Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 10
GERHARD Richter: Fljót, 1995. Olía á striga, 200x320 sm. R. B. Kitaj: Gyðingurinn (The Jewish Rider), 1984-85. Olía á striga, 151x152 sm. EFTIR MARGRÉTI REYKDAL Áhugamenn um myndlist þekkjg eldri listasöfn borgar- innar en steinsnar frá Samtímalistasafninu hefur eitt enn bæst við, safn nútímalistar sem kennt er við Astrup Fearnley. Þegar að er gáð reynist þetta safn búa yfir markverðum, listrænum auðæfum. 7 ISLENSKU áhugafólki um myndlist eru vel kunn listasöfn víða um heim. En ný musteri listarinnar hafa reyndar risið í þeim mæli á síðustu árum, að af nógu er að taka. Ferðum íslendinga til Noregs hefur fjölgað undanfarin ár, og sumum er vettvangur myndlistar í Ósló vel kunnur. Þessi pistill er ætlaður þeim meirihluta sem ekki hefur heimsótt nágranna- landið allra síðustu árin og því ekki komist að eigin raun um hvað þar er að gerast á sviði listarinnar. Samtímalistasafn Norðmanna, Museet for samtidskunst, sem var opnað árið 1990, er rík- isrekið og er til húsa í gamalli byggingu í einum elsta hluta miðborgarinnar. Kallast það hverfi gjaman „Kvadraturen“ og var það skipulagt á dögum Kristjáns fjórða Danakonungs. Steinsnar frá samtímalistasafninu er nýjasta listasafn borgarinnar, Astrup Fe- amley Museet for Moderne Kunst, opnað 1993. Safnið er til húsa í byggingu sem einnig hýsir skipamiðlunarfyrirtæki. Hér hefur ein- staklega vel tekist að aðlaga nýja byggingu að gömlu umhverfí, auk þess sem um bráðfallega byggingarlist er að ræða. Þá hafa innri lausnir arkitekta í listasafninu ekki síður vakið eftir- tekt. Samtals er flatarmál sýningarsala um 1.800 fermetrar, en það rými nýtist vel. Reyndar er meirihluti sýningarrýmisins undir jarðhæð. Skiptast á tiltölulega lítil lofthæð og há og opin rými, og myndast skemmtileg heild. Þess má geta, að auk þessara tveggja lista- safna hefur „Kvadraturen" að geyma Norsk Arkitekturmuseum og Norsk Form, mörg gallerí og sýningarstaði. Astmp Fearnley-safnið er algerlega í einka- eigu, rekið af sjálfseignarstofnunn. Þetta veit- ir safninu sérstöðu meðal listastofnana lands- ins. í fómm sínum á safnið verk margra merk- ustu listamanna frá seinni hluta þessarar ald- ar, erlendra sem innlendra. Er í mörgum til- vikum um helstu verk þessarra listamanna að ræða. Þessi verk skapa góðan grandvöll fyrir samvinnu og samskiptum við söfn og lista- stofnanir víða um heim. Sjálfstæð og óháð stofnun hefur frelsi til þess að marka sína eig- in stefnu, er laus við þau markmið og þær skyldur sem eðlilega einkenna opinber söfn. Astrap Fearnley safnið er því engan veginn í sainkeppni við ríkisrekinn nágranna sinn, ANSELM Kiefer: Land tveggja fljóta, 1985-91. Stál, blý, kopar, gler, Ijósmyndir, lífrænt efni. 370x780 á sinn fasta stað í sérstaklega byggðum sal. í daglegu tali kallast það oft „bókahillan". Verkið býr; snertir, og hefur geysilegt aðdráttarafl á gesti safns mm B 81 - - ii* II' |« i j n !i 1 ’ 11 ís T? V íl i i § 11 L m'(■n 1* þ. . 1 FRANCIS Bacon: Triptych - þrímynd eftir áhrifum frá grískum harmleik, Oresteia eftir Aescl heldur er hér um kærkomna viðbót og aukna breidd að ræða. Þótt verk í eigu safnsins séu ólík að formi og uppruna, má fínna þeim vissan samnefnara. Hér er yfirleitt um að ræða verk sem í víðum skilningi eru frásagnarleg eðlis, eða á ein- hvem hátt skírskota til ytri tilveru. Ekki er svo að skilja, að í öllum tilvikum sé um beinlín- is „fígúratífa" list að ræða, en þessi afstaða setur eðlilega sinn svip á innihald safnsins, og má rekja hana til stofnenda þess. Bresk samtímaJist skipar veigamikinn sess meðal verka safnsins. Má nefna Franeis Bacon annars vegar, og hins vegar miklu yngri landa hans Damien Hirst og Gary Hume. Þó má segja að þungamiðju safnsins (bæði bókstaf- lega og í yfirfærðri merkingu) megi finna í sal tileinkuðum þýska listamanninum Anselm Ki- efer. Er þá öðru fremur átt við voldugt „blý- bókasafn" hans, með tvínefninu The high priestess / Zweistromland. Þetta áhrifamikla verk býr yfír ótæmandi möguleikum hvað snertir tilvísanir, túlkun og innlifun. Enda eru þess mörg dæmi að gestir safnsins komi mörg- um sinnum, eða komi langleiðis að, fyrst og fremst til þess að upplifa þetta listaverk. í meginhluta safnsins eru breytilegar sýn- ingar. Hverju sinni era listaverk fengin að láni frá söfnum og einstaklingum víðs vegar að. Hér nægir að nefna nokkrar af sýningum síð- ustu tveggja/þriggja ára: Ross Bleckner, Al- berto Giacometti / Nicolas de Stael, R.B. Kitaj, Olav Christopher Jensen, Odd Nerdr- um. Þegar þetta er skrifað stendur yfir sýning á verkum þýska listamannsins Gerhard Richt- er. Richter er vafalaust meðal merkustu lista- manna okkar tíma. Hér eru sýnd rúmlega fímmtíu málverk frá áranum 1964 - 1998. Gefst gestum kostur á að skyggnast inn í sér- stæða myndveröld; annars vegar málverk unnin með ljósmyndir að fyrirmynd, hins veg- ar óhlutbundin verk. í báðum tilvikum eru möguleikar málverksins kannaðir af mikilli næmi og spurningar vakna um samband myndar og veraleika. Gegnum verk lista- mannsins má nálgast margar grundvallar- spurningar um eðli og tilgang myndlistarinn- ar. Á sannfærandi hátt brúar hann bilið milli þess hlutbundna og óhlutbundna, grónar hug- myndir víkja, því eiga verk hans erindi til allra kynslóða. Þessari sýningu er (á skrifandi stundu) að ljúka og ekki verður fjallað frekar i GILI er e ASTRUP FEARNLEY LIS7 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.