Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 16
Morgunblaðiö/Þorkell Þorkelsson MAGNEA Ásmundsdóttir og Alda Sigurðardóttir aðstoða Kristfnu Arngrímsdóttur við að koma myndum sínum fyrir. FÍFLUM Magneu Ásmundsdóttur raðað upp fyrir Ijósmyndara. TENGSL NÁHÚRU OG NÚTÍMALISTAR í Listasafni Árnesingg verður í dag opnuð sýn- ingin Land sem 29 mynd- listarkonur standa að. ANNA SIGRÍDUR EINARSDOTTIR heimsótti listakonurnar á Selfoss þar sem bær voru í óða önn að setja sýninguna upp. LISTAVERK hvíldu innpökkuð upp við veggi, lágu hálfsamansett hér og þar um húsið á meðan Argentínumaðurinn Eduardo ham- aðist við að mála, negla og bora til að gera allt klárt fyrir opnunina. Lista- konumar sjálfar voru á þönum við að setja verkin saman og finna þeim góðan stað í sýningarsölunum. Ingileif Thorlacius var full einbeitni að festa verk sitt Freistingu á eina rúðu safnsins þegar blaðamaður mætti á staðinn. Verkið er gert úr kóngabijóstsykri og glímdi hún við að festa það á rúðuna með sultu. „Ég var að hugsa um sólina og birtuna og er að reyna að gera eitthvað sem tengist því,“ segir Ingileif og bætir við að hún hugsi verkið t.d. út frá sælgætisáti bama og hugmyndum þeirra um þorp eins og Selfoss. „Fyrir mér var Selfoss bara sjoppa og maður áttaði sig ekki á að þarna var eitthvað annað og meira að baki.“ Brjóstsykurinn er fallegur efniviður að mati Ingileifar og minnir á steint gler þegar birtan fellur á hann. Mergwnkaffi á Borginni Þema sýningarinnar er land og náttúra. Hildur Hákonardóttir, forstöðumaður Lista- safns Ámesinga, segir tilganginn vera að vekja athygli fólks á tengslum nútímalistar og náttúm. Fólk hugsar oft ekki út í muninn sem er á náttúru og landslagi þegar nútímaverk em annars vegar, því þau sýna landið sjaldnast á hefðbundinn hátt. Tengsl lands og samtímalistar hafa verið mikið rædd innan hópsins sem að sýningunni stendur. En hann hefur undanfarið ár hist mánaðarlega í morg- unkaffi á Borginni til að styðja hver aðra fé- lagslega og faglega. „Það er mikið meira af samtímaiist unnið út iFá náttúmnni en fólk gerir sér almennt grein fyrir,“ segir Anna Líndal ein listakvennanna. „Ekki síst myndlist," bætir Asta Ólafsdóttir myndlistarkona við. „Hún byggir á máli forms, lita og hugmynda sem ekki er öllum ÁSTA Ólafsdóttir virðir hugsi fyrir sér ólíkar einingar verks síns. INGILEIF Thorlacius er einbeitt á svip þar sem hún festir kóngabrjóstsykurinn á rúðuna. auðlæsileg. Það virðist liggja betur við list hljómlistarmanna, skálda og leikara, en myndlistarmanna að taka með list sinni þátt í stuðningi við einstök málefni. Líklega vegna þess að verk okkar em oftast kyrrstæð. Með þessari sýningu emm við að leggja landinu lið á forsendum myndlistar. Okkur langar að sýna að við erum virkar,“ segir hún. Verk Steinunnar Heígadóttur, Með mynd af landi í vasanum, sýnir einmitt slíka virkni. Steinunn setur bækiinga um náttúm íslands í útsaumaðan vasa. „Það em glansmyndir af landinu í þessum vasa,“ segir Steinunn. Spumingin er að hennar mati sú, að verði ál- veri komið fyrir í hverjum firði hvort lands- menn endi þá ekki bara með mynd af landinu í vasanum. „Við emm kannski að búa til mynd af íslandi sem er að nálgast það að verða bara hugarástand," segir Steinunn til útskýringar. „Þessar myndir sem þú sérð í bæklingunum em ekki Island eins og ég þekki það. Þó Is- land sé ósköp fallegt þá er það bara öðmvísi. Það er oft búin til einhver mynd af íslandi sem á sér ekki mikla stoð í raunveruleikan- um.“ Steinunn tekur þó skýrt fram að hún sé ekki á móti virkjunum. „Mér finnst virkjanir sniðugur orkugjafi. Mér er bara ekki alveg sama hvenær eða hvar, eða fyrst og fremst kannski hvers vegna.“ Augnablik f náttúrunni Sumar listakvennanna hafa látið þjóðmálin til sín taka og stutt íslenska náttúra með myndlistargjömingum á síðastliðnum misser- um og endurspeglast það í mörgum verkanna. En á sýningunni má einnig finna óð til náttúr- unnar. I verki sínu túlkar Sari Maarit Cedergren ákveðið augnablik. „Ég ákvað að taka augnablikið og hugsa um vatnið,“ segir Sari. „Vatnsbunan kemur, en bara hluti hennar, síðan kemur gára á vatnið, en bara smásnerting og loks sést alda á sjón- deildarhringnum." Kristín Arngrímsdóttir notar líka vatn sem sitt viðfangsefni. Hjá HALLDÓRA Emilsdóttir á heiðurinn af Gæru-mandölu sem hér sést. henni er myndefnið Rangá, en hún ólst upp í nágrenni árinnar. Texti ritaður á glerflöt yfir myndunum fellur sem skuggi á vatnsflöt myndanna. Hópurinn sem hittist á Borginni er opinn hópur listakvenna og hefur fjölgað í honum eftir að spurðist út um sýninguna. Hildur seg- ir tilviljun ráða því að eingöngu konur sæki fundina, því engir karlar hafi sýnt áhuga á þátttöku. Konurnar 29 sem sýna á Selfossi hafa unnið mislengi að myndlist, en verkin teljast engu að síður öll til samtímalistar. „Hugmyndin að sýningunni er að taka á púlsinum núna og kanna hvernig þessar vösku myndlistarkonur túlka náttúruna" segir Hildur. „Mér finnst eins og það sé að skapast heilstætt listaverk fyrir augunum á mér, sem ég horfi á meðan það verður tii. Þetta gerist iðulega þegar samsýningar fara upp og það er gaman að sjá það. Sköpun er svo margs konar. Þær skapa fyrst verkin, svo skapast sýningin, en önnur sköpunin er ósýnileg það er þessi félagslegi þáttur sem fléttast inn í.“ Ffflar upphafnir Magnea Ásmundsdóttir er með fífla sem sitt viðfangsefni. „Ég tek mynd alveg ofan í svörðinn," segir hún. „Ég kalla þetta Nálægð. Þetta em myndir af fíflum, þessum yndislegu blómum sem ég á úti í garði eins og svo marg- ir aðrir. Ég yfirfæri þá í púsl, því hver einasta ögn af landi okkar er svo mikilvæg. Það rað- ast allt saman í eina heild sem við eram svo hluti af.“ Magnea setur gyllingu meðfram fíflamyndunum til að leggja áherslu á vægi þeirra. „Með því að setja gyllta ramma utan um það sem okkur þykir vænt um, upphefjum við það og ég vil að það sjáist hvað mér þykir vænt um fíflana," segir hún. Það ríkir einlægur áhugi meðal listakvenn- anna á verkum hverra annarra eftir því sem Hildur segir. „Það hefur oft verið sagt um myndlistarmenn að þeir séu barnanna verstir, hver pukrist í sínu homi. En ég hef fylgst með því að þetta hefur verið að breytast undanfarin ár og mér finnst sýningin gott dæmi um það,“ bætir hún við. Hildur segir að upphaflega hafi sýningin átt að heita Landið. „En þær vildu láta hana heita Land, sem táknar að við emm komin út fyrir að velta bara fyrir okkur einum jarðarbletti, því það sem gerist á einum stað á jörðinni hefur áhrif alls staðar.“ Hildur telur hópinn meðvitaðan um nauðsyn á víðsýni. „Það þarf að gæta þess að virða margvísleg sjónarmið. Það er verið að tala um samband manns og náttúm þarna og þar má ekki lenda í ógöngum með hugmyndafræðina.". Sýningunni lýkur 1. ágúst. ,1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.