Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 14
Prentvél úr Prentverki Odds Björnssonar er ekki aðeins falleg- ur hlutur, heldur elzti og merkasti gripur safnsins. Þetta var fyrsta hraðpressa sinnar tegundar á Islandi og með tilkomu hennar urðu tímamót í sögu prentunar hér á landi. Prent- smiðjan var stofnuð 1901 og þá var prentvélin keypt, en Oddur Björnsson eignaðist fyrirtækið 1904. Tæki frá Skinnaverksmiðjunni iðunni, tromla úr rannsóknar- stofu verksmiðjunnar og skinnaslípivél, minna meira á tunnur og strokka en nútíma iðnaðargræjur. Gæruverksmiðjan hóf rekstur 1923 og varð síðar Skinnaverksmiðjan Iðunn sem framleiddi margskonar leður og skó, en síðar kom pelsverkun, mokka og leðursútun. Jón Arnþórsson, safnstjóri á Iðnaðarsafninu, við gamalt og virðulegt skrifborð með Erica-ritvél frá 1920 og ýmsu öðru sem tilheyrði skrifstofuhaldi fyrr á öldinni. IÐNAÐARSAFNIÐ ÁAKUREYRI Akureyri var blómlegur iðnaðarbærensáljör breytti og merkilegi iðn- aður koðnaði niour um leið og Samband ís- lenzk enzKra samvmnu félaga sigldi í strand. Eftir stóðu húsog vélar, sumar þeirra seldar í aðra landshluta. Nú hefur fyrir atbeina hugsjónamanns- ins Jóns Arnþórssonar risið minjasafn um iðnað- inn á Akureyri, safn sem vert er að skoða og hefur algerg sérstöðu meðal safna á íslandi. Frá fyrstu árum mínum í blaða- mennsku er mér minnisstæð heimsókn í Sambandsverksm- iðjurnar á Akureyri sumarið 1956. Hvergi á íslandi var til hliðstæða við Gefjun og Iðunn og aðeins hafði maður séð í myndum frá útlöndum aðrar eins víðáttur undir einu þaki, þar sem vef- stólar ófu og spunavélar spunnu. Þarna vann urmull af fólki, fannst mér þá. En samt átti eftir að verða útþensla og fjölg- un á starfsfólki sem náði ekki hámarki fyrr en 1983. Þá störfuðu um 1000 manns í Sambandsverksmiðjunum einum, en þar að auki var ýmisskonar annar iðnaður á Akureyri, til að mynda súkkulaðigerðin Linda og húsagagnasmiðjan Valbjörk, sem mörgum fannst þá að væri í'farar- broddi í íslenzkum húsgagnaiðnaði. Valbjörk er ekki til lengur fremur en megnið af þeim fyrirtækjum sem fram- leiddu prýðileg húsgögn á sjötta áratugn- MorgunblaSiS/KristjánKristjánsson Táknmynd Iðnaðarsafnsins er þessi Turner leðurpressa sem notuð var til að munstra skinn. Pressan stendur framan við safnið. um. Og kliður spunavélanna og vefstól- anna í Sambandsverksmiðjunum þagnaði um leið og Sambandið lagði upp laupana. Sem betur fer eru nú horfur á því að þessi stóru hús verði notuð á nýjan leik, en síðastu árin hefur hún Snorrabúð verið stekkur og ömurlegt að sjá ekkert annað en ummerki hnignunar og falls í galtóm- um verksmiðjusölum. Það hefur þó verið séð til þess að minn- ingin lifir um blómaskeið iðnaðar á Akur- eyri á þessari öld, hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu. Að það hefur gerzt svo til fyrirmyndar má telja geta Akureyringar og raunar landsmenn allir þakkað einum manni, Jóni Arnþórssyni, sem heiðurinn á af Iðnaðarsafninu á Ak- ureyri. Ungur réðist Jón til starfa hjá Iðnaðar- deild Sambandsins og starfaði þar og ann- arsstaðar á vegum SÍS í nærri 40 ár, lengst af með búsetu á Akureyri. Eins og fleirum rann honum til rifja að sjá verksmiðjurnar stöðvast eina af annarri. Þá er þess skammt að bíða að hlutirnir grotni niður, enda gerðist það og þar að auki voru vélar seldar á brott í aðra landshluta. Jón hóf markvissa söfnun 1993 og 17. júní 1998 var safnið vígt í ág- ætu húsnæði þar sem fataverksmiðjan Hekla hafði áður verið. Um það var að vísu getið í fréttum, en um þetta safn hef- ur verið óþarflega hljótt, því það er í senn merkilegt og alveg sér á parti meðal ís- lenzkra safna. „Árið 1987 var líkast því að jarðskjálfti riði af undir verksmiðjunum á Gleráreyr- um", sagði Þórarinn Hjartarson sagn- fræðingur í tímarinu Súlum. „Skógerðin var seld, skinnasaumastofan lögð niður og ullariðnaðardeildin var sameinuð Álafossi syðra og ullarvinnsla og bandframleiðsla færðist þarmeð suður. Skömmu síðar rið- aði allur iðnaður SÍS til falls, svo og Sam- bandið sjálft." Þegar Jón hóf söfhunina voru ýmis verðmæti komin á tvist og bast og má segja að sumu hafi verið bjargað á elleftu stundu. Álafoss eignaðist til dæmis prjónavélar Heklu við sameiningu 1987 og sex árum síðar spurðist Jón fyrir um það syðra hjá fyrirtækinu, sem hét þá ístex, hvort hægt væri að fá á safnið eina af prjónavélunum. „Forstjórinn bað mig að doka við",sagði Jón, „ síðan kom hann aft- ur móður og másandi í símann og sagði að þetta mundi takast. Sér hefði tekizt að koma í veg fyrir að vélarnar færu á haug- ana, en einmitt sama morgunn hafði hann beðið starfsmenn sína um að farga þessu gamla drasli." Saga verksmiðjanna á Akureyri var orðin meira en aldar löng. Upphaf þeirra má rekja til þess að tóvinnuvélar, knúðar vatnsafli, voru settar upp við Glerá á Ak- ureyri. Um líkt leyti stofnaði Sigurjón á Álafossi til ullariðnaðar í Mosfellssveit; þessar ullarverksmiðjur voru um áratuga- skeið helztu iðjuver á Islandi. En allt hef- 1 4 LESBÓKMORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.