Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.06.1999, Blaðsíða 12
ÞORLÁKSHAFNARBÆRINN, byggður 1870, var með spjaldþili og lokrekkjum, en miskunnar- laust brotinn niður til að rýma fyrir loðnubræðslu. ARNARBÆLI í Ölfusi, íbúðarhús séra Ólafs Ólafssonar, sem var tvílyft og byggt úr timbri sem fékkst þegar skip strandaði í Selvogi 1896. Húsinu var viljandi eytt með eldi. BÆRINN í Haukadal í Biskupstungum 1898. Takið eftir hve veggirnir eru vel hlaðnir, líklega að hluta úr hveragrjóti. Hér var fyrsti skóli landsins, en öllum minjum um bæinn var kyrfilega eytt 1939. HLÖÐNUM veggjum og gömlum útihúsum, eða hluta af bæjum, hefur nær allsstaðar verið eytt. Hlaðnar tóftir gamals bæjar að Hliðarenda í Fljótshlíð standa þó að hluta til uppi og þessi eini kofi, líklega skemma sem þyrfti að hressa við. Vonandi fá tóftirnar að standa. Menningarverðmæti hafa víða farið forgörð- um, en landshlutar og sýslur hafa haft af mis- miklu að taka. Yfírleitt stendur þetta í réttu hlutfalli við sögustaði, menntasetur og kirkju- jarðir, en einnig verzlunarstaði frá fýrri öld- um. Arnessýsla hefði átt að geta lagt nútíðinni til auðlegð menningarminja í ljósi glæstrar fortíðar og sögustaða eins og Skálholts og Haukadals eða verzlunarstaðar eins og Eyr- arbakka. Sumpart hefur það gerzt sem betur fer og má minna á Húsið á Eyrarbakka og marga góða gripi frá Skálholti sem nú eru varðveittir á Þjóðminjasafni. En því miður segir meðferð á menn- ingrminjum heima í héraði ófagra sögu. Ýms- ar þeirra voru til langt fram á þessa öld, en vegna hirðuleysis; mér liggur við að segja barbarisma, hafa sumar grotnað niður en öðr- um verið eytt vísvitandi. Þó hefur mörgu ver- ið bjargað með tilkomu og starfsemi Byggða- safns Amessýslu og gott að geta tengt það Húsinu á Eyrarbakka sem nýtur þess nú að hafa fengið hlutverk. Eftir er að fínna Tryggvaskála á Selfossi verðugt hlutverk. Þetta elzta hús bæjarins stendur á verðmæt- um stað við brúna og er áreiðanlega freistandi að láta það víkja fyrir nýrri byggingu. En vonandi sjá menn sóma sinn í því að vemda Tryggaskála og nýta húsið á einhvem gagn- legan hátt. Stórtsek eyðingartækni Þegar jarðýtur komu til sögunnar eftir síðari heimsstyrjöldina fóm menn hamförum í jarðabótum og hvergi mátti standa garð- brot eða tóft frá liðnum tíma. Af einhverjum ástæðum þóttu tóftir til lýta, jafnvel þótt þær væra lista vel hlaðnar og hefðu alla burði til að standa. Mönnum lá á að strika yf- ir þessa fortíð og engin minnismerki um hana skyldu fá að standa. Ég minnist fallega hlaðinna hárra túngarða, sem áfram gátu staðið og verið til skjóls, en var gersamlega að ástæðulausu jafnað út og meira að segja lagt í talsverðan kostnað og fyrirhöfn við eyðinguna. Það segir sína sögu um forgengileik bygg- í inga á Islandi og endingarleysi byggingarefn- isins, að engar byggingar skuli standa eftir í Skálholti frá liðnum öldum. Á brekkubrúninni suðvestan kirkjunnar er hægt að átta sig á eftir gömlum teikningum hvar biskupssetrið var, svo og skólinn. Allt hefur því verið jafnað við jörðu svo sem frekast var kostur. Eftir RIFIÐ, BRENNT OG BROTIÐ NIÐUR EFTIR GÍSLA SIGURÐSSON UM GLATAÐAR MENNINGARMINJAR í ÁRNESÞINGI VESTURBÚÐIN, hluti verzlunarhúsanna á Eyrarbakka, sem kennd voru við Lefolii. Þessi stórhýsi voru rifin þegar timbur vantaði til nýbygging- ar í Þorlákshöfn, sem síðar brann. Þetta var menningarslys aldarinnar í Árnesþingi. 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 26. JÚNÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.