Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 13
1, segist ekki nota textann úr handritinu, ein- ungis laglínuna. „Ég vinn dálítið úr henni eins og uppáhaldið mitt og besta endurreisnartón- skáldið, Josquin des Prés. Hann er sá lang- besti og ég tók hann mér dálítið til fyrirmynd- ar,“ heldur Tryggvi áfram en hann tileinkar messuna minningu meistarans. Þarf að hafa verulega fyrir básúnusólóinu Annar er sá maður sem oft kom upp í hug- ann meðan messan var að verða til og hann er kennari Tryggva frá Vínarborg, Reinhold Portisch, sem lagði megináherslu á kontra- punkt í tónsmíðakennslu sinni og kenndi Tryggva kontrapunkt í anda Josquin. „Þó að við höfum langt frá því verið sammála um alla hluti þá á hann nú heilmikið í þessari messu,“ segir hann um kennara sinn. „Hinir svokölluðu ordinarium-hlutar messunnar eru kórpartarnir; Kyrie, Gloria, Sanctus og Agnus dei, svo eru tvö einleiks- verk sem slíta þetta í sundur, upphafið er In- troitus, sem er slagverkssóló, og Offertorium fyrir einleiksbásúnu," segir Tryggvi um upp- byggingu verksins. Einleik á básúnu leikur Einar Jónsson. „Þetta er heljarlangt básúnu- sóló, yfir tíu mínútna langt. Hann þarf að hafa verulega mikið fyrir þessu blessaður,11 segir tónskáldið og kímir við. Pétur Grétarsson leikur á slagverk í lokakaflanum. Þegar við- talið fór fram sl. þriðjudag var Tryggvi í miðju kafi að skrifa síðasta hlutann. „Pétur fær að sjá þetta á föstudaginn," segir hann Síðar á 20. öld, eftir að séra Bjarni lauk við þjóðlagasafn sitt, hafa skinnbókabrot og blöð úr fornum kirkjusöngsbókum verið rannsökuð nánar. Slík handrit eru einkum varðveitt í eft- irtöldum stofnunum: Det Arnamagnæanske Institut í Kaupmannahöfn, Stofnun Árna Magnússonar á Islandi, handritadeild Lands- bókasafns íslands - Háskólabókasafns, Þjóð- minjasafni Islands og Þjóðskjalasafni íslands. Meðal vísindamanna sem lagt hafa skerf til þessara rannsókna eru Kristian Kálund, Angul Hammerich, Guðbrandur Jónsson, Ró- bert A. Ottósson, Magnús Már Lárusson, Erik Eggen, Lilli Gjerlpw og Merete Geert Ander- sen. Einnig hefur Ingrid De Geer rannsakað sérstaklega þá söngva sem tengdust helgi Magnúsar Eyjajarls og skrifað doktorsrit um það efni. Skal hér dregið saman í örstuttu máli það helsta sem fram hefur komið í þessum rannsóknum varðandi handrit þar sem söngv- ar á Magnúsmeesu Eyjajarls eru varðveittir. 5 Skinnblöð úr fornum kirkjusöngsbókum, sem notuð höfðu verið til bókbands í Árna- safni, voru tekin úr bókbandi á árunum 1911-1913. 6 Kristian Kálund, bókavörður við Árnasafn, og danski tónvísindamaðurinn Angul Hammerich flokkuðu skinnblöðin, alls um 500 talsins, í sex flokka undir safnnúmerinu AM Accessoria 7. Mikill hluti þessara skinnblaða er úr ýmsum messu- og tíðasöngsbókum með nótum frá miðöldum, önnur blöð eru nótnalaus með textum úr saltara- og biblíuhandritum. 7 Meðal skinnblaðanna í AM Acc. 7 hafa fund- ist flestöll blöðin úr tveimur fyrrnefndum skinnbókum, messusöngsbók frá Skarði (Mis- sale Scardense), sem var upphaflega 65 blöð, og grallara frá Gufudal (Graduale Gufudalen- se), sem var alls 37 blöð. Auk þess hafa fáein blöð fundist í öðrum söfnum. Merete Geert Andersen hefur raðað saman blöðunum úr þessum bókum og sýndi fram á það i grein ár- ið 1979 að báðar bækurnar, nú óheilar að vísu, voru skrifaðar af fyrrnefndum listaskrifara, Jóni Þorlákssyni, á síðari hluta 15. aldar. Við ritun Gufudalsgrallarans var Jón einn að verki, en Skarðsbókin var að hluta skrifuð af ónafngreindum meðskrifara Jóns. Mörg fleiri skinnblöð úr öðrum messusöngsbókum eru greinilega með hendi Jóns Þorlákssonar. Mer- ete Geert Andersen hefur rannsakað skinn- blöð úr fleiri kirkjusöngsbókum, en niðurstöð- ur þeirra rannsókna hafa ekki enn verið birtar á prenti. 8 Komið hefur í ljós að messusöngur á Magn- úsarmessu, þar á meðal sekvensia heilags Magnúsar, var skrifuð af Jóni Þorlákssyni bæði í Skarðsbókinni og Gufudallsgrallaran- um. 9 Þegar norski tónvísindamaðurinn Erik Eggen var að undirbúa sitt mikla rit um sekvensíur sem sungnar voru á miðöldum í erkibiskupsdæmi Niðaróss, var einungis búið að flnna hluta af sekvensíu Magnúsar Eyja- jai’ls á skinnblaði úr Skarðsbókinni. í bók Eggens, sem kom út árið 1968, eru því einung- HUÓMEYKI FLYTUR TRÚARLEG SÖNGVERK JÓNS LEIFS í SKÁLHOLTSKIRKJU Morgunblaðið/Þorkell SÖNGHÓPURINN Hljómeyki hefur staðið í ströngu í vikunni við æfingar á trúarlegum söngverkum Jóns Leifs og messu eftir Tryggva M. Baldvinsson. HÁLFRAR ALDAR GAAAALT ERFIUÓÐ FRUMFLUTT Alloþ essa viku, frá morgni til kvölds, hefur Sönghópur- inn Hljómeyki verið við æfingar í Skálholti, enda stend- ur mikið til nú um helgina. Kórinn flytur í dag, auk messu Tryggva, viðamikla dagskrá með trúarlegum söngverkum Jóns Leifs. AAARGRET SVEINBJÖRNS- DQTTIR lagði við hlustir á æfingu og átti svo spjall við stjórnandann, Bernharð Wilkinson, í örstuttu kaffihléi. sallarólegur, enda þykii- honum gott að vinna í kyrrðinni í Skálholti. „Það er yndislegt að vera hér, kyrrðin er svo mikil. Þó að það sé hljótt á Álftanesinu þar sem ég bý er ennþá hljóðara hér. Svo er auðvitað frábært að geta verið í músík allan daginn.“ Árni notaði tónlistar- handritin sem bókapiast Tryggvi fagnar þeim rannsóknum sem nú fara fram á vegum Collegium musicum á gömlum áður lítt þekktum tónlistarhandrit- um. „Ég fór að hitta Njál Sigurðsson á Ama- stofnun og það var algjört ævintýri að fá að skoða þessi skinnhandrit. Það er svo mikið til af þessu, ég held að þetta séu yfir þúsund blöð sem þeir eru búnir að finna af nótum. Auðvit- að er þetta ekki allt íslensk tónlist en þetta sýnir samt að það hefur verið hér miklu meiri músík en menn hafa haldið. Og það er auðvit- að stórmerkilegt og þarf að rannsaka miklu betur. Ég ákvað strax að velja mér eitt stef úr þessum sjóði,“ segir Tryggvi. „En það sem kom mér hins vegar mest á óvart var það að þessi mikla þjóðhetja og bjargvættur ís- lenskrar menningar, Ami Magnússon, hann var ekkert að bjarga þessari músík - hann notaði þessi handrit bara sem bókaplast. Það vantar á homin á öllum tónlistarhandritunum, vegna þess að þau hafa verið skorin öll til,“ heldur hann áfram. Missa comitis generosi verður fmmflutt í Skálholtskirkju í dag kl. 17 og endurflutt á morgun, sunnudag, kl. 15. is birtar nokkrar fyrstu nótnalínurnar með tveimur upphafserindum sekvensíunnar. 10 Eftir að Erik Eggen lauk við rit sitt um sekvensíur Niðarósbiskupsdæmis og að hon- um látnum fannst í bókbandi í Árnasafni skinnblað úr Gufudalsgrallaranum og á því var öll sekvensía Magnúsar Eyjajarls með lat- neskum texta og nótum, samtals 9. erindi. Um þetta nýfundna skinnblað er getið í formála að riti Eggens. 11 Sumarið 1987 var haldin ráðstefna í tilefni af því að 850 ár vom liðin frá því að dómkirkja heilags Magnúsar, þar sem helgur dómur hans vai- varðveittur, var byggð í Kirkwall í Orkneyjum. Á ráðstefnunni flutti dr. Ingrid De Geer frá háskólanum í Uppsölum erindi sem hún nefndi „Musie and the Twelfth-Cent- ury Orkney Earldom: A Cultural Crossroads in Musicological Perspective11. Yar það ári síð- ar gefíð út í ráðstefnuritinu „St Magnus Cathedral and Orkneyðs Twelfth-Century Renaissance“. Þar birtist í fyrsta sinn á prenti öll sekvensía Magnúsar Eyjajarls, „Comitis generosi...“, með texta og nótum. Var þar bæði birt ljósprentun af skinnblaðinu úr Gufudals- grallaranum með hendi Jóns Þorlákssonar (sjá meðfylgjandi mynd), svo og umritun til nútíma nótnalesturs eftir Ingrid De Geer. 12 Sekvensían „Comitis generosi..." er með lat- neskum texta sem ortur hefur af óþekktum höfundi um heilagan Magnús Eyjajarl og sett- ur við laglínu vel þekktrar páskasekvensíu, „Mane prima sabbati...". Um aldur textans er ekki vitað en telja má sennilegt að hann hafi verið ortur á Islandi, og þá trúlega í einhverju klaustri á Norður- eða Vesturlandi. Hér hafa verið gerð að umtalsefni tvö skinn- blöð, hvort úr sínu handritinu. Undirritaður hefur að undanförnu unnið að athugunum á slíkum skinnhandritum messu- og tíðasöngs- bóka frá miðöldum. Þar er um að ræða aðeins örlítið brot af þeim mikla bókakosti söngbóka á skinni sem voru til í klaustrum og kirkjum hér á landi á tíma kaþólskrar trúar. Slíkar bækur voru miskunnarlaust eyðilagðar eftir siðaskipti og sagnir eru um miklar bókabrenn- ur. Örfá slík handrit eru nú varðveitt sem stök blöð endurheimt úr bókbandi. Komið hefur í ljós að þessi skinnhandrit til fornra söngbóka eru þó miklu fleiri og umfangsmeiri að efni en menn hafa gert sér grein fyrir fram til þessa. Samtals munu þar vera tæplega 2.000 blaðsíð- ur með nótum. Allt eru þetta kirkjulegir söngvar, einraddaðir og með latneskum texta. Elstu handritin eru með strenglausum neum- um og voru þau skrifuð á meginlandi Evrópu um 1100 eða í byrjun 12. aldar. Elstu söng- handrit skrifuð hér á landi eru frá því um 1200 en langflest eru þau frá 12., 14. og 15. öld. Fá- ein yngstu skinnhandrit eru frá 16. öld eða um 1699. Þar má finna dæmi um uppskriftir á skinni af grallara Guðbrands biskups Þorláks- sonar prentuðum árið 1594 með lögum á nót- um við íslenska sálma. fslensk skinnhandrit með kirkjusöng spanna því tímabilið frá 1100 til 1600, eða um hálft þúsund ára af sögu kristni á íslandi. Höfundur er tónlistarmaSur og starfar í menntamálaráðuneyti. VIÐ erum hér og gerum ekki annað, við vinnum eins og vitleysingar alla daga og rétt komumst í heita pottinn á kvöldin - en þetta er ofsalega gam- an,“ segir Bernharður Wilkinson þegar hann er spurður um vinnulagið nokkrum dögum áð- ur en Hljómeyki flytur trúarleg söngverk Jóns Leifs og nýja messu eftir Tryggva M. Baldvinsson á Sumartón- leikum í Skálholtskirkju. Mjög ólík verk og allt annað en auðveld til söngs. Meðal þess sem sungið verður á tónleikunum í dag, þar sem þess verður minnst að hundrað ár eru liðin frá fæðingu Jóns Leifs, er Erfiljóð op. 35 fyrir karla- kór, mezzósópran og fiðlu, frá árinu 1947. Mjög erfitt verk, að sögn stjómandans, og samið á erfiðu tímabili í lífi tónskáldsins. „Hann var í mikilli sorg og lægð þegar hann skrifaði þetta verk. Stundum erum við komin al- veg niður á botninn. Það er mjög dapurlegt og þungt í honum hljóðið þama og þess vegna skrifar hann þetta fyrir karlakór,“ segir Bernharður. Fjölhsefur sópran og fyrrverandi nemandi Þómnn Guðmundsdóttir mezzósópran syngur einsöng í Erfiljóði. „Hún lærði á flautu ijá mér í gamla daga,“ segir Bemharður og það er ekki laust við að hann sé stoltur af þessum fyrrverandi nemanda sínum. „í síð- asta kaflanum er svo einleikur á fiðlu og þar njótum við góðs af því að ein úr sópraninum, Hildigunnur Halldórsdóttir, er líka fiðluleik- ari í Sinfóníuhljómsveit íslands,“ heldur hann áfram. í Kyrie op. 5 fyrir blandaðan kór ásamt orgelforleik og barnakór nýtur Hljómeyki liðsinnis félaga úr Kammerkór Biskupstungna, auk þess sem Hilmar Öm Agnarsson leikur á orgel. Bemhaj-ður segir að fæstir sálmanna sem sungnir verði á tónleikunum í dag hafi heyrst oft áður í kirkju, að undanskildum útfarar- sálminum Allt eins og blómstrið eina. „Svo er Vögguvísa frá 1929, hún hefur verið flutt áður og er til í ýmsum gerðum; fyrir píanó og ein- söng og hljómsveit og einsöng, auk útsetning- arinnar sem við syngjum. Eftir heljardýpið framan af tónleikunum ætlum við svo að enda á jákvæðum nótum með því að syngja Heilsu- heimt. Það er í rauninni hægur kafli úr strengjakvartett eftir Beethoven, mjög falleg- ur, útsettur fyrir raddir af Jóni Leifs með texta Þorsteins Valdimars- sonar, Ó undur lífs.“ „En þú hefur ekki rekist á Jón Leifs?" Bernharður segir það mjög erfitt verkefni og ekki ' fýrir hvaða kór sem er að syngja verk Jóns Leifs. „Hann fer alveg út á ystu nöf.“ Þó er eins og ögrunin sé erfiðinu yfirsterkari, því söngfólkið virðist ekki telja það eftir sér að taka heila viku af sumarfríinu í verk- efnið og leggur hart að sér við æfmgamar. „Þetta er mikil töm og reynir mikið á, en svo fáum við alveg rosa- lega góðan mat og ekki spillir friðsældin hér í Skálholti. Við getum einbeitt okkur að þessu verkefni allan daginn í heila viku, það er lúx- us, þó að það sé líka mjög strembið. Auðvitað er þetta einhvers konar fóm en þau koma samt. Það er þess virði, annars væmm við ekki að þessu,“ segir hann. Eins og blaðamaður varð var við þegar hann fylgdist með æfingu ásamt staðartón- skáldinu Tryggva Baldvinssyni getur það ver- ið gott fyrir kórinn og stjórnandann að hafa tónskáldið á staðnum þegar upp koma vafaat- riði í túlkun og áherslum. Enda var það svo þegar Tryggvi mætti á æfingu á fyrsta degi og Bernharður var búinn að fá hjá honum svör við nokkmm brennandi spumingum að sá síðarnefndi klykkti út: „En þú hefur ekki rekist á Jón Leifs? Það eru nefnilega nokkrar nótur sem mig hefði langað til að spyrja hann um.“ Tónleikamir með trúarlegum söngverkum Jóns Leifs hefjast kl. 15 í dag í Skálholts- kirkju og í tónlistarstund kl. 16.40 á morgun, rétt áður en messa hefst, má aftur heyra nokkur verkanna. Bernharður Wilkinson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ1999 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.