Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 10
griðland í válegum heimi, einsog hann sagði við sjálfan sig og reyndi að vera skáldlegur. Klukkan átta borðaði hann morgunmat. Ajá, hann fór líka einusinni í viku í fjarinn- kaupaferð útí netkjörbúð og aðrar deildir stórmarkaðar sem hann verslaði við. Sveif eft- ir vefjarleiðum, opnaði búðardymar með leynilegum aðgangslykli sínum og vafraði síð- ?an milli hillna í sýndarveruleika verslunarinn- ar og tíndi í innkaupakörfuna. Þetta var mjög þægilegt því að þegar honum fannst nóg kom- ið í körfuna þurfti ekki annað en að biðja vef- síðuna um að leggja saman hvað þetta kostaði og setja það á bankareikninginn hans. Svo fékk hann þetta sent heim daginn eftir og hafði sömu aðferð og við sendlana frá veit- ingastöðunum, lét kjörbúðarmenn skilja vör- urnar eftir í pappakassa við dyrnar. Og hið sýndarraunverulega og óáþreifanlega hafði á ný breyst í eitthvað raunverulegt og áþreifan- legt, í drykki, kjöt, fisk, klósettpappír, blek í tölvuprentarann... Kiukkan átta þrjátíu settist hann við tölvuna á ný og opnaði rafpóstinn til þess að ná í þau verkefni sem höfuðstöðvamar höfðu sent honum. Síðan sat hann við framm- yfir hádegi, leit varla upp, hafði oftast dregið fyrir glugga svo að ekkert truflaði hann og tókst yfirleitt að ljúka verkefninu um eittleyt- ið - samskonar verkefni og hann hafði verið að dútla við allan daginn á skrifstofunni áður fyrr. Þessvegna gætti hann þess að senda ekki úrlausnina í tölvupósti íyrr en seinna um daginn. Mikið þarfaþing þessi rafpóstui- þótt hann væri nú líka nokkurskonar trojuhestur sem leiddur var hvern dag inní herbúðir hans, gluggi sem umheimurinn tróð sér innum, því að það kom stundum (alltof oft) fyrir að hon- um bærist þessi ruslpóstur, allskonar tilboð um áskrift að þessu eða hinu tímaritinu, um kaup á þessari eða hinni vömnni. Hann hafði höfuðstöðvamar náttúrlega gmnaðar, eða ' réttara sagt tölvur þeirra. Og svo hafði hann nú líklega verið of viljugur að gefa nafn og netfang upp þegar hann pantaði ýmsa vöra. Hann yrði að fara að gæta sín betur. Eftir vinnu snæddi hann hádegisverð, ýmist pantaðan eða þá að hann eldaði sér eitthvað. Hann var bara ekki frá því að matreiðsla sín færi snarbatnandi með hverjum deginum sem leið. Hann hafði verið að gera tilraunir með ýmsar uppskriftir sem hann hafði fundið á vefnum; hann varði nefnilega tveimur tímum síðdegis í að sigla um netheima en endaði oft- ast á því að smella á veitingahúsalistann sem hann var búinn að bókmerkja, valdi sér mat- ' sölu, fór inná viðkomandi vefsíðu og pantaði sér eitthvað í svanginn. Að því loknu tók hann nokkrar góðar leikfimiæfingar eftir töflu sem hann hafði líka fundið á vefnum. Síðan skrapp hann í sturtu og hreiðraði svo um sig í hæg- indastólnum, klæddur baðslopp og horfði á sjónvarpsfréttimar. Og það stóðst á endum að þær vom að syngja sitt síðasta þegar einhver sendillinn hringdi niðri, kominn með matar- sendingu. Þótt sjónvarpið væri þannig líka gluggi sem hann leit útum til að skoða um- heiminn var hann ekki mikill sjónvarpsfikill, horfði sárasjaldan á annað en fréttir. Þó sleppti hann aldrei knattspjrmuleikjum. Þeir vom honum mikil hugardreifing og ánægja, reyndar blandin óbeit; óbeit á öllum þeim mannfjölda sem sást og heyrðist samankom- inn á leikvöngunum, þúsundhöfða skrímsli sem hann hryllti enn meira við en mann- þrönginni í jarðlestinni áður fyrr. En sem bet- ur fór bjargaði rökhugsunin honum enn á ný: Láttu ekki svona. Héðan úr stólnum séð er þetta líka sýndarvemleiki, eitthvað óáþreifan- legt, þér óviðkomandi. Hann var búinn að bræða þetta með sér lengi og lét loksins til skarar skríða; lét loks- ins verða af því að opna dyrnar þegar hann heyrði þá kínversku stíga útúr lyftunni. Áður en hann smeygði öryggiskeðjunni af hankan- um á hurðinni leit hann gegnum gægjugatið og fullvissaði sig um að þetta væri hún; það gerðist við og við að karlmaður kom með matinn; ungur strákur, sýndist honum gegn- um gægjugatið, og um leið og hann sá hann var hann kominn með áhyggjur af henni, hvort hún væri lasin, greyið, eða þá - og 1 þeirri hræðilegu hugsun laust alltaf niður þrátt fyrir rökrænar frávísunartilraunir hans - að hún væri hætt, rekin úr starfi, jafnvel rekin úr landi; kannski verið ólöglegur inn- flytjandi; hvað vissi hann? Það hafði tekið hann nærri ár að herða upp hugann, reyna að vinna bug á svitakófsköstunum. Hann hafði guggnað oftar en einusinni á siðustu stundu, með hana í sigtinu í gægjugatinu og finguma á keðjunni. En nú tókst honum loksins að láta slag standa þennan sunnudag. Hann ætlaði aldrei að geta náð keðjunni af festingunni. Það sló hann einhver handskjálfti og lófamir urðu skyndilega löðrandi í svita þótt loftkæl- •^ingin væri á fullu í íbúðinni; var kominn með enn eitt kastið því að hann fann svitann spretta fram í hársverðinum og dropa byrja að leka niður bakið undir skyrtunni þegar honum lánaðist loks að opna. Og hvílík sjón! Hún var ekki bara falleg, hún var sannkölluð fegurðardís! Hann fann taugaspennuboð hlaupa um sig allan, kitlandi fiðring sem leit- aði frá maganum og útum allan líkamann þegar hann leit í skáskotin og möndlulit aug- un sem horfðu á móti í hans, fyrst hissa og jafnvel skelkuð við þessa óvæntu útrás en svo brosti hún til hans þessu geislandi brosi. Honum fannst hann bara ekki hafa séð hvít- ari tennur á ævinni. Og brosið lýsti upp and- litið, gerðu augun að bogastrikum og bretti uppá litla nefið! Æ, þetta nef! Hann dreymdi um það marga daga á eftir. Og um hrafnsvart hárið, með þessari bláu slikju; hann langaði svo að koma við það, strjúka hendinni létt og hægt niður hrafntinnuna - skyldi það vera fínt eða gróft viðkomu? - frá hvirflinum og niðrá mitt bakið, eins langt og það náði. Hún var lágvaxnari en hann hafði haldið en yndis- lega fíngerð, næstum því brothætt; samsvar- aði sér samt öll mjög vel. Og brjóstin, maður! Hann sá þau lítil og nett undir hvítum hlýra- bolnum, eða sá þau eiginlega ekki, þorði ekki fyrir sitt litla líf að líta niður og beint á þau heldur horfði í möndlurnar tvær sem nú höfðu aftur umhverfst úr strikum í austræn augu. Og var hún í buxum eða pilsi? Hann tók hreinlega ekki eftir því. Og þegar hún rétti honum matarpakkann snertust hendur þeirra óviljandi eitt andartak, hennar heitar, sjóð- andi heitar, og hann fann samskonar straum fara um sig og þegar hann hafði fyrst kysst konuna sína, þá kærastu; nei, ennþá sterkari, svo sterkan að hann var í raun snöggt raflost svo að hann hrökk frá henni og fékk aftur svitakast, enn hastarlegra en vanalega. Hann stamaði óskiljanlega afsökun og hörfaði inn- um dyrnar á ný og var búinn að skella á eftir sér áður en hann hafði áttað sig. Svo stóð hann innanvið dyrnar með matinn í höndun- um og nötraði alltíeinu allur; og hjartað var komið á enn meiri ferð en þegar hann kom hlaupandi upp stigana eftir misheppnaðar út- göngutilraunir sínar; blóðfoss drandi í hlust- um honum; lungun líka orðin óð. Og þannig stóð hann guð má vita hvað lengi, heyrði ekki einusinni þegar hún fór niður í lyftunni aftur, að minnsta kosti var hún horfin þegar hann líktog rankaði loksins við sér og leit í móðu gegnum gægjugatið aftur. Og næstu sólarhringa hugsaði hann ekki um annað; átti í erfiðleikum með að sofa og sinna vinnunni; þurfti að beita sig jámaga sín- um til að Ijúka við verkefnin og entist varla dagurinn til þess. Hann braut meiraðsegja gullvæga, nánast heilaga, reglu því að hann pantaði aftur kínverskan mat strax næsta miðvikudag; gat bara ekki á sér setið; hann sem hafði þann ófrávíkjanlega sið að borða Sikileyjarflatböku á miðvikudagskvöldum. Hann gekk jafnvel svo langt að panta ekki á netinu heldur stakk hann símanum sem hann hafði venjulega ótengdan í samband og hringdi i kínverska veitingahúsið í þeirri von að það yrði hún sem svaraði. Og vissulega tók yndislega austurlenskur stúlkurómur við pöntuninni og hann sá hana fyrir sér meðan hann bað um vorrúllur, Pekingkjúkling og gufusoðin hrísgrjón. Hann var næstum því viss um að þetta væri hún. Röddin féll alveg að persónu hennar; svo yndislega fíngerð og seiðandi. Og þegar hann lagði á fékk hann aft- ur þetta raflost; var allur farinn að skjálfa, og alltíeinu tók hann eftir fýsn sinni. Auðvitað hafði hann eðlilegar kynhvatir og hafði full- nægt þeim í einrúmi síðan hann lokaði á heim- inn, eða réttara sagt síðan konan hans fór frá honum, og eiginlega lengur því að þau vora hætt að sofa saman þegar hún hljóp burt. En hann mundi ekki til þess að hafa áður fengið svona hastarlegt, ja, greddukast, hann gat bara ekki kallað það annað; og varð að leysa það mál þegarístað. Hann fékk reyndar hálf- gert samviskubit eftirá yfir því að hafa svikið hana á þennan hátt, og það meðan hún var á leiðinni til hans með matinn. En svo náði hann að róa sig með rökhugsun, með þeirri dag- sönnu staðreynd að það var hún sem hann hafði elskað í huganum á meðan. Og svo stóð hann orðið þama á ganginum bakvið hurðina og beið eftir því að það yrði hringt í dyrasímann niðri, beið heila eilífð, var orðinn úrkula vonar, að því kominn að hringja aftur í veitingastaðinn og jafnvel skammast yfir því hvað það tæki eiginlega langan tíma að færa sér pöntunina. En þá rumdi dyrasím- inn á veggnum fyrir framan hann svo að hann hrökk í kút, greip tólið óðri hendi og gerði enn eina undantekningu á venjum sínum: svaraði í hann. Ung konurödd, æ, já, sú sama og hafði talað við hann í símanum, sagði nafnið hans með yndislega kínverskum hreim. Þetta hlaut að vera hún! Það var unaðslegt. Og honum fannst leiða út milli sín og hnappsins þegar gómur vísifingurs hægri handar snerti hann og opnaði dyrnar niðri. Um leið fann hann til vægrar aðkenningar að svitakasti en þetta var ekkert alvarlegt; hann hélt ennþá ró sinni og var staðráðinn í að nú skyldi hann opna hægt og rólega, láta reyndar smástund líða frá því að hún hringdi dyrabjöllunni og þartil hann losaði öryggiskeðjuna, svona til þess að koma ekki uppum að hann biði með andlitið klesst uppað hurðinni og augað límt við gægjugatið; jafnvel segja „augnablik" hlutlausri röddu, rétt sisona, einsog hann hefði verið fáklædd- ur, þurft að bregða sér í eitthvað í flýti, væri að hnýta að sér innisloppinn. Og hún myndi brosa kunnuglega til hans, bjóða gott kvöld og þau skiptast á nokkram orðum, og svo þegar hún rétti honum matinn myndu hendur þeirra snertast ofurlaust aftur og þessi neisti hrjóta. En í þetta sinn skyldi hann ekki hrökklast öf- ugur aftrábak einsog hálfviti og skella dyrun- um á nefið á henni, á þetta yndislega litla nef. Hann verkjaði orðið í vinstra augað. Málm- hringurinn á gægjugatinu var farinn að meiða hann þar sem hann stóð og þrýsti sér að hurð- inni, starði inní göngin frammá ganginn, sá gólfið tuttugu hæðum fyrir neðan, dyrnar að íbúðinni beint á móti í órafjarlægð og hurðina fyrir lyftugatinu hægramegin í ýktri þrívídd. Og loksins fann hann fyrir örfínum hristingi, ómerkjanlegum fyrir venjulegt fólk, en hann hafði þróað tilfinningu íyrir þessum létta skjálfta eftir að hafa beðið svo oft eftir því að lyftan kæmi upp, sérstaklega uppá síðkastið, beðið eftir því að hún kæmi með þá kínversku innanborðs, hana sem hann vissi ekki einusinni hvað héti en elskaði orðið útaf lífinu. Hann þrýsti auganu enn fastar að málm- baugnum þegar hann sá ljósið frá lyftunni flæða upp langan gluggann á hurðinni, einsog kvikasilfur í hitamæli, og hann fann hitann vaxa í sjálfum sér, hjartað fara af stað og svit- ann byija að boga af sér. Og hann hafði gleymt fyrri ásetningi um ró. Hægri höndin hélt orðið um öryggiskeðjuna, búin að losa hana. Nú skyldi hann verða snöggur að opna, þó ekki hastarlega svo að hann hræddi hana ekki, fældi hana ekki frá sér. En það var þá ekki hún sem steig útúr lyftunni heldur ein- hver önnur, stutthærð, ekkert lík henni, nema hvað hún var kínversk. Vonbrigði hans urðu svo mikil að kuldahrolli sló útum hann allan. Skyndilega tók hann eftir því hvað það var kalt í íbúðinni, loftkælingin alltof hátt stillt; tók eftir því að sér var nákalt á höndunum, og tánum líka. Og hann drattaðist niðurlútur inní stofu í hvítri nýstraujaðri skyrtu og nýpressuðum jakkafatabuxunum. Já, hann hafði gefið sér tíma til þess að hressa svolítið uppá útlitið; klætt sig í útivistarflíkur til þess að ganga í augun á henni, ákveðið að geyma íþróttagallann, meiraðsegja tekið sig til og að- eins snyrt, klippt og greitt á sér hárið og verstu skeggtægjumar eftir sturtuna sem hann dreif sig í til þess að skola, við skulum segja, af sér samviskubitið yfir því að hafa haldið framhjá henni með sjálfum sér. En svo kom hún ekki! Og hann var aftur farinn að hafa áhyggjur af henni, greyinu, um leið og hann lét fallast í hægindastólinn fyrir framan sjónvarpið: Ætli hún sé veik? Kannski verið rekin úr vinnunni, rekin úr landi! Hvað veit ég? En hún kom næsta sunnudag! Hann hafði einhvernveginn lifað af frammá helgina, sökkt sér niðrí vinnuna, reynt að dreifa huganum, verið óvenju lengi á netinu, hreinlega týnst í tölvugeimnum, vafrað stefnulaust um og honum tekist að gleyma henni öðrahveiju; en aðeins öðrahverju því að hún skaut alltaf upp kollinum aftur. Og verst var það þegar hann álpaðist á föstudags- morgninum inná einhverja klámsíðu með austurlensku kvenfólki. Hann hafði ósjálfrátt leitað í austur á þessu vafri sínu, slegið ori- ental inn á síðu ÁltaVista-leitarvélarinnar og fengið runu af tenglum uppá skjáinn. Og fyrir einhverja handvömm - kannski það hafi verið undirmeðvitundin eða bara þrá hans eftir henni - þá afvegaleiddi hann sjálfan sig, var alltíeinu kominn beint í fangið á heitum Aust- urlandatíkum, einsog það hét á vefsíðunni: hot oriental bitches, allsnöktum og ögrandi. Og ein var svo lík ástinni hans að honum kross- brá og varð að grannskoða hana til þess að ganga úr skugga um að þetta væri ekki hún. En hann tók líka skyndilega eftir því að ef hann pírði augun var einsog hún væri þar lif- andi komin, allsber komin, komin inntil hans, uppí fangið á honum, og hann stóðst ekki freistinguna að gæla Ijúfum fingurgómum við hana á skjánum, líktog hann vildi teygja höndina inní þennan sýndarveraleika. Og eftir þetta atvik ímyndaði hann sér hana ekki leng- ur einsog hann hafði séð hana á ganginum heldur nakta. Og það kynti enn undir óró hans, vanlíðan hans, ást hans, bæði andlegri og líkamlegri, svo mjög að hann var farinn að fara í sturtu tvisvar þrisvar á dag... En svo rann sunnudagurinn loksins upp. Hann lét verða sitt fyrsta verk að panta matinn og beið svo í óþreyju eftir því að hún kæmi; reyndi að stytta biðina með því að snurfusa sig, pressaði jakkafötin og fór í þau. Og svo tók hann sér stöðu við dyrnar löngu áður en hún birtist - það hvarflaði ekki einusinni að honum að neinn annar en hún gæti komið. Hann var eldsnöggur að opna niðri þegar hún hringdi, svaraði svo bjartri og hressilegri röddu í dyrasímann að hann varð undrandi á sjálfum sér og það var ekki fyrr en hann sá lyftudyrnar opnast að þetta árans svitakóf kom aftur yfir hann. En hann var staðráðinn í að yfirstíga það og var búinn að opna íbúðardyrnar áður en hún sté útúr lyft- unni, stóð á þröskuldinum og brosti til henn- ar. Og hún svaraði brosi hans með brosinu sínu og strikuðu augunum. Síðan rétti hún honum matarpakkann. Hann greip hann ósjálfrátt og hendur þeirra snertust enn á ný, ekki alveg óvart einsog í fyrra skiptið heldur leitaði hann beinlínis eftir þessari snertingu, og gott ef hún gerði það ekki líka; það fannst honum að minnsta kosti. Og neistinn milli þeirra varð enn sterkari en áður. En raflostið lamaði hann einhvernveginn svo að hann missti hreinlega málið og hálfpartinn meðvit- und líka. Hann hneig innum dyrnar aftur og vissi ekki af sér fyrr en hann hafði lokað án þess að hafa sagt aukatekið orð við hana; hann sem hafði ætlað að bjóða kumpánlega góðan dag, kannski segja örfá orð um veðrið til þess að brjóta ísinn, beina tali sínu að henni og komast að því með lempni hvað hún héti; honum fannst óþolandi að hugsa um hana án þess að hafa neitt nafn. Jafnvel heitu tíkurnar á netinu hétu eitthvað, eða vora kallaðar eitt- hvað. Og þetta fór enn á sömu lund sunnudaginn þaráeftir. Hann vissi ekki fyrr en hún var komin og farin og hann stóð orðið með pakk- ann eða bakkann á miðjum ganginum, hríð- skjálfandi í svitabaði, búinn að skella hurðinni á nefið á henni í eitt skiptið enn. Og hann hafði ekki einusinni rænu á að líta gegnum gægjugatið til athuga hvemig henni hefði orð- ið við. Það hefði líka verið óþarfi, hugsaði hann seinna, þegar hann hafði náð sér; hún hlaut að halda að hann væri algjör hálfviti, jafnvel hættulegur brjálæðingur. Og skyndi- lega laust þeirri hugsun niður að kannski kæmi hún aldrei aftur, neitaði að færa þessum vitfirringi matinn. Hann reyndi að beita rök- hugsun til að róa sig en í þetta sinn fann hann engin haldbær rök sem mæltu á móti þessum ótta hans, þvertámóti: Það liggur í augum uppi að þú hefur hrætt hana, greyið, með þessari framkomu þinni. Þetta er nú meiri aumingjaskapurinn í þér, maður, að geta ekki talað við þessa stelpu. Það er engu líkara en að þú sért hræddur við hana, hræddur við að koma við hana. Öll þessi raflost og þessi vit- leysa. Þú þolir bara ekki orðið snertingu við neinn, samneyti við neinn nema kannski þess- ar austurlandagálur á vefnum. Eftirá taldi hann augljóst að það hefði verið þessi rödd rökhugsunarinnar sem fékk hann til að viðurkenna þetta á endanum; reyndar ekki fyrr en daginn eftir, þá loksins að hann var orðinn rólegur fyrir hrein líkamleg og sál- ræn magnþrot. Og kannski að rökhugsunin hafi hjálpað honum til þess að finna lausnina sem dugði; að minnsta kosti var hann nú orð- inn ánægður og meiraðsegja hættur að fara frammá gang þegar hún kom, hvað þá að opna dyrnar og hafa sig að fifli fyrir framan hana. Samt naut hann hennar, naut samveru við hana, naut þess að hafa hana hjá sér hvenær sem hann vildi, hvaða dag sem var, á öllum tímum sólarhringsins. Og allt svo yndislega snertingarlaust en þó ekki ástríðulaust. Og hann hafði gefið henni kínverskt nafn: Hún- an, eitthvað sem flaug honum í hug eina nótt- ina þegar hann lá andvaka. Það má vel vera að það hafi verið nafn á einhverjum kínversk- um veitingastað, eitthvað sem hafði skolast inntil hans með þessum raslpósti einhvern- tíma áður en hann gerðist Robinson en honum fannst það ekki gera neitt til. Hún var og yrði Hún-an í hans huga. Honum hafði nefnilega tekist með ofur- mannlegu átaki að opna dyrnar enn einusinni þegar hún kom; beið líktog í umsátri bakvið hurðina, á gægjum gegnum gatið, í þetta sinn svellkaldur svo að það votaði ekki fyrir svita- dropa neinstaðar á líkama hans, samt í spennu, með spennta vöðva, tilbúinn undir árásina. Og þegar hann sá lyftudyrnar opnast svipti hann upp hurðinni, mundaði sjálfvirku myndavélina sína einsog vopn, hleypti af hríð mynda og runu leifturljósa og var búinn að þrífa matinn af þeirri kínversku og skella hurðinni aftur áður en hún hafði svo mikið sem deplað augum eða undranin náð að þurrka burt þetta geislandi bros hennar sem hún heilsaði honum alltaf með þrátt fyrir und- arlegt athæfi hans. I þessu var hún unaðslega austurlensk líka, alltaf brosandi hvað sem á gekk. Svo hafði hann framkallað þessar myndir í flýti, skannað þær bestu inní tölvuna og gat nú einfaldlega smellt með músarbendl- inum á rétta hnappa til þess að galdra þær fram, særa hana Hún-an litlu stafrænt frammá skjáinn. Hann hafði meiraðsegja tek- ið yndislega andlitið hennar með litla nefinu af einni tölvumyndinni, fært það milli skjala og límt það á þessa allsnöktu sem var svo lík henni svo að nú þurfti hann ekki einusinni að píra augun lengur... Höfundurinn býr í Madrid. ^ 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.