Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 8
ÞRÆLASALAR I NORÐURHOFUM - SIÐARI HLUTI SKAL nú aftur snúið til Norður- slóða. í Þjóðminjasafni hefur lengi hangið sérkennilega útskor- in fjöl, sem var skráð í bækur Forngripasafnsins árið 1881. „Eikarfjöl, útskorin beggja vegna, lengd 124,5 cm., breidd 17,6 -17,5 cm., þykkt. 1,6 - 2,7 cm., vantar afbáðum endum, skiptist í 4 reiti og eru bekkir á milli og frammeð röndum. I reitunum eru upphleyptar myndir, annars vegar skák- ross, og 3 mannamyndir, sín með hvoran svip, ein virðist vera blámannsmynd, allar eru þær vangamyndir og sjér niður á brjóst. Hins vegar er hluti af skrautmynd, 2 englamyndir fljúgandi og skákross. Mannamyndirnar eru einkennileg- ar og allvel skornar, virðast benda á allvanan útskurðarmann, eru útíendar án efa og virðast vera frá 16. öld. Ártalið 1563 er skorið á fjólina, öfugt og illa, og virðist miklu yngra en svo að það hafí getað verið skorið það ár. Fjölin er lík- lega úr skipi, en mun hafa verið notuð fyrir rúmfjöl". Neðanmáls stendur „Óljósar sagnir munu hafa verið um, að hún hafí verið kölluð „rúmfjöl Daða íSnóksdal". Daði í Snóksdal, sem er eignuð fjölin, var Daði Arason, kallaður Dalaskalli, sonur Ara lógréttumanns í Snóksdal og fyrri konu hans Guðríðar Bjarnadóttur. Daði var orðinn sýslu- maður í Snæfellssýslu árið 1459. Hann lifði fram yfir aldamótin 1500 og lést einhvern tím- ann fyrir 27. júní árið 1502. Daði beitti sér mjög í hinni gjöfulu sýslu sinni og bregður fyrir í ýmsum samtímabréfum. Daði var sömuleiðis einn þeírra höfðingja, sem sátu á Lundi árið 1480 og setti innsigli sitt við fyrrnefnt klögu- bréf vegna útlendinga. En ef fjólin hefur til- heyrt Daða, vaknar spurningin um hvaða þýð- ingu hún hefur fyrir þessa frásögn og hvaða sögu hún segir. Klæðnaður mannanna á fjölinni, bæði hattar og kragar, sýnir tísku seinni hluta 15. aldar. Hinir vængjuðu englar benda einnig stílfræði- lega til sömu tímasetningar. X-laga kross er á báðum hliðum fjalarinnar. Hann er hægt að túlka á marga vegu, sem ekki varpar frekari ljósi á fjölina. Gæti m.a. verið um að ræða róm- verska táknið fyrir 10 eða gríska bókstafinn chí, sem er fyrsti stafurinn í nafni Krists. Andrésar- krossinn var einnig x-laga og var merki margra landa og borgríkja. Gunnfáni Skota t.d. hvítur Andrésarkross á bláum fleti. Sérfræðingar á sjóminjasöfnum og listasöfn- um í Hollandi og Belgíu telja fjölina ekki vera frá Norður-Evrópu, þó þeir geti ekki bent á svipaðan útskurð frá Suður-Evrópu. Alþýðulist, eins og myndmálið á fjölinni, var sjaldan varð- veitt í söfhum fyrrverandi stórvelda heimshaf- anna. Freistandi er þó að halda að fjölin tengist á einhvern hátt siglingum Portúgala eða ann- arra í Norðurhöfum í lok 15. aldar. Hvernig hana rak á fjörur Dalaskallans verður þó aldrei upplýst. Endalek byggðar á Graenlandi Það er ekkert sem útilokar að norrænir menn hafi tórað fram á síðasta tug 15. aldar á Grænlandi. Nýjar kolefnisaldursgreiningar á klæðaleifum úr vaðmáli úr gröfum í kirkjugarð- inum á Herjólfsnesi sýna, að fólk hefur verið greftrað þar fram á miðja 15. öld. Það þýðir þó alls ekki, að byggð hafi lagst af og Grænlend- ingar dáið út um miðja öldina; eða að þeir hafi þar af leiðandi aldrei komist í tæri við Portú- gala og aðra útlendinga síðar á öldinni, eins og danski fornleifafræðingurinn dr. Jette Arne- borg Nielsen hefur nýlega ályktað. Fötin, sem aldursgreind voru til miðju 15. aldar, eru bættir garmar og hafa hugsanlega verið í notkun FJOL DAÐA DALASKALLA EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON Sæfarar, sem tengdust þrælaiðnaði í nýlendum Porgúgals, komu hugsanlegg til íslands og Bristolbúo^ sem versluou vio þrælahafnir í Portúgal og á Madeira, komu með vissu til íslands. Einhverjir þeirra gætu hafa heyrt um Grænland eða verið þar. ¦''- ~ "'-w -. ¦ ¦ TEIKNING af rúmfjöl Daða í Snóksdal eftir greinarhöfundinn. lengi, áður en þau voru notuð sem vafningar ut- an um lík. Einhverjir hafa grafið fólkið og klæð- in á Herjólfsnesi. Þeir sem það gerðu hafa get- að lifað áfram ásamt börnum sínum fram á seinni hluta aldarinnar. Byggð hefur þar af leiðandi getað haldist í Eystri byggð fram undir 1500. Var það fólk síðan fjarlægt af Portúgölum og flutt suður til Kanaríeyja eins og Per Lillieström heldur? Frá 1473, og hugsanlega fyrr, voru Portúgal- ar í siglingum í Norður-Atlantshafi og við Grænland. Alls staðar, þar sem þeir uppgötv- uðu lönd, hhepptu þeir fólk í þrældóm. I Afríku þurftu þeir ekki að hafa mikið fyrir að ná í þrælana. Þeir gerðu kaup við ættbálka, sem seldu þeim ánauðuga óvini sína. Trú, eða Ijós húðlitur var heldur ekki nein fyrirstaða fyrir því að fólk var hneppt í þrældóm af Portúgölum ri£w LJósmynd Ivar Brynjólfsson, Pjóðminjasafn fslands 1995. MYNDIRNAR Á rúmfjöl Daða í Snóksdal. Sé þeim raðaö upp eins og þær snúa á rúmfjölinni er sú efsta lengst til vinstri, síðan sú í miðið og lengst til hægri er sú neðsta. Sjá einnig teikningar greinarhöfundarins. Rúmfjölin ber safnnúmerið Þjms. 1998. eða Genúamónnum. Lillieström hefur bent á, að hugsanlega hafi Páfagarður ekki lengur talið Grænlendinga með kristnum mönnum. Areið- anlegar heimildir um það eru hins vegar af skornum skammti. En ef þrælasalar, sem einnig voru í góðu sambandi við Páfagarð, hafa einnig staðið í þeirri vissu, er ekki af sökum að spyrja ef þeir hafa haft fréttir af hentugu vinnuafli á Grænlandi. Sæfarar, sem tengdust þrælaiðnaðj í nýlend- um Portúgals, komu hugsanlega til íslands og Bristolbúar, sem versluðu við þrælahafnir í Portúgal og á Madeira, komu með vissu til ís- lands. Einhverjir þeirra gætu hafa heyrt um Grænland eða verið þar. A þennan hátt er áfram hægt að leika sér að tilgátum. Hægt er að ímynda sér að fjöl Daða passi einhvers stað- ar inn í þessa sögu. Á blámaðurinn með háls- klútinn á fjölinni að vera þræll og mennirnir með hattana portúgalskir herrar hans? Hér skal þó látið gott heita með vangaveltur og verður lesandinn, eins og höfundurinn, að bíða frekari tíðinda frá Kanaríeyjum. Það stendur til að rannsaka blóðflokka og erfðavísa eyja- skeggja á Tenerife. Samanburður á erfðavísum í íbúum Tenerife við íslendinga og aðrar lifandi þjóðir í Evrópu og Afríku og hugsanlega við gen, sem leitað verður í beinum Grænlendinga hinna fornu gætu ef til vill gefið svarið. Erfða- rannsóknir á núlifandi þjóðum með því mark- miði að sýna uppruna þeirra eru þó miklum erf- iðleikum háðar. Mælingar á mannabeinum frá 15. og 16. óld úr aflögðum kirkjugörðum á Kanaríeyjum væru miklu líklegri til að gefa af- gerandi svör við spurningunni um hvort Græn- lendingar héldu velli á Kanaríeyjum og jafnvel á Madeira, eða dóu drottni sínum í volæði í lág- um kofaþyrpingum á heimsenda. Þangað til er hægt að velta því fyrir sér af hverju glímu Kanaríeyinga svipar svo til íslenskrar glímu, af hverju menn hafa í aldaraðir rennt sér á sleðum niður brekkur á Madeira; hvaðan faldurinn (höfuðbúnaður) á þjóðbúningi kvenna á Ma- deira er ættaður, og hvernig stendur á því að sauðfjárbúskap á Madeira svipar svo til hins ís- lenska. Smölun og réttir eru með sama brag og á íslandi. Allt geta þetta þó verið hreinar tilvilj- anir, en tilviljanir eru skemmtilegar og ekki væri illt í efni ef íslenskir ferðalangar á Kanarí og Madeira gætu nú farið að kalla eyjaskeggja frændur sína. Athugasemd Vegna mistaka birtist lítill hluti upphaflegrar gerðar þessarar greinar í Lesbók þann 13. mars. Það sem birtist var aðeins sýmshorn úr stærri grein, sem höfundur sendi ritstjóra Les- bókar árið 1998. Vegna anna við rannsóknir á afdrifum gyðinga, sem voru framseldir af dönskum yfrivöldum til Þýskalands nasismans, trassaði ég að senda alla greinina til ritstjórans. Það sem birtist vegna mistakanna leiddi til at- hugasemdar Helga Ólafssonar í Lesbók 27. mars, þar sem ég er gagnrýndur. Grein Helga er skrifuð til varnar Birni heitnum Þorsteins- syni, sem hvorki er nefndur á nafn eða lítilsvirt- ur í grein minni eins og Helgi gefur sér. Ég stend við það sem birtist, þótt það hafi ekki ver- ið grein sem ég ætlaði til birtingar, og tel gagn- rýnina alls ekki verðskuldaða og byggja á mis- skilningi. Gagnrýninni er hægt að svara á ein- faldan hátt. Hvorki Björn Þorsteinsson, sem ég tel fremstan meðal íslenskra sagnfræðinga á þessari öld, né aðrir íslenskir sagnfræðingar hafa birt allar þær upplýsingar um íslendinga í Birstofu og ferðir þeirra, sem birtust fyrst í bók David Beer Quinns árið 1973, og sem greint er frá nú í Lesbók Morgunblaðsins. Það er ekki nóg að halda sig vita að íslenskir sagnfræðingar hafi þekkt þessar heimildir eða birt þær, eins og gagnrýnandi minn gerir. Meðal heimilda sem vitnað er í: Amler, Jane Prances 1991. Christopher Columbus' Jewish Roots. Jason Aronson Inc. Arneborg Nielsen, Jette 1996. Burgunderhuer, baskere og dode nordboere i Herjolfsnes, Grcnland. Nationalmuseets Arbejdsmark 1996. Beer Quinn, David 1973. England and the Discovery of Amcrica 1481-1620. London. Björn Þorsteinsson 1970. Enska Öldin. Reykjavík. Björn Þorsteinsson og Guðrún Ása Grímsóttir. Enska Bldin. Saga íslands V. Ritstjóri Sigurður Líndal, Reykjavík 1990. Boucher, Francois 1965. Historie du Costume. En Occident de l'Antiquite A nos Jours. Flamarion. Par- is. Carus-Wilson, E.M. 1967. The Overseas Trade of Bristol in the later Middle Ages. Merling Press London. Catz, Rebecca 1993. Christopher Columbus and the Portuguese, 1476-1498. Greenwood Press London. Davenport, Milia. 1958. The Book of Costume, Vol. 1. Crown Publ. New York 1948. Diplomatarium Islandicum. Diplomatarium Norvegicum. Eliot Morison, Samuel 1978. The Great Explorers. The European Discovery of America. Oxford University Press. Epstein, Steven A. 1996. Genoa & the Genoese 958- 1528. The University of North Carolina Press. Hair, P.E.H. 1978. The Atlantic Slave Trade and Black Africa. The Historical Association London. General Series 93. Lillieström, Per A. 1993. Grönland - Tenerife Ar 1500. Handrit. Marly, Dian de 1985: Fashion for Men, An illustrated History. B.T. Batsford Ltd. London. Ólafur Pálsson 1993. Hvað varð um þá? Lesbdk Morgun- blaðsins. 4. september 1993, bls. 8-9. Rawley, James A. 1981. The Transatlantic Slave Trade. W.W. Norton & Company. Scammell. G.V. 1981. The World Encompassed. The fist European Maritúne Empires ca. 800-1650. Methuen. Siever, Kirsten A. 1996. The Frozen Echo. Stanford Um'versity Press. Sigurður Hjartarson 1992. Leiðarbækur úr fyrstu sigl- ingunni til Indfalanda 1492-1493. Sigurður Hjartar- son þýddi, ritaði formála og samdi þýðingar. Uglan. Reykjavík. Wilson, Ian 1996. John Cabot and the Matthew. Redcliffe Press. Höfundor er Ph.D. I mioaldafornleifafræoi, býr í Kaupmannahöfn og stundar rannsóknir við hóskól- ann í Hróarskeldu. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.