Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 9
Ljósmynd: Björn Rúriksson. Flugsýn út Snæfjallaströnd. Skálholt. Húsakostur Skálholtsskólans er næst á myndinni. SKÁLHOLTSSKÓLI 25ARA STUH FERÐ EN LÖNG EFTIR NJÖRÐ P. NJARÐVÍK EFTIR HEIMI STEINSSON AÐ HLJÓMAR ef tíl viU ein- kennilega, en ég held næstum því að einhver stysta ferð sem ég hef farið, hafi jafnframt verið einhver sú lengsta. Þetta var sumarið 1 946, og ég var tíu ára gamall. Eg var í sveit á Bæjum á Snæfjallaströnd við norðanvert ísafjarðardjúp. Bóndinn þar hét Halldór Hall- dórsson, mikill dugnaðarforkur, sjálfstæðis- maður og fylgismaður Sigurðar Bjamasonar frá Vigur, sem sat á þingi fyrir sýsluna. Þetta sumar var mikið um að vera á Bæjum. Það voru kosningar og kannski hefur það haft sín áhrif á athafnalífið. Sigurður hlýtur að hafa útvegað töluvert fé í bryggjusmíði, því að á fleiri stöðum í Djúpinu spruttu upp smá- bryggjur, sem Djúpbáturinn gat lagst að til að sækja mjólk og flytja vörur. Þetta var auðvitað mikið hagræði fyrir bændur, sem áður máttu róa á skektum til móts við Fagranesið og handlanga allan vaming. Gámngamir sögðu hins vegar, að Sigm-ður mættí passa sig á þessu. Bryggjumar gætu allt eins orðið til að auðvelda mönnum brottflutning, og þá stæði Sigurður kannski uppi kjósendaiaus. Þessar bryggjur vom gerðar þannig, að á ísafirði vom steypt stór ker, sem svo vora kölluð, og þau síðan dregin af bátum og sökkt á sínum stað. Svo var smíðaður bryggjusporður til að tengja kerin við land. Það þótti tilkomumikil sýn, þegar bátur kom siglandi með þetta stóra steinsteypuker í eftir- dragi, og mikill hugur í mönnum að drífa bryggjuna upp. Því verki stjómaði Kjartan, sonur Halldórs bónda, og hafði fengið nokkra menn í hörkuvinnu um skamma hríð. Fjórbýlið á Bæjum var ólíkt tilkomumeiri staður að geta státað af bryggju. Þó bar annað til, sem sættí meiri tíðindum en bryggjan, þótt merkileg væri. Halldór hafði fengið innflutningsleyfi fyrir jeppa. Það vai- fyrsti bíllinn í sveitinni. Óg þegar hann hafði verið hífður upp úr Fagranesinu og stóð á nýju bryggjunni, þessi fagurgljáandi blæjujeppi, þá þóttí nú heldur betur kominn framfarasvipur á Snæfjallaströnd. Það vom þó ekki allir ánægðir með innreið þessa nýja farartækis. Þegar jeppanum var ekið upp af bryggjunni og kerraslóðann heim á hlað trylltust hestamir gersamlega og hurfu út í buskann. Það tók marga daga að finna þá, handsama þá og tosa þeim óviljugum heim. Og næst þegar bíllinn var hreyfður, fældust þeir aftur og struku langt inn í Kaldalón. Ef til vill hafa þeir fundið á sér, hvað þetta fjórhjóla háv- aðaskrímsli táknaði fyrir þá sjálfa. Að þeir yrðu óþarfir og dæmdir tíl þess hlutverks að gerast leikföng efnaðs fólks í kaupstöðum, sem þykir gaman að ríða út. Og fjósamaðurinn, sem ég er því miður búinn að gleyma hvað hét, vinnumaður Hall- dórs bónda, honum var ámóta illa við jeppann og hestunum. Hann gekk í stóran sveig fram hjá bílnum á hlaðinu, hnussandi og smábölv- andi í hálfum hljóðum. Nú verður að segja það eins og er, að þessi fjósamaður var svona hálfgerður „stakkels- mand“, eins og ein kerlingin í sveitinni orðaði það. Ekki beinlínis þurfalingur, en mig gmnar að hann hafi nú aðallega unnið fyrir mat sínum og fótum, ef föt skyldi kalla. Fólk á mínum aldri og eldra man eftir svona hálfskrítnum einstæðingum í sveitum landsins. Hann sner- ist í kringum kýmar og kindumar, mokaði flórinn, bar á túnið, vann öll hin einfaldari, óþrifalegri störf, - og þau settust utan á hann og síuðust inn í hann. Hann varð einhvern veg- inn sjálfur að óþiifalegu skítverki, enda hugs- aði hann ekki mikið um þrifnað. Hann gekk til starfa sinna í óhreinum lörfum, órakaðm’ og svartur undir nöglum, með tóbakstaúma úr nösum niður í skeggið, og mér fannst í fyrstu illt hlutskipti að þurfa að vinna með honum. En hann var einstakt gæðablóð, einfaldur og hrekklaus, og hefur áreiðanlega aldrei látið sér detta í hug að gera flugu mein, viljandi. En jeppann hataði hann og var hræddur við hann, og sagðist aldrei mundu láta troða sér inn í svoleiðis andskotans ferlíki. Eins og gefur að skilja, vom engir bílvegir á Snæfjallaströnd þegar fyrsti bíllinn kom, að- eins reiðgötur og nokkrir kerraslóðar. Það var því ekki mikið hægt að frflysta sig á jeppanum, enda var hann ekki keyptur til þess að fara í skemmtiferðir. Hann var landbúnaðarverk- færi til að vinna hraðar og meira og betur en hestur. Samt var nú ákveðið að fara á jeppanum til kirkju út í Unaðsdal næsta sunnudag. Þangað lá slóði sem talinn var ökufær, og mönnum hef- ur eðlilega þótt nokkuð myndarlegt að fara til kirkju í bíl. Það gæfi líka öðrum í sveitinni tækifæri tíl að skoða þennan nýstárlega grip, og dást að honum. Kjartan Halldórsson ók jeppanum og gerði hvað hann gat til að fá fjósamanninn til að koma með í bflnum. En fjósamaðurinn hristi höfuðið því meir sem Kjartan gekk lengur á eftír honum, og seinast var hann orðinn grátí nær. Þá hættí Kjartan að dekstra hann, og við ókum af stað. Það var búið að taka blæjurnar af, svo að jeppinn var opinn, og við tróðum okkur í hann eins mörg og við vomm. Eg sat öfugur aftast með lapp- imar dinglandi aftur af. Það var auðvitað ekki hægt að fara hratt, vegslóðinn leyfði ekkert span. Fjósamaðurinn stóð fyrst kyrr og horfði á eftir okkur. Aldrei slíku vant var hann þveginn og rakaður og með derhúfu á hausnum. Hann stóð andartak kyrr, og svo tók hann til fótanna og hljóp á eftir okk- ur með hundunum. Hann hélt nokkum veginn í við okkur fyrst í stað, en svo dróst hann aftur úr, þegar hann fór að mæðast. Eg get ekki munað hvað þessi ferð út eftir til kirkjunnar tók langan tíma, kannski svo sem fimmtán, tuttugu mínútur í mesta lagi. En hún var í raun ákaflega löng. Eg skildi það ekki þá, en þegar ég lít tíl baka í huganum og endurvek þessa mynd af okkur í bflnum og fjósamanninum á hlaupum með hundunum að dragast hægt og bítandi aftur úr, þá finnst mér að ég hafi þarna upplifað tímamót, eða réttara sagt, eins og ég hafi ekið yfii- tímagjá. Við keyrðum burt frá gömlum tíma hins staðnaða íslenska þjóðfélags til móts við óljósa framtíð, sem yrði mín framtíð, og ómeðvitað bjó í mér óskilgreind tilhlökkun og eftiivænting. Höfundurinn er prófessor við Hóskóla íslands. / AÞESSU haustí er liðinn aldarfjórðungur frá því er Skálholtsskóli hinn nýi var formlega stofnsettur með hátíðahöldum og heimboð- um. Raunar tók skólinn til starfa sem tilraunaverk- efni á vegum biskupsem- bættísins, Kirkjuráðs og Kristnisjóðs tveimur áram fyrr eða 1972. Fyrstu árin tvö var skól- inn að hluta tfl í Sumarbúðunum vestan við Skálholtsstað. En árið 1974 var starfsemin að fullu flutt inn í skólahúsið nýja, sem þá var íbúðarhæft að mestu, þótt þar væri enn flestra góðra hluta vant. Hinn 6. október 1974 kom fjölmenni saman í Skálholtsdómkirkju. Biskup Islands, herra Sigurbjöm Einarsson lýsti yfir stofnun skólans og vígslu hans. Norrænir gestír voru boðnir til setningarhátíðarinnar, Skálholtsvinir og lýðháskólamenn, sem biskup og Kirkjuráð höfðu kvatt til landsins í tílefni dagsins. Ræður margar vom fluttar, ámaðar- óskir og blessunarbænir. Skólanum bárast gjafir úr ýmsum áttum. Munaði þar að vanda mest um framlag norska Islandsvinarins séra Haraldar Hopes. Gleðiefni Haustið 1974 var þess enn beðið, að Alþingi Islendinga viðurkenndi það starf, sem hafið var í Skálholti og setti lög um skólann nýja. Þau tíðindi urðu ekki fyrr en vorið 1977. Á vígsluhátíðinni 1974 var skólinn sem fyn- öld- ungis háður velvflja Kirkjuráðs og greiðslu- getu Ki-istnisjóðs. Hátíðin var öðra fremur haldin til þess að vekja sköralega athygli á því, sem var að gjörast í Skálholti. Löggjafanum yrði nú óhægara um vik að láta sér sjást yfir það, sem þar var á seyði. Framganga biskups og sá mannsöfnuður, sem hér hvarf að einu ráði, sýndi svo að ekki varð um villzt, að eigi stæði tíl að hopa á hæli um sinn. Fyrr eða síðar hlyti Alþingi að láta málið til sín taka. Vígsluhátíðin 6. október 1974 var mesta gleðiefni Skálholtsskólamanna til þess dags. Oviðjafnanlegt var að hefja vetrarstarfið með traustsyfirlýsingar svo margra góðra drengja, karla og kvenna, að veganestí. Aðalfundur Skálholtsskólafélagsins var haldinn í skólan- um síðla sama dag, og varð hann heimamönn- um ekki minni hvatning en önnur hátíðabrigði. Þar gi’eindi formaður félagsins, Þórarinn Þór- arinsson, fyrrverandi skólastjóri á Eiðum, meðal annars frá því, að menntamálaráðherra hefði nýlega lýst sig fúsan tíl að leggjast fast á sveifina varðandi lagasetningu um skólann. Samstarf um skólahald í Biskupstungum Um þessar mundir starfaði Reykholtsskóli í Biskupstungum í 8 árgöngum, og luku nem- endur unglingaprófi þar. Nokkur umræða var í sveitinni um að efna til náms fyrir heima- menn innan sveitar hið níunda ár einnig. Dag einn á útmánuðum 1974 sátu Björn Erlends- son bóndi í Skálholtí og fleiri góðir gestir á tali í stofu rektorshjóna á Skálholtsstað. Var þá líkt og endranær vikið að úiræðum til að snúa þessari hugmynd áleiðis. Eiginkona rektors vakti við það tækifæri máls á því, að Skálholts- skóli tæki að sér að sinna verkefninu um hríð. Tillagan var ófonnleg með öllu, eins og mál- þingið sjálft, en ábendingunni var skjótlega og vel tekið. Leiddi hún til þess, að á Skálholts- skóla var efnt tfl „miðskóladeildar" fyrir nem- endur úr Biskupstungum haustið 1974. Stóð sá skólarekstur samfleytt í 7 ár. Þegar stundir liðu fram og aðstæður Reykholtsskóla leyfðu, hvarf þessi bekkjardeild þangað heim. Það gjörðist 1981. Ánægjulegt er tíl þess að vita, að nú á 25 ára afmæli þessa samstarfs stýrir vígslubiskupsfrúin í Skálholti, Amdís Jóns- dóttir, Reykholtsskóla í Biskupstungum með þeim ágætum, að skólinn er í fremstu röð á ísl- andi. Prestastefna og guðfræðidagar Sumarið eftir vígsluhátíðina urðu ýmsir við- burðir á Skálholtsskóla. Einn þeirra var Prestastefna 1975, sem biskup íslands boðaði til í Skálholti síðla júnímánaðar. Fundir Prest- astefnu fóra fram í kennslustofum Skálholts- skóla. Matföng hafði stefnan í mötuneyti skól- ans. Gisting var í heimavist skólans, svo langt sem hún hrökk, en að svo búnu í Sumarbúðum Þjóðkirkjunnar, heimahúsum á Skálholtsstað og víðai’. Þyngri hríð hafði ekki dunið á Skál- holtsskóla fram til þeirra stunda. En gleðidag- ar vai’ð Prestastefnan 1975 í þeim skilningi, að með henni var Skálholtsstaður risinn til fomr- ar vegsemdar sem miðstöð íslenzkrar kirkju, þótt um fárra daga bil væri að sinni. Að lokinni Prestastefnu hófst ráðstefna á Skálholtsskóla, er hlotíð hafði heitið „Guð- fi’æðidagar". Til þeirra var efnt að undirlagi skólans, og segh’ nafnið tíl um viðfangsefni manna. Hér vora á þingi tveir tugir presta og annarra guðfræðinga. Meginhluti þess, sem á borð var borið, kom frá dr. Einari Sigur- bjömssyni, en hann gaf fyrirlestra sína út árið eftír í bókinni „Orðið og trúin“. Yfirskrift nám- skeiðsins vai’: „Kirkja orðsins - orðsins þjónn“. Aðrir fyrirlesarar vora guðfræðipró- fessorai’nir dr. Björn Bjömsson, dr. Þórir Kr. Þórðarson, dr. Jón Sveinbjömsson og séra Jónas Gíslason síðar vígslubiskup. Sumartónleikar í Skólholtskirk ju Tímamótaviðburðm’ sumarsins 1975 var upphaf sumartónleika í Skálholtskirkju. Þau hjónin Helga Ingólfsdóttir semballeikari og Þorkell Helgason prófessor, er öðram fremur hafa staðið fyrir tónleikahaldi þessu, bjuggu öll sumur á Skálholtsskóla ásamt samverka- fólki sínu á áranum 1975 tfl 1981 og þó fjóram áram betur að nokkru. Án þeiirar aðstöðu, sem þama var í té látin, hefðu sumartónleikar- nir átt örðugra uppdráttar en raun varð á, einkum fi’aman af, meðan starfsemin var lítt þekkt. Það var gæfa Skálholtsskóla að mega leggja fram föng sín þessari fágætu viðburðai’- ás til eflingar. Róðstefnur og nómskeið Skálholtsskóli tók á sínum tíma til starfa undir heitínu „Lýðháskólinn í Skálholtí“. Nor- rænar hugmyndir um lýðháskóla vora uppi- staða starfsins. Þessi athafnasemi entist vel á annan tug ára og varð fjölda íslenzkra ung- menna til mikfllar blessunar. Lýðháskóla- starfið leiddi og öðru fremur til setningar fyrstu laga um Skálholtsskóla 1977. Með þeim lögum var kirkjuleg menntastofnun í Skálholtí formlega grandvölluð, og öll síðari þróun skól- ans hvílir á þeirra grunni til þessa dags. - Frá öndverðu stóð skólinn jafnframt fyrir námskeiðum og ráðstefnum á sumrum. Þeim ljölgaði ár frá ári, og urðu þau með tímanum aðalviðfangsefni stofnunarinnar. Hér var stuðzt við aðrar erlendar hugmyndir, um Skálholtsskóla - sem höfuðstöð kirkjulegrar menningar á Islandi. I dag gegnir skólinn þessu hlutverki samkvæmt nýjum lögum frá 1993, - til mikillar sæmdar fyrir alla þá, sem hlut eiga að máli. Fyrstu rektorshjón Skál- holtsskóla senda í þessum rituðum orðum heillakyeðjur og blessunaróskir frá Þingvöll- um við Öxará heim til Skálholts og biðja staðn- um og Skálholtsbúum öllum velfamaðar á al- darfjórðungsafmæli skólans. Höfundurinn er prestur og slaSarhaldari ó Þingvöllum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.