Lesbók Morgunblaðsins

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 1999næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    27282930123
    45678910
    11121314151617
    18192021222324
    25262728293031
    1234567

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 15
LIST HINNAR OPNU ÆÐAR Ég yrki útfró sjólfri mér og minni reynslu, yrl ki um l Dað hvernig veröldin og lífið koma mér fyrir sjónir, segir Ingibjörg Haraldsdóttir í samtali ÞORVARÐAR HJÁLMARSSONAR við hana. Ingibjörg sem bjó lengi í Rússlandi greinir meðal annars fró skóld- konunni Marínu Tsvétajevu sem hún hefur þýtt og fró Ijóðahótíðum í Lithóen oc 1 Búlgaríu. Morgunblaðiö/Jim Smart INGIBJÖRGU Haraldsdóttur þykir Marína Tsvétajeva gnæfa yfir önnur skáld. Hinum megin við fjallið er þögnin áþreifanlegri. Þar eru önnur fjöll og aðrir fuglar. Skuggarnir eru þar lengri og steinarnir mýkri. Þú ræður hvort þú trúir mér. INGIBJÖRG Haraldsdóttir fæddist í gráu húsi í bláhvítu landi við ysta haf einn októberdag fyrir löngu. í eylandinu því er skógur einn mikill, forn og dimmur og draugar ríða um rjóður. A kvöldin kemur fuglinn í fjörunni og syngur ódá- insljóð meðan öldur brotna á klettum. Eyjur koma enda oft við sögu í ljóðum Ingibjargar og skarta sólþungum ströndum jafnt sem kyrrum sumarnóttum í björtum bæ þar sem mjúkar smáar götur gróa undir ilj- um. Öldufallið flytur eyjaskeggjum sögur af ókunnum löndum. I draumunum angar ennþá græn og aftur græn unaðseyja, björt og dimm og rauð og himinblá ... „Pað er svo margt sem eyja er tákn fyrir, jafnvel einangrun eða eitthvað sem er stakt og eitt, úti í sjó eða í rnannhafinu." svarar Ingibjörg spurningu minni. „Eyjan gæti líka hæglega staðið sem táknmynd fyrir skáldið og skáldskapinn." Á einum stað segir þú að lygasagan um heiminn og þig hefjist einn októberdag fyrir löngu og í ljóðinu Ur „Myndabók Hugans - Moskva" er þér lygin líka hugleikin. En það er væntanlega allt önnur lygi? „Ég er kannski að yrkja um þetta ótrúlega líf sem er lygasaga, mín lygasaga er eftilvill eins og hver önnur, þetta eru allt tómar lygar! En þegar ég er að yrkja um Moskvuárin, þá er það kannski svoh'tið önnur lygi sem ég er að tala um. Þá var maður ungur og hlutirnir virtust svo einfaldir og maður var handviss um að vera með sannleikann sín megin. Á mínum yngri árum hugsaði ég mikið um pólítík og langaði til að yrkja eitthvað sem fólk gæti sungið í kröfugöngum en það gekk ekki! Ljóð mín eru persónuleg og verða að vera á einhverju tilfmningalegu plani, þau verða að fjalla um eitthvað sem ég upplifi sjálf. Ég var ekki nema tvítug þegar ég kom til Moskvu og var þar öll þessi bestu ár, heil sex ár og fór síðan til Kúbu og var þar í önnur sex ár. Þegar maður er ungur á ýmislegt eftir að mótast hjá manni. Mín reynsla varð öðru- vísi en flestra jafnaldra minna, eða þeirra sem voru hérna heima. Mér finnst hálfleiðinlegt að hafa misst af 68 uppreisninni bæði hér og í Evrópu. Sovétríkin sálugu og Kúba voru á þeim tíma ansi langt í burtu frá því umróti öllu.“ Þú yrkir mikið um ástina og samskipti eða samskiptaleysi tveggja einstaklinga. Stundum er eins og hamingjan sé aðeins draumur? „Oft les fólk ljóðin öðruvísi en ég hef hugs- að þau, og túlkar þau þá á ákveðin hátt og ég kem alveg af fjöllum! Ástarljóðin fjalla þannig ekki alltaf endilega um ástina, heldur eitthvað allt annað. Það er svo skemmtilegt og dýr- mætt við skáldskapinn að lesendur eru líka skáld og yrkja ljóðin í félagi við höfundinn." Vektu ekki fíðrildið sem sefur á veggnum því var aðeins gefínn þessi dagur - þessi eini dagur - til að dreyma. Orl tíl Marinu Tsvétajevu I Ijóðabókinni Höfuð konunnar sem út kom árið 1995, þýðir þú eitt kunnasta ljóð rúss- nesku skáldkonunnar Marínu Tsvétajevu Ljóðið um endalokin. Og í sömu bók yrkir þú ljóðið Til Marínu sem ber þess ljósan vott að óhamingja hennar og lífsstríð hefur snert þig djúpt. Ævidagar hennar voru stormasamir og örlög hennar harmsöguleg. Hvenær komst þú fyrst í kynni við ljóðlist hennar? „Þegar ég var í Moskvu las ég lítið eftir hana, einhver ljóð þó en það var lítið um hana talað. í fyrstu náði ég sáralitlu sambandi við hana, hafði sennilega ekki lífsreynslu til að skilja hana eða ná tangarhaldi á skáldskap hennar. En þegar ég eignaðist Ijóðin hennar fyrir einum tíu árum reyndi ég strax að þýða hana. Það var merkileg reynsla sem henti mig í Moskvu fyrir tveimur árum þegar ég var þar á ferð. Þá var ég að ganga um gamla bæinn í miðborginni, það var búið að skipta um nöfn á öllum götum frá því ég var þarna og ég var eiginlega rammvillt þar sem ég áður var heimagangur. Göturnar hafa fengið sín fyrri nöfn frá því fyrir byltingu og þau þekkti ég vel úr bókmenntunum. Mér fannst eins og ég væri að ganga um strætin í skáldsögu eftir Búlgakof eða Dostojevskí. Þá bar mig þarna á kunnulega götu og ég hugsaði með sjálfri mér: hvar hef ég séð þetta götunafn áður? Og mundi þá að Marína átti heima í þessari götu ásamt manni sínum, þau fluttu þarna eftir brúðkaup sitt í stóra og fína íbúð. Ég leitaði að húsinu og staðnæmdist við hús sem á var tafla sem eitthvað var letrað á. Þegar ég stend þarna og er að góna á töfluna sprettur allt í einu upp lítil horuð kerling fyrir aftan mig og hvíslar að mér: „prófaðu að hringja á dyrabjöllunni!" Sem ég og gerði og þá kom í Ijós að í húsinu var safn um Marínu Tsvéta- jevu. Ég leit um öxl en þá var kerlingin horf- in. í húsinu hitti ég mann sem vissi allt um Marínu og ég dvaldi þama daglangt og undi mér vel. Marína bjó á mörgum stöðum í hús- inu og saga hennar í húsinu segir meira en mörg orð um stöðu hennar sjálfrar á þessum skelfilegu tímum sem hún lifði. Hún fékk alltaf minni og minni íbúð og endaði að lokum í kytru undir súð. Hún háði þarna erfiða lífs- baráttu, eignaðist tvær dætur og missti aðra þeirra úr hungri. Kannski birtist hún mér þarna í líki horuðu kerlingarinnar og blandaði sér óvænt í málin, hver veit!“ Efþú bara vissir! allt hefur breyst - sumum fínnst heimurinn hruninn öðrum að upp sé runnin sól hinnar æðstu sælu hvað veit ég? aðeins þetta: að tíminn hefur liðið og þú hefur leikið íhugmér enn er mér hulinn lærdómur þinn list hinnar opnu æðar Þú hefur birt þýðingu á ljóði eftir Önnu Akhmatovu, hina stóru skáldkonuna frá bylt- ingartímanum. Hún varð líka fómarlamb þessara tíma og er kunn fyrir andóf sitt! „Ljóð Önnu Akhmatovu eru frábærilega góð! Hún heldur sig meira innan hefðarinnar en er samt óumdeilt stórskáld. Þó þykir mér Marína Tsvétajeva stærra fyrirbæri, hún er engu lík! Það er ekkert annað skáld eins og hún. Rússar áttu mikið af góðum höfundum á þessum hrikalegu árum. Þarna fór fram mikil hugmyndabarátta sem leiddi af sér mikla grósku og gerjun í listum. Myndlistin var til dæmis stórkostleg á árunum fyrir og eftir byltingu. Skáldahópamir eru margir og merkilegir, þeirra á meðal em fútúristamir. Hvert stórskáldið á fætur öðru kom fram á sjónarsviðið en Marína stendur ein. Hún gerði það sem maður keppir að í skáldskapn- um - að opna sér æð. Henni tókst það! Höfuð konunnar er ekki þungt Þegar allt hefur verið sagt þegar vandamál heimsins eru vegin metin og útkljáð þegar augu hafa mæst og hendur verið þrýstar í alvöru augnabliksins - kemur alltaf einhver kona * að taka af borðinu sópa gólfíið og opna gluggana til að hleypa vindiareyknum út. Það bregst ekki. „Það er alveg sama hvað gerist, það kemur alltaf einhver kona! Ég vitnaði í Sigfús Daða^ son og Egilssögu og fór að yrkja um höfuð konunnar. Það er kannski svolítil stríðni í þessum skáldskap og eftilvill er dulinn femín- ismi falinn í því að yrkja um höfuð konunnar. Dulinn eða ódulinn! Annars er erfitt að tala um yrkisefni sín, þau koma af sjálfu sér. Ég er að reyna að höndla það sem er ósegjanlegt, hughrif og tilfinningar, og hugsanir sem ég er að reyna að ná í skottið á! Ég yrki útfrá sjálfri mér og minni reynslu, yrki um það hvemig veröldin og lífið koma mér fyrir sjónir. Oft fjalla ljóðin um eitthvað annað en það sem þau birta við fyrstu sýn. Ástarljóðin em kannski ekki alltaf ástarljóð! Allvíða í Ijóðun- um set ég upp ástina og öryggið sem and- - stæður. Niðurstaðan verður sjálfsagt sú að oft fómar maður ástinni fyrir öryggið, eða öfugt. Ef þetta era þá andstæður? Ástin er snúin og á sér mörg birtingarform. Þó held ég að skáldkonur séu frekar óhamingjusamar kon- ur! Það gildir um allar aldir og ekki bara í næsta nágrenni. Hamingjusamlega giftar konur verða ekki skáldkonur! Ég hef ein- hvemveginn fengið þetta á tilfinninguna. Á þessu em sennilega margar skýringar. En það er erfitt að vera bæði skáld og eiginkona. Á milli þessa tveggja hlutverka myndast mikil togstreita. Þótt höfuð konunnar sé ekki þungt getur oft verið erfítt að halda því svo ekki sé minnst á andlitið Á unglingsárunum þegar ég var að byrja að yrkja, las ég mest Stein Steinarr, atómskáldin og Snorra Hjartarson, sem mér þótti algjört heimsmet á tímabili! En ég las allt og heillað- ist líka af nýrómantísku skáldunum, Jóhanni Sigurjónssyni og Jóhanni Jónssyni. Þegar ég kom til Moskvu hætti ég að yrkja. Mér fannst það svo mikið mál að vera komin þangað. Ég reyndi að lesa bókmenntirnar, Púshkín, Maja- kovskí og Pasternak og áhrifin af þeim lestri ’ hafa meira komið eftirá! Pastemak var ekki mikið hampað í Moskvu, Ijóðin hans vom ekki bönnuð, bara skáldsagan um Zhivago. Eftir að ég fór til Kúbu las ég suðuramerísku skáldin, Nemda og þessi kúbönsku. Eftilvill hefur slæðst inn í ljóðin mín svolítill rytmi þaðan. Mörg undanfarin ár hef ég stundað þýðingar jöfnum höndum úr spænsku og rússnesku, en seinni árin hefur rússneskan náð yfirhendinni. Það er mikið til af góðum skáldskap á þessum tveimur tungumálum.“ íslensk Ijódaveisla i Búlgaríu „Ég var að koma úr miklum ljóðaleiðangri frá Litháen og Búlgaríu. í Búlgaríu kom út hinn þriðja júní þýðingasafn á ljóðum ís- lenski-a skálda sem vakti mikla athygli. Ég var boðsgestur þama sem eitt ljóðskáldanna frá íslandi, ásamt Sigurði A. Magnússyni. Það var haldin mikil hátíð í Menningarhöllinni í Sófíu fyrir fullum sal af fólki. Þarna flutti búlgörsk kona íslensk sönglög, leikarar lásu upp úr bókinni og hún seldist eins og heitar lummur! Eftir dagskrána kom fólk til okkar Sigurðar og spurði okkur út í ljóðin og sýndi mikinn áhuga á ljóðunum og efni þeirra. Það var virkilega gaman að upplifa þetta! í Búlgaríu skiptir ljóðlistin greinilega máli og nýtur hylli fólks. Þar á undan var ég í Litháen og ferðaðist um landið og las upp. Þeir halda Ijóðahátíð á hverju ári með boðsgestum hvaðanæva úr heiminum og gefa út árbók há- tíðarinnar með þýðingum á ljóðum eftir gest- ina. Ég er ekki frá því að það sé meira gert í Litháen íyrir menninguna en hér heima. I. þessu litla landi koma út í hverri viku þrjú blöð sem fjalla eingöngu um listir og menn- ingarmál. I Búlgaríu og Litháen ber allt þess vott að menningin skipti einhverju máli og það era settir í hana peningar. Þó að efna- hagslífið í báðum löndunum sé bágt, þá blómstrar menningin engu að síður. Og þar ber ekki á þessari auglýsinga- og sölu- mennsku sem tröllríður öllu hér! Því þó lista- lífið í Reykjavík sé vissulega gott, þá finnst mér það alltof oft einkennast af sölu- mennsku.“ Gakktu hægt yfírgrasið t í nepjunni. Sólin hefur enn ekki sungið sitt síðasta. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað: 10. júlí (10.07.1999)
https://timarit.is/issue/242892

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

10. júlí (10.07.1999)

Aðgerðir: