Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 16
J. LjÓ5m./Sören Sfache. Bernhard Schlink á helmili sínu. UPPAHALDSOVINIR OG GRAFARAR Blaðamenn fá það stundum ó tilfinninguna að þeir séu ao flækjast fyrir því að slík stefna er fyrst og fremst sniðin fyrir þá sem eiga peninga og viljg græða, skrifar JÓHANN HJÁLMARSSON um Bókastefnuna í Frankfurt, sem er nýlokið. Sýningarþreyta ágerist í Frankfurt en ýmislegt sem er í boði þar er í anda ______________góðra bókmennta.______________ BOKASTEFNAN í Frankfurt er ógnarstór, fjölmennasti fundur útgefenda sem ég hef haft spurniraf. Rithöfundar, blaðamenn og ýmsir áhugamenn koma til Frankfurt í því skyni að skoða sýninguna og hitta fólk, en það verður æ meira áberandi að útgefendur og starfsmenn þeirra ráði ríkjum og séu í fyrir- rúmi. Blaðamenn fá það stundum á tílfínning- una að þeir séu að flækjast fyrir. Slík stefna er vitanlega fyrst og fremst sniðin fyrir þá sem eiga peninga og vuja græða, geta borgað vel fyrir afnot af sýning- arsvæði og eru að öðru leyti mjög markaðs- sinnaðir. Sýningarþreyta ágerist í Frankfurt. Þ6 væri það ef til vill ósanngjarnt að segja að það helsta sem stefnan hefur upp á að bjóða séu góðar pylsur og öl því að sjá má merki um út- gáfustefnu sem er ekki einungis í þjónustu markaðarins og metsölunnar. Pað er þá helst á þýska svæðinu. Giinter Grass Nóbelsverðlaunahafi kom nokkrum sinnum fram á Bókastefnunni, kyrr- látur lágvaxinn maður og að því er virðist yfir- vegaður, slasr ekki hendinni móti vínglasi. Á blaðamannafundinum lék hann á als oddi og svaraði spurningum skilmerkilega. Á fundinum sagðist Grass vera uppáhalds- óvinur gagnrýnenda og hann væri ekki viss um að þeir gleddust yfír Nóbelsverðlaunum hans. Frægt er niðurrif Marcels Reich-Ranicki, kunnasta gagnrýnanda Þýskalands, þegar hin digra skáldsaga Grass, A víðum velfi, kom út fyrir nokkrum árum. Á forsíðu Spiegel var mynd af Reich-Ranincki að rífa bókina í sund- ur. Þetta getur Grass ekki fyrirgefið. Reich- Ranicki hefur aftur á móti lýst því yfir að Grass eigi verðlaunin skuið. Sjálfur hefur hann gerst margfaldur metsöluhöfundur með ævisögu sinni, hún selst jafnvel betur en nýút- komin bók Grass, Öld mín, sem forlagið hefur ekki undan að prenta. Nýjustu tölurnar hjá Reich-Ranicki eru 250.000 eintök. Grass er sósíaldemókrati og ekki sáttur við gagnrýni á flokk sósíaldemókrata sem fram kemur í bók eftir Oskar Lafontaine, Das Herz schlágt links, sem höfundurinn kynnti á stefn- Gagnrýnandinn óvægni, Marcel Reich-Ranicki. 1 6 ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 23. OKTÓBER 1999 -f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.