Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 6
KVÆÐI í SYKURTÖNG Þegar farið er að velta fyrir sér stöðu Jóns Helgasonar í íslenskri Ijóðlist skrifar JOHANN HJALAAARSSQN, er hún í meira lagi óvenjuleg en mun nútímalegri en stundum er lótið í veðri vaka. JÓN Helgason og Þórunn kona hans með börnin sín, Björn, Helga og Solveigu, árið 1934. fyrir þá að gera. Þá var safnið til húsa í einni kompu á háskólabókasafninu og húsplássið var ákaflega þröngt. I þeirri kompu hefur Jón Helgason hafzt við með safnið frá því er hann byrjaði að starfa þar fyrir 40 árum. Svo brá til batnaðar, þegar safnið var flutt í rúmgóð húsakynni, þar sem það nú er, og það hefur gert allt starf auðveldara, sagði Jón. Að ég nú ekki tali um fjárveitingamar, sem að vísu eru ónógar en þó hátíð hjá því sem áður var. Þegar við vorum setztir aftur, spurði ég Jón: - Eruð þér ekki orðinn rótgróinn í Höfn eftir öll þessi ár? - Eg er nú búinn að vera héma að mestu leyti síðan 1916, svo það mun rétt, að maður fari að verða rótgróinn. - Munduð þér flytjast heim til íslands, ef handritin yrðu nú flutt heim einn góðan veð- urdag? - Ætli ég sé ekki orðinn of gamall til þess. Sennilega mundu þeir þykjast hafa aðra og betri menn til þess að taka við. Eg hef nú einn um sextugt og á ekki eftir nema níu ár af embættisaldri ef ég lifí. Hitt er svo annað mál eins og ég sagði yður áðan, að ég hef enga trú á því að það gerist á þessum níu ámm. - A ég að taka þetta svo, að yður sé illa við starfsbræður yðar heima á Islandi? - Nei, alls ekki. Það felst ekkert slíkt í því. Ég er bara kominn á þennan aldur og til handritalesturs duga ung augu bezt. Svo væri ég á báðum áttum að takast á hendur þá fyrir- höfn að koma safninu fyrir annarsstaðar. Það var ótrúlegt erfiði að flytja það hingað og koma því í það horf, sem það er nú. Það út- heimti bréfaskriftir, umsóknir, pantanir, sím- töl og viðtöl við menn. - Yður er það þungbært að tala við menn, eða hvað? - Síður en svo, ég hef gaman af því. - Jæja, það var merkilegt. Hvað fínnst yður annars um ljóðin yðar? Haldið þér, að þau verði langlíf með þjóðinni? - Hvaða Ijóð? Ég hef ekkert ort. - Það voru splunkuný tíðindi. - Það er nú svona - ég hef ekki borið það við. - Er það þá tóm lygi, að prófessor Jón Helgason hafí ort um harðan melgrasskúf norður í Vonarskarði og Kolbein, sem „kvaðst á við hann í neðra“. - Ja, það er þá einhver, sem löngu er dauð- ur. Hann er öldungis fyrir bí og ég má vera guðsfeginn. - Var hann þrautleiðinlegur? - O, - maður lifandi. Hann var sífellt óá- nægður og mesti leiðindapúki. Hann lifði á því að armæðast. - Og nú er komið þetta hugljúfa sálræna jafnvægi í staðinn og geðprýðin slík, að geisla- baugurinn hlýtur að fara að verða sýnilegur? - Ekki voru það mín orð. - Nei, en ég spurði. - Við skulum þá segja að svo sé. - Svo þér vitið það kannske ekki, að það er verið að troða þessum ljóðum eftir hann Jón heitinn Helgason inn í höfuðið á gagnfræða- skólanemum úti á íslandi og þar verða gæj- amir og skvísumar að kunna skil á torfí eins og „ginnandi kynngi í goðjaðarsveiginni dökkri" og „kerlegi Bölverks", sem er „reidd- ur í sfcerldegum homutn". - Nei, ég veit ekkert Um það, og ég lýsi yfir því, að ég á þar enga hlutdeiid að. Eg kenni í brjósti um þessa veslfaiga og vildi ógjama vera í þeirra sporum. Eg mundi standa al- gjörlega á gati í þess háttar prófí. „Kerlögur Bölverks", ég hef nú aldrei heyrt annað eins. Ég yrði að fletta því upp í orðabók. Og nú skal ég segja þér eina dæmisögu, - ég nenni ekki að þéra sveitamenn til Iengdar: Einu sinni kom kona að máli við mig og var áhyggjufull og hermdi upp á mig, að ég hefði verið að yrkja eitthvað um mjaðarjurt og sagt, að hún væri „mild og skær“, en þetta væri tóm vit- leysa, mjaðaijurt væri ekkert mild og því síð- ur skær. Þetta kemur mér sannarlega á óvart, sagði ég, ég veit ekki par um mjaðaijurt, ég þekki ekki önnur grös en hrossapunt og fífu, en það var gat í kvæðinu hiá mér og ég fann þessa mjaðarjurt í Flóm Islands og smellti henni í gatið af því að hún var alveg mátulega stór; aftur á móti var hrossapuntur of langur og fífa of stutt. Það er ábyrgðarhluti að halda að óhörðnuðum skólabömum kveðskap sem er orðinn til á þennan hátt, - og nú er eitt, sem ég vil taka fram, og líklega bezt að þú skrifír orðrétt. Ég tel sjálfsagt, að þú skrökvir eins og þig lystir. Það er mikil og fögur íþrótt að skrökva rétt. En hinsvegar vil ég fara bón- arveg að þér með eftirfarandi: Þegar þú legg- ur mér orð í munn, þá hlífðu mér við nokkrum þeim orðum, sem ég mundi aldrei láta út úr mér. Láttu mig ekki segja „að reikna með ein- hverju“ eða „að ganga út frá einhveiju“. Láttu mig ekki segja „i framtíðinni", um það sem gerist siðar meir, eða þegar fram líða stundir, og gerðu mér ekki upp þau orð, að ég hafi kallað þá hluti „áberandi", sem mikið ber á. Og forðaðu mér bæði við „ríkum mæli“ og „stórum stfl“. - Ég skal reyna að muna og virða þessa bón þína, Jón. Hefur það kannske komið fyrir, að blaðamenn hefðu eftir þér þessi forboðnu orð? - Blaðamenn koma hingað sem betur fer sjaldan eða réttara sagt skjaldan, það hafa allir langfeðgar mínir sagt. - Kom ekki Bjöm Th. Bjömsson til þín í fyrrahaust á vegum útvarpsins. Mig minnir, að hann væri með þátt úr Amasafni. - Jú, hann kom hingað. Ég vona bara að ég hafí ekki verið of hupplegur við hann. Við er- um annars góðir kunningjar. Heyrðirðu við- talið? - Já, ég heyrði það og mig minnir, að þú hafír verið alveg nægilega fúll. - Jæja, það var gott. Jón Helgason lætur engan fara með vitið úr bænum og hann fylgir mér út á hlað eins og góðum Borgfírðingi sæmir. Það er engu lík- ara en að munnvikin hafí ögn lyfzt í þessum síðustu orðræðum og það örlar fyrir glampa í augunum. - Jæja, ekki datt mér í hug, að þú tækir blaðamönnum af slíkri alúð. Ég hef haft ein- staka ánægju af heimsókninni til þín. - Gott að einhver hafði ánægju af henni - og vertu sæll. Svo er hann aftur kominn inn fyrir múr- vegginn, en ég stend úti í sólskininu og sé hann fyrir mér þar sem hann sezt við stóra skrifborðið í hálfrokkinni skrifstofunni og loftið er þrangið þessari þungu lykt, sem hvergi finnst nema á söfhum. Svo beygir hann sig yfir prófarkir úr einhverju ritverki, sem hann er að gefa út. Það skiptir ekki máli, þótt enginn lesi þetta - og það er næstum fullvíst, að enginn gerir - safnið er heimur út af fyrir sig og í þeim heimi líður Jóni Hélga- syni vel. • Vlðtídið áttisér stað íjúlímánuði 1960. Höf- undurinn var þá ritstjóri Vikunnar og við- talið birtist í Vikunni um haustið, en hér er það lítilsháttar stytt. FYRRI útgáfa Úr landsuðri eftir Jón Helgason kom út 1939. Þar er meðal eft- irminnilegra kvæða ferhendan Það var eitt kvöld: Það var eitt kvöld að mér heyrðist hálfvegis barið, ég hlustaði um stund og tók af kertinu skarið, ég kallaði fram, og kvöldgolan veitti mér svarið: Hér kvaddi Lffið sér dyra, og nú er það farið. Fáum hefur dottið í hug að orða Jón Helga- son við módernisma, fremur nefna tengsl hans við fortíðina, en í nokkram kvæða Jóns stendur hann undarlega nærri nýjungamönnum í skáldska}) og er þá bilið milli hans og Steins Steinarrs ekki ógnarbreitt. Það var eitt kvöld speglar tómhyggju en þó ekki fánýti, enda er Lífíð skrifað með stóram staf. Rifja má upp skyldar línur Steins: „Og holur rómur svarar:/ Ekkert, Ekkert.“ Eða „Svo marklaust er þitt líf og lítill fengurý og loks er eins og ekkert hafi gerzt.“... Þrjú kvöldljóð, ekki síst annar hluti, er að minnsta kosti hvað snýr að yrkisefnum, líkur nútímaskáldskap: Nóttin breiðir á djúpin sín dimmu tjöld, og dagur flýgur, innar í húmin hráslagaleg og köld vor hnöttur smýgur. Nóttin breiðir á djúpin sín dimmu tjöld, og dauðinn ríður. Hvort hefur sá betur sem hreppir þann gest í kvöld eða hinn sem bíður? í sama ljóði er samlíking, óvenjuleg fyrir Jón Helgason. Hún er um ástina sem „brotnaði í tímans flaum/ eins og sykur í sykurtöng“. Geta ekki örlög jafnvel hinna bestu kvæða orð- ið þannig? Kvæði Jóns Helgasonar lýsa eftirsjá og feigðargran. Einnig er honum varðveisla ofar- lega í huga eins og þegar hann yrkir til höfund- ar Hungurvöku og í fleiri kvæðum. Hann yrkir líka oft um ellina, ekki bara í Elli sem er eitt besta verk hans af því tagi. í þýðingunum er ellin og hrörnunin, and- styggð aldurs og dauða, skelfíleg eins og í Raunatölu gamallar léttlætiskonu eftir Villon og sænsku Ellikvæði þar sem fínna má eftir- farandi línur: „Dauðinn er veiðimaður/ sem drepur í þrá/ fer hann með sína hunda/ fellir hann eina rá/ fellir hann síðan aðra/ fellir hann síðan tvær/ fellir hann allt fyrir ofan mold/ sem andar og lifír og grær.“ í fögra ástarkvæði, I djúpum míns hjarta, hljómar ekki allt jafn fagurlega, til dæmis ekki í þessu erindi: Eg sá þig í morgun, og mjög varst þú orðin breytt, svo myndin gat tæplega heitið að líktist þér neitt, og áður en varði var hugur minn fullur af hryggð við hverfulleik blómsins og aldursins viðurstyggð. Kvíðinn tekur sér bólfestu í kvæðum Jóns og þýðingum en líka má fínna gáskann og gaman- semina og ádrepu sem stundum verður með beiskara móti þegar lesandinn þekkir söguna á bak við hana. Það er einkennileg blanda af ljóðrænu og viðkvæmni hjá Jóni Helgasyni og síðan ásókn hugsana sem veita honum enga ró og hann þarf líka að tjá eins og í Enginn veit: „Öti skín máninn af óhreinum fótum troðinn/ óhreinn er sjórinn þótt hvítfextur lyfti sér boðinn/ í djúp- unum fikar sig loppan óhrein og loðin.“ Það hefur ekki verið auðvelt að setja þessar línur á blað. Þær lýsa sársauka og engri sátt við lífið sem hér yrði skrifað með litlum staf. Hér ríkir ellin. Hneigð til grótesku er sérstaklega áberandi í þýðingum Jóns, til dæmis í kvæði Burns um Jón Bygg, Hrafnakvæði eða Hangakvæði Villons: Vér dökknum á hörund og skorpnum er sólin skín, vér skolumst af hryðjum, af moldryki sezt á oss gróm, sjá, reytt hafa hrafnar og skjórar vor skegghár ogbrýn og skarað í augun, svo myrkholan gapir þar tóm. Lokaerindið í I Arnasafni er enginn fagnað- aróður þótt fáeinar línur á gulnuðu blaði séu athafnir sem margir mættu vera stoltir af: Bókfellið velkist, og stafirnir fyrnast og fúna, fellur í gleymsku það orð sem er lifandi núna, legsteinninn springur, og letur hans máist í vindum, losnar og raknar sá hnútur sem traustast vér bindum. Þegar farið er að velta fyrir sér stöðu Jóns Helgasonar í íslenskri ljóðlist er hún í meira lagi óvenjuleg en mun nútímalegri en stundum er látið í veðri vaka. Menn hafa líklega einblínt um of á arfinn og umbúðirnar og gleymt per- sónu skáldsins. (I þessari samantekt er stuðst við Kvæðabók Jóns Helgasonar, útg. Mál og menning 1986, þar sem finna má kvæði hans og Ijóðaþýðingar.) JÓN Helgason, 29 ára gamall, með syni sína Helga og Björn í Hörsholm sumarið 1928. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.