Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 17
SKAGFIRZKI bændakórinn um 1917. Fremri röð; Þorbjörn Björnsson, Sigurður Sigurðsson, Sæmundur Ólafsson og Benedikt Sigurðsson. Aftari röð; Sigurður Skagfield, Bjarni Sigurðsson, Pétur Sigurðsson, Kristján Hansen og Þorvaldur Guðmundsson. PÉTUR mun hafa samið flest lög sín við þetta skatthol, sem hann smíðaði sjálfur. Geirmundar-staðir í Sæmundarhlíð. Eftir málaðri mynd Sigurðar Snorrasonar í Stóru Gröf frá 1937. Sigurgeiri Jónssyni, organleikara á Akur- eyri, og auk þess las hann allt sem hann komst yfir um hljómfræði og tónsetningu. Þegar er Pétur kom frá Akureyri vann hann ásamt Benedikt á Fjalli að því að stofna í karlakór, og fyrsti árangur var það, að vorið 1916 söng karlakvartett nokkur lög á skemmtisamkomu í Víðimýri og söngstjór- inn var Pétur, þá aðeins 17 ára gamall. Þetta var vísirinn að hinum nafntogaða skagfirska Bændakór. Haustið eftir var söngmönnum fjölgað um helming og var svo nokkur ár og aldrei urðu þeir fleiri en níu. Allt góðir söng- menn og sumir í hópnum afburða raddmenn. Bændakórinn starfaði í 10 ár við hin örðug- ustu skilyrði. Þá voru lélegir vegir, þá voru engir bílar, þá var sími ekki nema á einstaka stað. Og vegalengd milli heimila kórmanna 40 til 50 kílómetrar. En söngur Bændakórs- ins varð flestum ógleymanlegur er á hlýddu. Fór þar saman frábær raddstyrkur og tón- gæði og markviss og sköruleg stjórn hins unga, skapheita söngstjóra. Síðla vetrar 1926 lagðist þessi merkilega starfsemi niður. Sumir félaganna dóu, sumir fluttu úr hérað- inu. Ogleymanlegum þætti í söngsögu Skagafjarðar var lokið. Organleikari við Reynistaðarkirkju varð Pétur fljótlega eftir að hann flutti að Mel. Hélt hann því starfi áfram, eftir að hann flutti til Sauðárkróks, allt til ársins 1924. Við Sauðárkrókskirkju var Pétur organleikari frá ársbyrjun 1924 þar til í janúarbyrjun 1929, er við starfinu tók frændi hans, Eyþór Stefánsson. Þennan vetur, 1929, frá janúar- lokum til vors, stjómaði Pétur nýlega stofn- uðum kór frammi í firðinum, og gaf honum < nafnið „Heimir“, sem hann hefur síðan borið. Söngkennari við bamaskóla Sauðárkróks var Pétur frá því stuttu eftir komu sina þangað og til æviloka. Péturs Sigurðssonar mun lengi verða minnst í Skagafirði og viðar, sem frábærs söngstjóra og tónskálds. Sjálfur hélt hann tónsmíðum sínum lítt á lofti, vissi sem var; Að þær vom ígripaverk á stolnum stundum frá harðri lífsbaráttu fátæks manns, sem var framúrskarandi skylduræk- inn og kröfuharður við sjálfan sig. Manns sem skilaði alveg ótrúlega miklu dagsverki á öðrum sviðum, og verður það ei rakið hér. «. • Hann átti „söguna stutta en göfuga". Höfundurinn var bóndi ó Fjalli í Sæmundarhlíð. Greinin var rituð í tilelni af útgáfu sönglaga Péturs 1969. þessum sökum taka ef til vill margir smásög- urnar fram yfir lengri verkin. Skáldsögurnar Nýju Játningarnar og Brazzavilleströndin auk smásagnanna era þau verk eftir Boyd sem mest skilja eftir. Margt til lista lagt Furðu vekur að Boyd virðist jafnvígur á svo mörg form. Smásögur frá honum gefa skáld- sögunum ekkert eftir. Sjónvarpsleikrit eftir Boyd era einnig vel úr garði gerð. Þótt kvik- myndir sem gerðar hafa verið eftir verkum hans hafi farið fyrir ofan garð og neðan hefur Boyd sýnt að hann er snjall handritasmiður. Eini gallinn á verkum sem komið hafa frá Boyd er sá að sá granur læðist að lesandan- um að Boyd eigi enn eftir að koma fram í öllu sínu veldi. William Boyd hefur sýnt hve óhemjufjölhæfur hann er og skrifað margar og ólíkar bækur án þess þó að glata sérkenn- um sínum. Vonandi líður ekki á löngu áður en höfundur sameinar allt það sem hann kann í einni bók. Boyd er vandvirkur og framlegur höfund- ur. Líkt og átrúnaðargoð hans Greene fæst hann ýmist við að skrifa spennusögur og óvenjulegar skáldsögur. Oft bregður reyfara- höfundinum íyrir í alvarlegri bókunum og öf- ugt. Boyd á einnig margt sameiginlegt með bandaríska rithöfundinum Paul Theroux. Margt er um skemmtilegar og oft furðulegar persónur í bókum eftir Boyd. Höfundur á sammerkt með landa sínum Charles Dickens að geta skáldað eftirminnilegar sögurpersón- ur að því er virðist fyrirhafnarlaust. VIII ekki breyta kerfinu Boyd er ekki frammúrstefnumaður. Hann velur alþjóðleg og auðþekkt yrkisefni. Höf- undur er gríðarvel að sér og sprenglærður. Þótt William Boyd nýti sér óspart hve fróður hann er fellur hann ekki í þá gryfju að flíka þekkingu sinni úr hófi fram. Verk eftir Boyd era ekki beinlínis af pólitískum eða samfé- lagslegum toga. Rithöfundurinn er enginn af- hrópunarmaður og gerir ekki tilkall til þess að vera talsmaður kynslóðar sinnar. Bækur eftir Boyd era sléttar og felldar, hver setning þaulhugsuð, ekkert ritað í fáti. Af ofan- greindu má ráða að Boyd er að ýmsu leyti af William Boyd gamla skólanum í sagnagerð. Boyd er at- vinnumaður í húð og hár. Sú ögun þarf ekki að vera afneitun listræns metnaðar nema síð- ur sé. Galli á gjöf Njarðar Akkillesarhæll Boyds er ef til vill sá að hann er frábær sögumaður en ber ekki af öðram höfundum í því að flétta söguþráð. Þetta kemur skýrt fram í spennusögunni Aft- anblámanum (The Blue Afternoon) þar sem , atburðarásin fer of hægt af stað. Höfundur bætir um betur í nýjasta reyfaranum Beltis- dýrinu (Armadillo). Boyd kann þá list að skrifa skemmti- og spennusögur án þess að misbjóða smekkvísi lesandans eða gera lítið úr gáfnafari hans. Sögumar era afburðavel sagðar þótt því fari fjarri að finna megi fyrir magnþranginni spennu á hverri síðu. Mann- lýsingar hjá Boyd einar sér era óborganlegar og duga lesandanum vel án þess að hann fái bófahasar og byssubardaga í kaupbæti. Gera mætti því skóna að Boyd sé of mikill atvinnu- maður, án þess þó að ganga í lið með menn- ingarvitunum. Aftur á móti verður að segjast að natni höfundar kemur fram í hverri máls- grein. Boyd er frábær sögumaður en stund- um of tillitssamur við lesandann og leyfir ekld sérkennum sínum að njóta sín til þess * ýtrasta. Miklar vænlingar Enn hefur ekki komið vond bók frá Boyd. Skáldsögurnar eru ólíkar innbyrðis en hand- bragðið ætíð vandað. Eflaust slítur rithöfund- urinn naflastrenginn milli sín og eldri höf- unda breskra að fullu einn góðan veðurdag og veður frarn undir eigin merki, eins og hann hefur reyndar gert í smásögunum. Ein af þjóðaríþróttum Breta er að standa í biðröð og ekki dettur nokkram lifandi manni í hug að troða sér fram fyrir náungann. Engu lík- ara er að William Boyd sé meinilla við að ráð- , ast í stórvirki og skipa öndvegi. Þangað til Boyd lætur þessa sérbresku hæversku lönd og leið geta lesendur tekið forskot á sæluna því að William Boyd hefur þá sérstöðu að mæla má með hverri einustu bók eftir hann þótt hann eigi enn glæstustu sigra sína fyrir höndum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 26. JÚNÍ1999 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.