Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 10.07.1999, Blaðsíða 3
H SliOk MORGUNBLAÐSENS - MENNING I ISTlIi 26. TÖLUBLAÐ - 74. ÁRGANGUR EFNI Langavatnsdalur er í fjallgarðinum milli Mýra- og Dala- sýslu ásamt Hítardal, sem er austar. Á Langavatnsdal er náttúrufegurð, góð sumarbeit, fengsælt veiðivatn og sagnir um forna byggð í dalnum, sem lagðist í eyði eftir Svartadauða, enda dóu þar all- ir utan ein stúlka. Túnin í dalnum stóðu „með fullum blóma“ þegar Eggert Ólafs- son og Bjarni Pálsson litu þar á land- kosti um 1750. Um Langavatnsdal skrif- ar Tómas Einarsson. Stafræn ást Þessi smásaga er eftir Kristin R. Ólafs- son, fréttamann í Madrid, og segir frá manni sem leið best einum með sjálfum sér og notaði nútíma tækni til að geta æv- inlega verið aleinn. Með hjálp tölvu fjarpantaði hann sér mat og bað sendlana að skilja hann eftir á dyramottunni svo hann þyrfti ekki að hitta þá. Samt lá hann á skráargatinu og horfði á þá, ekki sist kínversku stelpuna sem kom með sunnudagsmatinn. Svo fór að hann ákvað að láta til skarar skríða og opna dyrnar hjá sér um leið og hún kæmi. Fjöl Daða í Snóksdal eða Daða Dalaskalla, er varð- veitt í Þjóðminjasafninu. I hana eru skornar mannamyndir sem hafa orðið Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni umfjöllunar- efni í síðari grein lians um þrælasölu í Norðurhöfum. Klæðnaður manna á Qöl- inni sýnir tísku á síðari hluta 15. aldar og telur höfundurinn freistandi að álykta að fjölin tengist á einhvern hátt siglingum Portúgala eða annarra í Norðurhöfúm í lok 15. aldar. í Skálholti er nú hafin önnur helgi Sumartónleika í Skálholtskirkju. f grein Njáls Sigurðsson- ar segir frá rannsóknum hans á sekvens- íu heilags Magnúsar Eyjajarls sem varðveitt er á ævagömlu skinnhand- riti. Þegar staðartón- skáldið Tryggvi M. Baldvinsson samdi messu sem frumflutt verður í Skál- holti í dag sótti hann tónefnið að hluta til í þetta handrit. Margrét Svein- björnsdóttir ræddi við hann um verkið og einnig við Bernharð Wilkinson, sem sljórnar flutningi Sönghópsins Illjómeyk- is á messu Tryggva og trúarlegum söngverkum Jóns Leifs. FORSÍÐUMYNDIN Orn Þorsteinsson myndlistarmaður var í fjóra mónuði ó þessu óri í Listamiðstöðinni Nordisk Kunstsenter í Dalsásen í Sunnefjord í Noregi og vann þar að list sinni. Þar vann hann í tré frummynd að verki sem hann nefnir „Hlið". Það hefur nú verið steypt í brons og sett upp í Balestrand, þekktum ferðamannastað i Noregi. HALLDÓRA B. BJÖRNSSON Á ÞJÓÐMINJA- SAFNINU Mig íangar til að spyrja þig, löngu horfna kona, hvað leiddi hendur þínar að sauma þessar rósir í samfelluna þína? Og svona líka fínar! Var það þetta yndi, sem æskan hafði seitt þér faugu oghjarta? Eða fyrii• manninn, sem þú mættir fyrir nokkru, að þú máttir til að skarta? Áttirðu þér leyndarmál, sem leyfðist ekki að segja, en lærðh• ekki að skrifa? Eða vænth-ðu þér athvarfs þar, sem ekkeit var að fínna, þegar eifítt var að lifa? Var það lífs þíns auðlegð, eða blaðsins bitri kvíði þegar blómið hefur angað? Var það ást þín ímeinum, eða eilífðardraumur, sem þú yfufærðh’þangað? En hver veit nema fínnist þér fávíslegt að spyrja, hvað fólst íþínu geði, því ég er máske arftaki allra þinna sorga og allrar þinnar gleði? Halldóra B. Bjömsson fæddist 1907 að Litla-Botni í Hvalfirði. Eftir nám við Hvítárbakka- skólann starfaði hún í pósthúsinu í Borgarnesi og síðan lengi við skjalavörslu á lestrarsal Alþingis. Eftir hana liggja Ijóðaþýðingar og endurminningabók en fyrsta Ijóðabók henn- ar kom út 1949. RABB HAGSMUNIR OG HUGSJÓNIR ERU trúarbrögðin undirrót styrjalda? Mörgum finnst svarið liggja í augum uppi og horfa þá m.a. til kaþólikka og mótmælenda á Norður-ír- landi, orþódoxra, kaþólskra og múslima í Júgóslavíu, Ta- lebana í Afganistan. Aðrir halda því fram að þjóðerniskenndin, svo göfug og fógur dyggð sem hún er í hug- um okkar íslendinga, sé miklu öflugri styrjaldahvati. En þegar betur er að gáð er málið flóknara. Svo mikið er víst að maðurinn kemst ekki hjá árekstrum, það þekkja allir. Þeir eru óhjákvæmilegir og setja svip á öll mannleg samskipti. Arekstrar og átök verða innan fjölskyldna, milli bæja og ein- stakra þjóðfélagshópa og svo milli þjóða og menningarsamfélaga. Draumur um mannlíf án átaka er tál- sýn og slíkir draumar leiða oftar en ekki til skoðanakúgunar. Atök, ágreiningur og árekstrar eru allt það eðlilegir þættir í mannlegum samskiptum. Hitt er svo ann- að mál að skoðanaágreiningur þarf ekki að leiða til ofbeldis eða styrjalda. Arekstrar milli þjóða snúast ýmist um áþreifanlega hagsmuni eða huglæg lífs- gildi. Stríð vegna hagsmuna, t.d. auðlinda til lands eða sjávar, eru nógu alvarleg. En hitt er þó öllu verra þegar tekist er á um lífsgildi. Þá skipta hagsmunir litlu máli heldur lífsgildin og þau snúast um rétt og rangt, um lífsviðhorf og siðferði, um þjóð- emi og trú. Hér er með öðrum orðum komið inn á vettvang trúarbragðanna. I átökum af þessu tagi beita menn of- beldi af mun meiri giimmd en þegar barist er um hagsmuni. Við þekkjum frá- sagnir af slíkum átökum í Júgóslavíu og í Afríku þar sem talað hefur verið um þjóð- armorð. Sumir telja að tímamót séu að verða í átakasögu þjóðanna, að átök muni í fram- tíðinni síður snúast um hagsmuni en lífs- gildi. Margir stjórnmálamenn og stjórn- málafræðingar telja sig sjá þess merki að slík þróun sé hafin. Þeir sem halda fram þessari kenningu, sem er að vísu umdeild, spá því að tuttugasta og fyrsta öldin muni einkennast af hörðum átökum milli menn- ingarheima og séu þrír stærstir: hin kristnu Vesturlönd, íslamski menningar- heimurinn og loks hinn konfúsíanski, asiski menningarheimur. Auk þess eru fimm smærri menningarheimar: japanski heimurinn, hindúski heimurinn, orþódoxa menningarsvæðið í Austur-Evrópu, suð- ur-ameríski menningarheimurinn og loks Afríka. Hér verður ekki lagt mat á þessar stjórnmálakenningar en þær eru allrar athygli verðar í Ijósi atburða undanfar- inna ára. Aðrir telja að fá dæmi megi finna um að trúarbrögð valdi styrjöldum en hins vegar megi finna þess mörg dæmi að þau blandist inn í deilur og styrjaldir af ýms- um ástæðum. Hættulegast er í því efni þegar þjóðarleiðtogum tekst að virkja trúarbrögðin með þessum vafasama hætti. Bent hefur verið á að það takist að- eins þegar ákveðnar forsendur eru fyrir hendi, einkum fátækt, þá heldur þjóðin dauðahaldi í það sem skiptir hana mestu máli og sameinar hana þar að auki og það er trúin. í slíkum tilvikum mætti því tala um misnotkun trúarlegra eða siðferðislegra gilda í þágu spilltra stjórnmálaviðhorfa. Þannig starfar einræðisherrann og hann kemst upp með það svo lengi sem hann heldur völdum og nýtur stuðnings þjóðar- innar. Það gerir hann á meðan hann get- ur talið henni trú um að málið snúist um lífsgildi, um rétt og rangt, um þjóðemi, um trú. Einræðisherrar og ofbeldismenn á valdastólum eiga vísan stuðning trúar- legra öfgahópa sem hafa sprottið upp víðs vegar um þriðja heiminn í kjölfar efna- hagskreppunnar sem þar hefur orðið í kjölfai- gífurlegrar skuldasöfnunar. Til þess að koma í veg fyrir stríð er meginat- riði að varðveita réttlæti og mannréttindi um allan heim, að styðja fátækai' þjóðir efnahagslega og menningarlega, ekki síst með því að losa þær úr skuldum. Mörg samtök kirkjudeilda hafa barist fyrir því að þjóðum þriðja heimsins verði gefnar upp skuldir í vestrænum bönkum í tilefni af aldamótunum. Það væri skref í átt til friðsamlegrar sambúðar þjóða. Og nýlega vannst stór sigur í þessu efni eins og komið hefur fram í fréttum. Friðurinn kemur ekki af sjálfu sér, hann kostar sitt - en stríðið kostar meira. Trúin hlýtur því að blandast inn í átök og styrjaldir milli þjóða og menningar- svæða. Hjá því verður ekki komist: trúin snýst um það sem mestu máli skiptir í til- vist fólks, á henni veltur vitundin um til- gang lífsins um tíma og eilífð. Þegar menn telja að vegið sé að innsta kjarna eigin tilvistai- þarf engan að undra að snúist sé til varnar af öllu afli. En svo er önnur hlið á málinu. Kirkjur og trúarleiðtogar hafa unnið að friði á ýmsan hátt fyrir utan almenna baráttu fyrir mannréttindum og réttlæti í sam- skiptum þjóða. Við þekkjum nöfn fjöl- margra sem hafa sett baráttu án ofbeldis á oddinn: Martin Luther King, Mahatma Gandhi og Dalai Lama. Við þekkjum bar- áttu einstaklinga og kirkjudeilda fyrir friðsamlegum lausnum á alvarlegum þjóðfélagsdeilum t.d. í Suður-Afríku, í Suður-Ameríku og víðar. Trúarleiðtogar eru oftar en ekki meðal þeirra sem á end- anum tekst að koma á sáttum og mála- miðlunum milli stríðandi afla. Þannig hlutverki geta þeir gegnt hafi þeir traust og trúnað beggja aðila í hörðum átökum. Kirkjan er í eðli sínu alþjóðleg og svipuðu máli gegnir um flest önnur trúarbrögð. Trúarbrögð og hugsjónir eru því sjald- an fjarri þegar barist er. Það er því mikið í húfi að trúarleiðtogar taki höndum sam- an í vörn gegn stríði og margt bendir til að svo muni verða í vaxandi mæli. GUNNAR KRISTJÁNSSON, REYNIVÖLLUM LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JÚLÍ 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.