Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 8
RÓMANTÍSKUR ÞJÓÐERNISSINNI MEÐ SNILLIGÁFU í hverju útibúi er bókasafn og auk þess tvær verkgreinastofur, fyrir eðlisfræði og líffræði. Víða eru tölvustofur en verið er að tölvuvæða skólana. A þremur stöðum eru komnar sund- laugar, íþróttasalir þekkjast ekki og verk- greinastofur fyrir smíðar, hannyrðir og heimil- isfræði ekki heldur, enda greinarnar ekki kenndar. I viðræðum við skólastjóra og kenn- ara kom hvað eftir annað fram að eina vanda- málið sem þeir töldu að við væri að glíma væri húsnæðisskortur. Hugmyndafreeði CMS Nemendur eiga ekki einungis að vera „dug- legir“, þeim ber að sýna í allri sinni hegðun að þeir séu „góðir“ við félaga, kennara og fjöl- skyldur sínar. Samskipti einkennast af tillits- semi og kurteisi. Þessum siðferðilega þroska er náð með því að leggja á hann áherslu í öllu starfí og ekki síst með góðu samstarfi heimila og skóla. Að vera góður er mikilsverðara en að vera duglegur og rík áhersla lögð á að nemend- ur geri sér grein fyrir því í hverju slík hegðun felst. J. Gandhi telur að samfélagið hafí ætlast til of lítils af börnum og með metnaðarfullu skóla- starfí megi ná fram ótrúlegustu hlutum. Hann bendir á að trúarlegur þroski og siðferðis- þroski leiði til meiri hamingju nemenda og að hamingjusöm börn læri meira. Böm þurfa metnaðarfull viðmið um hegðun og samskipti ekki síður en námsárangur. Þau geta náð gríð- arlegum árangri fái þau rétta hvatningu og ást- úð. Agi og umhyggja eru ekki andstæður. CMS er ætlað að vera leiðarljós fyrir samfé- lagið, en ekki að endurspegla það, sérstaklega ekki hinar slæmu hliðar þess. Barist er gegn því gildismati að „einstaklingar hafí rétt til að gera svo að segja það sem þeim sýnist“. Nemendur eru hvattir til að líta á sig sem íbúa í „þorpinu Jörð“ og líta til velferðar þorpsins alls. Þeir eru hvattir til að taka ábyrgð á fleiru en sjálfum sér og þótt áhersla sé gríðarlega mikil á að gera vel er það ætíð með tilliti til eigin getu, ekki í sam- anburði við aðra. Hinar hnattrænu hugmyndir eru m.a. sóttar til þjóðarleiðtogans Mahatma Gandhi. Til hans er einnig rakið slagorð skól- ans, „Jai Jagat!“ (framb.: djei djagat) sem þýða mætti „heill heiminum", á ensku: „glory to the world“. Með Jai Jagat heilsast nemendur og kennarar í stað þess að bjóða góðan dag eða nota aðrar kveðjur. Siðfræðikennsla Viska felst í vali, hún er ekki bara að kunna eitthvað. Við erum alltaf að velja og val okkar byggist á lífsgildum, ýmist meðvituðum eða ómeðvituðum. Trúin er upphaf flestra gilda og gengið er útfrá því að trúarbrögð hafi í sér fólgin að miklu leyti sömu eða svipuð gildi. Nefna má heiðarleika og sanngirni, kærleika til náungans, hlýðni við foreldra, lotningu gagn- vart almættinu, mikilvægi bænarinnar, þjón- ustu við samfélagið, þakklæti, sanngirni, áb\Tgð, frið, virðingu gagnvart lífínu og tillits- semi gagnvart öðrum. Siðfræði er kennd sérstaklega í einni kennslustund á viku en umfjöllun um siðferði- legt gildismat er oft á dag, eða alltaf þegar tækifæri gefst. Hver dagur hefst með um 30 mínútna samverustund á sal. Fyrst ávarpar einhver fullorðinn nemendur en þeir sjá sjálfír um það sem á eftir fer. Sunginn er skólasöng- ur, lesin grein, ljóð eða bókarkafli þar sem fjall- að er um málefni, mikilmenni í sögunni eða annað sem leggja má útaf varðandi dyggðir og lífsgildi. Hjá yngstu nemendum er oft sögð saga, e.t.v. leiklesin, og lagt útaf boðskap henn- ar. Farið er með skólabæn og loks flytur nem- andi spakmæli eða texta sem vera skal leiðar- ljós dagsins. Þegar nemendur koma í stofur sínar fara fyrstu tíu mínútumar í að fjalla um spakmæli eða vísdóm sem kennari hefur skrifað efst á töfluna. Það stendur síðan óhreyft á töflunni allan daginn til áminningar og upprifjunar. Um alla ganga má ennfremur lesa vísdómsorð eða spakmæli sem nemendur hafa skrifað og skreytt eða hafa verið prentuð á varanleg spjöld sem skipt er um með reglulegu millibili. Getum við lært af CMS? Já, það getum við svo sannarlega. Rétt eins og við getum lært af því sem vel er gert í ákveðnum skólum eða löndum má læra af þessu starfí. Hins vegar verður auðvitað aldrei unnt að flytja vinnubrögð frá einu samfélagi til annars, né frá einum skóla til annars, nema að- laga þau nýjum aðstæðum. Við getum vissulega tekið upp meiri og betri áherslur á siðfræði og samskipti, ekki einungis í sérstökum kennslu- stundum, heldur ekki síður með því að fella þá umfjöllun inní allt starf. Einnig getum við Iært af hinu kraftmikla og sérstaka samstarfi for- eldra og skóla sem ekki hefur verið unnt að gera skil hér. Þegar foreldrar og skóli eru sam- stiga verður árangur margfalt betri. Færar leiðir eru margar og með samstilltu átaki væri unnt að koma á áhrifaríkari vinnubrögðum en tíðkast hafa hér á landi. Höfundurinn er forstöðumaöur Skólaþjónustu Eyþings. Alphonse Mucha fæddist árið 1860 í bænum Ivancice á Mæri sem þá tilheyrði Austurríska keis- aradæminu en varð síðar hluti iyrra lýðveldisins Tékkóslóvakíu 1918 og til- heyrir nú Tékklandi. Hann var annar í röðinni af sex systkinum sem faðir hans Andreas Mucha átti með tveimur konum. Faðirinn starfaði sem dyra- vörður við dómhúsið í borginni. Um Alfons litla var sagt að hann hafi kunnað að teikna áður en hann gat gengið og móðir hans hafí hengt blýant um háls honum svo hann gæti teiknað á gólfíð ef honum leiddist að skríða. Fann sér kostunaraðila Þrátt íyrir augljósa myndlistarhæfileika féll Alfons á inntökuprófí í listaakademíuna í Prag. Hann réðst þá til starfa sem ritari í dómhúsinu í Ivancice en var rekinn þegar uppgötvaðist að hann stytti sér stundir við að teikna skrípamyndir af dómurunum og sak- borningum. Stuttu síðar komst hann að sem lærlingur í leiktjaldamálun hjá þekktu fyrir- tæki í Vínarborg. Tæpu ári síðar stóð hann aftui’ uppi atvinnulaus eftir að einn stærsti viðskiptavinur vinnuveitanda hans, Hringleik- húsið í Vínarborg, brann til kaldra kola. Mucha afréð að freista gæfunnar og stökk upp í jámbrautarlest og keypti sér farmiða fyrir aleiguna. A miðanum náði hann til bæj- arins Mikulov og þar brosti gæfan við honum. Myndir sem hann teiknaði í skiptum fyrir fæði og húsnæði vöktu athygli greifanna og bræðranna Karls og Egons Khuen-Belasi sem fengu hann til að skreyta veggi kastala sinna Emmahof og Gandegg. Karl Khuen- Belasi greifi hreifst svo af hæfileikum Mucha að hann bauðst til að greiða fyrir námsdvöl piltsins í listaskóla. Stóð hann svo rækilega við orð sín að Mucha stundaði fyrst nám um tveggja ára skeið við Listaakademíuna í Miinchen og síðan í þijú ár við Julien- og Col- arossi-listaakademíumar í París. í tvö ár til viðbótar styrkti greifinn Mucha en árið 1889 þótti honum nóg að gert og Mucha varð að sjá um sig sjálfur eftir það. Mucha ílentist í París og starfaði þar allt fram til ársins 1910 er hann flutti til Prag að nýju. Hann var þó næstu árin lengstum í Bandaríkjunum og París þar til hann settist endanlega að í hinu nýstofnaða lýðveldi Tékkóslóvakíu árið 1918 og bjó þar til dánar- dægurs 14. júlí árið 1939, þremur mánuðum eftir að Þjóðveijar hemámu Tékkóslóvakíu. Mueha var einn hinna fyrstu sem sættu harð- neskjulegri yfirheyrslu Gestapo-lögreglunn- ar. Honum var þó fljótlega sleppt en var út- hrópaður af nasistum sem „handbendi gyð- inga og frímúrara.“ Þrátt fyrir heilsubrest var Mucha sannfærður um að hann gæti tekið til starfa að nýju og lagði m.a. drög að ævisögu sinni, sannfærður um að land hans myndi öðl- ast frelsi að nýju. Starlsamur listamaður og heitur föðurlandsvinur Tvennt vekur fljótt athygli þegar litið er yf- ir starfsævi Alfons Mucha. Hann var óhemju afkastamikill enda sístarfandi og föðurlands- ást hans var slík að smitaði inn í verk hans á ýmsa vegu. Síðustu 20 áram ævi sinnar varði hann til að vinna að gríðarlega umfangsmiklu verkefni, 20 risastóram olíumálverkum (3x6 metrar hvert) sem lýsa sögu slava, þar sem rómantísk þjóðernishyggja Mucha kemur skýrt fram, á köflum næsta yfirdrifin en mál- verkin era engu að síður heillandi í glæsileik sínum. Mueha-safnið í Prag er ekki veralega stórt en gefur engu að síður greinargott yfiriit um viðfangsefni Mucha á löngum starfsferli sem náði yfir tæp 60 ár, tímabilið 1880-1939. Eftir að tók fyrir stuðning velgjörðarmannsins Alphonse Mucha var einn þekktasti listamaður Tékka á fyrstu áratugum þessar- ar aldar. Þessi rómantíski þjóðernissinni sem hann- aði; teiknaði og málaði í Art Nouveau-stíl varð heimsfrægur fyrir vegg- spjöld sín af leikkonunni Söruh Bernhardt í París í upphafi aldarinnar. HÁVAR SIGURJÓNSSON leit inn á Mucha-safnið í Prag og kynnti sér feril listamannsins. VEGGSPJALDIÐ fyrir Gismondu sem varð upphafið að samstarfi Mucha við Söruh Bernhardt. Khuen-Belasi varð Mucha að sjá fyrir sér sjálfur með öllum tiltækum ráðum. Verkefni vora næg þó að ekld þættu þau öll ýkja meridleg, en Mucha setti slíkt ekki fyrir sig. Hann tók að sér myndskreytingar bama- og kennslubóka, dagatala og sölulista og varð fljótt mjög eftirsóttur til slíkra starfa vegna yfirburðahæfileika sinna í teikningu, letur- gerð og skreytilist. Hann varð því fljótt mjög þekktur í þröngum hópi bókagerðarmanna, prentara og myndlistarmanna og meðal per- sónulegra vina hans á þessum tíma vora mál- ararnir Gauguin og Kupka. Sarah Bernhardt kallar A aðfangadag jóla 1894 eftir slæmt tímabil veikinda og peningaleysis kom frægðin upp í fangið á honum þegar hann var fyrirvaralaust beðinn um að teikna veggspjald fyrir sýningu leikkonunnar Söruh Bemhardt á leikritinu Gismondu. Beiðninni fylgdi sú krafa að vegg- spjaldið yrði komið upp á veggi Parísarborgar á nýársdag. Prentsmiðjueigandinn Branhoff var í öngum sínum, ekki var hægt að segja nei við „La divine Sarah“ eins og þessi dáðasta leikkona Frakklands var iðulega kölluð. Mucha lagði nótt við dag og veggspjaldið fyrir Gismondu var tilbúið á tilsettum tíma en Branhoff fómaði höndum þegar hann sá það og sagði að enginn myndi vilja líta á það tvisvar. Honum var þó nauðugur einn kostur að sýna gyðjunni afraksturinn og Mucha beið á meðan milli vonar og ótta í prentsmiðjunni. Loks komu skilaboð um að Mucha ætti að koma í leikhúsið og hitta Bemhardt í búnings- herbergi hennar. Þegar Mucha gekk inn um dymar sneri Bernhardt sér að honum og kyssti hann innilega í viðurvist Branhoffs og fleiri aðstoðarmanna. Hún var hæstánægð með veggspjaldið og sá strax hversu ólíkt það var þeim veggspjöldum sem hvað mest vora þá í tísku. í kjölfarið gerði hún samning við Mucha þess efnis að hann tæki að sér hönnun á veggspjöldum, búningum og skartgripum fyrir hana til næstu sex ára. Þessi samningur við hina heimsfrægu Sörah Bemhardt jafn- gilti í raun alþjóðlegri viðurkenningu. Koss La grande dame opnaði dyr heimsins fyrir Al- fons Mucha. Nýlist - Art Nouveau Nýlist var stfll sem spratt upp í París um 1890 og breiddist hratt út til Bretlands, Þýskalands, Ítalíu, Spánar og Austur-Evr- ópulandanna. Náskylt afbrigði Art Nouveau var Jugend-stíllinn svokallaði í Þýskalandi. Frakkar kölluðu hinn nýja stíl einnig Style Nouille enda var þetta vissulega nýjasta tískufyrirbrigðið. Nýstíllinn teygði anga sína inn á flest svið listiðnaðar og hönnunar og hafði mikil áhrif á byggingarlist og ásýnd heimilisskreytinga og innréttinga á skömm- um tíma. Nýstfllinn rekur rætur sínai’ að hluta til symbólisma 19. aldar og til franskrar rókókólistar og japanskrar skreytilistar en megineinkenni Nýstflsins eru „mjög stflfærð- ar útsetningar náttúruíyrirbæra, t.d. blóma, laufblaða og skordýra með áherslu á mýkt, þokka og hvers konar ílúr í hönnun.“ (ísl. alfr. orðab. bls. 77). Það væri ofsagt að Alfons Mucha hafi verið einn af framkvöðlum Nýlistastefnunnar en hann var sannarlega einn helsti boðberi hennar og hélt tryggð við hana eftir að hún var horfin úr tísku og var al- farið hafnað á öðram og þriðja áratug aldar- innar. Þetta var hans stfll, Le Style Mucha eins og Parísarbúar kölluðu hann, auðþekktur af handbragðinu, litasamsetningunni og nafn Mucha var á allra vöram vegna samstarfsins við Bemhardt. Fagurfræði heimilanna Ein meginástæða þess að Mucha varð svo þekktur á svo skömmum tíma þegar dymar höfðu opnast var hversu fjölhæfur hann var og hverjum augum hann leit hlutverk listar- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.