Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 11
+ ií og það líferni setti mark sitt á hann. löngu síðar! Pilturinn hélt til Lundúna og skrimti með aðstoð fégjafa móður sinnar, auk þess að reyna fyrir sér við þau störf sem buð- ust ungum sveinum í þá daga. Árið 1927 heimsótti hann Berlín og dvaldist hjá fjölskylduvini um tíma, meðan hann kynnti sér þær öflugu og ósiðlegu lystisemdir sem borgin státaði af á þessum árum Weimarlýð- veldisins og ýmsir listamenn, þar á meðal Christopher Isherwood, gerðu ágæt skil síðar meir. Að loknum þeim gleðskap var stefnan tekin á París þar sem Bacon bjó um nokkurra mánaða skeið. Vistin í borg ljósanna átti eftir að skipta sköpum, því talið er sennilegt að Bacon hafi tekið þá örlagaríku ákvörðun að verða málari eftir að hafa skoðað sýningu á verkum Picassos í Galerie Paul Rosenberg. Honum opnaðist svið sem hann taldi hafa verið ókannað í myndlist og tók í kjölfarið við að teikna og mála vatnslitamyndir, auk þess að föndra við hönn- un húsgagna og innréttinga. Eftir heimkomuna til Lundúna hélt hann uppteknum hætti og hóf að sýna húsgögn og mottur í Art Deco-stíl í húsakynnum sem hann leigði í South Queensberry Mews. Hann aflaði sér viðurværis með þessum hætti og málaði um svipað leyti fyrstu olíumálverk sín. Bacon kynntist áströlskum málara, Roy de Maistre, á þessum árum og var sá honum hjálplegur við sitthvað, þar á meðal að blanda geði við aðra listamenn og áberandi fugla í menningarlífi borgarinnar, og má þar fremstan telja málar- ann Graham Sutherland. Ekki algjör fýluf erð Tímaritið The Studio birti í ágúst árið 1930 opnugrein um húsgagnahönnun Bacons undir fyrirsögninni „The 1930 Look in British Decoration", og var ekki seinna vænna því áhugi mannsins beindist í sívaxandi mæli að málverkinu. í nóvember sama ár hélt Bacon sýningu á verkum sínum í bílskúrnum sem hýsti hann, í samfloti við Roy de Maistre, og stillti upp húsgögnum, mottum, olíumálverk- um og teikningum. Verkin voru undir sterkum áhrifum af kúbisma og súrrealisma og þóttu ekki valda miklum straumhvörfum í Englandi þess tíma. Sýningin var þó engin fýluferð, því að auk þess að vekja nokkra athygli var á meðal sýningar- gesta Eric nokkur Hall, bæjarstjóri í ónefndu krummaskuði á Norður-Englandi. Hann ving- aðist við listamanninn og var honum hjálpar- ' hella í hálfan annan áratug eða svo. Eins og áður sagði varð Bacon fráhverfari hönnuninni þegar málaralistin sótti í sig veðrið og von bráðar ákvað hann að helga sig alfarið penslunum. Hann flutti oft á milli húsakynna á þessum árum en í Fulham Road fann hann vistarverur að smekk og málaði mikinn, en afl- aði sér framfærslueyris með íhlaupavinnu. Myndröðin Crucifixion varð til árið 1933 og ákvað Bacon að leyfa almenningi að berja hana augum á samsýningu í Mayor Gallery. Það reyndist stórt gæfuspor, því ekki aðeins keypti þekktur breskur listaverkasafnari, Sir Michaeí Sadler, verkið, heldur og valdi mynd- listargagnrýnandinn Herbert Read það til birtingar í bókinni Art Now, sem var í senn heiður og auglýsing. Ekki síst fyrir þær sakir að verk Bacons fékk að vera í öndvegi; við hlið málverksins Baigneuse eftir Picasso. Listræn tjáning eða ekki? Þessar móttökur urðu Bacon hvatning til að halda einkasýningu ári síðar í vistarverum sem hann gaf nafnið Transition Gallery og var að finna í Curzon Street í Lundúnum. Þar gat að líta sjö málverk og jafnmörk verk á pappír. En fagnaðarlætin létu vægast sagt á sér standa. Einn böðullinn orðaði það svo að vandinn við verk Bacons væri sá að „ákveða að hversu miklu marki ætti að telja þau dæmi um list- ræna tjáningu". Viðbrögð á borð við þessi drógu vígtennur- nar úr Bacon og fyrir vikið málaði hann minna en áður og gróf allar hugmyndir um fleiri einkasýningar á næstunni. Ekki bætti úr skák að myndverkum þeim sem hann ætlaði að koma á framfæri á Alþjóðlegu súrrealistasýn- ingunni, sem haldin var í Burlington Gallery í Lundúnum árið 1936, var hafnað á þeim for- sendum að þau væru ekki „nægjanlega súrrealísk". Bacon lét eindregna höfnun skipuleggjenda þó ekki spilla fyrir sér gleðinni af sýningunni og veitti hún honum talsverðan innblástur. Hans gætti samt sem áður ekki strax í listinni, enda hafði hann ákveðið að láta penslana kyrra liggja um stundarsakir og snerti þá vart fyrr Bacon ásamt viní sínum, málaranum Lucian Freud, í vinnustofu þess fyrmefnda árió 1953. JM« * mB Br^^B^^BL^^B K"^ - m m' * fl 1 "iPJ I sS"-^ 1 Éh 31 HH#f Æ I j^V'' ijfl mmW^mRl mW-- mUt §Sfk-;-¦+;- ' Bacon var mikill gleðimaður og lék oft á als oddi, einsog sjá má á þessari mynd sem tekin var í knæpunni Colony Room árið 1973. Ljósmyndarinn Jesse Fernandez tók þessa Bacon og bandaríski beat-höfðinginn William mynd af Bacon og tókst að fanga anda verka Burroughs, en þelr kynntust i Tangier og listamannsins með hreyfingunni á höfðinu og héldu vináttu til æviloka. þeirri afmyndun sem af hennl lelðir. Bacon og Dyer á sjöunda áratuginum, sennilega f Lundúnum. .OÐUGU R B ACON + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. OKTÓBER 1999 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.