Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 14
Þegar Meitillinn h/f hóf rekstur í Þorláks- höfn 1949 stóð þar merkilegur bær, steinhlað- inn að hluta og settu fjórir kvistir sérstæðan svip á hann utanverðan, en að innanverðu var stofa með spjaldþili og lokrekkjum. Þessi bær var byggður 1870, en þótt ekki virðist beint landþrengsli í Þorlákshöfn varð endilega að brjóta bæinn niður og eyða honum þegar byggja þurfti loðnubræðslu. Skúli Helgason fræðimaður frá Svínavatni reyndi að fá því framgengt að bærinn yrði fluttur, en án árangurs. Vandalisminn, sem Víkverji nefndi svo, réði ferðinni og þess- vegna er Þorlákshöfn nú fátæklegri staður en annars væri. Norðan við bæinn í Þorlákshöfn stóð gömul sjóbúð, nefnd Kirkjubúð. Hafði hún verið byggð á tóft torfkirkju sem þar stóð til 1770. Jarðýta var sett á þessar minjar, tóft- ina og kirkjugarðinn; heila móverkinu ýtt út í fjöru og voru hauskúpur og leggir að velkjast í fjöruborðinu á eftir. Þetta var gert vegna nýrrar loðnubræðslu og stækkunar á athafna- svæði hafnarinnar. Ástseðulaus eyðing Haukadalsbeejar Meðal merkustu bæja í Arnesþingi fyrir ut- an Skálholt var efalaust Haukadalur, land- námsjörð og fyrsta skólasetur landsins. Haukdælir, afkomendur Ketilbjamar hins gamla á Mosfelli, voru heimsborgarar á sinni tíð, sigidir og forframaðir úti í Evrópu. A öld- um fátækarinnar missti Haukadalur þá reisn sem verið hafði, en bærinn stóð á sínum stað á hólnum við Beiná, þar sem Haukadalskirkja stendur nú ein eftir. Til er Ijósmynd af Haukadalsbænum frá 1898, sem sýnir að hann var mjög stæðilegur; veggimir vel á sig komnir og fallega hlaðnir, líkiega að einhverju leyti úr hveragrjóti. I þessum bæ var búið til 1930, þá byggði Haukadalsbóndinn, Sigurður Greipsson glímukóngur, yfir fjölskyldu sína og íþrótta- skólann „á Söndunum" í námunda við Geysi. Danskur hugsjónamaður um skógrækt á Islandi, Kristian Kirk, keypti hluta jarðarinn- ar 1938 og ári síðar girti hann þá landareign af og hún var afhent Skógrækt ríkisins. Þá hafði að vísu ekki verið búið í Haukadalsbæn- um í 9 ár og hann var að einhverju leyti fallinn. Skógræktin hefur ekki talið það hlutverk sitt að endurreisa bæinn og halda honum við. Hinsvegar töldu menn ekki eftir sér að erfiða með skóflum og hökum við eyðingu bæjarins, en jarðýtur vom þá ekki komnar til sögunnar. Nú sést ekki sést einu sinni móta fyrir bænum þar sem Ari fróði dvaldi ungur við fót- skör Halls Þórarinssonar hins spaka og skóla- frömuðarins Teits Isleifssonar. A bæjarhóln- um er ekkert til minningar um fyrsta skóla á Islandi, ekki einu sinni vörðubrot eða einfalt skilti með fáeinum upplýsingum. Góðu frétt- irnar frá Haukadal eru hinsvegar þær að nú rís stórt og myndarlegt timburhús við hlið veitingabúðarinnar við Geysi og þar verður Hálendismiðstöð með útibúi írá Byggðasafni Arnessýslu, en einnig Geysisstofa þar sem gestir á staðnum fá fræðslu um jarðfræði hverasvæðisins. Fyrst svo vill tii að ljósmynd er til af bæn- um í Haukadal væri vel hægt að ráðast í að byggja hann að nýju eins og hann var. Hleðslugrjótið er áreiðanlega undir jarðveg- inum og bærinn gæti vel nýzt til að sýna er- lendu og innlendu ferðafólki dæmi um ís- lenzka byggingarlist. Torfbærinn er hvort sem mönnum líkar betur eða ver það eina sem við höfum lagt til byggingarlistar í heiminum. Herminjum eytt i Kaldaðarnesi Kaldaðames er sögustaður í Amessýslu og þaðan er kominn merkur helgigripur sem varðveittur er á Þjóðminjasafni: Kaldaðar- neskrossinn, róðukross, þ.e kross með út- skomu Kristslíkneski. Við hemám Breta vor- ið 1940 fékk Kaldaðames sérstaka hemaðar- lega þýðingu með því að byggður var herflug- völlur á bökkum Olfusár og reis herbækistöð eða kampur í Kaldaðamesi vegna þessa. Meðal þess sem byggt var í tengslum við flugvöllinn var vatns- og varðtum, steinsteypt bygging með svipmóti virkis að ofanverðu þar sem steinsúlur náðu upp fyrir þakið og boga- dregnu opi sem setti svip á þetta mannvirki að neðanverðu. Þetta var í rauninni merkiiega falleg bygging og setti sannarlega svip á stað- inn, enda fátt sem stendur uppúr flatneskj- unni í Flóanum vestanverðum. Blaðið Dagskráin á Selfossi sagði frá þvi í mai sl. að Flugklúbbur Selfoss varð 25 ára og fór af því tilefni í hópferð tíl Kaldaðamess til að skoða gamlar stríðsminjar, þar á meðal tuminn. Mönnum brá í brún þegar ljóst var að hann var horfinn; hafði bara verið brotinn niður sísona. Sögulegt minnismerki um her- námið á Suðuriandi, kannski það eina sem einhver veigur var í, hafði orðið þessari óskilj- anlegu eyðingaráráttu að bráð. Ekki gat tuminn verið fyrir neinum og allt er umhverfið svipminna eftir. Varla hefur KORNATAL SMÁSAGA EFTIR HELGA INGÓLFSSON Hermaðurinn, dolfallinn í fyrstu og síðan heiftugur, var staðráðinn í að veita þessum ófyrirleitna durti ráðningu og karlhróið virtist vita það, eins og hann beygði sig og teygði fram álkuna. Arkímedes tók vart eftir mjúku hljóðinu, þegar olíuborið stálið var dregið úr nautshúðarslíðrinu. neinn getað notað efnið og niðurbrotið hefur kostað bæði fé og fyrirhöfn. Hús frá 19. öld eru ekki víða í Árnesþingi. Þó er eitt í Kaidaðamesi, sýslumannssetrið, sem byggt var 1892 og stóð vel af sér jarð- skjálftann mikla 1896 sem varð afar harður í næsta nágrenni, á Selfossi og í Ölfusinu, þar sem torfbæimir hmndu. Kannski þykir ein- hverjum að landhreinsun sé þegar hús eins og þetta brennur eða er rifið. Það væri að minnsta kosti í samræmi við hefðina. Gott er þó að geta bent á að þetta hús stendur enn, dæmigert 19. aldar hús og bam sins tíma, en samt hefur það verið eins og höll við hliðina á torfkofunum sem almennt voru á bæjum hér sem annarsstaðar 1892. Arnarbælishúsið brennt Harðasta jarðskjálftahrinan í Ölfusinu 1896 kom 5. september og hmndu þá flestir bæir, þar á meðal prestsetrið í Amarbæli, þar sem séra Ólafur Ölafsson, síðar Fríkirkjuprestur, gegndi embætti. Má nærri geta hver vá var fyrir dymm þegar veturinn var í nánd og bæ- irnir í rúst. Þá gerðist það að skip strandaði í Selvogi og varð strandgóssið eins og himna- sending fyrir Ölfusinga. Óstöðvandi leki kom að norsku seglskipi, hlöðnu húsaviði, og var því af ásettu ráði siglt í strand á fjöm austur af Strandarkirkju. Mannbjörg varð og eins var hinum dýrmæta húsaviði bjargað á land, þar sem hann var síð- an boðinn upp. Séra Ólafur í Arnarbæli var stórtækur á þessu uppboði og gat síðan látið reisa tvflyft íbúðarhús, sem þótti svo glæsi- legt að menn tóku á sig krók með Friðrik kon- ung 8. í Islandsferð hans 1907 til þess að láta hann gista þar. Arnarbæli var prestsetur framyfir miðja öldina og eftir það var jörðin leigð og búið í húsinu framyfir 1980. Það hefur án efa þurft sitt viðhald, sem trúlega hefur verið vanrækt. En í stað þess að finna því hlutverk og halda því við var slökkviliðinu í Þorlákshöfn leyft að kveikja í því og æfa sig þar í slökkvistaríí, segir í frétt í Morgunblaðinu 13. nóvember 1992. Mjólkurbú Flóamanna molað niður Ekki era margir kaupstaðir á Islandi sem geta státað af húsi eftir Guðjón Samúelsson húsameistara. Selfoss hafði þá sérstöðu að geta bent á tvö verk Guðjóns - en sú sérstaða entist aðeins í eitt ár. Guðjón Samúelsson lagði fyrst fram teikn- ingar af fyrirhuguðu Mjólkurbúi Flóamanna 1925 en húsinu var lokið 1929 og þá hófst rekstur MBF. Þetta var glæsilegt hús og Guðjón tengdi það fomri, íslenzkri byggingar- hefð með tveimur stómm burstum sem stóðu út úr aðalbyggingunni og 25 m hár reykháfur setti svip á bygginguna og umhverfið. Annars þykir mér ekki ólíklegt að Guðjón hafi tekið mið af dönskum mjólkurbúum þegar hann formaði útlit þess. Flóabúið hafði staðið í tvo áratugi þegar talið var að stækkun þess þyldi enga bið. Enn sem fyrr neitaði Fjárhagsráð að byggt yrði nýtt mjólkurbú frá gmnni, en ráðið taldi sig ekki geta staðið gegn breytingum eða „endur- byggingu“ á gamla húsinu. Byrjað var á breytinum sem leystu engan vanda; reykháf- urinn var felldur, og loks fékk sú hugmynd brautargengi að mölva niður allt gamla húsið og byggja nýtt. Fenginn var krani með þunga kúlu frá Reykjavík til mola gamla mjólkurbúið mélinu smærra. Það kom síðan í hlut Skarphéðins Jó- hannssonar arkitekts að teikna nýtt mjólkur- bú á gmnni þess gamla. Þar var vígt sumarið 1955 og stendur enn með mikilli prýði. Auðveldast er að kenna Fjárhagsráði um þegar hús sem var staðarprýði er ekki til lengur. Gamla Flóabúið var ekki bara eitt- hvert verksmiðjuhús utanum mjólkurfram- leiðslu. Það var hluti af byggingarlistararfi okkar og þar að auki eftir okkar merka braut- ryðjanda, Guðjón Samúelson. Eftir stendur enn eitt dæmið um eyðingu menningarverð- mætis. En einu ári áður en gamla mjólkurbú- inu var fargað hafði annað hús frá hendi Guð- jóns risið á Selfossi; útibú Landsbanka ís- lands, sem tekið var í notkun 1953. Kúlan góða hefur enn ekki verið fengin til að granda því. Heimildir: Skálholt, skrúði og áhöld. Eftir Kristján Eldjárn og Hörð Agústsson. Flóabúið. Saga Mjólkurbús Flóamanna í 60 ár. Eftir Sigurgrím Jónsson, Jón Guðmundsson og Pál Lýðs- son. Saga Selfoss eftir Guðmund Kristinsson. Kristinn Vigfússon staðarsmiður. Æviminningar eftir Guðmund Kristinsson. Eyrarbakki - Húsakönnun. Eftir Lilju Amadóttur, útg. Pjóðminjasafn íslands. fbúðarhúsið í Arnarbæli og skipsstrand í Selvogi. Grein í Lesbók Morgunblaðsins eftir Konráð Bjamason frá Þorkelsgerði 20/2 1993. Styrjaldarárin á Suðurlandi. Eftir Guðmund Kristins- son. Dagskráin, fimmtud. 20. mai 1999. TELJA sandkorn?“ Gelon prins gaut augum í glettinni undrun til hirðgæðinganna, sem íylgt höfðu honum inn í vinnustofuna, og þeir endurguldu brosið. Ibúar Sýrakúsu allir, stafkarlar sem stórbokkar, þekktu furðufuglinn þann arna, ef ekki af raun, þá af afspurn. „Ertu virkilega farinn að telja sand- korn, frændi?" „Ekki telja þau,“ andmælti Arkímedes önug- ur, en gætti þó að sýna ekki vanvirðingu. Hon- um var meinilla við að silkihúfurnar birtust fyr- irvaralítið inni á gólfi hjá honum, iíkt og hann væri sýningargripur. „Reikna þau út. Yðar göfgi,“ bætti hann auðmýkri við. „Óil sandkomin í heiminum?" Gelon kímdi, um leið og hann laut yfir breiddan papýrus- strangann, sem flattur var út á borðinu með fjórum fínslípuðum granítsívalningum á horn- um. Prinsinn rýndi í tplurnar með spekingsleg- um uppgerðarsviþ, en gáskinn leyndi sér ekki, né heldur sú staðreynd að hann háfði vart snef- ilvit á því sem fyrir augu bar. Ekki voru þetta venjulegar tölur, sem notaðar voru til reikn- ingsskila hvarvetna í hinum grískumælandi heimi, heldur tölubókstafir af því tagi sem lærðir stærðfræðingar kunnu einir til hlítar, auk óteljandi tákna sem Gelon þekkti hvorki haus né sporð á. Hver gat sagt til um hve mörg sandkorn væm til í heiminum? Slíkt fánýti ork- aði hreint út sagt skoplegt! Stundum urðu þeir lærðu sem einfeldningar í eltingarleik sínum við einskisverða þekkingu. Axlir prinsins hrist- ust og einnig korraði í tveimur eða þremur já- bræðmm í föraneyti hans. „Nei, yðar göfgi, ekki öll sandkornin sem til era í heiminum," svaraði Arkímedes, af óþolin- mæði hins lærða gagnvart þeim ólærða. Þegar spekingnum rann svo í skap, vék hið tæra dóríska móðurmál hans fyrir egypskuskotinni grísku, sem hann hafði tileinkað sér á námsár- unum í Alexandríu. „Öll þau sandkorn sem þyrfti til að fylla heiminn." „Allan heiminn?" Prinsinn leit upp með lang- vinnu undrunarblístri og sólarsneiðingur, sem barst inn milli súlnanna, baðaði myndarlegt andlitið bjarma. „Það er jafnvel enn meira, frændi." Hann var um fertugt, stæltur maður og dökkur yfirlitum, skegglaus með hörkuleg kjálkabein, húð granstæðisins dekkri vegna skeggrótarinnar. Ur blökkum augunum skein galsi, en einnig ættarslægðin, sem fleytt hafði fóður hans til valda. Prinsinn klæddist leirrauð- um og ermastuttum chiton vegna sumarhit- anna; gullinbrúnir og gljáandi vöðvar upphand- leggjanna hnykluðust. Kyrtillinn var úr léttasta Lýdíulíni og litaður í Halikarnassos. Yfir svart og örlítið grásprengt hárið var strengdur silfraður og smekídegur hártygill. Á milli súlnanna sá út á sólbaðaða marmaraver- önd og neðan úr hallargarðinum bárust lúðra- hvellar raddir leikandi drengja sem vörpuðu bolta á milli sín, ekki með tungutaki rustafeng- inna götustráka, heldur orðfæri fágaðra aðals- mannasona. Ef horft var út yfir virkisveggi konungshverfisins gat að líta þök stórhýsa í Achradinu. Handan þeirra og fjarlægari bygg- inga sást út að Hexapylon, Sexhliðamúrnum, og í hitamistrinu enn fjær grillti í grængular hlíðarnar, sem lágu upp að Epipolae-sléttu. „En,“ stundi prinsinn upp úr sér, „en til hvers? Til hvers í ósköpunum að fylla heiminn af sandi?" „Það var hæsta tala, sem ég gat hugsað mér.“ Sem ætíð var Arkímedesi skapraun að slíkri truflun og hann var stuttur í spuna, í von um að pótintátarnir hyrfu og hann gæti haldið áfram við vinnu sína. „Ó. Já. Ég skil.“ Gelon brá vísifingri upp að þunnum og konunglegum vörunum. Strákslejg- ur glampinn hvarf þó ekki úr augunum. „Eg skil, frændi.“ Slíkum snillingum var ekki alltaf lagið að skýra út hvað þeir vom að fara. Hafði nú frændi hans endanlega glatað glóranni? Hingað til hafði einvaldssyninum þótt heppi- legt að hampa venslunum, þótt fjarlæg væru, en ef til vill var tímabært að endurskoða það, ef sá gamli var orðinn svo vitlaus að reikna út hve mörg sandkorn þyrfti til að fylla heiminn. Sá gamli? Aldursmunurinn var ekki ýkja mikill; vísindamaðurinn kominn lítið eitt á sextugsald- urinn. Gelon studdi vísifingrinum aftur niður á handritið. Tölurnar þar voru grískar - smærri bókstafir felldir inn í eða tengdir þeim stærri - en ekki rómverskar. Þrátt fyrir hernaðarlega yfirburðastöðu Rómverja hér um slóðir höfðu þeir lítið að færa Grikkjum í menningarefnum. Nær öll gríska vesturbyggðin var komin undir hæl Eneasarniðja. Nema Sýrakúsa og ná- grenni. Og Gelon vissi að það var eingöngu að þakka pólitískri slægð föður síns, sem hafði stýrt milli brims og boða; fimur dvergur sem skaust lipurlega um fætur tveggja risa. Sikiley var brennidepill millum Rómar og Karþagó, og ekki voru nema sjö ár síðan ógnarstyrjöld hinna voldugu gi-anna um yfirráð hennar lauk. Hernaðurinn hafðj leikið margar borgir eyjar- innar svo grátt að þær máttu heita rústir einar. En Sýrakúsa hafði sloppið ósködduð úr þeim hildarleik, svo var fyrir að þakka forsjálni ein- valds borgarinnar, hinum slóttuga Hieroni II, föður Gelons, sem söðlað hafði um snemma í styrjöldinni og gengið í lið með þeim sem báru hærra hlut. Ymsum keppinautum hafði verið rutt úr vegi og fyrir vikið dafnaði Sýrakúsu- borg sem aldrei fyrr að auði og virðingu. „Ég skil,“ endurtók Gelon og sló fíngurgóminum nokkrum sinnum létt á skrjáfandi handritið. „Eða, öllu heldur," viðurkenndi hann, „ég skil ekki. Hvaða hagnýtt gildi hefur það?“ „Hagnýtt gildi?“ Arkímedes fussaði, svo að einn eða tveir slefdropar sátu eftir í úlfgráu skegginu. Hann yrði seint talinn meðal snyrti- menna, blessaður karlinn. Sögur fóru af því að hann væri stundum svo upptekinn af útreikn- ingum sínum að hann gleymdi að matast eða þrífa sig dögum saman. Klæðaburður hans vitnaði um hve utangarna hann var, klæddur þykkum hymation eins og hávetur væri. Skikkjan sú var að vísu úr góðri ull, en hefði al- veg þolað þvott. „Hagnýtt gildi skiptir engu. Stærðfræðin er hreinust og tærust allra vís- inda, eins og Pýþagóras frá Krótónu sagði.“ Hann bandaði hendi fyrirlitlega út í loftið, eins og til að gefa í skyn að hagnýt vísindi væru fis í vindi. Skikkjufaldurinn feykti lausum papýrusörkum af borðinu, en hugvitsmaðurinn gaf því engan gaum. „Hagnýtt gildi er bara ómerkileg aukageta, eitthvað sem hrista má fram úr erminni.“ Einvaldssyninum og sporgöngumönnum hans var dillað yfir þessari framkomu. Vinnu- stofa vísindamannsins var skemmtilegri en gamanstykki í leikhúsi Díonýsosar. Og furðu- gripirnir þarna inni! Ofan á fjóram útskornum trésúlum, rúmrar mannhæðar háum, hvíldi hvolf og í það var málaður stjörnuhiminninn að næturlagi. I einu horni herbergisins stóð ólík- indatól; nokkrar bronsgjarðir á einum öxli og mátti velta hverri þeirra á alla vegu. Uppi í hill- um, innan um rykfallnar bóki-ollur, gat að líta kúlur, sívalninga, hringi, keilur, áttflötunga, tólfflötunga, hvað eina sem nöfnum tjáði að nefna. Furðugripir af undarlegustu gerðum, sumum raðað saman. „En segðu mér þá nánar frá, frændi,“ sagði Gelon glottandi við tönn, í von um að kynda frekar undir kenjum meistarans. „Hvernig má fylla heiminn allan af sandi?“ „Um það snýst málið ekki,“ svaraði vísinda- maðurinn, eilítið mildari yfir fróðleiksfýsninni. „Sjáðu nú.“ Hann teygði sig eftir boltastórri glerkúlu ofan úr hillunni, furðulega gljáandi innan um rykfallna hluti, skilnaðargjöf sem Eratosþenes hafði gefið honum, þegar hann hvarf frá Alexandríu. „Setjum svo að þetta sé heimurinn allur. I slíkum heimi er mannfólkið agnarlitlar örður, sem ekki eru sýnilegar aug- um, og sandkornin margfalt smærri." Gelon horfði vantrúa á kúluna og síðan beint í augu hugsuðarins. „En hvernig getur nokkur maður vitað hve stór heimurinn er?“ Ai-kímedes klóraði með lausu hendinni í kampinn, eins og hann velti fyrir sér hvort slík speki yrði auðskýrð fyrir eðalbornum oflátung- 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.