Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 6
GLIMA GOÐS OGILLS ÆVINTÝRIÐ Gleym-mér-ei og Ljóni Kóngsson verður frumsýnt í Iðnó í dag kl. 14. Söguþráðurinn er spunninn upp úr ævintýr- inu um lævirkjann syngjandi og kryddaður með söngvum en hér er á ferð sama barna- leikrit og sýnt var í Fjölskyldugarðinum og á leikvöllum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu í sumar. Leikendumir ílmm eru höfundar sýn- ingarinnar og leikstýra henni jafnframt sjálf- ir. „Forsagan er sú að við hittumst, nokkrir leikarar, á Laugaveginum í vor og vomm að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera í sumar - langaði að gera eitthvað okkur til dundurs. Þetta varð niðurstaðan," segir Linda Ásgeirsdóttir, einn leikenda í sýning- unni. Og stalla hennar, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, tekur upp þráðinn: „Síðan fómm við í gegnum allt ferlið: sömdum handrit, æfðum, komum sýningunni á framfæri og sýndum hana svo í Fjölskyldugarðinum og víðar. Þetta var ekki aðeins rosalega gaman, heldur líka mjög lærdómsríkt." f ævintýrinu kynnumst við Gleym-mér-ei, ósköp venjulegri og góðri stelpu, sem er óvart seld í hendur ógnvænlegu ljóni. Ljónið reyn- ist síðan vera prins í álögum sem illskeytt nom hefur hneppt hann í. Saman lenda þau Ljóni og Gleym-mér-ei í ýmsum hættum en gamanið og hið góða era aldrei langt undan. „Þetta er ævintýri í sinni einföldustu mynd. Togstreita góðs og ills er eins og vera ber í brennidepli en inn í söguna flettast allir þeir þættir sem eiga heima í góðu ævintýri," segir Edda Björg og Linda bætir við að atriðin séu stutt, þétt og grípandi. „Leikmyndin er líka einföld, lítið tré, lítill steinn og eitt rautt tjald. Þessi einfalda umgjörð hæfir sýningunni vel Nornin lætur til sín taka: Þrúður Vilhjálmsdóttir í hlutverki sínu. en fyrir vikið reynir meira á okkur leikarana." Gleym-mér-ei og Ljóni Kóngsson var sýnt um tuttugu sinnum í sumar en Edda Björg og Linda segjast eigi að síður líta á sýninguna í dag sem frumsýningu. Leikritið hafi þróast svo mikið, auk þess sem tækni af ýmsum toga, ekki síst lýsing, hafi bæst við. „Það var gaman að sýna undir beram himni, við mis- jafnar aðstæður, en nú þegar farið er að kólna er ágætt að vera komin inn i hlýjuna í Iðnó,“ segir Edda Björg. En hvers vegna Iðnó? „Ég plataði Magnús Geir Þórðarson, list- rænan stjórnanda Iðnó, á síðustu sýninguna okkar í sumar og hann varð svo hrifinn að hann ákvað að þetta skyldi verða barnasýn- ing leikhússins í vetur. Við eram auðvitað mjög ánægð með það,“ segir Linda. Og stöllumar vonast til að verða sem lengst að leik í Iðnó. „Við ætlum að sýna eins lengi og fólk vill koma,“ segir Edda Björg. „Markmiðið er að smita fólk af leikgleðinni og ná til sem flestra. Fólk þarf ekki að klæða sig í sparifötin til að sjá þessa sýningu, hún er líka stutt, um fimmtíu mínútur, og tilvalið fyr- ir fjölskylduna að slá tvær flugur í einu höggi - fara niður á Tjörn og líta inn í leikhúsið." Prinsinn leystur úr álögum: Lfnda Ásgeirsdóttir, Agnar Jón Egilsson og Kjartan Guðjónsson í hlutverkum sínum. Leikendur og listrænir stjórnendur GLEYM-MÉR-EI og Ljóni Kóngsson eftir leikhópinn sjálfan. Leikendur: Agnar Jón Egilsson, Edda Björg Éyjólfsdóttir, Kjartan Guð- jónsson, Linda Asgeirsdóttir, Þrúður Vilhjálmsdóttir. Leikstjórn: Leikendur sjálfir. Aðstoðarleikstjóm: Halla Margrét Jóhannsdóttir. Búningar: Rannveig Gylfadóttir. Umsjón með tónlist: Kristján Eldjárn. DOGMA EÐA DELLA FRÁ • • DANMORKU? _"___:_I__1 )ogi ma" er, eins og margir vita, heiti á stefnuyfirlýs- ingu, boðorðalista eða vinnurec jlum sem nokkrir c Janskir kvikmyndaleikstjórar komu sér saman um, segirÁRNI ÞÓRARINSSON í grein, | þar sem hann veltir íyrir sér myndunum Síðasta söng Mifunes, Veisl- unni og Fávitunum. Ur Sídasta söng Mifunes. BRÚÐGUMI er kvaddur á brott frá ungri brúði sinni þegar faðir hans deyr. Hann seg- ist rétt ætla að skreppa til að ganga frá mál- um á gamla sveitabýlinu. Hann er ekki fyrr kominn á býlið en hann virðist hafa gleymt nýju frúnni. Við taka haltu-mér-slepptu-mér samskipti við bróður, sem auðvitað er þroskaheftur, ráðskonu sem hann fær til starfa og auðvitað er fráfarandi vændiskona og litla bróður hennar, sem auðvitað er nú- tíma vandræðaunglingur en breytist í ljúíl- ing eftir nokkra klukkutíma í sveitinni. Brúð- urin mætir á býlið, verður hvumsa við þegar hún sér hina getnaðarlegu ráðskonu og skil- ur snimmhendis við manninn. Ráðskonan ' heldur símasambandi við vinkonur sínar í vændinu en þær era sífellt í partíi og engu líkara en hún sakni fyrra lífs sem hún kvaddi einkanlega til að Josna við símadóna sem lét hana ekki í friði. A daginn kemur að símadón- inn var enginn annar en litli bróðir sem hún hafði þó haldið uppi með tekjum af vændinu. Viðbrögð hennar við þeirri kaldhæðni eru að fara aftur að haga sér eins og hóra. Að end- ingu finna fjórmenningarnir plastpoka troð- fullan af peningum og geta því lifað sæl og glöð í sveitinni. Þar með setur köttur úti í mýri upp á sig stýri. Ofanritað gæti einna helst verið lýsing á amerískri dellugamanmynd. En svo er ekki. Með hóflegri einföldun er þetta lýsing á sög- uþræði þriðju og nýjustu „dogmamyndarinn- ar“ frá Danmörku, sem ams-doserjum ástæðum heitir Síðasti söngur Mifunes og er titillinn álíka gáfulegur og sagan sjálf. „Dogma“ er, eins og margir vita, heiti á stefnuyfirlýsingu, boðorðalista eða vinnu- reglum sem nokkrir danskir kvikmyndaleik- stjórar komu sér saman um. „Dogma“ er eins konar afturhvarf til náttúrannar - ódýrrar, hrárrar kvikmyndagerðar, þar sem megin- áherslan er ekki lögð á fyrirferðarmiklar glansumbúðir heldur beinskeytta og einfalda meðferð dramatískra viðfangsefna. Sam- kvæmt meginreglunum era leikmyndir og búningar raunveraleikinn sjálfur, leiktjöld og nýsmíði koma hvergi nærri. Leikarar mæta í eigin fötum og spinna hópvinnuna. Lýsing er af náttúrunnar hendi og hljóðrásin skráir aðeins raddir og umhverfishljóð, án fínpússunar í eftirvinnslu, án sérsaminnar tónlistar. Og tökuvélin er á öxlinni, án þrífóta og annars stoðbúnaðar. Fyrstu tvær „dogmamyndirnar" voru sýndar á Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík í upphafi árs og höfundar beggja völdu sér djörf viðfangsefni sem féllu að djarfri efnis- meðferðinni - annars vegar sifjaspell, hins vegar samfélagsleg viðhorf til þroskaheftra. Þetta byrjaði vel. Veislan eftir Thomas Vinterberg bauð áhorfendum í sextugs- afmæli á dönsku sveitahóteli hjá vel stæðri Klingenfeldt-Hansen-fjölskyldunni. Með markvissri beitingu fyrrnefndra vinnureglna kiyfur höfundurinn efni sitt. Hann flettir smám saman og með fínstilltri dramatískri stígandi lagi eftir lagi ofan af sléttri og felldri framhlið persónanna. Nærgöngul takan ger- ir áhorfendur að meira en vitnum, nánast að þátttakendum í því sjúka ástandi sem skap- ast í veislunni þegar gömul spenna og tog- streita í samskiptum fjölskyldunnar stig- magnast og nær hápunkti í niðurlægingu og afhjúpun átakanlegra leyndarmála. Hér er vandað og vel samið handrit í frekar hefð- bundnum raunsæisstíl traust undirstaða óhefðbundinna aðferða. Þessar óhefðbundnu aðferðir nýtast ekki jafnvel í Fávitunum eftir gulldreng danskrar kvikmyndagerðar, Lars von Trier. Rétt eins og Vinterberg beitir von Trier „dogma-að- ferðunum“ til að draga áhorfandann inn í lok- að, afmarkað samfélag og afhjúpa það smátt og smátt. Þetta er eins konar kommúna eða sambýli hóps af ungu fólki sem bregður sér í hlutverk þroskaheftra til að spila með og ögra umhverfi sínu, samfélagi hinna heil- brigðu, „fullþroskuðu", en jafnframt í til- gangi eins konar sjálfslækningar. Höfundin- um tekst allvel að leiða í ljós að hópurinn er á ýmsan hátt jafnsjúkur og umhverfið sem hann er andsvar við. „Dogma-aðferðin“, ekki síst taugaveiklaður hamagangur tökunnar, kemst hins vegar upp á milli áhorfandans og efnisins; hún dregur sjálf að sér of mikla at- hygli á kostnað dramatíkur og persónusköp- unar, hrindir okkur frá í stað þess að draga nær. Von Trier vanrækir persónur sínar; af- staða hans er of köld, næstum vísindaleg. Af þessu leiðir að áhorfanda stendur fuilmikið á sama um flest sem kemur fyrir fólkið þótt mörg atriði séu grípandi og ögrandi. Veislan og Fávitarnir hafa fengið gott brautargengi, verðlaun og viðurkenningar og drjúga aðsókn víða um lönd. Það hefur þriðja afurð „dogma“ einnig gert. Síðasti söngur Mifunes eftir Sören Kragh Jacobsen hefur orðið vinsælust þeirra allra, verið valin „besta mynd Norðurlanda" á Amandahátíð- inni og verðlaunuð á Berlínarhátíðinni. Þar er „dogma“ orðið að öfugmæli. Myndin geng- ur mun skemmra en þær fyrri í að fylgja „dogmareglunum", en verra er að hún er dæmi um yfirborðslegt klisjubíó. Mifune er ekki leiðinleg mynd en í raun er hún hvorki fullnægjandi sem gaman né alvara. Sálar- fræði í persónusköpun er grunnhyggin og gengur ekki upp, framvinda sögunnar með ólíkindum. Á stað fersks hráefnis og dirfsku í matreiðslu er komin gömul kótiletta, marg- tuggin og mögur. Síðasti söngur Mifunes er til marks um að tilraunastarfsemi í efnismeðferð ^ dugir skammt ef efnið sjálft er óvandað. Útþynnt „dogma“ er verra en ekkert „dogma“. En „dogmastefnan“ hefur ekki sungið sitt síð- asta. Fleiri tilraunir eru á leiðinni og er það vel, því hvað sem öðru líður era umræður, jafnvel deilur, um viðteknar venjur og aðrar leiðir í kvikmyndagerð til þess fallnar að koma í veg fyrir stöðnun. Og ekki kæmi mér á óvart ef „dogmaviðhorfin“ væra á leið inn í íslenskar kvikmyndir. „Dogmamyndirnar" hafa vakið athygli á danskri kvikmyndagerð á nýjan leik. Sem áróðurstækni, æfing í almenningstengslum, auglýsingabragð fyrir danska kvikmyndalist hefur „dogma" nú þegar skilað góðum ára- ngri. Og einni - en aðeins einni - framúrskar- andi bíómynd. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.