Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 01.05.1999, Blaðsíða 19
ÞYS ALFA OG GALDUR í TILEFNI AF HEILDARÚTGÁFU Á VERKUM ÞORSTEINS FRÁ HAMRI „Fylgdi honum þys álfa og galdur fugla'' segir í fyrsta Ijóði fyrstu bókar Þorsteins frá Hamri, skrifar HERMANN STEFANSSON sem hér fjaHar um Ritsafn Þorsteins frá Hamri sem út kom hjá Iðunni nýlega. / IRITSAFNI eru birtar allar Ijóðabækur Þorsteins, skáldsögumar þrjár og söguþátturinn um Hallgrím smala og húsfreyjuna á Bjargi. „Þys álfa og gald- ur fugla“; þjóðtrú og alþýðumenning eru einn ríkasti þátturinn í skáldskap Þorsteins. Yrkisefnin eru sótt í íslenska alþýðuhefð, unnið er úr íslenskum bragarháttum. Á hinn bóginn er í ljóðagerð Þorsteins unnið úr nýjungum módemismans: hmn sundraði nútímamaður er yrkisefni og nú- tíminn með sinn „kjamorkuskelk" sem Þor- steinn nefnir svo í viðtalsbók eftir Matthías V. Sæmundsson. „Það hefur alltaf búið í mér ugg- ur eins og sjá má af ljóðum mín- um“, segir Þor- steinn þar. I svörtum kufli nefnist fyrsta ljóðabók Þor- steins; hún kom út 1958 og dregur nafn sitt af einu ljóðinu, „Að haustnóttum“, þar sem ljóðmæl- andi fer í svört- um kufli „um sali haustsins bleika, friðlaus andi“. Verkið birtist hér stytt af höfundar- ins hálfu til að skerpa heildarsvip ritsins. Það sama gera teikningar Tryggva Ólafssonar sem prýða Ritsafn. Helstu höfundareinkennin em fram komin í í svörtum kufli, skýrast kannski í ljóðinu „Sigurður Breiðfjörð" en rímnaskáldið hefur verið Þorsteini hugleikið í gegnum tíðina: „Þú sem varst tákn hins tíu alda ljóðs“. Næsta bók Þorsteins, Tannfé handa nýjum heimi, sem kom út 1960, er einnig stytt nokk- uð hér. Tónninn hafði slípast mjög á milli bóka: Tannfé handa nýjum heimi er heil- steyptari, markvissari, beittari. Titillinn vísar til ljóðsins „Eignar“: „ómettuð höfuð liðinna tíða“ segir þar og freistandi að líta svo á að tannféð sé ekki aðeins ljóðín sjálf heldur menningararfurinn, fortíðin og hefðin. Víking- araddir blandast saman við götuys nútímans í ljóðinu „Gestir“: Týndir dagar hafa vitjað mín í hús núverunnar komið til móts við daga sem bíða mín Raddir Jómsvíkinga og ys götunnar mætast Sjálfur hlusta ég og stari í reyktákn Ádeilan er brýnd í Lifandi manna landi sem kom út 1962. „Mörg og hávær em ósannind- in/þar sem þau hrannast upp á leitinu" segir í öðmm hluta þess magnaða ljóðabálks „Birtu“. í ljóðinu „Lofsöngur" birtist hugsjón: „A hendur fel þú honum!“ em lokaorð þess; vísunin í sálm- inn er skýr en það er dagur sem hér um ræðir, „Komi sá dagur“, en á þeim degi er horfst er í augu við „meinsemdir orðanna" og ábyrgð á glæpum mannkynssögunnar. En Lifandi manna land er þó um margt innhverfari bók en þær fyrri, jafnvel í ljóðum einsog „Gesturinn" sem er næstum kumpánlegt í tóni: „Ég hnippi í þig kunningi“. Von er á gesti sem við vitum ekki hver er og ljóðmælandi segir: „hann gerir aðeins einfaldar og sanngjarnar kröfur“. Mig gmnar að gesturinn sé dauðinn. Langnætti á Kaldadal heldur áfram með sömu þróun, opnari kannski, svo sem í ljóðinu „I teignum“ sem fjallar um holbakka ár sem bráðum mun „hrynja í strauminn“. Ljóðmæl- andi mælist til þess að „við“ bændur gerum eitthvað því „ánni má brjóta nýjan farveg...“. Aftur og aftur má sjá í ljóðum Þorsteins litlar, hversdagslegar senur: samkvæmi, menn að stíga upp í bifreið, samtal; alltaf marar eitt- hvað undir yfirborðinu. Titilljóð Jórvíkur, næstu bókar skáldsins, er dæmigert fyrir andblæ þess verks. „Oss frændum“ er „varn- að höfuðlausnar" og svara jafnan ef spurt er um kvæði: „að ekki er ort“. „Vermalandsferð- ir vorar/eru að sönnu heldur rislitlar", þeir hafa verið „friðmenn hér á götunum". Yrkis- efni ljóðsins er ekki Egill Skallagrímsson heldur nútímamaðurinn - en orðunum „við“ og „vér“ bregður ekki síst fyrir í skáldskap Þorsteins þegar hvað fastast er deilt á þjóð- ina, á nútímamanninn, einsog Njörður P. Njarðvík bendir á í ritgerð sinni. Þó eru þeir frændur skáld, þeir leggja stund á „marklítið drykkjuraus" uns „blóðöx" bindur enda á það; hún virðist vera smíðuð úr orðum og hljóðar svo: „Hið bezta var kvæðið flutt“: líkt og eggj- un til lesanda sem gerir sig ánægðan með kvæði sem „ekki er ort“ eða líf sem varla er lifað. Doði, hræsni, kuldi, þægileg og huglaus makindi: þetta eru yrkisefni Jórvíkur, „svo við rífum úr okkur hjörtuný hengjum þau ut- an á okkur/ eins og heiðursmerki“ er ort í ljóðinu „Liðsinni". Ljóðabálkurinn „Til fundar við skýlausan trúnað“ hverfist um þessi dáð- lausu þægindi: „Tvímælalaust ætla þeir á auk- in þægindi“ segir í fyrsta hluta og þessir „þeir“ hætta ekki á neitt fyrir sannleikann sem þeim virðist „ófrýnilegri en svo“, hætta ekki einu sinni á „óheppilega nafngift". Þó líð- ur að þeirri stund að við öskrum, einsog segir í Ijóðinu „Dul“. Svo lýkur samdiykkjum - fólk reikar heim misviturt og glatt. Við höfum dansað með - hví skyldum við hafna samfylgdinni heim? Þó kjósum við oft að dvelja eftir þegandi eða með uppgerðarhlátrum - hver sönn kennd okkar föst í fjötrum. Við drögum dul á sárustu reiði okkar ástir og óskir en sú stund kemur að við öskrum þetta upp. Skáldsögur Þorsteins hafa að undanfómu verið að koma fram í dagsljósið í endurmati. Sú fyrsta, Himinbjargarsaga eða Skógardraumur, kom út 1969 og er óreiðukenndust, tilrauna- kenndust skáldsagnanna þriggja í formi og frá- sagnaraðferð, flippuðust, skulum við segja. Hún er öðrum þræði ævintýri en skartar sögu- höfundi, meðvituðum höfundi sem spinnur upp söguna, yrkir í eyður í myndmáli gamals leir- kers. Verkið gerist á nokkrum plönum. í for- grunni er ævintýrið um Sigurð (sem er fremur hugtak en nafn) sem hyggst bjarga Himin- björgu sem rænt hefur verið af jarli nokkrum. Ymislegt í heimi þessa ævintýris er í ætt við þjóðfélagslega allegoríu en Himinbjargarsaga á heilmikið sameiginlegt með skáldskap dagsins í dag, einkum að formgerð, og kann það að skýra að þessar þrjár skáldsögur féllu í skuggann; voru þær ekki einfaldlega langt á undan sínum tíma? Þó er í þeim gamall andblær, og í þeirri lyrstu, ef mér skjátlast ekki illa, þráður frá Benedikt Gröndal sem ekki hefur mikið verið tekinn upp í íslenskum bókmenntum. En helsta einkenni sagnanna er blöndun gamals tíma og nýs og einstaklega kjarnyrt og fallegt íslenskt mál. Möttull konungur eða Caterpillar er sam- felldari skáldsaga en sú fyrsta þótt höfundur segist reyndar í áðumefndri viðtalsbók „grauta" í Möttli konungi „saman ýmsum end- urminningabrotum, fomum sögum og alls kon- ar draumórum". Verkið er einræða draugs aft- an úr forneskju, mælt við skurðgröfumann sem vinnur við að ræsa fram mýrar. Sá leggur ekki meira en svo við hlustir. Draugurinn gæðir landið sögu og lífí, líkt og hann sé að messa ekki aðeins yfir skurðgröfumanninum heldur um leið framfarahyggju nútímans og skeytingar- leysi. Margir telja þessa besta af skáldsögum Þorsteins. íslensk launkímni eða jafnvel bölmóður í bestu merkingu þess orðs er einkenni Hausts í Skírisskógi „Þessi saga er ekki raunsæismynd af neinni Reykjavík árið þetta eða hitt í heimild eða á minningarskifu“ segir skáldsagan um sjálfa sig. En Haust í Skírisskógi gerist þó ekki í útlagaskóginum fræga heldur í hliðstæðu og andstæðu hans í íslenskum samtíma. Átrúnað- argoð söguhetjanna er að finna í vörumerki Robin Hood-hveitisins og jafnvel í barna- og unglingabók um frjálsræðishetjumar fræknu. Söguhetjurnar bera sömu nöfn og viðurnefni og kempur skógaiáns og hittast gjaman á gilda- skála sem nefnist „Eikin“. Þetta eru engir broddborgarar. Samlíðan þeirra með Hróa hetti og hinum kátu köppum hans er „Hamsúnsk flækingarómantík“, ástæðan „sam- bandslaust sveitamannaþunglyndi" einsog seg- ir í verkinu í sjálfsírónískri tóntegund. Ef til vill er Haust í Skírisskógi aðgengilegasta skáld- saga Þorsteins og góður kostur að hefja lestur- inn þar. Á milli skáldsagnanna komu ljóðabækurnar Veðrahjálmur og Fiðrið úr sæng daladrottning- ar. Þetta eru magnaðar bækur og sameina margt af því besta úr fyrri bókum. Kaldhæðni er orðin ríkur þáttur í Ijóðunum en einnig hug- sjón, svo sem í ljóðinu „Mannsblóð“ úr fyrr- nefiidu bókinni. Um alkyrr svæfandi dægur býður oss annað veifið í grun að um æðar vorar renni blóð og af þessu fáum vér bakþanka: maður En til allrar lukku er blóði einungis úthellt í fréttum - og aðeins í svefnrofunum vaknar hugboð um að gildin séu tvö: maður og maður. Ég er ekki einn um dálæti á Fiðrinu úr sæng Daladrottningar. Það er einsog eitthvað opnist i þeirri bók og flæði fram af miklum krafti sem á sér ekki alveg hliðstæðu í ljóðagerð Þorsteins; eða kannski er þetta aðeins tilfinningin sem fyrsta ljóðið í verkinu gefur, Ijóðið „Island“: Ég vil lílgast þér, land en sætti mig samt við mannsgervið og mannshugann og víst kvíslast blóðrás mín og kenndir í líkingu lækja þinna. Hvað um vor þín með vatnagangi og skriðufóllum: hitti þá einhver á æð eða kviku? Spjótalög á spegil kom út 1982 og kápa frumútgáfunnar sló sterkan tón: Ijósmynd á forsíðu sýnir brotinn spegil, andlit skáldsins í brotunum á baksíðu. Titillinn er úr örstuttu ljóði sem nefnist „Samviska“: „Samviska -/sál mín herðir/spjótalög á spegil.“ Sterk sjálfs- glíma á sér stað í þessari bók, „Vér lifum og nögum/ljóðkjúkuna“ segir í „Rúnaristu“, fyrsta Ijóði bókarinnar. Og við krossfestum hvert annað; yrkisefni ljóðsins „Golgata“ er, að mér finnst, „gildin tvö“: maður og maður. Þú kaupir þér ekki nagla til að krossfesta sálir - þú þarft einungis að hnykkja rétt á orðunum. Hafðu ekki áhyggjur af handvömm á ytra borði. Það er jarðveginum að kenna efkrossamirhallast, og ekki nema mátulegt á þögul vitni Síðari bækur Þorsteins hafa tekið nýja stefnu, eru persónulegri, nálægari, leita gjam- an á bernskuslóðir. Þetta má sjá alveg frá Nýj- um ljóðum en þó einkum Urðargaldri sem kom út 1987; með þeirri bók hefst nýtt tímabil. Síð- an komu Vatns götur og blóðs 1989. Sama stefna, bara sterkari. Ég vil þó ekki heldur ýkja breytinguna, ýmislegt er í kunnuglegum anda, svo sem þemað (eða senan) í ljóðinu „Heiðursgestir": „Umburðarlyndir/nánast ut- angátta/hlýddu þeir á þakkarávörpin/lofið/um Ijósbera andans“. „Hilling" er reyndar ekki alveg dæmigert ljóð fyrir Vatns götur og blóðs, óvænt mynd af ljóni á Mýrdalssandi. Raunsæisleg áferð á myndinni, líkt og geispandi ljón sé eðlileg ís- lensk náttúrumynd. Ljónið liggur þarna ennþá að loknum fyrstu ljóðlínum þótt skipt sé yfii- í þátíð í framhaldinu og ljóðmælandi sé kominn á Klaustur. Hvaða ljón er þetta? Hvaðan slapp Þorsteinn frá Hamri FUGLA það? Hver er heimur þess? Og hver er eigand- inn? Hugsi hver fyrir sig; A Mýrdalssandi liggur ljón við veginn og lætur sem það hafi gleymt hver á það en sefúr þama satt og eitt og fagurt! Vonandi ratar eigandinn aldrei þangað. Oskaplega fannst mér gaman að sjá það biunda í gijótinu, gult, sloppið úr helsi! Það geispaði, vakið til hálfs, mótí sól í austri líkt og það vildi mæla við mann og annan: Heimur minn sé háttvirtri sál yðar nægur... Ég hugsaði um það dögum saman á Klaustri Síðasti lausamálstextinn sem hér birtist er Hallgrímur smali og húsfreyjan á bjargi, undir- titillinn Söguþáttur úr Borgarfírði. Þetta er söguþáttur samkvæmt hefðinni, þjóðleg fræði einsog þau gerast best; hér segir frá álfaraun- um Hallgríms smala og síðan stórmennsku Kristrúnar Hallgrímsdóttur sem bjó á bænum Bjargi í Borgarfirði við knappan kost. Viðskipti hennar við ótuktarlegan hreppstjóra. Verkið verður ekki borið saman við skáldsögumar; það er sumpart aðgengilegra og hrein skyldulesn- ing fyrir alla aðdáendur þjóðlegra fræða. Síðustu ljóðabækurnar í ritsafninu eru Sæfarinn sofandi og Það talar í trjánum. Jafti- sterkar bækur, með þeim bestu, og maður hef- ur tilhneigingu til að flokka þær saman. Hér eru dulmögn og náttúruhyggja orðin ríkjandi, það sem ekki er hægt að segja, það sem hangir á „álagaþræðinum, svo veikum/ að hann hrekk- ur í tvennt/ ef talað er um hann“ einsog segir í eldri bók. „Mér er í mun að setja heiminn sam- an“ er ort í Sæfaranum sofandi. Titilljóðið hljóðar svo: Ég lá í vari lengur en minnið nær. Vopn færðu mér karlar, konumar lífstein. Allt fór að reglu. Sandur. Sól. Blær. Hver hjó á festar í myrkrinu meðan ég svaf? Hver er ég og hvar er mín gjöfula fjara? Nær sem utar óreiða. Blóðugt haf! Maðksjór. Tóm tíl að spyija. Um seinan að svara. Að heyra Þorstein sjálfan lesa Ijóðin á geisladisk varpar ljósi á ýmislegt enda eiga þau rætur í munnlegri hefð; ég minni á Sigurð Breiðfjörð. Naum en mikilsverð áhersluþögn kemur á undan orðinu „bað“ og lætur það kall- ast á við titil Ijóðsins „Skógaraltarið“ sem er fyrsta ljóðið í „Það talar í trjánum“: Ég bað að mér yrði gefið að hugsa af gnægð, án tvíveðrungs, án látaláta, að allar sífellur og samfellur í tilhaldssemi orðs og æðis léttu sér upp af lund minni - já, jafnt hin ábúðarfulla launung sem allir sýndarhimnamir... Ó, taktbundna yfirskin! Ogtunghðóðískýjum, ungan náttfara næddi undir ofur véítéttalegu tré allra tíða við ys frá gestum í grennd þar sem öllum setningum virtist saman skipað af guðum... Freistandi er að kaUa þessa bæn fagurfræði Þorsteins í hnotskurn, að minnsta kosti í síðari verkum hans. Það sem stundum hefúr einkennt viðtökur á bæði skáldskap Hannesar Péturssonar en þó einkum og sér í lagi Þorsteins frá Hamri er að verk þeirra hafa verið sett á stall. Þar á ég ekki við verðlaun og viðurkenningar sem eru allra góðra gjalda verð heldur fjarlægð, stundum mærðarlega og alltaf þægilega fjarlægð fyrir lesendur, fjarlægð sem firrir þá allri ábyrgð og glímu við skáldskapinn. Þannig hefur lítið - ótrúlega litið - verið um vitræna umfjöllun um Ijóðabækur Þorsteins frá Hamri og einhvem veginn hefur vantað átök, meiri nánd og minni tyllidagastemmningu. Um þessar mundir er að koma út ný Ijóða- bók eftir Þorstein frá Hamri. Nú er lag. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 1. MAÍ 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.