Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 6
UR HANDRAÐANUM Nokkrar þjóð- sagnir tengdar Langavatnsdal Karl eg Kerling í Grímsstaðamúla. I múlabrúnunum nokkuð austan við Gríms- staði eru tveir klettadrangar, Karl og Kerl- ing. Sagan segir, að þau séu þannig tilkomin, að í fymdinni hafi nátttröll tvö, tröllkarl og tröll- kona, búið einhvers staðar lengst inni í dölum á Alfthreppingaafrétt. A þeim tímum var fisk- ur nógur á miðum Mýramanna og auðvelt að fá í soðið. Kvöld eitt er rökkva tók héldu þau til sjávar að sækja sér björg í bú. En nóttin leið fljótar en þau hugðu, og þótt þau hefðu hraðan á og stikuðu stórum á heimleiðinni, komust þau aðeins upp á múlabrúnina, er dagur rann. Þar urðu þau að steini eins og sjá má enn í dag. (Magnús Sveinsson: Mýramannaþættir). Langavatnsdalur heitir dalur einn á fjöllum uppi milli Mýra- sýslu og Dalasýslu. Eins og nafnið bendir til, er allmikið vatn í dalnum, er Langavatn er kallað, en blómlegar hlíðar og grundir eru beggja vegna fram með því, og yfír höfuð er dalur þessi hinn byggilegasti, enda var hann og byggður í fomöld, ef til vill þegar á land- námstíð; en svo mikið er víst, að hann var al- byggður á 13. og 14. öld. Var hann þá hreppur og sókn út af fyrir sig, og hét kirkjustaðurinn að Borg, en eigi er mönnum kunnugt um fleiri bæjarheiti í Langavatnsdal. Sagt er að dalur þessi hafi lagst í eyði í Svartadauða 1402, og lætur það mjög nærri eptir því að dæma hversu tóptir og rústir em þar fomlegar. I Svartadauða dó hvert mannsbam í Langa- vatnsdal, nema tvær manneskjur, karl og kerling, en ekki er getið um nöfn þeirra. Sýkin kom ekki á bæ þeirra, því þau vörðu sig með kunnáttu sinni og í stað þess að biðja guð að hjálpa sér - því að sagt er, að veikin hafi byrjað með hnerrum, og það sé frá þeim tíma að ségja: „Guð hjálpi mér,“ þegar menn hnerra - þá gólu þau galdra sína yfir sýkinni eða hinni svörtu gufu, fyrirboða hennar, sem sumir þóttust sjá líða yfir landið. Þannig lifðu þau karl og kerling alla sam- sveitunga sína. Þau vom nú einnig einráð í sveitinni og höfðu líka nóg að gjöra að hag- nýta sér það, sem hinir dauðu menn létu eptir sig, og að koma fyrir líkum nágranna sinna, sem lágu ójörðuð hér og hvar. En þeim varð ekki skotaskuld út þessu, og mddu þau öllum hræjunum í vatnið og mæltu svo um, að þau yrðu öll að nykmm. Þykja þessi ummæli þeirra hafa ræst, því að ekki er ömggt að vera á ferð um þær slóðir, er hausta tekur og nótt fer að dimma. „ARir skulu einu sinni helveg troða,“ enda þurftu ekki gömlu hjónin lengi að bíða. Næsta vetur eptir bar svo við, að þau þraut eldivið; lagði því karl leið sína til byggða, fékk hann eldsneytið og lagði þegar aptur á fjallið, er komið var kvöld. Veður var hið ískyggilegasta og laust á norðanhríð og varð hann úti á fjall- inu. Kerlingu tók brátt að lengja eptir karli sín- um og gjörði hún leit að honum. Fór hún suð- ur á leið til byggða, en kom aldrei síðan aptur í Langavatnsdal. Hefir ekkert spurst til þeirra síðan, en líklegt þykir, að þau séu steindrangar þeir, er standa framan í kletta- snös í Grímsstaðamúla innanverðum og heita Karl og Kerling. Langavatnsdalur hefir aldrei verið byggður síðan þetta gjörðist. (Huld, safn alþýðlegra fræða). Presturinn á Borgarhrauni Mörgum ámm eftir að Langavatnsdalur lagðist í eyði og allir bæir vom niður fallnir hékk kirkjan á Borgarhrauni nokkur veginn uppi. Maður einn ferðaðist yfir dalinn. Kom þá á hann illviðri mikið svo hann tók það ráð að leita hælis í kirkjugarminum. En þegar kom fram yfir dagsetur þótti honum fara að fjölga um gesti og komu æ fleiri og fleiri. Líka sýnd- ist honum fyllast með þoku og dimmu. Ekki þótti honum þessir gestir mjög skemmtilegir. Meðal þeirra var einn sem hann ætlaði að mundi vera prestur hinna, þó framdi hann ekkert það sem líktist kristilegri guðsþjón- ustugjörð, miklu heldur það sem honum þótti óhæfa og leiðinlegt. Alla þessa nótt var maður- inn í prédikunarstólnum. En þegar dagaði fór að fækka um í kirkjunni og síðast gekk sá út sem hann hugði að mundi vera prestur og sagði um leið og hann gekk út: „Draugur er ég sokkinn í jörð og svo erum vér allir“. Ekkert varð ferðamanninum að meini, en þegar birti fór hann á stað og komst heill til manna- byggða og sagði þar þessa sögu. (Jón Ámason: Þjóðsögur) Höfundurinn er fyrrverandi kennari. að er gamalt mál skálda að góðar hug- myndir verði aldrei ófyrirsynju því enn betri hugmyndir spretti af aldini þeirra. (Halldór Laxness: Úngur eg var 1976, 31.) I minnisbók Halldórs Laxness frá samn- ingu Heimsljóss, sem varðveitt er í Handrita- deild Landsbókasafns - Háskólabókasafns, hefur skáldið ritað eftirfarandi 1. janúar 1937: „Ég bið að heilsa Bert Brecht með þakklæti fyrir þessar línur: Denn fúr dieses Leben ist der Mensch noch schlecht genug.“ I grein Halldórs Guðmundssonar útgáfustjóra í öðru hefti Tímarits Máls og menningar 1998, sem hann nefnir: „Ofar hverri kröfu. Um fegurð- arþrá í Fegurð himinsins", bendir hann rétti- lega á að Halldór Laxness leggi Þórunni frá Kömbum þessi orð Bertolt Brecht efnislega í munn í Fegurð himinsins (sjá Heimsljós II. 1955, 257). Raunin er þó sú að skáldið notar „þessar" línur fyrr í skáldverkinu eða í Höll sumarlandsins sem kom fyrst út 1938. I minningargrein um Bertolt Brecht, sem Halldór Laxness ritaði 1956 og birti í Gjörn- ingabók 1959, kemur fram skilningur hans á þessum orðum Brecht: „Denn fúr dieses Leben ist der Mensch nicht schlecht genug, segir Brecht í Dreigrosschenóperunni, og á með því við að auðvaldsskipulagið sé ekki samboðið mönnum." (Gjömingabók 1959, 72.) I fyrstu heimsókn Ólafs Kárasonar til skáldkonunnar Hólmfríðar á Loftinu og hins drykkfellda eiginmanns hennar reynir hún að skýra fyrir honum áhrif drottnandi valds á Sviðinsvík með því að taka dæmi af eigin- manni sínum - hvemig hann var - og hvað hann varð, en lífsþekking Ólafs nægði honum ekki til skilnings. Af aldini þessarar hug- myndar Bertolt Brecht er þessi lýsing sprott- in: Maðurinn minn, hann bar af öðmm mönn- um einsog askur af þyrni, svaraði hún. Hann hafði augu sem sjá mflur til hafs. Þegar ég sá hann í fyrsta sinn sá ég hetju. Það er mannlíf- ið sem er svívirðilegt. Hvert var konan að fara? Hversvegna þessa tilefnislausu vöm fyrir manni sínum. Var hún að afsaka sjálfa sig? Hann var því miður ekki nógu vondur mað- ur fyrir þetta glæpafélag, bætti hún við. Hann var því miður ekki glæpamaður. (Heimsljós I. 1955, 209.) Eins og kunnugt er byggist Heimsljós mjög á æviferli Magnúsar Hj. Magnússonar skálds EFTIR EIRÍK JÓNSSON (1837-1916) en höfundurinn færir allt til í tíma svo verkið skírskotar framar öðru til at- burða og átaka ritunartímans. Hér skal sýnt dæmi um notkun Halldórs Laxness á textum Magnúsar Hj. Magnússonar: Þann 21. og 22. [nóvember 1904] var stillt veður heiðríkt en grimmt frost. Þá leitaði ég á náðir fátækranefndar á ísafirði, fór ég á fund fulltrúa hennar Bjama Hermanns Kristjáns- sonar („ríka djöfuls“) og tjáði honum vand- ræði mín, en svar hans var á þessa leið: „Hvað ætlar þú að finna mig? Geturðu ekki kjaftað? Nenntu að vinna. Farðu að draga grjót, þú ert fullhraustur. Mér kemur þú ekkert við [...]“ (Lbs, 2222, 4to, bls. 103.) I fjórða kafla í Höll sumarlandsins notar skáldið texta Magnúsar þannig: Hvem fjandann sjálfan vilt þú hér? spurði oddvitinn. Skáldinu vafðist ævinlega túnga um tönn þegar hann var ávarpaður mjög hranalega [...]. Hvað er þetta, geturðu ekki kjaftað? spurði oddvitinn. Ég hef orðið að liggja úti í nótt, sagði pilt- urinn [...]. En oddvitinn svaraði: Þú hefur gott af því. Eg var að hugsa um að biðja þig að veita mér einhverja ásjá, sagði skáldið. Asjá, já ég skal svei mér veita þér ásjá. Nentu að vinna. Farðu að draga grjót. Þú ert fullhraustur. Mig varðar ekkert um þig. (Heimsljós 1.1955,179.) I samtali Ólafs Kárasonar og Beru í Feg- urð himinsins mótar fyrir efni úr hugmynd- um annarra höfunda. Þar má einnig greina hugmynd sem kann að hafa orðið áhrifavaldur á Ijóð annars skálds. í samtali Ólafs og Bera gætir áhrifa frá ljóðinu „Þjóðvísa" eftir Tómas Guðmundsson. Ljóðið birtist fyrst í tímaritinu Samtiðinni 1934 og síðar í Stjömum vorsins. I Ijóðinu, sem fjallar um ástir ungmenna, segir stúlkan um unnusta sinn er hann var dauðvona: „Þá talaði hann oft um hið undarlega blómýsem yxi í draumi sínum“ og síðar: „Ég er dular- fulla blómið í draumi hins unga manns“ (sjá Stjömur vorsins 1940, 65). í dul „Þjóðvísu“ er sem heyra megi hvíslað: „Þú ert draumur annarrar vera.“ (Heimsljós II. 1955, 288.) í fyrsta bindi Heimsljóss er vísa úr Númarímum Sigurðar Breiðfjörðs: í huga sástu hvað mér bjó, hvorugt þurfti að tala. (Heimsljós 1.1955,70.) Af aldini þessarar hugmyndar kunna eftirfar- andi orð Bera að vera sprottin: Ekki tala, sagði hún og lagði höndina í greip hans allrasnöggvast. Sumir halda að það þurfi að tala, en það þarf ekki að tala. (Heimsljós II. 1955,294.) I leikritinu Romeo and Juliet eftir William Shakespeare segir svo í 2. þætti, 2. sviði, lín- um 43-44: What’s in a name? That which we call a rose by any other name would smell as sweet! (Hvað binzt við nafn? Það blóm sem nefnt er rós hefði jafn ljúfan ilm með öðru nafni; þýð- ing Helga Hálfdanarsonai' 1956.) í samtali Ólafs og Bera segir: Ég heiti als ekki það sem þú heldur, sagði hún. Hvað era nöfn, sagði hann. Kraftbirtíngar- hljómur guðdómsins, Sigurður Breiðfjörð, Ymir, Hinn Ósýnilegi Vinur, Bera, - mér er sama. Ég spyr ekki um nöfn. (Heimsljós II. 1955, 297.) , Fundur Ólafs og Beru veldur hvörfum í lífi hans: í raun réttri höfum við ekki verið tfl fyren á þessari stund, sagði hann. Ég skil þig ekki sagði hún. Þú og ég voram að vísu einhversstaðar áð- ur; en ekki Við, sagði hann. Staðurinn ekki heldur. I dag varð heimurinn til. (Heimsljós 1955, 294.) Harmljóð Steins Steinars, „Myndlaus", kann, auk vonsvika skáldsins, að eiga rót sína í þess- ari hugmynd. Ljóðið, sem lýsir trega yfir óvæntum draumi, er þannig: Ó, þú og ég, sem urðum aldrei til. Eitt andartak sem skuggi flökti um vegg birtist sú mynd sem okkur ætluð var. Sem næturgola gári lygnan hyl, sem glampi kalt og snöggt á hnífsins egg, sem rauðar varir veiti orðlaust svar. Ó, fagra mynd sem okkur báðum bar. (Ferð án fyrirheits 1942, 32.) Höfundurinn er fyrrverandi menntaskólakennari. OLAV H. HAUGE HVUNN- DAGS ÚrDROPARI AUSTANVIND (1966) BERGSTEINN BIRGISSON ÞÝDDI Stormana stríðu hefur þú að baki. Þá spurðir þú ekki hvíþú varst til, hvaðan þú komst, eða hvar þú gekkst, þú bara varst ístorminum varst í eldinum. En það er líka hægt að lifa í gráma hversdagsins setja niður kartöflur, raka lauf og bera birkivendi, það er svo margt að hugs’um hér í heimi, eitt mannslíf dugir ekki til. Eftir dagsstritið geturðu steikt kótilettu oglesið kínverskan brag. Laertes gamli klippti til runna ogplantaði fíkjutrjám, og lét hetjurnar berjast við Tróju. Höfundurinn er norskt skáld. Þína ást ég aldrei þó með orðum gerði fala, FEDERICO GARCIA LORCA Á FESTING- Tímans í hnotskum. UNNI ÁSGEIR ÁSGEIRSSON ÞÝDDI Og hvert andvarp uppistaða óps. FORLEIKUR Stjaman aldna lokar þrútnum augunum. Stjaman unga vill mála nóttina bláa. Nautið lokar augunum hægt. Heitt við stallinn. Forleikur að nóttinni. (í fjallafurunni: eldflugur.) LOFT ÁFRAM Hvert ljóð uppistaða ástarinnar. Loftið þrangið regnbogum sundrar speglunina yfir lundinum. Hver stjama uppistaða tímans. Höfundurinn, þekktasta skáld Spánar á þessari öld, á aldarafmæli á árinu. Hann var myrtur í borgarastyrjöldinni á Spáni 1936. Þýðandinn býr í Borgarnesi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.