Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENMNG LISTIR 41 .TOLUBLAD-74. ARGANGUR EFNI Iðnaðarsafn á Akureyri hefur orðið til fyrir atbeina Jóns Arnþórssonar, en minni athygli hef- ur verið vakin á því en vert er. Akureyri var mestur iðnaðarbær á landinu á meðan Sambandsverksmiðjurnar gengu, en með hnignun og falli Sambandsins stöðvuðust þær ein af annarri og margháttaðar minj- ar um merkilegan íslenskan iðnað hefðu glatast ef Jón hefði ekki brugðist við. Les- bókin hefur litið á safnið og sögu þeirra hluta sem þar getur að líta. Skáldið á Hressó Haraldur Hamar var sonur þjóðskáldsins Steingríms Thorsteinssonar. Hann var viðkvæm listamannssál og talinn vera skáld, en skildi þó ekki eftir sig nein rit- verk. Reykvíkingar sáu hann helst á Hressingarskálanum sem þá var athvarf skálda, en fáir þekktu hann, enda hafði hann verið lengi erlendis, m.a. í London þar sem hann komst í vinfengi við þekkt- an málara, Augustus John, sem málaði af honum gott portret. Um Harald Hamar skrifar Þorsteinn Antonsson rithöfundur. Francis Bacon var ölkær fjárhættuspilari, orðhákur og hommi, sem kom eins og spútnik inn í listheiminn eftir síðari heims- styrjöldina og varð á tímabili áhrifa- mesti myndlistarmaður heimsins með afar persónuelgan stfl og áherslu á ein- semd og þjáningu mannsins. Bacon er látinn en hefði orðið m'ræður nú í októ- ber og af því tilefni skrifar Sindri Freysson grein um hann. FORSIÐUMYNDIN er í rilefni af umfjöllun um málarann Francis Bacon: „Portret af Isabel Rawsthorne standandi á götu í Soho", frá árinu 1967. Það er hluti myndarinnar sem hér sést. HELGISOGN Dimmir á skóga nóttin drýpur úrfomum trjám á sölnaða burkna gulnaðgras þú gengur með bogann í hendi margt er að ugga úlfaþyt berþér að vitum hrægammar yfír, nöðrur hlykkjast íföllnu laufi margt að ugga eftilvillmætir þú einhyrningnum ogeftilvill sérðu gripinn felmtri og sefandi fró ífölum bjarma hjört með kross milli hornanna. Snorri Hjartarson, 1906-1986, hóf feril sinn sem skóldsagnahöfundur ó norsku, en fyrsta Ijóðabók hans kom út 1944 og síðan gaf hann út þrjár. Fyrir þó síðustu, Haust- rökkrið yfir mér, hlaut hann bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1981. RABB Hvenær var það sem Chaplin gerði Nútímann? 1936, segir uppsláttarrit- ið - ég er ekki orðin nógu heimsvön til að hætta mér á Netið að leita að þessu. Nítjánhundruðþrjátíu og sex - hugsið ykkur hvað maðurinn var vakandi fyrir umhverfi sínu! - Það var ekki nema rúmur áratugur síðan færibandavæðingin hafði haldið innreið sína - alls staðar lofuð og prísuð fyrir stór- aukin afköst. En Chaplin sá strax sálar- drepandi vélvæðingu mannsins sjálfs, sem herðir einn bolta allan daginn og væri bet- ur settur ef bara hendurnar gætu farið í yinnuna og afgangurinn orðið eftir heima. Aratug seinna hlaut gagnrýni hans á þetta vinnulag formlegan stuðning iðnaðar- verkfræðinga - en það var heldur ekki hlustað á þá fyrr en löngu seinna. Nú horf- um við á þetta tímabil í sögu iðnaðar með óhugnaði - og fljótlegasta tilvísun í þetta firrta vinnulag er Nútíminn hans Chapl- ins. Skömmu síðar beindi hann afhjúpandi ljóskastara að allt öðru fyrirbrigði í sam- tímanum. 1940, þegar Hitler stendur á hátindi veldis síns og vitfirringar, bakkað- ur upp af heilu heimsveldi, sendir Chaplin frá sér Einvaldinn. í fornsögunum höggva menn svo, að eigi þarf um að binda. Sama gerir Chaplin: hann reisir Einvaldinum minnisvarða í eitt skipti fyrir öll. Ekki bara þeim með litla nískulega yfir- vararskeggið, heldur þeim öllum. Mér er minnisstæðust sena Hitlers og hnattlík- ansins, þar sem hann dansar upp um borð og veggi hringsnúandi hnattlíkaninu á vís- ifingri, á trýninu á sér eða afturendanum eins og sæljón í sirkus. Við sem sáum þessa mynd í fyrsta sinn löngu eftir stríð eigum erfitt með að muna og skttja við hvaða aðstæður hún var gerð. Það er auð- velt að sparka í liggjandi hund - en þessi NUTIMINN hundur var hreint ekki varnarlaus þegar myndin var gerð. Og myndin þar með ekki aðeins minnisvarði um Einvaldinn - held- ur Hetjuna sem þorir að segja sannleik- ann upp í opið geðið á ógnvaldinum og leggur líf sitt að veði. Því hann getur ekki annað. Getur ekki annað því hann vill ekki annað. Hver er hinn valkosturinn? Að þegja og spila með. Firra sig ábyrgð á því að hugsa sjálfstætt, fljóta slappur í kjölf- ari annarra gegn betri vitund. Hvers vegna gera menn það? Lina Wertmiiller bjó líka til kvikmynd sem mig minnir að heiti Gyðjurnar sjö - hrikaleg áminning um þann sem skríður fyrir valdinu, leggst flatur hvenær sem á hann er yrt, svíkur allt og alla til að halda eigin skinni ósködd- uðu - og lifir af. Meðan hinir falla fyrir exi böðulsins dregur sá sem lagðist lægst enn andann niðri í foraðinu og skjögrar uppúr því að leikslokum. Boðskapur Linu Wert- miiller er sá, að hinn lágkúrulegasti lifír af - survival of the fittest to survive, mundi Darwin kannski hafa sagt - sá kemst af sem best er til þess fallinn að komast af - og það er hann sem fjölgar sér og uppfyllir jörðina. Ekki féleg tilhugsun. Fjölgarséroguppfyllirjörðina. . .það leiðir hugann að eðlislægu framferði margra dýrategunda - þar sem markmið- ið með lífinu virðist að fleyta sínum eigin- leikum áfram. Tryggja „sínu" eðli og upp- lagi sess í samkeppninni. Svo rammt kveður að þessari eðlislægu hegðan, að taki karldýr við búi frá öðrum, byrjar það á að drepa ungana sem fyrir eru - og kem- ur svo sínum genum í umferð með nýjum ungahópi. Eitthvað hefur nú fennt í þessi spor hjá manninum - sem betur fer. Þó rifjaðist þetta upp fyrir mér fyrir skömmu, þegar ég var að horfa á leikrit Shakespeares, Veður út af engu. Þar gengur dramað útá heita ást sem gufar upp við misskilið framhjáhald - karldýrin verða alveg æf og kvendýrin næstum deyja af skömm - heilt samfélag riðar til falls, vinslit skörp og vopn dregin úr slíðr- um. Þar til lausnarorðið hljómar í játningu þernunnar, það var hún sem sást til við þá ósæmilegu, já banvænu, iðju, að búa sig undir að fleyta annars manns erfðaefni til næstu kynslóðar! Brúðurin staðhæfir að hún sé mey - óbærilegu fargi er létt af brúðgumanum, fyrirgefningin ljómar - vandamálið úr sögunni. Much ado about nothing, segir Shakespeare. Sammála. - En ef brúðurin hefði ekki verið saklaus af ávirðingunum, hvað hefði leikritið heitið þá? - Ég játa að það tók sig upp í mér líffræðingurinn þarna undir lok fimmta þáttar, með spurningar um hvað liggur í raun að baki þeim siðum og reglum sem menn hafa sett sér í aldanna rás. Séð héðan, ofan af toppi 20. aldar, virðist stutt milli lávarðarins unga Claudios og ljónsins sem étur afkvæmi keppinautarins. En þetta stendur nú allt til bóta hjá okkur, jafnréttið er víst komið svo langt. Þess gætir að vísu ekki í launum og fríð- indum hvers konar, eins og hver könnunin á fætur annarri sýnir svart á hvítu - en jafnréttið er heilmikið í orði og við teljum okkur trú um að við séum á réttri leið með því að innprenta börnum strax í æsku að stelpur og strákar eigi að fá sömu tæki- færi. Stelpur fara í smíði, strákar læra að prjóna. Heima hjá einum ungum manni sem ég þekki, stendur ekki síminn - og hann lítur uppgefinn á móður sína og segir: „ef það sé strákur þá er ég heima - en ef það sé stelpa þá er ég ekki heima nema það sé Elísabet." Sem sagt aldrei friður fyrir aðdáendum sem bera sig eftir björginni. Öðruvísi mér áður brá. Seint á þriðjudagskvöldum þegar við vinkonurnar sátum sem oftar við símann og vonuðum að einhver hringdi, mátti stytta sér stund- ir með því að hlusta á þáttinn á Hljóð- bergi, sem flutti erlent úrvalsefni. Peter Ustinov las einu sinni nýja útgáfu af Rauðhettu. Þessi lét ekki úlfinn plata sig. Þegar hún var orðin leið á því hvað hann brosti lymskulega, þreifaði hún ofan í körfuna sína fram hjá eplabökunni og rauðvínsflöskunni, dró upp Colt .45 og skaut úlfinn á milli augnanna. Mórallinn var: tímarnir breytast: Little girls aren't what they used to. En við vorum samt ekki komnar jafnlangt þá og þær eru núna. Það er ákveðinn áfangi í jafnréttis- baráttunni að litlar stelpur skuli telja það sjálfsagt og eðlilegt að hringja í hvern þann sem þær langar að tala við - jafnvel strák. Þess vegna varð ég svolítið undr- andi þegar ég frétti um daginn af nýrri tegund af balli, sem ýmsir grunnskólar hafa tekið upp. Para-ballið heitir það - og mér skilst að þar bjóði 12 ára strákar bekkjarsystrum sínum á ball. Það er mikil rómantík í lofti og á einu heimili dugði ekki minna en límúsína á lengd við rútu til að sækja parið. Næstum eins og brúðka- up. En af hverju mega bara strákamir bjóða? Lítil vinkona mín getur ekki á heilli sér tekið þessa dagana, þvi hún er viss um að enginn býður henni. Hún er áreiðan- lega ekki sú eina.Af hverju býður þú ekki bara einhverjum, spyr ég nútímaleg - „af því að það má ekki," svarar barnið. „Það eru strákarnir sem eiga að bjóða. Stelp- urnar eiga að bíða." Hvar eru litlu Rauð- hetturnar? GUÐRÚN PÉTURSDÓTTIR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. OKTÓBER 1999 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.