Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 19
LISTAMAÐUR OG FYRIRTÆKI Morgunblaðið/Kristlnn HALLDÓR Ásgeirsson við rýmisverk sitt. Verkið vinnur með umhverfi sínu og eflast litir þess í sólskini en dempast í skýjuðu veðri. RÝMISVERK eftir Halldór Ásgeirsson myndlistarmann var í gær afhjúpað hjá íslenskri erfðagreiningu en verkið var unnið að fnimkvæði listamannsins í samstarfí við fyrirtækið. Að sögn Halldórs eru um tvö ár síðan hann lagði þessa hugmynd fyrir Unni Jökulsdóttur, yfirmann upglýsingasviðs Islenskrar erfða- greiningar. „Eg hafði fengið þessa hugmynd að mig langaði til að vinna listaverk í sam- vinnu við fyrirtæki eða stofnun," segir Hall- dór. „Hugmyndin var að í staðinn fyrir að þessir aðilar kæmu á sýningu eða vinnustofu mína og keyptu verkið, þá myndi ég vinna verkið innanfrá og um leið skapa sjálfum mér dálítið ögrandi og nýtt svið.“ Unnur Jökulsdóttir segir hugmynd Hall- dórs hafa fallið vel að fyrirætlunum íslenskr- ar erfðagreiningar. En fyrirtækið hafði hug á að finna nýjar leiðir til að tengja vísindi og listir. „Það er yfirlýst markmið að við viljum gjarnan styrkja þá vinnu sem unnin er á mörkum vísinda og lista,“ segir Unnur. Vinna við verkið hófst þó ekki fyrr en í vet- ur og í millitíðinni kenndi Halldór námskeið í Myndlista- og handíðaskólanum. „Þar prufu- keyrði ég þessa hugmynd mína á nemendum. Eg lét þá velja sér fyrirtæki eða stofnun og á endanum voru gerð verk á einum 14 stöðum. Þetta var mjög skemmtilegt og ég sá að þessi hugmynd átti brýnt erindi,“ segir Halldór. I febrúar hófst vinna við verkið og segir Halldór hana hafa gengið erfiðlega í upphafi. Hlutirnir hafi ekki farið að ganga fyrr en sú hugmynd kviknaði að nota lausnarorðin hraun og blóð. „Þá fór þetta allt af stað og þá lét ég ekki erfðavísindin vera að þvælast fyrir mér, heldur lét mína myndlist taka yfirhönd- ina.“ Að sögn Halldórs veitti fyrirtækið hon- um frjálsar hendur við vinnu verksins. „Þau hafa veitt mér fullkomið traust til að gera það sem ég hef viljað," bætir hann við. Bygging fyrirtækisins var vandlega skoðuð með tilliti til þess að verkið yrði greypt inn í einn veggjanna og yrði þar með hluti af bygg- ingunni. Halldór segir þetta ekki hafa reynst vandkvæðalaust.“En ég fann þarna mjög fín- an stað í gangi á milli hæða, sem er eiginlega langbesti staðurinn í húsinu og þar sést hluti af verkinu utanfrá," segir Halldór. „Þetta . er mjög lífrænt verk sem spilar með umhverfið," bætir hann við og útskýrir að litir verksins eflist þegar sólin skín, en dempist þegar skýj- að sé. Að sögn Unnar ætlar íslensk erfðagreining að halda áfram svipaðri samvinnu við lista- menn. „Við stefnum að því að fá fleiri lista- menn til samstarfs og ætlum að standa að því á sama hátt,“ segir Unnur. A næstunni verður skipuð þriggja manna nefnd á vegum fyrir- tækisins sem falið verður að velja listamenn og verkefni. LÍFIÐ, ORKAN OG ÁRIN Ljósmyndasamkeppni í tílefni árs aldraðra 1999 Framkvæmdastjórn árs aldr- aðra, Lesbók Morgunblaðsins og Hans Petersen hafa ákveðið að efna til ljósmyndasam- keppni í tilefni árs aldraðra 1999. Markmiðið með keppninni er að fá sem flestar og bestar myndir sem sýna aldraða í nýju ljósi og brjóta upp hefðbundnar og ef til vill úreltar hugmyndir almennings um aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Hvaða mynd sér fólk fyrir sér þegar það heyrir orðið aldraður? Svörin við þessu kunna að vera margvísleg en líklega eiga þau þó ákveðinn samhljóm. Upp í hugann kemur e.t.v. mynd af góðlegri, grá- hærðri konu sem situr með prjónana sína úti í homi, eða gamall maður, vinnulúinn, sitjandi upp við dogg að hlusta á dánarfregnir og veðurspá. Fólk á elliheimili, aðgerðalaust með hendur í skauti að bíða þess sem verða vill. Það er líklega ekki að ástæðu- lausu sem orðinu aldraður hefur að nokkru leyti verið ýtt til hliðar og hugtakið eldri borgari tekið upp í staðinn. Alla jafna er miðað við að fólk hætti þátttöku á vinnumarkaði á aldrinum sextíu og sjö til sjötíu ára. Þeirrar tilhneigingar heíúr gætt í samfélaginu að skilgreina þá sem hættir eru að vinna sem hóp sem hefur skilað hlutverki sínu, fólk sem er þess albúið að setjast í helgan stein. Staðreyndin er hins vegar önnur, því með batnandi heilsufari og hækkandi meðalaldri er fólk um sjötugt í raun á góðum aldri og hefðbundnar hugmyndir um hvað það felur í sér að vera aldraður eiga engan veginn við. Á þessum aldri er fólk manna vísast til að stunda fjallgöngur og líkamsrækt, og að sjálf- sögðu margvíslegt félagslíf og menningar- starf, því nú hefur það loksins tíma til að Lífið, orkan og árin. Morgunblaöið/Rax sinna hugðarefnum sínum. Vitanlega getur heilsubrestur sett fólki skorður. Það gildir um fólk á öllum aldri og er alls ekki bundið því að vera sjötugur eða eldri. Meðal kjörorða Sameinuðu þjóðanna á ári aldraðra er „að bæta lífi við árin sem bæst hafa við lífíð“ og „að skapa þjóðfélag fyrir fólk á öllum aldri". Aðstandendur þessarar ljós- myndasamkeppni sem hér er hrint af stað óska eftir aðstoð ljósmyndara við að gefa þessum orðum skýra merkingu og brjóta upp hefðbundnar hugmyndir um aldraða og stöðu þeirra í samfélaginu. Þá er einnig mikilvægt að undirstrika að ungir og aldnir geta átt samleið og að samstaða kynslóðanna er for- senda þess að hægt sé að skapa þjóðfélag fyr- ir fólk á öllum aldri. Lífið, orkan og árin er sú yfírskrift sem ljósmyndasamkeppninni hefur verið valin. Verkefni þeirra sem taka þátt í keppninni er að taka myndir sem hæfa þessum orðum og fanga þær hugmyndir sem hér hafa verið kynntar. Fyrirkomwlag keppninnar Myndimar mega vera hvort sem er svart-hvítar eða í lit. Urval þeirra mynda sem berast verður kynnt í Lesbók Morgunblaðsins. Dómnefnd, skipuð fulltrúum Morgunblaðsins, Hans Petersen, Ljósmyndarafélags- ins og framkvæmdanefnd árs aldr- aðra, velur bestu myndir keppninn- ar. Fyrir þrjár bestu myndimar verða veitt verðlaun í boði Hans Pet- ersen: 1. verðlaun: Canon EF linsa 28-135 MM f 3,5-5,6 IS USM að verðmæti 68.900 krónur. 2. verðlaun: 20 stk. E100VS 135-36 mynda filmur ásamt framköllun. Verðmæti 42.200 krónur 3. verðlaun: 20 stk E100VS 135-36 mynda filmur ásamt framköllun. Verðmæti 42.200 krónur Frestur til að skila myndum í keppnina rennur út 15. september. Þátttakendur sendi myndir sínar til Lesbókar Morgunblaðsins merktar dulnefni, ásamt lokuðu umslagi þar sem fram kemur rétt nafn höfundar. Utanáskriftin er: Lesbók Morgunblaðsins Ár aldraðra - ljósmyndasamkeppni Kringlunni 1 103 Reykjavík Stefnt er að því að halda sýningu á mynd- um keppninnar á degi aldraðra, 1. október, en þá verður efnt til hátíðahalda í tilefni dagsins. Sýningarstaður verður ákveðinn síðar. Þar sem miðað er við að myndir úr keppn- inni verði sýndar opinberlega er mikilvægt að þátttakendur fái leyfi fyrir myndatöku hjá þeim sem þeir festa á filmu af þessu tilefni. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. JÚNÍ 1999 19

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.