Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 2
SCHOLA CANTORUM Á TÓNLEIKUM KIRKJULISTAHÁTÍDAR FRUMFLUTT VERK EFTIR OLIVER KENTISH ISLENSKIR LISTAMENN Á SAMSÝNINGU GRAFÍK- LISTAMANNA KAMMERKÓRINN Schola Cantorum syng- ur undir stjórn Harðar Askelssonar á tónleik- um Kirkjulistahátíðar í Hallgrímskirkju ann- að kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20.30 og eru tónleikarnir tileinkaðir flutningi Davíðssálma gegnum aldirnar. A tónleikunum verða eingöngu fluttir bibl- íulegir sálmar í ólíkum tónsetningum, allt frá gregorsku sálmtóni til fjölradda tónsmíða 20. aldar. „Tónsetning Davíðssálma hefur verið fyrirferðarmikil hjá kirkjutónlistarsmiðum á öllum tímum. A þessum tónleikum verður flutt úrval af mótettum frá tveimur skeiðum í kirkjutónlistarsögunni. Ur bókinni Brunnur Israels eftir Johann Hermann Schein flytur kórinn nokkrar mótettur, sem sjaldan eða aldrei hafa heyrst hér. Þar er þýskur texti Sálmanna túlkaður á mjög myndrænan hátt, með svipuðum hætti og samtímamaður Schein, Heinrich Schútz, gerði. Sem and- stæða tónverka barokkhöfundarins verða fluttar mótettur frá okkar dögum. Kórinn frumflytur mótettu yfir Sálm 25 eftir Oliver Kentish, sem var sérstaklega pöntuð fyrir Kirkjulistahátíð. Meðal annarra verka á tón- leikunum má nefna verk eftir Poulenc, Jón Hlöðver Askelsson og Hörð Askelsson, stjómanda kórsins," segir í fréttatilkynningu frá Kirkjulistahátíð. Oliver Kentish segir það mikinn heiður fyr- Reuters BEATRIX Hollandsdrottning virðir fyrir sér málverk á sérstakri hátíð sem haldin var á mið- vikudag í Van Gogh-safninu í Amsterdam í tilefni þess að það var opnað á ný. VAN GOGH-SAFNIÐ OPNAÐ Á NÝ EFTIR ENDURBÆTUR Amsterdani. Reuters. VAN Gogh-safnið í Amsterdam hefur verið opnað formlega á nýjan leik og var Beatrix Hollandsdrottning meðal gesta sem mættu til opnunarhátíðarinnar. Safnið hefur verið lokað í tíu mánuði á meðan kostnaðarsamar endur- bætur fóru fram á híbýlum þess og jafnframt var japanski arkitektinn Kisho Kurokawa fenginn til að hanna nýbyggingu, sem byggð var við safnið. Upphaflega var einungis gert ráð fyrir að um sex hundruð þúsund gestir heimsæktu Van Gogh-safnið á ári hverju en undir það síð- asta voru gestimir komnir vel yfir eina millj- ón og var því gripið til þess að ráðs að stækka safnið. Era salir þess nú, að aflokinni stækk- uninni, rúmlega tvö þúsund fermetrar að stærð. í viðbyggingunni verður boðið upp á sýn- ingar á nútímalistaverkum en í meginsal safnsins - sem einnig vom gerðar gagngerar endurbætur á - verður áfram að finna megin- verk þess, m.a. hin ýmsu málverk Vincents Van Goghs. I tilefni opnunarinnar nú var efnt til sýning- ar á listaverkasafni Theos Vans Goghs, bróður Vincents, en hann starfaði sem listaverkasali í París á öndverðri nítjándu öld. Er að finna verk eftir Bemard, Gauguin og Toulouse- Lautrec á sýningunni, sem stendur fram í september en verður þá flutt til Parísar. HAFIÐ í VERKUM EYJASKÁLDA í JÚLÍ í sumar gengst Norræna stofnunin á Álandseyjum fyrir dagskrá um hafíð í ljóðum og sögum norrænna eyjaskálda. „Hafið“ nefn- ist dagskráin í flutningi leikara á sænsku og em skáldin frá Alandi, Islandi, Færeyjum og Grænlandi. Dagskráin er samvinnuverkefni Norrænu stofnananna á Alandseyjum og Grænlandi og norrænu húsanna í Færeyjum og á Islandi. Flytjendur ljóða og texta em Borgar Garð- arsson, Rune Sandlund, Varste Bemdtsson og Hans Tórgard. Píanóleikarinn Vladimir Shafranov sér um tónlist. Stjómandi dag- skrárinnar er Eyun Johannessen. I ágúst verður dagskráin flutt í heimalönd- um skáldanna og á næsta ári er fyrirhugað að flytja hana í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð. Gefið verður út rit með ljóðum og textum þar sem skáldin verða kynnt. Fimm íslenskir höfundar Meðal skálda sem lesið verður eftir em Færeyingarnir William Heinesen, Christian Matras, Rói Patursson og Gunnar Hoydal, Karl-Erik Bergman frá Alandseyjum og Grænlendingurinn Moses Olsen. Flutt verða ljóð og textar eftir fimm íslensk skáld: Halldór Laxness, Stein Steinarr, Gunn- ar Gunnargson, Jóhann Hjálmarsson og Snorra Hjartarson. Dagskráin verður í Norræna húsinu í Reykjavík 10. ágúst næstkomandi. ir sig að hafa verið beðinn að semja fyrir Kirkjulista- hátíð. Hann hafi samið verkið, sem er fimmraddað, með kórinn og kirkjuna í huga. „Ég nota þögn til að láta hljómana njóta sín í kirkju- rýminu. Og ég geri kröfur til kórsins, sem er besti kór- inn á landinu. Ég samdi verkið á föstudaginn langa og það ber keim af því, maður var í þungum þönkum," segir Oliver. Hann heyrði verkið fyrst flutt á æfingu Schola Cantorum á dögunum og kveðst mjög sáttur við útkomuna. „Petta er alveg eins og ég hafði ímyndað mér það, þannig að ég hef engar áhyggjur," segir hann. Hádegistíð í Hallgrímskirkju Hádegistónleikarnir I Hallgrímskirkju í dag verða með dálítið öðra sniði en venjulega. Þá verður sungin hádegistíð í tengslum við Da- víðssálmastefnu sem þá stendur í kirkjunni og er hluti af dagskrá helgarinnar sem er helguð Davíðssálmum. Þátttakendur stefnunnar munu leiða tíðasönginn en einnig verður spunnið á orgelið yfir Davíðssálmastef. SAMSÝNING norrænna grafíklistamanna stendur þessa dagana yfir í Óðinsvéum og em fimm íslenskir grafíklistamenn meðal þátttak- enda. Sýningin er liður í átaki Fjónska graf- íkverkstæðisins í því að kynna grafíklist, list- form sem hefur átt undir högg að sækja. Islensku þátttakendurnir eru þau Benedikt Kristþórsson, Birna Matthíasdóttir, Guðný Björk Guðjónsdóttir, Jóhanna Sveinsdóttir og Sigrún Ögmundsdóttir. Birna Matthíasdóttir segir verk þeirra mjög ólík, en þar megi finna tölvugrafík, ljósmyndir, myndir unnar með þurrnál og ætingar. íslensku þátttakendurnir era allir frá félaginu íslensk grafík. Að sögn Birnu hefur Fjónska grafíkverk- stæðið staðið fyrir viðburðum frá því um ára- mót. Meðal annars hafa verið haldnir fyrir- lestrar, sýningar og boðið upp á vinnuhópa. Einnig hefur verið vakin athygli á grafíklist- inni með eftirprentunum af grafíkverkum í strætisvögnum bæjarins. Vonast Fjónska graf- íkverkstæðið með því að ná til nýrra áhorf- enda. Um 65 listamenn frá 13 löndum taka þátt í sýningunni og koma listamennirnir m.a. frá Eistlandi, Litháen og Englandi. Verkin ná yfir vítt svið grafíklistarinnar og má sjá þar hefð- bundnar grafíkmyndir í bland við tilraunir til að víkka svið listformsins. Norræna samsýningin er þó ekki eina graf- íksýningin sem haldin er í Óðinsvéum þessa dagana, því að sögn Birnu standa þar einnig yfir fieiri sýningar og er þeim dreift um borg- ina. Þá segir Birna hugmyndir uppi um að gera grafíksýninguna að reglulegum viðburði þar sem nýtt land haldi sýninguna hverju sinni. Oliver Kentish MENNING/ LISTIft NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Asmundar Sveinsson- ar. Gallerí Fold, Kringlunni Guðrún Öyahals. Til 14. júlí. Gallerí Stöðlakot Rannveig Jónsdóttir. Til 11. júlí. Gallerí Sævars Karls Gylfí Gíslason. Til 7. júlí. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Út úr kortinu: Islensk/frönsk sýning. Til 8. ágúst. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Sverrissalur: Ljósmyndasýning Johns R. Johnsen. Til 28. júní. Ingólfsstræti 8 Hreinn Friðfinnsson. Til 18. júlí. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listasafn ASÍ Samsýningin Cellulose: Jane Balsgaard, Ga- briella Göransson, Gjertrud Hals og Hilde Hauan Johnsen. I öllum sölum. Til 27. júní. Listasafn Árnesinga Ættarmunstrið: Steinunn H. Sigurðardóttir og Inga Jónsdóttir. Til 27. júní. Listasafn Einars Jónssonar Opið laugardaga og sunnudaga 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Yfirlitssýning á völdum sýnishornum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Safn Ásgríms Jónssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Listasafn Siguijóns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar. Til 11. júlí. Mokkakaffi Friðrik Örn, ljósmyndasýning. Til 9. júlí. Nýlistasafnið 16 listamenn frá París: Polylogue 163. Til 27. júlí. Norræna húsið Ljósmyndir af listafólki og menningarfrömuð- um frá menningarborgum Evrópu árið 2000. Anddyri: Norræni ljósmyndaháskólinn. Til 15. ág. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Ragnar Bjarnason, Gunnar Árnason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Handverk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjóminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Hafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. Sparisjóður Garðabæjar Pétur Gautur. Til 1. ágúst. SPRON, Álfabakka Sigurður Örlygsson. Til 9. júlí. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v. Suðurgötu Handritasýning opin kl. 13-17 daglega til 31. ágúst. Þjóðarbókhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. TÓNLIST Sunnudagur . Hallgrímskirkja: Schola Cantorum. Kl. 20.30. Þriðjudagur Salurinn, Kópavogi: Sigurbjörn Bernharðsson fiðluleikari og Anna Guðný Guðmundsdóttir píanóleikari. Kl. 20.30. Miðvikudagur Selfosskirkja: Musica Colorature: Auður Haf- steinsdóttir, Peter Tompkins og Guðríður St. Sigurðardóttir. Kl. 20. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Maður í mislitum sokkum, lau., 26. júní. Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, lau. 26., fós. 2. júlí. Þjóðleikhúsið Hellisbúinn, fós. 2. júlí. Loftkastalinn Söngleikurinn Rent, lau. 26. júní. Hattur og Fattur, sun. 27. júní. Iðnó Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, fös. 25., lau. 26., mið. 30. júní, fim. 1., fös. 2. júlí. Norræna húsið Jo Stromgren „Maskuline Mysterier". Kl. 20. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða í tölvupósti fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menn- ing/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 6691222. Netfang: menning@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.