Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 13
LEIFAR af hinni miklu altarisbrík frá Skálholti sem kennd hefur verið við Ögmund biskup. Hún átti að fara í Dómkirkjuna í Reykjavík en dagaði uppi og varð ónýt í verzlunarhúsum Eyrarbakkakaupmanns. Fáeinar smástyttur eru það eina, sem nú er eftir af bríkinni. MJÓLKURBÚ Flóamanna - gamla mjólkurbúið sem Guðjón Samúelsson teiknaði og tekið var í notkun 1929, en brotið niður 1954 og nýtt mjólkurbú byggt á sama stað. VATNS- og varðturn í Kaldaðarnesi, minjar um herstöð og flugvöll í Kaldaðarnesi. Turninn hefur nú nýlega verið brotinn niður. teikningum ferðamanna frá 17. og 18. öld, t.d. vel þekkri vatnslitamynd Cleveleys, er svo að sjá að engar sæmilega stæðilegar byggingar hafi verið á þessu höfuðsetri mennta og kirkjuvalds í Sunnlendingafjórðungi. Hólastaður hefur verið mun reisulegri eftir myndinni úr ferðabók E. Hendersons að dæma og munaði þar mest um dómkirkjuna sem byggð var 1763 úr varanlegu byggingar- efni og stendur enn með prýði. Auðunnar- stofa, stórt norskt timburhús, var búið að standa lengi og setja svip á Hólastað, en var rifin fyrir skammsýni eins og fleiri hús, en. það er önnur saga. Þær menningarminjar í Skálholti sem eyðst hafa og mest eftirsjón er að eru hinar stóru miðaldadómkirkjur, Klængskirkjan 1153- 1309, Ámakirkja 1310-1527 og Ógmundar- kirkja 1527-1567. Til dæmis um stórhug manna á 12. öld má geta þess að Klængskirkj- an var um tvöfalt lengri en núverandi Skál- holtskirkja og töluvert breiðari. Allt voru þetta timburkirkjur, en timbur var ekki hægt að verja gegn fúa og því var þessum stór- byggingum aðeins markaður skammur líftími; Amakirkja var þó búin að standa í 217 ár. Það reyndi aldrei á það til fulls hversu lengi þess- ar stóm timburkirkjur gátu staðið, því þær brunnu allar. Eitt af því sem prýðir dómkirkjuna á Hól- um er altarisbrík, skorin í tré og máluð. Brík- ur af þessu tagi prýddu kirkjur víða í Evrópu fyrr á öldum. Þær vora yfirleitt flæmskar eða hollenzkar; þar var gerð altarisbríka þróaður listiðnaður og myndefnið var sótt í hina helgu bók, en stundum bætt við myndum af dýrling- um síðari alda ásamt með demónum og púk- um úr neðra. Ögmundarbrík Samskonar altarisbrík var í Ögmundar- kh-kju, en ekki er á hreinu hvort Ógmundur biskup aflaði hennar til kirkjunnar í Skálholti, eða hvort það var fyrirrennari hans. Allt að einu hefur hún verið nefnt Ögmundarbrík. Er af henni dapurleg saga, sem getur þó talizt dæmigerð fyrir afdrif ýmissa menning- arminja. Um björgun altarisbríkurinnar úr eldsvoðanum segir svo í Biskupsannálum Jóns Egilssonar: „En annan dag júlí að kveldi kom eldur í kirkjuna í Skálholti, nær um miðjan aptan. Sumra sögn er það, að sá eldur hafí komið af lopti, en aðrir segja, að þeir hafí haft eld með- ferðis í glóðarkerum, og út við stöpulinn. Ut- an það varð endir, það hann varð ekki slökkt- ur, og kirkjan var brunnin öll að náttmálum, utan prestamir og kirkjulýðurinn með karl- mönnum og konum komu undan mestöllu, skrúða og bókum. Það er manna mál, tvær konur hafí borið skrínið með öllum umbúnaði, en aðrar tvær þá hina stóru bríkina...“ Undarleg er þessi lýsing. Bríkin í Hóladóm- kirkju er að mér sýnist nokkurra manna tak. I Skálholti halda tvær konur á altarisbríkinni út úr eldhafinu. Það hafa verið hálfgildings tröU- konur, ef rétt er með farið, en mannfátt var á staðnum því þing stóð yfir. Bríkin mikla eins og hún var líka nefnd virðist hafa verið sam- sett úr 8 smærri bríkum sem mynduðu heild. Enda þótt helgimyndum úr kaþólskum sið væri eytt eftir siðaskipti fékk þessi höfuð- prýði Skálholtskirkju að vera þar áfram. Hún var í Gíslakirkju sem næst reis, og þegar Brynjólfur biskup byggði talsvert minni kirkju en áður höfðu verið í Skálholti hefur verið annmörkum háð að koma bríkinni fyrir í heild. Því voru fjórir hlutar bríkurinnar seldir en fj'órir, líklega miðhlutinn, prýddu kirkjuna framundir lok 18. aldai-. Þá var verið að ljúka smíði Dómkirkjunnar í Reykjavík og hafði frá upphafi verið ákveðið að Ogmundarbrík yrði flutt frá Skálholti og sett upp syðra. Ámundi Jónsson, frægur listasmiður, var fenginn til þess að taka bríkina niður og búa um hana. Til hlífðar myndunum vora notuð 55 pund ullar, smíðaður jámsleginn eikarsleði sem fjóram dráttarhestum var beitt fyrir og á ^ honum var bríkin dregin að vetrarlagi niður á Eyrarbakka og komið fyrir í verzlunarhúsinu hjá Lambertsen kaupmanni. Þaðan átti að flytja hana með skipi til Reykjavíkur. Þegar Dómkirkjan var vígð 6. nóv. 1896 var bríkin þó ekki komin á sinn stað. Sinnuleysi embættismanna vai' kennt um og síðan kom í ljós að bríkin hafði grotnað niður hjá kaup- manninum. Enn lá hún þar lengi í hirðuleysi og haft eftir gömlum mönnum á síðustu öld, að hún væri notuð til að leggja á krof og slát- ur; jafnvel sem fjalhögg þegar ket var brytj- að. Að lyktum hafði hún öll sparkast í sundur. Fornleifanefndinni dönsku, sem sett var á laggimar 1807, barst til eyma hvemig komið var og urðu miklar bréfaskriftir milli hennai' og stiftsyfirvalda. Niðurstaðan var sú að því sem eftir var af bríkinni var pakkað í tvo kassa og sent til Kaupmannahafnar með Eyr- arbakkaskipi. Það reyndist nánast allt ónýtt nema smámunir, sem hér sjást á myndum, og Þjóðarsafn Dana gaf Þjóðminjasafni Islands 1930. Lefoliiverxlun fór fyrir litið Leefoliiverzlun á Eyrarbakka var ekki að- eins stærsta hús á Suðurlandi heldur lang- samlega umfangsmesta verzlunin í landsfjórð- ungnum; spannaði Suðurland austan úr Skaftafellssýslu og vestur í Selvog. Hún var arftaki hinnar gömlu einokunarverzlunar, en kennd við þá Lefolii-feðga á 19. öld og ekki lagði hún upp laupana fyrr en 1919. Ljós- • myndir frá því fyrir 1900 sýna að verzlunin hefur verið tilkomumikið hús með háu risi og síðasta viðbyggingin, nefnd Kramhúsið, var byggt á steinhlöðnum kjallara. Elzti hluti bygginganna var frá 18. öld en smám saman hafði verið bætt við og mynduðu húsin ferhyming utan um port. I fyrstu vora húsin timburklædd að utan, en klædd bára- járni eftir að það varð fáanlegt í lok 19. aldar. Gluggar vora stórir og gluggahlerar fyrir þeim að sunnan og vestanverðu. Af myndum má sjá að stoðir hafa haldið uppi þverbitum undir efra gólfi og samkvæmt þeirrar tíðar hætti var ýmisskonar verzlunarvara, ekki sízt búsáhöld, hengd neðan í loftin. Vestan við húsin var stórt hlað og þar var oft kraðak manna og áburðarhesta; sumh’ með heima- ofna ullarpoka til innleggs, aðrir að afla sér trjáviðar, sem búið var að lyfta á klakk en dróst við jörðu að aftan. Hvar skyldi svo þetta stórhýsi vera núna? Eina ummerkið á staðnum er líkan undir gleri. Það er vissulega betra en ekki neitt að sjá að einhvemtíma hafi þetta hús verið til. Hér varð stórslys; annað er ekki hægt að kalla það, því húsinu var viljandi eytt. Eftir að Eyrarbakkaverzlun lagði upp laupana var húsið um tíma í eigu Kaupfélagsins Heklu og þamæst varð það eign Kaupfélags Árnesinga. Forystumenn K.Á vildu lyfta undir Þorláks- höfn sem framtíðar hafnar- og útgerðarstað við suðurströndina, en Fjárhagsráð neitaði um leyfi fyrir byggingarefni, og mönnum fannst þá í skammsýni sinni að gnægð timb- urs væri til í verzlunarhúsunum á Eyrar- bakka, engum til gagns. Kaupfélagsstjóri K.Á og stjórn félagsins gengu fram með ótrúlegri skammsýni þegar húsin voru rifin. Það voru þó aðeins nýtileg- ustu trén sem flutt vora út í Þorlákshöfn og höfð þar í sperrur í salthús sem brann til kaldra kola 1987. Harðar deúur urðu um niðurrif húsanna og virðist Víkverji Morgunblaðsins betur hafa gert sér gi-ein fyrir mikilvægi húsanna en þeu- austanfjallsmenn. Hann segir svo 2. júní, 1950 undh' fyrirsögninni Skemmdarverk á söguleg- um minjum: „Fregnir berast um það austan frá Eyrar- , bakka, að þar eigi að fara að fremja skemmd- arverk á sögulegum minjum. Það eigi að rífa gömlu verzlunarhúsin þar. Það er óþarfí að fara mörgum orðum um slíkan vandalisma, ef rétt er hermt frá. Þá eiga yfírvöldin að taka í taumana strax. Því það vill svo vel til, að til eru lög, sem banna skemmdarverk á sögulcg- um minjum.“ „Framfaraæði" og vandalismi Nothæft timbur úr verzlunarhúsunum þótti minna en menn höfðu búizt við. Því var kastað í haug og síðan haldið uppboð og kai'larnir í Flóanum keyptu það sem nýtilegt var af spýt- unum. Guðmundur Ki-istinsson, sem skrifað > hefur sögu Selfoss, kallar það „framfaraæði" þegar menn sjást ekki fyrir í framfarasókn- inni og farga ef til vill stónnerkilegu húsi vegna þess að í hita augnabliksins vantar spýtur. Guðmundur telur að Húsið á Eyrar- bakka hefði farið sömu leið ef Halldór útgerð- armaður í Háteigi hefði ekki keypt það. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.