Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 11
x50 sm. Þetta volduga verk (það vegur um 32 tonn) /fir ótæmandi möguleikum hvað túlkun og innlifun ins. lylus. Olía á striga, 198x148 + 148 +148 sm. BERT & George: Góða nótt 1982. 422x401 sm. Verkið ikki í eigu A.F. safnsins, en er meðal verka á sýningu vorið 99. SIGMAR Polke: Portrett af David Lamelas - Obelisk 1971-72. Blönduð tækni á striga. LUCIEN Freud: Liggjandi við tuskurnar, 1989-90. Olía á striga, 138x184 sm. um hana hér, enda væri list Gerhard Richter betur gert skil í sérstakri umfjöllun. Ennfremur stendur yfir minni sýning á verkum í eigu safnsins, meginhluti málverk- anna er frá áttunda áratugnum og má beint eða óbeint rekja til POP-stefnunnar. Meðal þeirra er verk eftir Erró, en nokkur af verkum hans eru í eigu safnsins. Þessi sýning er í þeim hluta safnsins sem kallast „Impulsen", þar eru gjarnan sýnd verk í skemri tíma. í stórum sal á jarðhæð eru höggmyndir, eða verk í þrí- vídd,auk málverka. Þar má fínna nokkur þeirra verka sem sýnd eru að staðaldri, til dæmis eftir Willem de Kooning, Tony Cragg og Damien Hirst. Verk þess síðastnefnda: „Mother and Child Divided“ var sýnt á tvíær- ingnum í Feneyjum árið 1993 og varð til þess að veita listamanninum alþjóðlega athygli. Frá 17.4 - 20.6 munu tvímenningarnir Gil- bert & George setja svip sinn á húsakynni Astrup Fearnley safnsins. Þeir félagar hafa, síðan þeir kynntust á St. Martin’s School of Ai-t í London árið 1967, haldið fjölda sýninga víða um heim. En þetta er fyrsta yfirlitssýning þeirra á norðurlöndum. Fyrst og fremst urðu þeir frægir sem „lifandi skúlptúrar", en í sér- stæðum verkum þeirra sameinast líf og list. Meðfylgjandi myndefni sýnir nokkur af þeim verkum sem safnið hefur að geyma. Gestum hér mun á komandi árum áfram gef- ast kostur á að kynnast verkum þekktra lista- manna og svo og nýjum verkum þeirra sem yngri eru. Eru íslenskir listunnendur því hvattir til þess að láta ekki þetta ágæta safn framhjá sér fara , ef þeir leggja leið sína til Óslóarborgar. Höfundurinn er myndlistarmaSur, hefur búiS um óra- bil í Noregi og starfar aS hluta viS Astrup Fearnley safniS. 'ASAFNIÐ í ÓSLÓ ÓMAR SIGURÐSSON ÍSLAND Gott er að vita áður en ég var til, varst þú til. Island með sínum fossum, jöklum, hrauni og fannbreiðum. Minntu okkur á að láta þig í friði, eða minnsta kosti bera virðingu fyrir þér. Island rektu upp öskur og yfírgnæfðu skváldrið frá okkur. Komdu okkur í skilning um að það ert þú sem talar eftir að við erum öll farin. Island, taktu okkur í faðm þinn svo að við megum hjúfra okkur að brjósti þínu. Breiddu síðan fannbreiðuna yfír okkur og kveddu með kossi. Sól Sú sól sem geislana sendi á vatnsins gárur er ekki lengur hér. Hún fann sér fjallsins tinda til að skína á. Dökkar gárur vatnsins þeysast hamstola að leita sólarylsins sem þær fengu notið áður. En lenda á svörtum björgum sem splundra þeim. Síðan sendir hann þær á upphafsreit sinn glottandi. Því bjargið veit vel að þær munu splundrast á því aftur og aftur. VALGERÐUR ÞÓRA BENEDIKTSSON HVINURINN Að hlusta á hvininn þjóta yfír auða jörð er annað en að heyra blástur í dimmum skógi furunála sem detta ekki af stofninum háa og þrekvaxna þó vindur æði um. Vætan frá himninum hindrast af gróðri. Nær ekki að hella sér beint ájörðina með hávaða. Gnauðandi vindur og misstórir dropar lemja ekki rúðuna í þægilega misjöfnum takti með hvin. Höfundurinn býr í Noregi. h LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.