Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 2
Morgunblaðið/Ámi Sæberg Á Árbæjarsafni. ÍSLENSKI SAFNADAGURINN HALDINN HÁTÍÐLEGUR UFANDI MENNINGARMIÐSTOÐVAR ÍSLENSKI safnadagurinn verður haldinn há- tíðlegur á morgun, sunnudaginn 11. júlí. Þennan dag munu söfn landsins sameinast um að bjóða gestum upp á fjölbreyttar og skemmtilegar sýningar og viðburði af ýmsu tagi þar sem allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Rúmlega fimmtíu söfn eru á Is- landi og ríflega þrjátíu þeirra munu taka virk- an þátt í deginum, mörg hver með sérstakri dagskrá. Að sögn Gerðar Róbertsdóttur, sem situr í undirbúningsnefnd dagsins, er tilgangur þessa dags að vekja athygli almennings á fjöl- breyttu starfi safna landsins og ýta undir að- sókn að þeim. „Söfnin sem við eigum eru kannski fjölbreytilegri en fólk gerir sér grein fyrir, þetta eru listasöfn, minjasöfn, byggða- söfn, náttúrugripasöfn, alls kyns sérsöfn og sýningar. Þessi söfn eru ekki aðeins geymslu- staðir dýrgripa þar sem ekkert breytist, söfn eru lifandi menningarmiðstöðvar þar sem fram fer miðlun upplýsinga og þekkingar. A safni gefst fólki tækifæri til að hverfa frá önn- um hversdagsins, stíga inn í annan heim, stökkva á vit forfeðra og formæðra, kynnast menningararfinum, upplifa fegurð og marg- breytileik listmuna, forngripa og muna, hverfa á vit uppgötvana og kynnast leyndar- dómum náttúru og menningar. Söfn gegna því lykilhlutverki í að uppfræða kynslóðir um bakgrunn okkar, menningu og umhverfi." En er það samt ekki til marks um að hlutur sé ónýtur eða óþarfur þegar hann er settur inn á safn? Og á ekki það sama við um lista- verk, deyr það ekki á vissan hátt þegar það er tekið úr sínu rétta samhengi og hengt upp á hvíthreinsaðan, tilbúinn vegg safnsins? „Nei, svo tel ég ekki vera,“ segir Gerður, „þegar hlutur er kominn á safn upplifir fólk hann hins vegar öðruvísi, það fær nýja sýn á hann og kannski ekki síður á samtíma sinn, sitt eigið umhverfi. Hlutimir öðlast miklu frekar nýtt Iíf þegar þeir eru settir á safn.“ Frumkvæði að safnadeginum hefur Félag íslenskra safnamanna og Islandsdeild ICOM, sem eru alþjóðleg samtök safna. Safnadagur- inn verður árlegur viðburður, haldinn annan sunnudag í júlí. SUMARTON- LEIKAR VIÐ MÝVATN SUMARTÓNLEIKAR við Mývatn halda nú áfram á laugardagskvöldum í Reykja- hlíðarkirkju. A tónleikunum í kvöld, laug- ardagskvöld, kl. 21, koma fram Einar Bragi Bragason saxófónleikari og Krist- ján Edelstein gítarleikari. Þeir mimu flytja þekkta tónlist, bæði útsetningar á þjóðlögum og sönglögum og perlur úr heimi djasstónlistarinnar. Hljóð- færasldpan verður fjölbreytt því einnig munu þeir leika á flautu og rafgítar. Einar Bragi er skólastjóri Tónlistar- skóla Seyðisfjarðar og Kristján Edel- stein er gítarkennari við Tónlistarskól- ann á Akureyri. SÝNING Á FORNBÍLUM í ÁRBÆJARSAFNI HIN árlega sýning Forn- bílaklúbbs fslands og Ár- bæjarsafns verður sunnu- daginn 11. júlí frá kl. 13-17. Bflunum verður ekið inn á safnsvæðið kl. 13 og mun þeim verða stillt upp við gömlu húsin í safninu. Elstu bflamir eru frá því snemma á þriðja áratugnum og verða eigendur bflanna á staðnum og ræða við gesti og svara fyrir- spumum. Jafnvel verður gamall vömbíll í ferðum um safnsvæðið og gefst þá gestum tækifæri til að fara hring um safnsvæðið á vörubílspalli. Að venju verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og handverksfólk verður við iðju sína í ýmsum húsum. Agústa og Snæbjörg verða á baðstofuloftinu í Arbæ við prjónaskap og roðskógerð og Steinar Axelsson hnýtir net við Nýlendu. Við Kom- hús verða ýmis leiktæki fyr- ir bömin, kassabílar, sippubönd, húllahringir, skeljar og fleira. í safnbúðinni verður kynn- ing á rósaleppapijóni frá Fitjakoti frá kl. 13-17. SUMARSVEIFLA í GARÐABÆ TÓNLEIKARÖÐ menningarmálanefndar Garðabæjar, „Tónlist í Garðabæ", heldur áfram í júlí og ágúst í sumar og verða haldnir femir djasstónleikar undir heitinu „Sumarhá- tíð með djasssveiflu“. Sumarhátíðin, bæði tónleikar og sýning, verður til húsa í Kirkjuhvoli, safnaðarheimili Vídalínskirlqu í Garðabæ og hefst með tón- leikum Kvartetts Péturs Grétarssonar, „Take five“, 13. júlí. Kvartettinn leikur lög tengd gullárum píanóleikarans Daves Bmbeck og kvartetts hans. Með Pétri leika Sigurður Flosason á altsaxófón, Kjartan Valdimarsson á píanó og Gunnar Hrafnsson á bassa. 20. júlí leikur Tríó Óskars Guðjónssonar og er yfirskrift tónleikanna Perlur af fingmm fram. Með Óskari leika Einar Scheving, trommuleikari og Þórður Högnason bassa- ieikari. 27. júlí leika Hilmar Jensson og félagar Rosenwinkel í New York. Hilmar Jensson leikur tónlist skólabróður síns, Kurts Ros- enwinkel, bandarísks gítarleikara og tónsmiðs. Með Hilmari em Jóel Pálsson á saxófóna, Þórður Högnason á kontrabassa og trommuleikarinn Matthías M.S. Hemstock. 10. ágúst er yfirskrift tónleikanna Tveir bassar í Kirkjuhvoli. Þar kemur fram Tríó Ólafs Stephensen. Með Ólafi spila Guðmund- ur R. Einarsson trommuleikari og Tómas R. Einarsson bassaleikari. A þessum tónleikum leikur gestur þeirra, Edvard Nyholm Debess, bassaleikari frá vinabæ Garðabæjar, Þórs- höfn í Færeyjum. I menningarmálanefnd Garðabæjar eiga sæti Lilja Hallgrímsdóttir, formaður, Sigurð- ur Bjömsson, Kristín Bjamadóttir, Páll Hilmarsson og Anna Sigríður Sigurðardóttir. Listrænn stjómandi tónleikanna með sígildri tónlist sl. vetur var Gerit Schuil en umsjónar- maður Sumarhátíðarinnar er Ólafur Stephen- sen. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn Yfirlitssýning á verkum Asmundar Sveinssonar. Gallerí Fold, Kringlunni Guðrún Öyahals. Til 14. júlí. Gallerí Nema Hvað Jóhannes A. Hinriksson og Lilja Gunnarsdóttir til 11. júlí. Gallerí Oneoone Húbert Nói. Gallerí Stöðlakot Rannveig Jónsdóttir. Til 11. júlí. Gallerí Sævars Karls Valgerður Bergsdóttir. Til 31. júlí. Gallerí Svartfugl, Akureyri Ólöf Erla Bjamadóttir. Til 25. júlí. Gerðarsafn, Listasafn Kópavogs Út úr kortinu: íslensk/frönsk sýning. Til 8. ágúst. Hallgrímskirkja Georg Guðni Hauksson. Til 1. sept. Hafnarborg Sóley Eiríksdóttir. Til 16. júlí. Sverrissalur: Verk úr eigu safnsins. Listahátíðin Á Scyði, Seyðisfirði Guðrún Sjöfn, Stefán frá Möðrudal, Bernd Koperling, Björn Roth, Daði Guðbjörnsson, Tolli, Eggert Einarsson, Ómar Stefánsson, María Gaskell, Þorkell Helgason, Rut Finns- dóttir, Vilmundur Þorgrímsson og Olga Kol- brún Vilmundardóttir og finnskur arkitektúr. Ingdlfsstræti 8 Hreinn Friðfinnsson. Til 18. júlí. Kjarvalsslaðir Vestursalur: Karel Appel. Austursalur: Verk úr eigu safnsins. Til 29. ágúst. Listamiðstöðin Straumur Kanadískur listahópur, Boreal Art Nature, til 25. júlí. Listasafn ASÍ Ásmundarsalur: Hlíf Ásgrímsdóttir, málverk. Gryfja: Svanborg Matthíasdóttir, málverk. Til 25. júlí. Listasafn Ámesinga Land. Samsýning 29 listakvenna. Opið þri.-sun. kl. 14-17. Listasafn Einars Jdnssonar Opið alla daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Höggmyndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands Yfirlitssýning á völdum sýnishomum af ís- lenskri myndlist. Sumarsýning. Rauði veggurinn, Laugavcgi 13 Elísabet Olka Guðmundsdóttir. Til 6. ágúst. Safn Ásgríms Jdnssonar Sýning á verkum listamannsins. Til 29. ágúst. Listasafn Sigurjdns Ólafssonar Sumarsýningin Spor í sandinn. Listasetrið Kirkjuhvoli, Akranesi Sýning á verkum Sigurjóns Ólafssonar. Til 11. m Listhús Ófeigs Magdalena M. Hermanns. Mokka Bjami Bemharður Bjamason. Til 5. ágúst. Nýlistasafnið 15 listamenn frá París: Polylogue 153. Til 27. júlí. Norræna húsið Ljósmyndir af listafólki og menningarfrömuð- um frá menningarborgum Evrópu 2000. And- dyri: Norræni ljósmyndaháskólinn. Til 15. ág. Safnasafnið, Svalbarðsströnd Hannes Lárusson. Til 30. júlí. Ragnar Bjama- son, Hálfdán Bjömsson, Gunnar Ámason, Svava Skúladóttir, Þór Vigfússon, Óskar Beck. Hand- verk í Húnaþingi, 8 sýnendur. Til 29. ágúst. Sjdminjasafn íslands, Vesturgötu 8, Ilafnarf. Sýning á hafrænum málverkum. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði Handritasýning opin kl. 13-17 dagl. til 31. ágúst. Vesturfarasetrið Sýning á útskomum fuglum Einars Vigfússon- ar. Til 2. ágúst. Þjdðarbdkhlaðan Undir bláum sólarsali - Eggert Ólafsson. Til 31. ágúst. TÓNLIST Laugardagur Skálholtskirkja: Trúarleg söngverk eftir Jón Leifs. Hljómeyki. Kl. 15. Messa eftir Tryggva M. Baldvinsson. Hljómeyki. Kl. 17. Reykjahlíðarkirkja: Sumartónleikar við Mý- vatn. Einar Bragi Bragason og Kristján Edel- stein. Kl. 21. Árbæjarsafn: Hópur úr Tónlistarskóla íslenska Suzukisambandsins. Kl. 14. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar. Gúnter Eu- mann. Kl. 20.30. Stykkishdlmskirkja: Sumartónleikar. Guðrún Jóhanna Jónsdóttir og Guðríður St. Sigurðar- dóttir flytja íslensk og spænsk sönglög. Kl. 17. Skálholtskirkja: Messa eftir Tryggva M. Bald- vinsson. Hljómeyki. Kl. 15. Þriðjudagur Listasafn Sigurjdns Ólafssonar: Guðrún Jó- hanna Jónsdóttir og Guðríður St. Sigurðardótt- ir flytja ensk og spænsk sönglög. Kl. 20.30. Fimmtudagur Hallgrímskirkja: Orgeltónleikar á hádegi. Guð- mundur Sigurðsson. Kl. 12. LEIKLIST Borgarleikhúsið Litla hryllingsbúðin, fim. 15., fös. 16., lau. 17. júlí. Þjóðleikhúið Hellisbúinn, fós. 16., laug. 17. júlí. Iðnð Hádegisleikhúsið: 1000-eyja sósa, mið. 14., fim. 15., fós. 16. júlf. Þjónn í súpunni: sun. 11., mið. 14., fim. 15. júlí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.