Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 4
SKALDIÐ A HRESSINGAR- SKÁLANUM EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON HVAÐ VARÐ UM HARALD HAMAR THORSTEINSSON? Maðurinn á Skálanum sem hér um ræðir, var einn þeirra sem eiga sér draum og finna sér svo aldrei fót- festu meðal annars fólks af þeim sökum, heldur verða smám saman að svipmynd síns eigin draumalífs. I uppflettiriti er hann titlaður skáld, en greinarhöfurd^ urinn hefur ekkert fundið á prenti eftir hann annað en tvo ritdóma um bækur Einars Hjörleifssonar KvaraníEimreiðinnil914. ÞEIR meiddu mig, sagði hann stundum ef menn yrtu á hann á Skálanum um og fyrir miðja öldina, en fátt annað, - núver- andi Macdonalds, í Austur- stræti. Þá var bæjarbragurinn annar, en þó ekkert líkari því sem segir í frægu ljóði Tómas- ar um Austurstræti en nú er. I Skálanum situr fólk nú stundarkorn yfir hamborgara með eða án franskra og er svo rokið, en áður dvöldu þar langtímum saman auralitlir, bók- menntasinnaðir bullukollar í rökkvuðum sal- arkynnum Skáians eins og hann þá var, eða í garðinum inn af, algerlega inniluktum af storhýsum miðbæjarins. í dag eru skáldin á Mokka og Sólon. Á Skálanum hittust um áratuga skeið skáld og aðrir listamenn yfir kaffibollum, auðkenndir af sérviskulegu háttalagi hver um sig og allir í senn svo að báru af hinum vinnandi almenningi sem reyndar átti einnig sínar stundir á þessum sama stað. í minning þeirra manna, sem lengst muna núorðið, sat hann einn og sér í rökkrinu innst í Skálan- um, grannur maður og smágerður, yfir kaffibolla, hann var hárprúður þótt kominn væri við aldur og hárið sett upp í hnút í hnakkanum, snyrtilegur í klæðaburði og datt hvorki af honum né draup, hafði ekki sjáanlega þörf fyrir að blanda geði við nær- stadda og hefur einkum orðið eftirminnileg- ur þeim sem stunduðu staðinn fyrir langset- ur hans á kaffihúsum og þó tengslaleysi við umheiminn. Katatónía, sagði maður á áttræðisaldri við mig sem óist upp návistum við geðsjúklinga og minntist Haraldar á Skálanum fyrir margt löngu þegar ég innti hann eftir hon- um, en nei ég talaði aldrei við hann né hann við okkur hina svo að ég muni, hann sat bara þarna, var þarna. Stjarfur eftir útlítínu en þó ekld svo að sjá að hann væri að nokkru vanhaldinn. Annar sem ég talaði við og nær svo langt aftur að geta virt fyrir hugarsjónum sínum þetta reykmettaða umhverfi íslensks lista- fólks um og upp úr miðri öldinni, Hressing- arskálann, bætir við lýsinguna: Hann reykti og hafði sígarettuna fyrir miðjum munni. Ég reyndi einu sinni að tala við hann en hann svaraði mér ekki, ég minnist þess ekki að hann hafi brugðist öðru vísi við þá en umla eitthvað. Vegna þessa umræðuefnis dregur kunningi minn fram uppflettirit úr stórum skáp í stofu sinni; mettaðri af ryki og minn- ingum og flettir: Hér kemur hann: „Har- aldur Hamar Thorsteinsson (20. febr. 1892 - 23 nóv. 1957). Stúdent. Rithöfundur. For- eldrar Steingrímur Thorsteinsson skáld og yfirkennari, síðar rektor, og seinni kona hans Birgitta Guðríður Eirfksdóttir járn- smiðs í Reykjavík. Stúdent í Reykjavfk 1913 ... Stundaði nám í fagurfræði við háskólann í Kaupmannahöfn 1913-14, en dvaldist síðan í Englandi, aðallega í London til 1929 og fékkst þá mest við ritstörf og skáldskap. Tók upp rithöfundarnafnið Hamar. Veiktist á þessum árum og varð að njóta sjúkrahúsv- istar. Fékk aldrei fulla heilsu. Átti heima í Reykjavík frá 1929 til æviloka. Dó af slysför- um. Okvæntur" (íslenskar æviskrár). Kunningi minn lauk lestrinum. Og svo lék hann fyrir mig göngulag Haraldar þessa á stofugólfinu innan um rykmettaðar bókahill- urnar, í krafti minninga sinna frá Skálanum. Svona gekk hann, - og kunningi, sem er grennri maður en nokkur annar sem ég hef séð, miðað við hæð, og með ofurlanga fingur, sletti höndunum til og frá og hjassaðist áfram, hokinn í hnjáliðunum. En með ár- unum varð göngulagið svona - Hann beygði olnbogana og lét fingurna drúpa jafnframt því að hann hengdi höfuðið á ofurlöngum hálsinum eins og blómkrónu á löngum stikli og bætti við: Hann hélt að hann væri prins- inn af Wales eftir heimkomuna. Einhverjar kerlingar styrktu hann lengst af svo hann ætti fyrir kaffi en þótti hann stunda of dýr kaffihús og fengu því framgengt að honum var vísað af Hótel Borg. Eitthvert sinn þar kom þjónn til Haraldar, laut að honum og sagði að Hótel Borg væri ekki nógu fínn staður fyrir prinsinn af Wales. Haraldur fór þegar og kom þar aldrei aftur. Aftur á móti kom hann oft síðar á Hótel ísland sem var nokkuð fínn staður líka. Og svo á Skálann. Maðurinn á Skálanum, sem hér um ræðir, var einn þeirra sem eiga sér draum og finna sér svo aldrei fótfestu meðal annars fólks af þeim sökum heldur verða smám saman að svípmynd síns eígin draumalífs. Það verður þá að sama skapi órakennt uns ekki verður lengur á færi nokkurs manns að greina í milli vits, sérsinnis og geðveiki í fari þess manns, - síst að hann geti það sjálfur. Það hafði enginn leitað eftir því á handritadeild Þjóðarbókhlöðunnar hvort þar væru skráð skjöl frá þessum manni fyrr en ofanritaður gerði það um daginn í framhaldi af tali mínu við kunningja minn sem ég var að greina frá. Þá kom í Ijós böggull með gögnum frá Har- aldi Hamri sem geymdur hafði verið þar frá árinu 1992. Nokkrum dögum síðar sat ég á kaffistofu Þjóðarbókhlöðunnar með ljósrit af leikriti eftir Harald Hamar fyrir framan mig sem ég hafði látið gera, nærri 200 síður. Santa Sanna heitir leikritið og er helgileikur sem komið hafði upp úr brúnu umslagi þegar far- Portret enska málarans Augustus John af Haraldi Hamri. ið var að leita, ásamt nokkrum bréfum varð- andi leikritið og ljósmynd eftir málverki af Haraldi Hamri eftir Augustus nokkurn John og líklega er varðveitt í National museum í London. Skálaverji úr samtíð Haraldar birt- ist við kringlótt borðið á kaffistofunni meðan ég var að fletta ljósritinu og ég skaut að manninum sem ég þekkti í sjón orði á hraðri framhjáferð hans: Kannast þú við Harald Hamar? Sá sem ávarpaður var, spengilegur maður í jakkafötum, fjaðurmagnaður í hreyfingum, drúpti höfði og svaraði þegar upp úr undar- legri dýpt raddar og sjónar: Já. Hann borð- aði lengn húsi á horni Klapparstígs og Lind- argötu. Ég borðaði þar reyndar líka. Þekktirðu hann eitthvað? Maðurinn lét fallast niður í sæti fyrir framan mig. Nei. En ég veit að hann var sonur Steingríms Thorsteinssonar. Hann var sagður hafa orðið fyrir áfalli. Ég er hérna með leikrit eftir hann, hélt ég áfram og benti á ljósritið fyrir framan mig. Mótseti minn, sem er klipptur eins og her- maður á gamalli mynd úr heimsstyrjöld, þeirri fyrri eða síðari, sperrti brýrnar án þess að langt andlitið hrærist að öðru leyti og önnur höndin hófst út frá hlið hans og myndaði stóran hring uns langir fingurnir námu við blaðabunkann og hann vék við titil- blaðinu svo að hann gæti lesið: Santa Sanna. Eg bætti við mótseta mínum til frekari upplýsingar: Helgileikur úr fyrri heimstyrj- öldinni. Þýddur á ensku árið 1915 af dr. Jóni Stefánssyni. Þessar upplýsingar um þýðinguna hef ég úr bréfi í sama böggli. Ég hafði einnig látið ljósrita myndina af málverkinu; af manni sem sat fyrir upp á búinn og í stellingu eins og aðalsmanna var háttur og ferðafólk getur séð af myndum á setrum þeirra núorðið. Eg dró myndina fram úr blaðabunkanum og lagði fyrir mótseta minn: Getur þetta verið Haraldur Hamar? Já, svaraði hann látlaust. Þú þarft að tala við - og hann tiltók mann sem ég hafði aldrei heyrt nefndan. Kona hans er bróðurdóttir Haraldar, bætti mótseti minn við til skýring- ar. Gott, sagði ég og skrifaði nafnið hjá mér. Haraldur Hamar er titlaður skáld í upp- flettiriti en enginn kannaðist við að hann hafi nokkru sinni komist á prent. En kunn- ingi minn, sem fyrst vakti athygli mína á honum, minntist þess í fyrrnefndu samtali okkar að hafa lesið um Harald í tímaritinu Lífi og list á sjötta áratugnum. Þessi kunn- ingi minn er gæddur þeirri náðargáfu að muna allt sem varðar persónur, raunveru- legar og ímyndaðar, og hann hefur einu sinni numið, líkt og fest sé á filmu og beitir svo á klassískri mennt til að gæða lífi fyrir sjónum þeirra sem eru í náðinni hjá honum og það eru fáir. Mér þótti því ástæða til að hafa nokkurs við þegar þetta umræðuefni kom upp okkar í milli. Forsagan Af þeim fáeinum bréfum sem fylgja hand- ritinu og varða það öll má sjá með öðru að Haraldur var á leið í kvikmyndaskóla að nema handritagerð þegar hann kom fyrst til Englands 1912 eða þar um bil. Hann var þá liðlega tvítugur og hafði sagt skilið við fag- urfræðinámið í Kaupmannahöfn. I Tímari- tinu Lífi og list er þýðing upp úr ævisögu bresks heldri manns sem lifði fram á miðja öldina, sir Osberts Sitwell, úr 5. bindi ævi- sögunnar, á frásagnarbroti af Haraldi þar sem helstu einkenni hans á yngri árum koma fram eftir sannferðugri frásögninni að dæma. En þetta síðasta bindi ævisögunnar helgar höfundur, eitt hinna frægu Sitwell- systkina, minningum sínum um eftirminni- lega menn sem á vegi hans urðu um ævina. Frásögnina af Haraldi fléttar sir Osbert inn í kafla um góðvin sinn, flakkarann og lárvið- arskáldið W.H. Davies, einfættan sérvitring sem aldrei gat lært í hvorn endann á símtól- inu hann átti að tala og hélt að kettir og negrar hefðu yerið skapaðir til að hrella sig persónulega. I ævisögunni lítur sir Osbert niður á allt og alla nema útvalda kunningja og aðlað fólk og því tel ég meðmæli með Haraldi að hann helgar honum heila opnu og fer um hann góðlátlegum orðum. Á þeim tíma, sem sir Osbert minnist Haraldar, öðrum og þriðja áratug aldarinn- ar, voru enn listamannahverfi í heimsborg- unum handan hafsins þar sem menn töldust tiltölulega laustengdir skyldum og kvöðum almúgafólks sem fyrir sitt leyti varð þá eins og nú að taka afleiðingum gerða sinna í sama veruleika og þær voru framkvæmdar 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.