Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 20
BANEITRAÐ SAMBAND A NJALSGQTUNNI FRUMSYNT 1 ISLENSKU OPERUNNI „EF HANN VILL STRÍÐ ÞÁ FÆR HANN STRÍÐ" ORMONASTRIÐIÐ er hafið, segir í skriflegri stríðsyfirlýs- ingu móðurinnar á hendur syninum Konráð, þegar hún er búin að gefast upp á að halda uppi við hann eðlilegum samskiptum og fer að senda honum tóninn í bréfum. Kon- ráð er sextán ára, síblankur og skotinn í Lillu úr Hafnarfirðinum, sem hann hittir stundum á Hallærisplaninu - og stundum heima hjá henni, þ.e. þegar honum tekst að kría út pen- ing hjá móður sinni fyrir strætómiða. Hann ber auk þess því sem næst allar heimsins áhyggjur á herðum sér og er ástæðan ekki síst kjarnavopnabirgðir stórveldanna, sem hann segir geta eytt heiminum áttatíu sinnum. „Er einu sinni ekki nóg?" spyr móðir hans bara. Kalda stríðið er sem sé í algleymingi - ártalið er 1984. Móðir hans, einstæð, vinnur í rit- fangaverslun og þegar þau eru undir sama þaki rífast þau stöðugt. Á heimilinu er stans- laust stríð og vopnin eru orð. Það er víst alveg óhætt að tala um „baneitrað samband" á heim- ili þeirra mæðginanna á Njálsgötunni. Með uppsetningu leikritsins er langþráður draumur leikstjórans, Gunnars Gunnsteins- sonar, að rætast. „Ég las þessa bók fyrir átta árum og hugsaði eins og skot: „Þetta er leik- rit." Þá var ég á þriðja ári í Leiklistarskólan- um og byrjaði sjálfur að baksa við að skrifa leikgerð en hafði ekki sjálfstraust í mikið meira en fyrstu tuttugu síðurnar, þannig að ég lagði þetta til hliðar. Svo flutti ég á Frakkastíginn, beint á móti Auði Haralds. Ég sá hana alltaf út um gluggann og á endáhum taldi ég í mig kjark og fór í heimsókn. Hún tók mjög illa í hugmyndina, þar sem henni finnst ekki gaman að endurvinna fyrri verk sín, en lofaði þó náðarsamlegast að hún skyldi lesa bókina aftur og athuga hvort hún væri sammála mér," segir leikstjórinn. Þegar Auð- ur hafði endurlesið bókina reyndist hún vera sammála nágrannanum, bókin væri efni í leik- rit. „Og hér erum við komin," segir hann sigri hrósandi. Fereldrarnir hallærislegasta fólk i heimi Auður tók til við að skrifa leikgerðina og að sögn Gunnars hafa þau leikið sér með ýmsar hugmyndir og ólíkar útgáfur af leikgerðinni. „Svo komst Auður að því að þetta var svona helvíti vel skrifað hjá henni að hún ákvað að fylgja bara bókinni - og það gerði hún," segir hann. Til tals kom að færa söguna til nútímans en frá því var fljótlega horfið, þar sem kalda stríðið gegnir mjög mikilvægu hlutverki í allri sögunni. Auk þess eru leikarar og leikstjóri sammála um að það sé mjög gaman að sökkva sér í þetta tímabil - tískuna, tónlistina, Hall- ærisplanið o.s.frv. „Kannski ekki síst vegna þess að mað- ur upplifði þetta sjálfur," segir Katla Þorgeirsdóttir, sem fer með hlutverk móð- urinnar - eða „fangans í ritfangaversluninni" eins og hún kallar sjálfa sig í einu bréfinu til sonarins. En hvernig skyldi það vera að eiga son eins og Konráð? „Það reynir á, það þarf að hafa svolítið fyrir honum. Ég kalla hana nú bara góða að leggja þetta allt á sig - en hún er náttúrulega að þessu til þess að ala hann vel upp," svarar Katla. Þá liggur beint við að spyrja Gunnar Hansson, sem leikur unglinginn Konráð, hvernig það sé eigin- lega að eiga svona mömmu. „Það er auðvitað alveg ömurlegt. Það er alveg sama hvað hún gerir eða segir, henni tekst alltaf að pirra mann," segir hann. „Á þessum árum finnst manni foreldrarnir Draumasmið|an frumsýnir leikritið Baneitrað samband á Njálsgötunni í Islensku óperunni á sunnudagskvöld. Leikgerðin er eftir Auði Haralds og er byggð ála^T" nefndri skáldsögu hennar en sögusviðið er Reykjavík ário 1984. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓniR fylgdist með rennsli á leikritinu og tók leikstjóra og leikara tali. Hormónastríðið í algleymingi á Njálsgötunni. Kon- ráð (Gunnar Hans- son) og móðir hans (Katla Þorgeirs- dóttir) öskra hvort á annað. „Eigum við að horfa á Rocky 3 líka?" Konráð og Lilla (Hildigunnur Þráinsdóttir) nálgast hægt en örugglega í sófanum fyrir framan sjónvarpið. auðvitað vera hallærislegasta fólk í heimi og þeir fá svolítið að gjalda fyrir allt sem aflaga fer. Konráð tekur nú heldur ekki hlutunum með neinu jafnaðargeði og honum finnst alveg óþolandi hvernig mömmu hans tekst alltaf að hafa síðasta orðið og snúa sig út úr háalvarleg- um umræðum með sínum sérkennilega húmor," heldur hann áfram. Kynnist aldrei heimilishliðinni á henum Hún er kölluð Lilla en heitir í raun og veru Blómbrá, stelpan sem Konráð kynnist á Hall- ærisplaninu og sér eitthvað við hann - jafnvel þó að konan sem hann býr með, móðir hans, eigi á stundum erfitt með að sjá á honum nokkurn sjarma. „Lilla kynnist náttúrulega aldrei þessari heimilishlið á honum en fellur fyrir því hvað hann er orðheppinn og skemmtilegur þegar hann er með henni," seg- ir Hildigunnur Þráinsdóttir, sem fer með hlut- verk Hafnarfjarðardísarinnar í diskógallanum. „Eg er eiginlega bara að átta mig á því núna að hún er í raun og veru ekkert ósvipuð mömmunni. Hún er nefnilega með bein í nef- inu og lætur hann ekki komast upp með hvað sem er," segir Gunnar hugsi. Það skyldi þó ekki einmitt vera það sem dregur hann að henni? Að hún á sitthvað sameiginlegt með móður Konráðs, sem vissulega hefur munninn fyrir neðan nefið. „Sálfræðingarnir myndu sjálfsagt segja það," samsinnir Gunnar. Það fer greinilega í taugarnar á Konráð hversu vel Lilla og móðir hans virðast ná saman, þó að þær hafi aðeins talast við í síma. „Ég hugsa nú líka að mamman sýni Lillu allt aðra hlið á sér en hún snýr að syni sínum heima á Njálsgöt- unni," segir Hildigunnur. Ekki inni ó sænsku linunni i uppeldisfrseðunum Um uppeldisaðferðir móðurinnar segir leik- stjórinn að hún samþykki ekki allt sem strák- urinn segi - einfaldlega vegna þess að hún viti betur. „Hún er ekki inni á sænsku línunni í uppeldisfræðunum, þannig að ef hann vill stríð þá fær hann stríð." Gunnar leikstjóri er á því að þó að bókin Baneitrað samband á Njálsgötunni sé skrifuð sem unglingabók, þá sé hún ekkert síður fyrir fullorðna. „Mér finnst leikritið eiginlega vera meira fyrir fullorðna en nokkurntíma ung- linga, þó svo að þeir hafi vissulega gott af því að sjá það líka. Auður er svolítið að kafa í ung- linginn og gengur kannski of nálægt honum. Eg hugsa að minnsta kosti að maður hefði aldrei samþykkt það þegar maður var ung- lingur sjálfur að svona höguðu unglingar sér," segir hann. Eins og áður sagði verður leikritið frumsýnt annað kvöld í íslensku óperunni, kl. 20. Það verður sýnt samhliða á Akureyri, þar sem fyrsta sýningin verður 4. nóvember, en hér er um að ræða samstarfsverkefni Draumasmiðj- unnar og Leikfélags Akureyrar. M°l9unb;að/ð/™ Leikarar oq listrænir stjórnendur BANEITRAÐ samband á Njálsgötunni, leikgerð Auðar Haralds á samnefndri skáldsögu hennar. Leikarar: Gunnar Hansson, Hildigunnur Þráinsdóttir, Katla Þor- geirsdóttir, Margrét Kr. Pétursdóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Sveinn Geirsson. Leiksljóri: Gunnar Gunnsteinsson. Leikmynd: Vignir Jóhannsson. Búningar: María Ólafsdóttir. Lýsing: Ingvar Björnsson. Tónlist: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson. Gervi: Asta Hafþórsdóttir. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.