Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 9
HONUM leið best innan þess- ara veggja, í íbúðinni, í þessu lirfuhíði sínu; leið best þegar hann hafði getað verið einn sem lengst án þess að sjá neinn eða heyra neinn nema kannski sendlana sem færðu honum eitthvað í svanginn eftir pöntun. Oftast komst hann þó hjá því að hafa bein sam- skipti við þá með því að biðja ein- faldlega um að þeir skildu send- inguna eftir á dyramottunni þegar hann pantaði. Og hann svaraði þeim aldrei í dyra- símann þegar þeir hringdu niðri heldur þrýsti bara á opnunarhnappinn og hleypti þeim inní bygging- una. Hann fjarpantaði gjarna flatbökur og ann- an skyndimat með hjálp tölvunnar; merkti við það sem hann vildi í við- eigandi reiti á vefsíðum matsölustaðanna, fjarg- reiddi með greiðslukort- inu, fyllti út enn aðra reiti og þurfti ekki að tala við lifandi sálu. Auð- vitað borðaði hann ekki bara þetta skyndifæði heldur reyndi að hafa mataræðið fjölbreytilegt enda af nógu að taka. Æ fleiri veitingahús buðu uppá pöntunar- og heimsendingar- þjónustu á vefnum. Hann varð samt að viðurkenna að hann læddist stundum írammá gang þegar hann heyrði sendlana koma upp í lyftunni eða beið þeirra þar eftir að hafa opnað niðri - hann vissi ekki af hverju, kannski af einhverri þörf fyrir nærveru sálar þótt það hljómaði nú heldur asnalega -; stóð bakvið hurðina og hlustaði eftir því þegar viðkomandi sté útúr lyftunni. Og hann féll oft - oftast - í þá freistni þegar kínverska stelpan kom með sunnudagsmatinn - hann fékk sér alltaf kínverskt á sunnudög- um - að njósna um hana gegnum gægjugatið. Hann sá hana teygða og kúpta langt inní göngum gatsins, sá svartan kollinn og sítt gljáandi tinnuhárið, sá grannan búkinn í ýktri þrívídd og rétt eygði fæturna langt niðri, einsog tuttugu hæðum fyi-ir neðan, og hún öll svo óralangt í burtu en samt svo nærri að hann heyrði hana nánast anda, nam smelli í lokum eða urg í rennilásum þegar hún opnaði töskuna sína og lagði matinn í loftþéttum plastumbúðum á mottuna. Og hann þóttist viss um að hún hlyti að vera falleg, með fín- legt andlitsfall, einsog brúða, og lítil sæt brjóst, einsog epli, og var oft kominn á fremsta hlunn með að opna dyrnar, standa augliti til auglitis við hana og sjá í fyrsta skipti hvernig hún liti út, óskæld. En hann hrökk alltaf frá hurðinni þvi að skyndilega fannst honum hún geta skynjað návist sína, skynjað þessar njósnir, þennan skammarlega gægishátt. Hann kófsvitnaði og hljóp í fáti inní stofu, og um leið hringdi hún dyrabjöll- unni, eitt langt og tvö stutt, einsog hann hafði sent fyrirmæli um. Eftir nokkra hríð tókst honum þó að róa sjálfan sig með rökhugsun: Láttu ekki svona. Hún getur ekki heyrt í þér, getur ekki fundið fyrir þér. Pú ert í öruggri fjarlægð bakvið stáldyrnar. Og svo þegar hann heyrði lyftuna hverfa niður á ný, gekk hann aftur fram og opnaði dyrnar af fyllstu varúð, smárifu, hafði öryggiskeðjuna á og gægðist með öðru auganu útá ganginn; ekki af því að hann óttaðist að hún væri þarna ennþá heldur vegna þess að hann vildi ekki hitta þessa hnýsnu nágranna sína sem alltaf gátu átt leið hjá, nennti ekki að þurfa að bjóða góð- an dag og tala um veðrið eða síðasta knatt- spyrnuleikinn í sjónvarpinu þótt hann hefði séð hann. Annaðslagið fékk hann þó skyndileg útþrár- köst, rauk úr íþróttagallanum sem hann gekk í innandyra, gramsaði í fataskápnum, dró fram jakkafötin sem hann hafði notað í vinn- unni á skrifstofunni áður fyrr og viðeigandi skyrtu - grímubúninginn, einsog hann kallaði þessa larfa orðið skellti sér i þetta, fór í smekkgreina hann, kyngreina hann, kyn- hneigðagreina hann, eyðslugreina hann. Hví skyldi hann annars hafa fengið alla þessa aug- lýsingabæklinga frá hjúskaparmiðlunum nema af því að tölvurnar vissu að hann var fráskilinn og gagnkynhneigður? Eða hví skyldi hann hafa fengið alla þessa pésa um tölvur rétt eftir að íyrirtækið sem hann vann hjá ákvað að draga úr kostnaði með því að neyða starfsmenn (reyndar ekki hann) til þess að gerast einyrkjar og selja því síðan fjarvinnu sína? Og auðvitað henti hann gömlu tölvunni sinni og keypti sér nýja af fullkomnustu gerð til þess að vinna á og náttúrlega með mótaldi, vefvafr- ara og hljóðkorti, og lét svo líka eftir sér að kaupa skanna til þess að geta tölvutekið ýms skjöl eða bara ljós- myndir því að hann var mikill áhugamaður um ljósmyndun. Hann hafði tekið mikið af mynd- um hér áður fyrr, átti enn góða myndavél og hafði að undan- förnu unnið að athyglisverðri (fannst honum) myndaröð af ná- grannakonum sínum; tók á laun myndir útum gluggana, nokkurs- konar náttúrulífsmyndir af út- hengingum og inntekt þvotts; bjóst við að það væri þessi ómót- stæðilegi gægisháttur sinn sem réð því. En hann varð að hafa eitt- hvert tómstundagaman; gerði heldur engum mein með þessum myndatökum, framkallaði allt sjálf- ur heima og skannaði sumar inní tölvuna. Það var stuttu eftir að hann gerðist fjarvinnandi sem hann tók endanlega ákvörðun um að loka umheiminn úti þótt þessi innilokunarþörf hefði ekki komið yfir hann í einu vetfangi heldur smámsaman, án þess að hann tæki eig- inlega eftir því. Hún smaug bara ein- hvernveginn inní hann og sýkti hann einsog ósýnileg veira. Nei, þetta var ekki rétt líking. Hér var engin veira á ferðinni, enginn sjúk- dómur heldur eðlileg þróun, eðlileg viðbrögð við þessum heimi. Hann varð sattaðsegja mjög feginn þegar fyrirtækið ákvað að fjar- vinnsluvæðast. Þannig komst hann hjá þeirri daglegu krossgöngu að fara í vinnuna, komst hjá því að ferðast yfir þvera borgina kvölds og morgna, í mannþrönginni. Og hann gekk skrefi lengra með því að loka á heiminn. Sem- sagt enginn sjúkdómur, einungis heilbrigð skynsemi. Og svo má kannski bara segja að einvera hafi alltaf verið honum eðlislæg. Hann var einbimi, lék sér mjög mikið einn í æsku; hafði alltaf verið sjálfum sér nógur hvað fé- lagsskap snerti. Það vai- nú einmitt það sem konan hans fýrrverandi hafði kvartað mest yf- ir. Hvað hann lifði mikið í eigin heimi. Og þau skildu, eða réttara sagt skildi hún við hann. Hann hafði ekki gert sér neina grein fyrir því að hann tæki aldrei neitt tillit til hennar, einsog hún sagði, eða öskraði, þegar hún fékk þessi, ja, ástleysisköst sín. Hann hafði verið almennilegur við hana og jafnvel bara mjög góður og elskað hana, hélt hann, en gat bara ekkert að því gert að honum leið best með sjálfum sér. Og því kom honum sattaðsegja ekkert á óvart - svona eftirá að hyggja - að hún skyldi hlaupast á brott með einhverjum náunga sem hún hafði kynnst í vinnunni og tók svo mikið tillit til hennar, sagði hún. Og hann var eiginlega feginn að hún skyldi fara og feginn að þau áttu engin börn; þá var ekki fyrir neinum að sjá og hann laus allra mála. Hann var samt enginn slóði þótt hann hefði sagt skilið við umheiminn og konuna; leyfði sér að fullyrða að hann væri vinnuþjarkur, jafnvel bara vinnualki; beitti sig járnaga og lifði nokkru meinlætalífi, fór á fætur klukkan hálfsjö á morgnana og settist við tölvuna, að vísu ekki til þess að vinna heldur til að lesa blöðin á vefnum, á fastandi maga sem honum fannst tilhlýðilegra líkamsástand við slíka iðju en kviðfylli, einhvemveginn í meii-a samræmi við efnið. Þó að hann hefði reynt að slíta sem mest bein tengsl við umheiminn vildi hann fylgjast með því sem var að gerast þarna úti; innst inni, bjóst hann við, til þess að staðfesta enn frekar þessa ákvörðun sína að inniloka sig/útiloka hann, og þá sannfæringu að eyði- eyjan hans væri vin í malbiksmörkinni og rúskinns- skóna, og var stokkinn af stað; hljóp niður stigana í hendingskasti, sex hæð- ir og útá götu. En hann komst sjaldnast lengra en fáeina metra: honum fannst fólk einhvernveginn stara á sig, einsog hann væri nývirkið en það nautið. Kannski var það hárið sem hann hafði ekki klippt svo lengi eða skeggið sem hann hafði ekki heldur rakað guð mátti vita hvað lengi; nennti því hreint ekki. Og hann hraðaði sér aftur upp, hljóp stigana - treysti ekki lyftunni - og náði móður og másandi uppá stigapallinn sinn aftur, reif lyk- ilinn upp, opnaði dyrnar í einni svipan, skaust inn og skellti í lás. Svo hallaði hann bakinu uppað þungri og þjófheldri stálhurðinni með- an hjartað dældi blóði einsog það ætti lífið að leysa og lungun þöndust og hnigu af enn meiri ákefð. Og þegar líkami hans náði loks jafn- vægi á nýjan leik, fann hann hve mikill léttir það var að vera kominn heim aftur, kominn aftur á eyðieyjuna í mannhafinu og malbiks- sjónum, hve mikils virði það var að vera á ný orðinn Robinson Crusoe, án Frjádags, vel á minnst, án Frjádags, aleinn. Já, oft kallaði hann sjálfan sig Robinson í huganum og stytti það meiraðsegja stundum í Robbý. Hann hafði leyft sér að nota þetta nafn síðan hann hringdi - gerði þessa undantekningu því að nauðsyn brýtur stundum lög - og lét skrá sig á Robinsonslista auglýsingaskrifstofanna til þess að fá ekki lengur allan þennan áróðurs- óþverra í póstkassann, öll þessi bréf og bæk- linga sem hann hafði fengið áður en hann lok- aði sig inni. Hann minnti að hann hefði séð það í sjónvarpinu að hægt væri að komast á þennan lista. Hvort það voru Neytendasam- tökin sem stóðu fyrir því að fá auglýsingastof- ur til að taka þátt í þessu eða einhver hreyfing sem vildi vernda einkalíf almennings fyrir stórabróðurhneigðum fyrirtækja og ríkisins, vernda menn fyrir miðlægum gagnagrunnum og upplýsingabönkum. Samt varð hann að játa að áður fyrr, áður en hann lokaði á heim- inn, hafði stundum verið notalegt að fá bréf, persónulegt bréf, einsog frá góðvini, þótt vitað að einhver tölvan hefði stflað það á sig; þó ekki væri nema tilskrif frá þvottaefnaverk- smiðju, kannski með svolitlu sýnishorni af við- komandi undrauppþvottalegi í litlu plast- umslagi límdu við bréfið, eða frá bílaumboði sem bauð eðalbifreiðir á ómótstæðilegum kjörum, og allt skreytt brosandi stelpum á löngum leggjum sem virtust eiga þá heitustu ósk að koma akandi allsberai- á tryllitækinu uppí til manns. Hann viðurkenndi að mörgum fyndist þetta eflaust geðklofalegur tvískinnungur ef þeir sæju hvernig hann sat við tölvuna sína daginn út og daginn inn og ýmist vann eða vafraði um netheima; geðklofalegur tvískinnungur að vera svona mikið á móti því að upplýsingar um hann væru geymdar í ýmsum tölvum, hann sem vann á tölvu, hann sem vann fjar- vinnu, fékk gögn netsend frá höfuðstöðvunum, afgreiddi fyrirsett verkefni, sendi úrslausnir til baka eftir tölvuleiðum og fékk síðan greidd laun fyrir inná bankareikninginn sinn eftir sömu leiðum. Honum fannst svolítið skrýtið að hugsa til þess að vinnan og greiðslan var eiginlega sýndarveruleiki. Hann prentaði aldrei út þessi gögn heldur vann úr þeim á skjánum og sendi þau til baka. Og peningarn- ir voru heldur aldrei áþreifanlegir því að þeir voru ekkert annað en tölur sem bh’tust á skjánum þegar hann fjarleit í bankareikning- inn sinn þótt þeir umbreyttust reyndar í mat- inn sem hann pantaði. En hann gat ekki að því gert að honum varð órótt þegar hann hugsaði til allra þeirra upplýsinga sem til voru um hann einhverstaðar þarna úti, á sveimi í tölvum sem biðu færis að afklæða sál hans, bera öll hans leyndarmál á torg. Og hann var nánast handviss um að tölvurnar og tólin spjölluðu saman, jusu hver af sínum visku- brunni, báru saman stafrænar og rafrænar bækur sínar og hann vissi - hafði fengið sönn- un fyrir þvi í áróðurs- og auglýsingapóstinum sem barst honum áður en hann gerðist Robin- son - að tölvurnar höfðu tök á að sálgreina hann, stéttgreina hann, kaupgreina hann, t r LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999 9l

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.