Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 12
en undir lok seinni heimsstyrjaldar. Þess í stað leitaði hann fróunar í fjárhættuspilum og gerðist tíður gestur í spilavítum. Þeirri fíkn viðhélt hann um ævi og aldur, ásamt dálæti á kampavíni, veisluhöldum og hnyttnum tilsvörum. Mörg urðu fleyg. Þegar Bacon var orðinn einn virtasti listamaður Englands á hann að hafa svarað því til, þegar ómannglöggur meðlimur konungsfjölskyld- unnar spurði í veislu hvað hann gerði: „Ég er gómul drottning." Málari í eldi og rústum Baeon hélt þó hinn langa og sjálfskipaða hvfldardag sinn ekki alveg heilagan, því árið 1937 tók hann þátt í samsýningu sem vinur hans Eric Hall kom á koppinn og var hugsuð til að vekja athygli á ungum breskum málur- um. Sýningin var haldin í Thomas Agnew Gallery og var meðal annars prýdd verkum eftir Roy de Maistre, Graham Sutherland, Pasmore og Hitchens, auk Bacons, þannig að sjá má að talsverðar vonir voru bundnar við ,. Bacon, þótt vinátta þeirra Hall hafi vafalaust ekki torveldað aðgang hans að sýningunni. Seinni heimsstyrjöld hófst 1939 að undan- gengnum skrípaleik við landamæri Þýska- lands og Póllands og áður en Bretar gátu svo mikið sem klárað úr tebollunum sínum voru þeir komnir á kaf í blóðbaðið. Þó ekki Bacon, því hann var úrskurðaður óhæfur til að gegna herþjónustu vegna þráláts asma, sem lagaðist tæpast í skonsum þeim og kytrum sem hann leigði til að stara ekki á auðan strigann úti í Lundúnaþokunni. Bacon var samt sem áður ekki algjör horn- reka í stríðsbröltinu öllu. Hann skráði sig í Björgunarsveitir borgara, eða eitthvað sam- bærilegt, og réðst ótrauður á rústirnar sem sprengjur nasista skildu eftir. Menn telja af- ar sennilegt að þetta óhugnanlega starf, sem fólst ekki síst í að grafa skaðbrunnin lík eða líkamshluta upp úr logandi og rjúkandi grjót- hrúgum sem áður töldust til bygginga, hafi haft sterk og varanleg áhrif á myndsýn Bacons. Þarna birtist sláturhúsið í skelfilegustu mynd sinni. Og sláturdýr voru Bacon að skapi, hann heillaðist af litnum, nályktinni og ávölum en torkennilegum formum sem héngu á krókum yfir blóðpollum, líflaus með öllu en um leið áleitin og ögrandi ábending um líf. Honum þótti kjötið fagurt, hið lífræna form í búningi dauðans. En hann minnti á að hann vildi ekki túlka verk sín sjálfur. „Þegar öllu er á botninn hvolft er ég ekki að reyna að segja neitt, ég er að reyna að gera eitthvað. Og þegar ég byrjaði að mála átti ég ekki vpn á að nokkur myndi kaupa verkin mín. Ég málaði til að örva sjálfan mig... Og því er það svo, að þótt ég hafi með tíð og tíma orðið svo lánsamur að geta selt verk mín og lifað á mál- aralistinni held ég að ég láti mér enn í léttu rúmi liggja hvað öðrum finnst um verkin," sagði Bacon. Stríðsárin mörkuðu önnur þáttaskil í lífi listamannsins, því hann tók upp á þeim óskunda að eyðileggja eldri verk sín og af þeim sökum eru aðeins til tíu til fimmtán verk eftir hann frá árunum 1929 til 1944. Blóðbaoið byrjar Á þessum árum dvaldi hann einnig um tíma úti á landsbyggðinni og rjátlaði lítillega við málverkið, sem lét hann ekki í friði. Með áframhaldandi listsköpun í huga festi hann kaup á vinnustofu árið 1942 í Cromwell Place númer sjö í South Kensington og stöðugum búferlaflutningum linnti um níu ára skeið. Þeir Sutherland voru mikið samvistum, auk þess sem Bacon kynntist málaranum Lucien Freud, sem átti eftir að verða einn af bestu vinum hans, jafnframt því að sitja síðar meir fyrir hjá Bacon. Bacon sagði að hann hefði í raun ekki byrj- að að mála af fullri alvöru fyrr en 1943-1944 og það stóð heima, í stríðslok hafði hann lokið við Three Studies for Figures at the Base of a Crucifixion, og var reiðubúinn til að setja verkið á samsýningu í aprfl 1945, í Lefevre Gallery. Ahrifin létu ekki á sér standa. Málverkin þrjú sýna ókennilegar verur sitjandi á borði eða stólkolli, sambræðing dýra og manna, með bundið fyrir augu, hvassar tennur og sköpulag sitt teygt fram eins og slanga sem hefur komið auga á bráð. Dökkappelsínugulur bakgrunnurinn er þykkmálaður og minnir á blóð. Grunlausir sýningargestir, jafn umhugað að gleyma við- bjóði stríðs og slátrunar og öðrum löndum þeirra, hrökkluðust út við þá sjón sem mætti þeim við inngang sýningarsalarins, eða stóðu eins og negldir við gólfið. Nokkrum árum síð- ar, eða 1954, keypti Tate Gallery þetta verk málarans. En ögn fyrr, eða strax eftir stríð, fór að blása byrlegar fyrir Bacon. , Hann tók þátt í ýmsum samsýningum og vakti talsverð viðbrögð, þar á meðal keypti Erica Brausen, forstjóri Hanover Gallery, árið 1946 verkið Painting eftir hann, sem Museum of Modern Art eignaðist tveimur ár- um síðar. Sala þýddi tekjur og Bacon var tíð- Stúdía fyrir sjálfsmynd, hluti af þrískiptu verki eftir Bacon, frá 1985-86. Portrett af George Dyer á hjóll, sem Bacon málaði árið 1966, fimm árum áður en þessi ástmaður hans og vinur framdi sjálfsmorð. ur gestur í Monte Carlo næstu árin, þar sem hann dvaldi á lúxushótelum eða leiguíbúðum, sólundaði fé í spilavítum og málaði þegar og ef tími gafst til. Hann dvaldist líka um hríð í Tangiers á árunum 1956 til 1962, þar sem sagt er að hann hafi leigt íbúð við hlið banda- ríska rithöfundarins Williams Burroughs, en þeir héldu kunningsskap um langa hríð. Honum fannst birtan við Miðjarðarhafið þó of skær til að mála og sinnti list sinni frek- ar í Lundúnum, sem hann sneri alltaf aftur til þegar veskið tæmdist. í Monte Carlo gerði hann þó mikilsverða uppgötvun þegar hann málaði á bakhlið annars verks vegna þess að hann átti ekki aur aflögu fyrir striga, og fann að honum féll betur í geð sú hlið efnisins. Hann málaði á bakhliðar uppfrá því. „Ég er gagntekinn af því að mála eins og Velasquez, en með áferð flóðhestaskráps," sagði Bacon. Kynni þeirra Brausen urðu langvinn og giftusamleg um margt, því hún skipulagði einkasýningu hans í galleríinu í nóvember ár- ið 1949 og annaðist sölu verka hans næstu tíu ár. Bacon lauk við myndröðina Heads fyrir sýninguna og í sjöttu mynd þeirrar raðar getur að líta æpandi páfann í fyrsta skipti, en kauði átti eins og fyrr var getið eftir að vera þaulsætinn í myndheimi Bacons um langa hríð. I málverkinu „Heads Surrounded by Sides of Beef' frá árinu 1954 birtist vera sem gæti verið afturganga úr kvikmynd Eisensteins Alexander Nevsky, en kjötstykkin voru hins vegar fengin að láni úr verki eftir Rem- brandt. Kvikmyndir og verk annarra mynd- listarmanna voru uppspretta sem Bacon sótti óspart í og auk áðurnefndrar myndar má nefna að honum var einkar hugleikið öskr- andi konuandlit úr annarri kvikmynd Eisen- steins, Beitiskipinu Potemkin. Önnur upp- spretta innblásturs var rannsókn á hreyfingum líkamans sem birtist í verkum Muybridge, sem var frumkvöðull í ljós- myndalistinni fyrir og um síðustu aldamót. „Um leið og ég kom inn vissi ég að þarna gæti ég unnið," sagði Bacon um íbúðina og vinnustofuna sem hann flutti inn í í upphafi sjöunda áratugarins. Um var að ræða litla íbúð yfir bílskúr í Reece Mews í suðurhluta Kensington-hverfis í London, eitt herbergi með vinnuaðstöðu og eitt herbergi til íveru. Hann bjó þar og vann til dauðadags. Ári eftir að hann bjó sér þar hreiður lauk hann við fyrsta umfangsmikla þrískipta verk sitt, Þrjár stúdíur fyrir krossfestingu. Hann var ölvaður að eigin sögn á meðan hann málaði verkið, í fyrsta skipti. Hann nefndi hins veg- ar ekki um hvers konar ölvun var að ræða, kannski var hann eingöngu ölvaður af hug- myndum. Nær óslitin sigurganga Tate Gallery hélt yfirlitssýningu á verkum Bacons í maí 1962 og bauð upp á 90 verk listamannsins. Breskur blaðamaður sem skoðaði sýninguna kvartaði yfir að finna hvorki „andlega upplyftingu" né „sálræna huggun" í verkum listamannsins. „Hvaða áhrif mun sýning eins og sú sem Bacon hefur sett upp hafa á ungar sálir - og raunar hvaða sál sem er - fyrir utan þær sem eru örugg- lega nú þegar spilltar og hrjúfar?" Sýningin naut að vonum mikilla vinsælda og var sett upp víða í Evrópu í kjölfarið. Bacon hélt einkasýningu ári síðar og Guggenheim-safnið í New York setti upp yfirlitssýningu. Sama ár, 1963, kynntist hann George Dyer, sem sat næstu árin margsinnis fyrir hjá Bacon, auk þess að vera ástmaður hans. Dyer átti þess kost að samgleðjast oft- lega með Bacon næstu árin, enda sigurganga hans á sviði málaralistarinnar nær óslitin, ekki síst í Frakklandi þar sem hann var í sí- fellt meiri metum. Adam var þó ekki lengi í Paradís. Daginn áður en gríðarstór yfirlits- sýning á verkum Bacons hófst í Grand Palais í París árið 1971 framdi Dyer sjálfsmorð í hótelherbergi þeirra félaga. Samband þeirra hafði verið stormasamt en Bacon varð mikið um þetta óvænta fráfall kærastans og málaði minna næstu ár en hann hafði gert um áratuga skeið og þau verk sem hann málaði báru því vitni að hann var langt niðri. Heldur hýrnaði þó geð hans árið 1974, þegar hann kynntist John nokkrum Edwards, en þeir viðhéldu vináttu til dauða- dags Bacons, auk þess sem Edwards sat fyrir hjá listamanninum. Þremur árum síðar voru sýnd í Claude Bernard-sýningarsalnum í París nýleg verk Bacons og voru verkin hengd upp í litlum herbergjum, sem gladdi listamanninn ósegj- anlega. Hann áleit sýninguna vera þá bestu sem sett hefði verið upp í galleríi. Sýningin var lofuð í bak og fyrir og svo mikil var ásókn gesta að lögreglan varð að loka götum um- hverfis sýningarsalinn fyrir umferð. Frakkar hafa um langa hríð verið duglegri en flestar þjóðir aðrar, þar á meðal Bretar, að vegsama Bacon, þótt þeir síðarnefndu við- urkenni hann í dag sem einn áhrifamesta og athyglisverðasta myndlistarmann þessarar aldar í Englandi og víðar. Bacon keypti sér íbúð í París um miðjan níunda áratuginn og varð tíðfórult þangað, m.a. var hann við- staddur opnun sýningar á verkum sínum í Maeght-Lelong-sýningarsalnum 1984 og á sama stað þremur árum síðar. Á sýningunni 1987 gat enginn velkst í vafa um að íbúar höf- uðborgar Frakklands höfðu Bacon í háveg- um, gríðarlegt fjölmenni sótti sýninguna og svo mikil var aðsóknin raunar að umferðar- teppur mynduðust í næsta nágrenni Lelong. „Við eyðum lífi okkar nær alltaf bakvið tjöld og þegar fólk segir að því finnist verkin mín ofsafengin held ég stundum að mér hafi öðru hvoru tekist að draga frá eitt eða tvö þessara tjalda eða blæja," sagði Bacon í við- tali sem tekið var við hann á efri árum. Ári síðar, 1988, sýndi Bacon í Moskvu og varð einn fyrsti, ef ekki sá fyrsti, vestræni mynd- listarmaðurinn til að halda sýningu í lifanda lífi í Sovétríkjunum sálugu. Árið 1992 lést Francis Bacon úr hjartas- lagi í Madrid á Spáni, eftir að hafa veikst af lungnabólgu. Hann var einsemdin uppmáluð þegar hann dó, eða eigum við að segja; hvarf á vit þess afls sem afmyndar okkur öll. v 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.