Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 7
LUNDAR eru meðal þeirra fugla sem Einar sýnir í Vesturfara- setrinu. búa. Einar myndar oft fuglana, auk þess sem hann fylgist með hegðun þeirra til að ná að skera út rétta augnablikið þannig að hreyfingin haldist í verkinu. Við strendur Kan'ada er einnig mikið af sjófugli og hefur Einar notfært sér það við útskurð íslensku fuglanna. Hann segir mikið um svipaðar fuglategundir í Kanada og á Is- landi. „Það er mikið af öndum þar eins og á Islandi. Húsöndin er líka hjá okkur.“ Þau hjónin voru þó á ferð um Island í fyrra og þá tók Einar með sér bæði myndavél og myndbandsupptöku- vél til að ná góðum myndum af fuglalífinu. Að hans mati voru tvær vikur þó full skammur tími til að gera því góð skil. Fuglarnir flognir heims- hornanna á milli í Vesturfarasetrinu á Hofs- ósi verður opnuð í dag sýning á verkum Einars Viqfússonar. Einar. sem er Vestur-íslendingur búsettur í Kanada, sýnir þar ýmsar íslenskar fuglategundir sem hann hefur skorið út. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson EINAR Vigfússon segist vongóður um að fleiri fuglar líti dagsins Ijós i Islandsheim- sókninni. gera þetta.“ Þetta var árið 1984 og eftir að Einar hafði verið í læri hjá Russell, héldu þeir saman til Toronto og námu frekari út- skurð hjá Paul Burdette. Einar segir Bur- dette hafa verið einn besta fuglaútskurðai’- meistarann á þeim tíma. Síðar hélt Einar til Bandaríkjanna og lærði en frekari fuglaút- skurð. „Mér finnst svo gaman að gera svona lagað," segir hann og kveðst sífellt reyna að bæta sig og því hafi fuglar hans tekið nokkrum breytingum í gegnum tíðina. Út- skurðurinn er tímafrek vinna og mikil und- irbúningur liggur þar að baki. „Eg teikna þessa fugla alla sjálfur," segir hann og bætir við að hann notist þó einnig við aðrar heimildir, s.s. Ijós- myndir, myndbandsupptökur, teikningar og bækur. Hann nefn- ir í því sambandi sérstaklega bæk- ur Vilmundar Páls Ólafssonar og Hjálmars Böðvarsonar. Einar segist eiga þó nokkuð af fuglabókum, auk þess sem hann taki mikið af myndum sjálfur, en fuglalíf er í miklum blóma í Manitoba þar sem þau Einar sýnir 16 verk á Hofsósi og segir hann að tildrög þeirrar sýningar megi rekja til Aðalsteins Ingólfssonai- listfræðings, en hann fór með sýningu Kjarvalsmynda um Kanada, m.a. til Arborgar þar sem Einar og Rósalind búa. Hann segir þau hjónin hafa skoðað sýninguna og þeim hafi litist vel á myndirnar. Það var svo vinur þeirra sem taldi Aðalstein hafa gaman af að skoða fugla Einars og tók hann með sér til þeirra í kaffi. „Hann kom og hafði kaffi með okkur,“ segir Einar „og allt í einu sagði hann við mig: Eg skal sjá til að þetta verði á íslandi af því að við höfum ekki séð mikið af svona löguðu." Hann segist ekki hafa tekið hugmyndina al- varlega á þeim tíma. Einar mun ekki eingöngu sýna fullbúna fugla, heldur kom hann einnig með fugla sem eru í vinnslu. „Eg ætla að sýna hvernig ég byrja,“ segir hann og kveðst sýna vinnu- ferlið skref fyrir skref. Einar segist einnig hafa áhuga á að bjóða upp á námskeið, í eina eða tvær kvöldstundir, hafi íslenskt útskurð- arfólk áhuga á að kynnast fuglaútskurði bet- ur. Fuglarnir eru skornir út í planka og segir Einar að hann vinni yfirleitt með fjóra til fimm fugla í einu. Það hreinsi hugann að geta tekið sér hvfld frá einu verki á meðan fengist er við annað. „Þá finnst manni að það komi betur út,“ útskýrir hann. Eftir að Ein- ar sneri sér að útskurðin- um byggðu þau Rósalind nokkurs konar sýningarrými við hús sitt. Þau segja fólk koma víðs vegar að úr heiminum til að skoða, auk þess sem sumir festi kaup á grip- unum. Fuglai-nir hafa sannarlega gert víðreist, en kaupendumir hafa verið frá löndum eins og Japan, Nýja Sjálandi, Danmörku, Þýska- landi og Ástralíu. Hann segist vonast til að fá tækifæri til að skoða íslenska fugla enn betur í þessari heimsókn sinni og tók í því skyni bæði myndavélina og myndbandsupp- tökutækið með. Einar segir að hann sé von- góður um að fleiri fuglar líti dagsins Ijós í þessari ferð. „Mér finnst fuglar í norðri mjög fallegir,“ segir hann og kveðst vona að hann taki framförum. „Maður lærir þetta bara, en finnst aldrei að þetta sé eins gott og það gæti verið,“ segh- Einar og virðist ekki ósáttur við þá tilfinningu. „Því þá vill maður gera betur næst.“. Sýningunni í Vesturfarasetrinu á Hofsósi lýkur 2. ágúst. Fuglarnii- verða því næst til sýnis á ráðstefnu um endurfund Kanada í Háskóla Islands sem haldin er 5. til 8. ágúst. Þeir verða loks sýndir í Norræna húsinu dagana 17. ágúst tH 21. september. Einar og Rósalind kona hans komu til íslands í tilefni sýningarinnar. Þau tala bæði góða íslensku, þó vestur-ís- lenski hreimurinn sé nokkuð sterkur, en að sögn þeirra hjóna var íslenska töluð á heimilum þeirra þegar þau voru krakkar. Auk þess var auðvelt að nálgast íslensku blöðin Lögberg og Heimskringlu. „Við get- um bæði lesið og skrifað á íslensku og það er gaman að geta það,“ segir Einar. Útskurðurinn tímafrek vinna sem krefst mikils undirbúnings Einar var bóndi í Arborg þegar hann sá fyrst útskorna fugla á sýn- ingu hjá James Russell í Winnipeg. „Eg var orðinn býsna gamall, yfir fimmtíu ára,“ segir hann. „Mér fannst þetta svo fallegt sem maður- inn var með og hann sagð- ist mundu kenna mér að Músarindill tyllir sér á trjástubb. ISLENSKIR FUGLAR FRÁ VESTURHEIMI HÖGGMYNDASÝNING í LÓNKOTI HVER LISTVIÐBURÐURINN REKUR ANNAN Sauðárkrdki. Morgunblaðið. HJÁ ÓLAFI Jónssyni staðarhaldara og veit- ingamanni í Lónkoti í Sléttuhlíð í Skagafirði stendur nú yfir höggmyndasýning Páls Guð- mundssonar frá Húsafelli í Borgarfirði. Páll sýnir að þessu sinni 20 verk í „Tjaldi galdramannsins", utan eitt verkanna sem stendur á hlaðinu í Lónkoti; og er minnisvarði um þjóðsagnarpersónuna Ólöfu í Lónkoti, en hún var fjölkunnug kerling, sem löngum átti í brösum við Galdraklerkinn Hálfdán í Felli. Til er skemmtileg þjóðsaga sem segir frá því er Hálfdán var á sjó með húskarla sína í hrakviðri og náði með göldrum, heitu slátri úr soðningu kerlingar til hlýja bátsverjum, en gætti ekki að því, að hún kunni líka nokkuð fyrir sér og misstu þeir í staðinn stórlúðu sem dregin hafði verið, og þóttu skiptin ekki góð. Sýningartjaldið, sem er 580 fermetrar að stærð, heitir einmitt eftir þessum margfræga klerki, „Hálfdánarhringur - tjald galdra- mannsins." Rithöfundar lesa úr verkum sinum Stendur sýning Páls allt fram til höfuðdags, 29. ágúst, en auk þess fer fram í tjaldinu ýmis önnur starfsemi, menningar og listviðburðir, svo sem listahátíð sem haldin verður 17. júlí, en þá er áformað að fram komi djasstríó Ólafs Stephensen, auk þriggja rithöfunda sem lesa úr verkum sínum, en þeir eru Einar Kárason, Einar Már Guðmundsson og Thor Vilhjálms- son auk fleiri atriða, en í lokin verður dans- leikur. Ólafur sagðist vera þokkalega ánægður Hagyrðingurinn Kristján Árnason frá Skála sem launaði myndina með vísum. með starfsemina það sem af er sumri, sömu gestimir kæmu sumar eftir sumar og það sýndist vera einna besta auglýsingin sem staðurinn gæti fengið. Nú væri einnig bætt við þjónust- una við þá sem Kerlingin Lónkots- Ólöf með lúðuna góðu sem hún náði frá Hálfdani í Felli. kæmu og vildu eiga rólega helgi í Lónkoti, því auk golfvallarins, sem sífellt nyti vinsælda, væri nú hafin samvinna við Ómar Unason, sem færi með þá sem þess óskuðu í siglingu til eyjanna á firðinum, Drangeyjar og Málmeyjar, eða upp undir Þórðarhöfðann og á skak í góðviðrinu á kvöldin. Þetta sagði Ólafur að gætu verið ferðir til hvers staðarins fyrir sig, eða þá að þetta rúmaðist allt saman í einum pakka, sem gestir gætu fengið við vægu verði. Einnig væri það samkomulag að ferðir væru famar þó aðeins væri einn far- þegi. Þá sagðist Ólafur að það væri sitt áhugamál að bjóða gestum sínum að njóta sem fjöl- breyttastar listar meðan á dvölinni stæði, og því væru áformaðir ýmiskonar tónlistai’við- burðir í tjaldinu, en einnig mundu vera átta, tveggja vikna málverkasýningar, og mundi sú sýningarröð standa út septem- ber. Nú 1. júlí hófst sýning á verkum Jóns Óskars og Huldu Hákon og mun hún standa til 15. þessa mánaðar, en þá hefst sýning á verkum Ragnars Lár. Öll verkin á þessum sýningum era tfl sölu, en einnig era á staðnum ýmsir hand- verksmunir, sem alltaf vekja verðskuldaða athugli, sérstaklega þeirra útlendinga sem heimsækja staðinn. Þakkaði fyrir lisfaverk með Ijóði Þegar skoðaðar eru myndir Páls Guð- mundssonar, vekur athygli mynd af hagyrð- ingnum kunna, Kristjáni Ámasyni frá Skálá, en þessa mynd vann Páll dagana sem hann var að koma myndum sínum fyrir til sýningar Kristján fylgdist með gerð verksins og er hann veitti því fullgerða viðtöku, hlaut Páll þessa „höfuðlausn“ Kristjáns að verkalaun- um: Lengi verður list þess manns, landi og þjðð til nota. Björgin lifna í lúkum hans, sem lostin töfrasprota. Hér er margt að heyra og sjá, hvergi fatast Páli. Harðir steinar hljóma fá, sem hendingar í máli. Þetta er alveg einstök rausn auðsýnd mér af Páli, Eg held ég geri höfuðlausn, og hana í bundnu máli. Ólafur sagðist vera mjög ánægður með þessa fyrstu höggmyndasýningu sem væri sett upp í Lónkoti, og í samræmi við það sem hann vildi sjá í starfseminni, yrði þetta ekki síðasta sýningin þeirrar gerðar. Hér nytu verk Páls sín mjög vel, og hefði listamaðurinn lýsti sérstakri ánægju með þennan sýningar- stað, sem hann taldi þann næstbesta sem hann hefði notað, aðeins Surstshellir hefði verið skemmtilegri, en fyrir sýningu sína þar, hlaut Páll einmitt menningarverðlaun DV. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.