dulúðleika kvenna. Nei, „það er nefnilega völva í hverri konu“ og svo bætir hann við í ísmeygilegum gamla-frænda- tón, „sérstaklega meðan hún er ung“ (bls. 182). Vegna þess að konur fæða böm eru þær fyrir tilstilli þjáningarinnar að mati Gunnars í beinu sambandi við frum-und lífsins. Sársaukareynsl- an gerir að hans mati að verkum að konur skilja alvöru lífsins. Körlum er fyrirmunað að skilja hana. Konur sem hlýða ekki kalli kveneðlisins geta líkast til ekki orðið jafndjúpar og hinar sem öðlast hið ,kvenlega innsæi“. Það er ekki nóg með að Gunnar haldi fast í hefðbundna líffræði- lega eðlis- og tvíhyggju. Hann sekkur líka á bólakaf í mæðrahyggju, sem gamla mæðra- hyggja Kvennalistans fölnar í samanburði við. Það er ekki nóg með að „eðli lífsins“ sé „eðli móðurinnar" (bls. 43), heldur er það líka eðli Maríu meyjar. Mæðrahyggja öðlast nefnilega kii-kjulegan grundvöll í meðfórum Gunnars. Konur eiga að ræsta heiminn Guðrún sem er íhugul stúlka á þröskuldi fermingarinnar veltir að sjálfsögðu fyrir sér guðdóminum og kirkjunni. Gunnar lætur Guð- rúnu komast að því að hún trúi á heilagan anda og að henni finnist Páll Postuli úrvals maður. Hún aðhyllist ekki einungis kirkjuna heldur líka, eftir nokkra umhugsun, sjálfa Þjóðkirkj- una. Maður spyr sig hvers vegna í ósköpunum hann láti stúlkugreyið játast ákveðnum stofn- unum eins og Þjóðkirkjunni (það vantar bara að hann láti hana velja stjórnmálaflokk líka). Þetta getur vart verið annað en markaðssetn- ingartækni. Bókin á að verða tilvalin gjöf fyrir fermingartelpur. Að vísu færir Gunnar önnur rök fyrir því að Guðrún styður Þjóðkirkjuna. Karlar hafa svert hinn upprunalega boðskap kirkjunnar og nú er það hlutverk kvenna eins og Guðrúnar að gerast ræstingakonur sem ,,þvo[i] þessi óhreinindi burtu“ (bls. 173). Karlar eru blórabögglar Raunin er sú að karlar eru blórabögglar samkvæmt mannkynssöguskoðun Gunnars. Karlar hafa lengst af stjórnað og ráðið ríkjum sem gerir þá ábyrga fyrir því sem hefur mis- farist í menningu okkar. Gunnar vill hins vegar gera eðli karlsins ábyrgt. Karlar hafa alltaf sóst í völd og vilja bara vera „boss“ eins og Gunnar skrifar. Karlmanninum tekst ekki að ráða niðurlögum „drekans illa, kai’lmannsins í sjálfum sér“ (bls. 179). Það hvarflar samt ekki að höfundi að karlar gætu hugsanlega breytt eðli sínu. Öðru nær því Gunnar efast um rétt- mæti þess að afneita eðli sínu (bls. 176). Hver ætli banni það? Ekki fæst svar við því. Hugs- anlega er það náttúran því þessi skipting kyn- hlutverka sem hér er dregin upp mynd af virð- ist vera náttúrulögmál. Gunnar sér ekki þörf á að losna úr viðjum tvíhyggjunnar sem njörvai’ niður karleðlið með þessum hætti. Honum nægir að skipta út einsýni karla fyrir innsæi kvenna. Að vísu ætlast hann ekki til að konur taki völdin í sínar hendur. Konur eru verurnar sem ásælast ekki völd. Valdabrölt er bara fyrir karla. Konur eru líka blessunarlega lausar við rökhugsun sem er karllegs eðlis. I einum kafla bókarinnai- þar sem Guðrún virðir bræður sína fyrir sér þar sem þeir brjóta heilann yfir ljóða- gerð stillir Gunnar upp andstæðum karlegrar rökhugsunai’, sem hann segist eirikennast af „flatarmálshugsun" - hvað er nú það?- og „orð- greiningarheimspeki" og hins kvenlega innsæ- is Guðrúnar (bls. 56). Hin þögla viska kvenna Guðrún hristir höfuðið yfir bræðrum sínum sem henni fínnst skorta raunverulegan skiln- ing. Það gegnir öðru með hana og köttinn hennar sem hún strýkur í sömu andrá: „Eg skil hann og hann skilur mig“ (bls. 57). Vitaskuld þegja báðar, stelpan og málleysinginn, en Gunnar telur, eins og Aristóteles forðum, að „hógvær þögn sé höfðuðdjásn kvenna.“ Það kemur gleggst fram í lýsingu hans á móður Guðrúnar sem brosir og „segir ekki neitt“. Og Gunnai- heldur áfram: „Allar ræður hennar eru verk. Allar dýpri hugleiðingar hennar birtast í augnatilliti, fasi og látbragði. Móðir mín er vit- ur. Hún er of vitur til þess að nokkur taki eftir því hvað hún er vitur“ (bls. 134). Mætti ekki álykta út frá þessum órum um þögla visku kvenna að það ætti að fyrirskipa konum að þegja í guðshúsi (og annars staðar) eins og kveðið var á um í lögum kirkjunnar fyrr á öld- um? Skilaboðin til markhóps fermingarstelpna eru augljós: Þær eiga ekki að sækjast eftir völdum. Líklegast eru þær því ekki hæfar í stjórnmál, eins og Hegel segir. (í besta falli gætu þær orðið fí’iðarenglar stjórnmálanna.) Þær eiga að forðast rökhugsun og stóla á inn- sæið (annars refsar líkaminn þeim). Þær eiga að bjarga kirkjunni (væntanlega neðan frá) og snúa heiminum til betri vegar. Gunnar segir þeim að vísu ekki hvernig þær eigi að gera það. Líkast til með því að gera ekki neitt. Einungs með því að vera það sem þær eru, strjúka kisu, horfa út um gluggann, hugsa sitt, velkjast í eigin visku og „dansa“, en síðasta dagbókar- innfærsla Guðrúnar er eimitt „og ég ætla að dansa“ (bls. 191). Arislóleles á haus Þótt andskynsemishyggja Gunnars Dal sé ótæk, er virðingarvert að benda á gildi um- hyggju fyrir lífi og náttúru. Ennfremur er mikil- vægt að sýna fram á vitsmunalegt inntak innsæ- is, tilfinninga og líkamlegra kennda. Það hafa fleiri heimspekingar, eins og t.d. Nietzsche gert. Hann var postuli hinnar „stóru skynsemi" hug- ar og líkama. Heimspekingar þurfa að mati Ni- etzsche að sameina hina ólíku þætti mannlegrar skynsemi. Ágallinn við andskynsemishyggju Gunnars Dal er að hún er rigbundin á klafa hinnar löngu úreltu kynbundnu tvíhyggju nátt- úru og menningar, líkama og skynsemi. Vegna þess að honum láist að hefja sig upp yfir tví- hyggjuna eru konufræði Gunnars Dal aristótel- ísk kynjakenning á haus. í borgríki Aristóteles- ar bjuggu frjálsir karlar sem voru skynsemis- verur og konur sem voru síðri að skynsemi, auk barna og þræla. I heimi Gunnars búa karl- rökrembur og kvendulspekingar. Rökhæfni er ein tegund greindar, en innsæi og næmi fyrir líf- inu, öðru fólki og náttúrunni er önnur tegund greindar. Saman mynda þessar mismunandi tegundir gi-eindar, og fleiri til, mannlega skyn- semi sem ætti sem betur fer að vera á færi allra, óháð því hvort við erum konur eða karlar. Heimildir: Gunnar Dal, í dag varð ég kona, Bókaútgáfan Vöxtur, 1997. Aristóteles, Siðfræði Níkomakkosar, í þýðingu Svavars Hrafns Svavarssonar, Hið íslenska bókmenntafélag, 1995. Sami höf., De Generatione Animalium og Stjómskipunin, í: The Basic Works of Aristotle, New York: Random House, 1941. Thomas Walter Laqueur, Making Sex: Body and Gender from the Greeks to Freud, Cambridge: Harvard University Press, 1990. Susan Moller Okin, Women in Westem Political Thought, Pr- inceton: Princeton University Press, 1979. Jean-Jacques Rousseau, Émile ou De l’éducation, í: Oeuvres Completes, Paris: Seuil, 1967-1971. Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Grundlinien der Philosophie des Rechts, Frankfurt.M: Suhrkamp, Werkausgabe,7. bd. 1982. Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, Atli edr Raadagiprdir Yng- ismans um Bwnad sinn: helst um Jardar- og Qvikfiaar-Rækt Atferd og Agooda med Andsvari gamals Bónda: Samanskrifad fyri Faatækis Frumbylinga, einkanlega þaa sem reisa Bw aa Eydi-Jordum Anno 1777, Hrappsey, 1780. Sami höf., Ambjörg: æmprýdd dáindiskvinna á vestfjörðum íslands, afmálar skikkun og háttsemi góðrar húsmóður í húss- stjóm, bama uppeldi og allri innanbæar búsýslu, Reykjavík: ísafold, 1973. Höfundurinn er doktor í heimspeki og lektor við Há- skóla íslands. LJÓÐRÝNI UNAÐSDALIR HJÖRTUR PÁLSSON Inn til héraðsins þar sem blánar fyrir byggðum horfum vér bræður er haustar. Löng er útlegð vor orðin ... 1 agður sverði sáerfastast hélt... skammt dugir að verjast á hnjánum þeim sem leiðir oss austar er lýsir... Svo fellur um síðir hverísinnidrangey frá kulnuðum eldi með hrynjandi hafnið í eyrum. Lítur enn til lands og sér opnast unaðsdali blárri en allt sem er blátt. (Úr Þegjandadal, 1998) Þetta ljóð sækir vísun í Grettis sögu, og er svo að sjá sem mælandi þess í upþhafi sé lllugi, bróðir Grettis. í fyrsta erindinu horfa þeir bræður saknaðaraugum til mannabyggða úr klettaeyjunni Drangey, þá er haustar. Skáldið varast tilfinningabundin orð í ljóðinu (nema ef til vill allra síðast), en strax í upphafi finnur lesandinn þó angurværan undirtón, ekki síst í hinni stöku línu : „Löng er útlegð vor orðin“. Haustið má ef til vill skilja tvennum skilningi: annars vegar sem vetrarkvíða útlaganna, en hins vegar í þeirri táknrænu merkingi að haust boði endalok, feigð. Síðan tekur við bein vísun í fall þeirra bræðra er Þorbjörn öngull fór að þeim skömmu fyrir vetrarbyrjun. Grettir var þá sjúkur af sári er hlaust af gjörningum. Varð hann því að verjast þannig að hann „mátti eigi af knjánum rísa“. Og svo hélt hann fast um sax sitt þótt hann hefði veginn verið, að þeir urðu að höggva af honum höndina til að ná vopninu. Enn er náin orðalíking með sögunni, er lýtur að örlögum Illuga: „Leiddu þeir hann þá, er lýsti, austr á eyna, ok hjuggu hann þar...“ (Grettis saga, 82. kafli, íslenzk fornrit VII, bls. 263.) En svo er eðli vísana, að skáld grípa til þeirra til þess að gera einhverja hugmynd skiljanlega og sýnilega með aðstoð þekkts atviks, án þess að þurfa að útskýra. Ljóð með vísun fjalla sem sé oftast um eitthvað annað en atvik vísunarinnar tekur beinlínis til. Þetta kemur skýrt fram í þessu ljóði, þar sem framhaldið er útlegging á vísuninni: „Svo fellur um síðir / hver í sinni drangey...“ - með litlum staf til að undirstrika almenna merkingu. Nú er mælandinn ekki lengur Illugi, heldur rödd skáldsins sjálfs, þar sem dregin er sú ályktun að eins fari um okkur öll og þá bræður í útlegð. Við munum falla í okkar drangey og horfa þá til lands, þar sem opnast „unaðsdalir". A Snæfjallaströnd við ísafjarðardjúp er dalur með þessu heiti, en hér er orðið í fleirtölu og með litlum staf. Enda eru margir dalir í sveitum Skagafjarðar. Og hvernig ber svo að skilja þessa niðurstöðu skáldsins? Erum við öll einhvers konar útlagar? Frá hverju? Eða tekur ljóðmyndin ef til vill einungis til hinstu stunda okkar? Við mætum öll endanlegum örlögum er okkur þykja grimm, og þá dugir skammt að verjast á hnjánum. Við horfum þá með söknuði til byggða, og hinir bláu unaðsdalir geta þá verið tákn fyi’ir mannlífið, lífið sjálft, - það líf sem er frá okkur tekið. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK MERGUR MÁLSINS BLÓTA OG RAGNA EFTIR JÓN G. FRIÐJÓNSSON Það er gömul saga að með nýjum herrum koma nýir siðir. Þetta á einnig við um merkingu og notkun orða. Heiðnir menn blótuðu goð „dýrkuðu goð og færðu þeim fómir“ og í þeirri merkingu stýrir sögnin blóta oftast þolfalli í fornu máli auk þess sem beyging hennar var jafnan sterk [blóta-blét-blétum-blótinn]. Sögnin var einnig notuð í merkingunni „fórnfæra" og þá stýrir hún þágufalli, t.d.: blóta mönnum ogfé. Þegar í elsta máli er sögnin blóta kunn í kristilegri merkingu „bölva“ t.d.: eigi kvíði eg við því þótt biskup blóti mér eður banni „bölvi mér eða bannsetji/bannfæri" og úr Hómilíubókinni er dæmið: Bið þú fyrir þeim, er þér blóta (sbr. Matt. 5, 44). I fyrra dæminu kemur fyrir sögnin að banna í merkingunni „bölva, bannfæra“ en hún mun ekki notuð í síðari alda máli og af sama meiði er fomyrðið bannsettur „settur í bann kirkju" sem algengt er í síðari alda máli í merkingunni „bölvaður". Sögnin blóta er hins vegar algeng í síðari alda máli í merkingunni „bölva“ og beygist hún alltaf veikt [blóta- blótaði-blótað] og tekur með sér þágufall. Breytingarnar eru því umtalsverðar og þær taka til merkingar [dýi-ka>bölva], beygingar [sterk beyging>veik beyging] og notkunar [þolfall>þágufall]. Merkingarbreytingin er auðskilin. Kristnum mönnum hefur þótt dýrkun goða með tilheyrandi munnsöfnuði ófögur og því var leiðin gi-eið fyrir nýja og neikvæða merkingu. Hin nýja merking fellur saman við merkingu fornmálssagnarinnai’ bölva sem stýrði þágufalli og breytta fallstjórn so. blóta kann því einnig að mega rekja til so. bölva. Sögnin blóta er oft notuð í föstum orðasamböndum, t.d. ragna og blóta og blóta, ragna og bölva, en í nútímamáli er myndin blóta og ragna algengust. Sagnorðið ragna merkir í fornu máli „töfra; kalla fram“ sbr. eftirfarandi dæmi: eg hygg, að þú hafír ragnað að mér svo rammar vættir, að eg varð að falla fyrir. Bein merking er nánast „kalla fram rögn/regin“ og hún er augljóslega frábrugðin síðari alda merkingunni „bölva“. Rögn eða regin vísa til heiðinna goðmagna eins og segir í fornu máli: regin heita goð heiðin, bönd og rögn. Sagnorðið ragna og nafnorðið ragn eiga sér því heiðnar rætur og merking þeirra og notkun hefui’ breyst með breyttum siðum á svipaðan hátt og notkun og merldng sagnarinnar blóta breyttist. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.