Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 15
um. „Á ýmsa vegu,“ svaraði hann loks og lyfti kúlunni á loft. „Til dæmis með því að styðjast við útreikninga Eratosþenesar vinar míns um stærð jarðarinnar og bæta síðan við útreikn- ingum Aristarkosar frá Samos um stærð tungls og sólar.“ „Veit nokkur maður hve máninn er stór?“ Strákslegi stríðnisglampinn kom aftur í augu Gelons. „Eða sólin?“ „Það má reikna það út með trigonometriu." Arkímedes hreytti út úr sér orðinu, eins og hann vissi að enginn viðstaddra viðhafnargesta skildi það. „Samkvæmt útreikningum Aristar- kosar er tunglið helmingur af stærð jarðar og sólin tuttugu sinnum stærri en máninn. Fjar- lægðin frá jörðu til sólar er - æ, það tjóir ekki að reyna að útlista það.“ Vísindamaðurinn virt- ist hafa gefíst upp á útskýringunum og var far- inn að tala meira við sjálfan sig, hugsi, tautandi í kampinn. „Reyndar setur Arístarkos líka fram athyglisverða kenningu, en ég fæ bara ekki séð að hún standist Hann horfði fjar- rænn í glerkúluna sína eins og spákúlu, og þögnin varð drykklöng. „Hvaða kenningu?" Gelon ýtti við honum. „Hvaða kenningu?" át Arkímedes upp eftir honum hvellum rómi, eins og honum yrði hverft við. „Að jörðin gangi í kringum sólina." „Hvflík fjarstæða!" Þrátt fyrir hneykslunar- tóninn brosti Gelon gleitt og fylgismenn hans kinkuðu sínum tignu kollum, tautandi í sam- þykki. „Allir vita að sólin gengur umhverfis jörðina." „Það sýnist mér líka,“ tautaði Arkímedes, meira við sjálfan sig en gesti sína. ,Að minnsta kosti sé ég ýmsar skekkjur í útreikningum hans. Ég hef skrifað honum vegna þessa og bent honum á annmarkana." „En hvað kemur það við fjölda þeirra sand- korna, sem þarf til að fýlla heiminn?“ Einn hefðarmaðurinn áleit þörf á að halda þessum utanveltu afburðamanni við efnið. Arkímedes horfði á hann eins og fávísa sletti- reku, en afréð eftir stutta umhugsun að svara samt. „Þér vitið það ef til vill ekki, göfugi Perí- medes, en talnakerfí okkar er ófullkomið þegar kemur að gríðarlega háum tölum „Af hverju tökum við þá bara ekki upp róm- versku tölurnar?" greip annar höfðinginn inn í, skvapholda merkikerti, sem angaði af moskus- ilmi. „Við vitum það báðir, þú og ég,“ ansaði hugs- uðurinn með dálitlum þjósti, „að Rómverjar eru menningarsnauðir barbarar, sem ættu miklu frekar að taka sitthvað upp eftir okkur. En eitt mega þeir þó eiga og það er að talna- kerfi þeirra er einfaldara en okkar.“ Ar- kímedes sökk aftur niður í eigin þanka. „Þess vegna spái ég því að rómverska talnakerfið ryðji okkar tölum úr vegi. Fyrr eða síðar Hann þagnaði aftur, kominn í heim eigin hugs- ana, togandi í skeggið við hökuna með lausu hendinni, enn með glerkúluna í hinni. „Hvað kemur það sandkornunum þínum við?“ Oþolinmæði greip Gelon og hann fékk ekki orða bundist. „Já, sandkornin.“ Arkímedes vaknaði af vökudraumi. „Þér misskiljið þetta með sand- kornin, yðar göfgi. Ætlun mín var ekki í sjálfu sér að telja þau, heldur að búa til nýtt og betra talnakerfi, sem gert gæti grein fyrir svo svim- andi háum tölum.“ „Eins og öll sandkorn, sem gætu fyllt heim- inn?“ spurði einvaldssonurinn. „Svo háar tölur að enginn geti skilið þær?“ „Já.“ Arkímedes handfjatlaði glerkúluna af alúð, dreyminn á svip. „Af hverju í ósköpunum," spurði Gelon mæðulega, „þurfið þið stærðfræðingar að flækja öll mál svona ógurlega? Getið þið ekki bara gert reikning skiljanlegan á einfaldan hátt?“ „Þér vitið, yðar göfgi, hvað Evklíð sagði um þessi efni.“ Arkímedes varð drjúgur með sig, eins og ætíð þegar hann minntist Alexandríu- ára sinna. „Nei.“ Prinsinn varð myrkari á svip. Síst þoldi hann, þegar gert var lítið úr menntun hans eða storkað hans stjómvaldseðli. „Þegar Ptólemeos Soter, afi núverandi Eg- yptalandskonungs, spurði Evklíð hvort ekki væri hægt að skilja stærðfræði til hlítar án þess að þvælast endalaust í gegnum grundvallarat- íáði, þá svaraði Evklíð: Því miðúr liggur enginn konunglegur skemmrivegur að stærðfræðinni.“ Þetta var frökk og hugrökk framkoma; við- leitni Arkímedesar til að losna við hina háu herra af vinnustofu sinni. Eitt augnablik ríkti rafmagnað andrúmsloft milli einvaldssonarins og vísindamannsins. En þögn þeirra var rofin af lágum skellum úti við. Bolti drengjanna í garðinum að neðan hafði flogið í loft upp og hafnað á veröndinni. Skæru raddirnar hljóðn- uðu og drengirnir hurfu sem dögg fyrir sólu, af ótta við að raska ró hins viðskotailla vísinda- manns, sem þeir vissu að vann þar. Boltinn skoppaði tvisvar á marmaranum, valt að einni körinþísku súlunni, rakst í hana, breyttí um stefnu og rúllaði inn í vinnustofuna, að fótum Gelons, sem tók hann upp af tiginmannlegri virðingu, hægur í fasi. Þetta var geitarskinns- bolti, troðinn út með svanadúni. Gáskinn náði aftur yfirhöndinni hjá prinsinum. „En hvað, frændi," spurði hann, um leið og hann rétti boltann, ámóta stóran, til móts við glerkúluna, „ef til eru tveir heimar? Dugar kerfi þitt til að segja til um hversu mörg sand- korn þyrfti til að fylla þá báða?“ „Að sjálfsögðu," svaraði Arkímedes drambs- fullur. „Ég margfalda þá bara fyrri töluna með tveimur." „Og hvað ef heimarnir eru enn fleiri? Ekki tveir eða þrír eða fjórir, heldur miklu fleiri? Jafn margir og sandkornin eru í fyrsta heimin- um þínum. Gætir þú þá enn reiknað út fjölda sandkornanna í þeim öllum?“ Arkímedes setti hljóðan. Með sjálfum sér varð hann að viðurkenna að hann hafði ekki hugsað kerfi sitt fyrir hærri tölur en svo að þær teldu öll sandkorn sem fyllt gætu heiminn. „Ja, þá þyrfti ég sennilega," umlaði hann loks, „að reikna dæmið aftur. En,“ bætti hann kok- hraustari við, „ég er viss um að ég gæti þróað kerfið þannig að margfalda mætti saman tölu allra sandkorna í heiminum með sjálfri sér.“ Gelon var skemmt. Hann hafði komið hugs- uðinum í bobba. „En hvað ef heimarnir væru svo margir að ekki væri hægt að hafa tölu á þeim og hver þeirra fylltur með sandkornum? Gætir þú þá enn reiknað út fjölda þeirra?" „Ne-ei.“ Ai’kímedes hikaði við svarið og dró seiminn. Við smíð kerfis síns hafði hann gert sér í hugarlund hæstu tölu, sem hugsanleg var: Fjöldi sandkorna sem fyllti heiminn. Hann hafði ekki gert ráð fyrir neinum óendanleika. „Ne-ei,“ endurtók hann hugsi. „En ég er viss um að ég gæti fundið upp reikningskerfi, sem gæti reiknað það út.“ „Ég held að þú ættir að halda þig frekar við hagnýt vísindi, frændi." Gelon vfrtist sáttur við að hafa rekið vísindamanninn á gat. „Veistu að sumir hér í bæ telja þig ekki með öllum mjalla?" „Þú þarft ekkert að rifja það upp fyrir mér.“ Arkímedes minntist með skömmustu þess at- burðar, þegar hann hljóp berrassaður og hróp- andi -um strætin, eftir eitt af þeim fáu skiptuip þegar hann mundi eftir að baða sig. Sú baðferð hafði í senn aukið hróður hans og fellt hann í áliti hjá borgarbúum. „Þess vegna held ég að þú ættir að nota snilld þína frekar í þágu borgarinnar.“ Rómur- inn í rödd einvaldssonarins varð landsfóðurleg- ur. „Hún gæti til dæmis nýst við að hanna tæki til að auðvelda mönnum störfin, svo að fáir menn gætu unnið öll verk, hversu erfið sem þau eru, og hinir unnt sér hvfldar. Eða þú gæt- ir eflt varnir borgarinnar með vígtólum; við vit- um jú báðir hve válynd veröldin er, með þessi voldugu ríki á báðai- hendur -“ * Arin liðu líkt og sandkorn er sáldrast niður í stundarglasi eilífðarinnar, en í þeim mikla tímamæli þrýtur aldrei sandkornin, né tæmist hann nokkru sinni né fyllist. Gelon prins varð ekki langra lífdaga auðið; hann lést af blóðlifr- arsótt fáeinum árum síðar. En Sýrakúsa dafn- aði sem aldrei fyrr; í glæstri og varinni höfn hennar vögguðu siglutré kaupskipanna sem skógur á hafi. Arkímedes helgaði sig smíði hag- nýtra véla, þótt honum þætti það varla virðingu sinni samboðið. Hann setti saman tannhjól og trissur í flókið vélavirki, svo að einn maður gæti dregið heilt skip á land; hann smíðaði hol- spegla, sem söfnuðu geislum sólar og endur- vörpuðu þeim í einn brennipunkt, svo að funi hlaust af; byggði valslöngur svo öflugar að þeytt gátu ímullungum langt út í hafsauga; hannaði skotvélar sem gátu látið skæðadrífu rigna á andstæðingum; lét setja saman bómur sem teygja mátti út fyrir hafnarmúrana og krækja, með risavaxinni kló, í heilu skipin, lyfta þeim úr sjó og slengja utan í sjávarhamrana. En við verkstjómina yfir fjölda stritandi þræla, sem smíðuðu fyrir hann allai- nauðsynlegar ein- ingar þessara áhalda, vék aldrei úr huga hans vandamálið um hvernig reikna mætti út öll hugsanleg sandkorn í öllum hugsanlegum heimum. I hinum siðmenntaða heimi fór hróður Arkímedesar vaxandi, uns hann var orðinn þekktasti sonur borgarinnar að Þeókrítosi und- anskfldum. En frægðin færði hinum aldna snill- ingi enga fró, því að hann fann ekki eirð í sínum beinum, meðan svo mikið sem eitt stærðfræðj- legt vartdamál var óleyst. Fajlvaltleiki heimsins kom vélum vísinda- marinsins I gagnið. Ófriðui' braust út á nýjan leik og enn varð Sýrakúsa bitbein gíragra granna. Einvaldskonungurinn aldni hneig i gras eftir hálfa öld á valdastóli, og eftir örstund upp- lausnar var sonarsyni hans sniðinn serkurinn rauði. I nýju styrjöldinni hallaði á afkomendur Rómúlusar og fylgismenn hins kartverska Hannibals réðu ferðinni í Sýrakúsu. Með því bakaði borgin sér reiði Rómverja, sem sendu þangað öflugt herlið. Arkímedes gaf ekki kopar- skilding út á stjórnmál, en unni heimaborg sinni og heimilaði að vígvélum hans skyldi beitt. Stýrði hann þeim einatt sjálfur, þar sem hann treysti engum öðrum til þess. Með hinum öfl- ugu undratækjum hrakti hann vígreifa árásar- mennina á brott og þeir gripu til þess lúalega bragðs, sem alltaf reynist þrautaráð í hernaði, að sitja um borgina úr fjarska og svelta íbúana til uppgjafar. Umsátrið varaði í átta mánuði, en þegar hinsta matararðan var horfin og síðasti heimilishundurinn étinn, þegar grafreitirnir voru löngu yfirfullir af líkum vannærðra bai’na og glorsoltnir íbúarnir bitust um skinnpjötlur til að friða tóma maga, þá brutu Rómverjar varnir borgarinnar á bak aftur og þustu inn, með til- heyrandi ránum, nauðgunum og drápum. Sársvangur leitaði hinn aldni Ai-kímedes at- hvarfs á sendinni suðurströndinni, utan byggð- ar, ekki til að forðast hamsleysi og heift Róm- verja eða til að flýja harmkvælin, dauðaveinin, vopnaglamrið, brennandi byggingarnar, reykj- arbólstrana og nályktina, heldur vegna þess að hann hafði skilað starfi sínu í þágu heimaborg- arinnar með því að bægja um stund frá öflug- ustu hersveitum heims. Nú var verki hans fyrir aðra lokið, nú fengi hann ráðrúm til að sinna því sem sótt hafði á huga hans í tvo áratugi. Þótt ekki gæfi örmul matar, þá var enn gnótt af sandi, þökk var guðunum. Auk þess sótti sultur- inn síður að vísindamanninum en mörgum borgarbúanum, því að oft á starfsævi sinni, þeg- ar hann var heltekinn af einhverju úrlausnar- efni, hafði hann gleymt að seðja magann svo dægrum skipti. Nú tyllti gamli maðurinn sér lú- inn á kollóttan stein í fjörunni og dró með reyrstaf sínum nokkra hringi, sem hver fyrir sig átti að tákna veröld fyllta sandi. Hvernig mátti tákna fjölda sandkornanna, ef heimarnir væru svo margir að ekki yrði tölu á komið? Svo niðursokkinn var hugsuðurinn í þanka sína að hann tók fyrst eftir rómverska fót- gönguliðanum, þegar skuggi hins síðamefnda féll á hringina í sandinum. „Sequere me,“ skipaði hermaðurinn, á latínu, eins og við var að búast. Hann hafði sín fyrir- mæli (eftfr langri boðleið; hans primus pilus hafði fengið þau frá hundraðshöfðingjanum, sem höfðu borist þau frá legáta, sem fékk þau frá Marcellusi) um að smala saman handsöm- uðum. Tignarfangar áttu að fara í sérstakan flokk, en síst renndi soldátinn í grun um að þessi úfni og ótótlegi öldungur í klepraða kyrtl- inum tilheyrði aðli borgarinnar. „Fylgdu mér.“ „Leyfðu mér að hugsa í friði,“ svaraði Ar- kímedes viðbrigðinn á skollalatínu sinni án þess að líta upp. Hann fann að hann var svo nærri lausninni, svo nærri lausninni. „Ég sagði þér að koma með mér, skröggur- inn þinn.“ Hermaðurinn lagði hramminn á öxl Arkímedesar, sem vatt snúðugt upp á sig, án þess þó að missa sjónar á hringjunum í sandin- um. Þegar bolvindan dugði ekki, sló hann með reyrstafnum á krumluna, enn niðursokkinn. Hermaðurinn dró til sín höndina með undrun- arópi. „Snertu mig ekki.“ Arkímedes sá að hermað- urinn steig niður, svo caliga hans snerti jaðar ysta hringsins, og slæmdi einnig stafnum í átt að uppreyrðum skónum. „Og ekki hringina mína heldur.“ Eitt stundarkorn starði dátinn í forundran yfir óskammfeilninni, en lyfti síðan fæti og spyrnti í sandinn, sem þyrlaðist í skýi, svo að myndaðist geil. „Segðu mér ekki hvað mér ber eða ber ekki að gera, betlarinn þinn,“ urraði hann illilega. „Noli turbare circulos meos,“ endurtók stærðfræðingurinn og beygði sig betur fram, svo brakaði í beinum, líkt og hann ætlaði til hins ýtrasta að verja - hvað? Óreglulega hringi dregna í sand? Nei, ævistarf sitt. Og hann fann að hann var svo nærri lausninni, svo nærri. „Hróflaðu ekki við hringjunum mínum.“ Hermaðurinn, dolfallinn í fyrstu og síðan heiftugur, var staðráðinn í að veita þessum frakka durti ráðningu og karlhróið virtist vita það, eins og það beygði sig og teygði fram álk- una. Ai’kímedes tók vart eftir mjúku hljóðinu, þegar olíuborið stálið var dregið úr nautshúð- arslíðrinu. Örskammri stundu síðai’ heyrði hann snöggan hvin berast hratt að eyranu og eitt augnablik - eitt ómælisbrot af tímanum, minna en minnsta sandkorn í öllum hugsanleg- um veröldum samanlagt - grúfði höfuðið sig ekki lengur til jarðar, heldur horfði á einhvern undraverðan máta upp í himinblámann. Á því augnabliki kom hann auga á lausnina. Síðan leystist veröldin upp. Arkfmedea frá Sýrakúsu (287-212 f. Kr.) var merkasti vísindamaður fornaldar. Hann ritaði bæklinginn Sand- komatal f þeirri viðleitni að finna atsarðfræðikerft, sem táknað gæti hæatu hugsanlegu tölur, og tileinkaði ritið syni einvaldains, Gelon. Sumt það aam fré greinir byggir á sögulegum samtímaheimildum, annað á hæpnari yngri heimildum og ehn fieira er skáldað.'- Höfundurinn er rithölundur f Reykjovík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.