Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 23.10.1999, Blaðsíða 7
Nútíma skúlptúr í Malmö Konsthall YFIRUTYFIRHRÆRINGAR UNDANFARINNA ÁRATUG A Á höggmyndasýningu í Malmö Konsthall eru me oal annarsver keft ir Kristján og Sigurð Guð- mundssyni, Gormley, Juddogfleiri.SIGRÚN DAVIÐSDOTTIRskoðaði sýninguna. RUMLEGA 40 þúsund litlar leirfigúrur og aðrir skúlptúrar eftir 26 listamenn eru á nýopnaðri sýningu í Malmö Konsthall, sem stendur til 14. nóvember. Þótt sýningarskál- inn sé ekki safn á hann þó gott safn verka, sem gefin voru á síðasta áratug af sænska listamanninum Jules Schyl og Karin, konu hans, í von um að í Málmey yrði byggt nú- tímalistasafn. Gjöfin samanstóð bæði af verk- umpg fé til málverkakaupa, sem er nú þrotið. Þegar Bé'r-a Nordal, forstöðumaður skál- ansj kynnti .sýninguna blaðamönnum sagði hún verkin'bæði vera sýnd til að leyfa fólki að njóta þeirra, en líka til að minna á að þau væru til og hefðu enn ekki hlotið endanlegan samastað. Á sýningunni núeru skúlptúrar, sem gefa góða mynd af hræringum á því sviði undanfarna áratugi, en málverkin úr gjöf Schyls voru sýnd í sumar, þar á meðal verk eftir Hrein Friðfinnsson. Það er ekkert smávegis áhugavert að sjá sýningu, þar sem eru verk eftir listamenn eins og Toshikatsu Endo, Antony Gormley, Robert Jacobsen, Donald Judd, Joseph Kos- uth, Richard Long, Gerhard Merz, Bj0rn N^rgaard, Claes Oldenburg og Richard Serra, að ógleymdum þeim bræðrum, Kri- stjáni og Sigurði Guðmundssonum. Og.salur- inn í Malmö Konsthall er eins og best verður á kosið, þar sem umhverfið og allt rýmið eyk- ur enn á áhrif verkanhf. „European Fields,'i^rlc Bretans Gormley, er í orðsins fyllstu merkingu stórbrotnasta verkið. Það tilheyrir reyndar ekki gjöf Schyls, heldur var það gert fyrir sýningu í Malmö Konsthall 1993, en vonir standa til að samnirigar takist milli Malmö Konsthall og listamannsins um að verkið verði eign Konst- hallen. Gormley fékk nemendur í lýðháskóla í nágrenninu og reyndar einnig starfsmenn Konsthallen til að móta litlar leirfígúrur, sem síðan voru brenndar í gamalli tígulsteins- brennslu. Hver fígúra er því einstök og starfsmenn- irnír, sem þama unnu á þessum tíma, muna énn hvernig þéir höfðu það að viðmiðun að búa til tíu fígúrur í hverjum einasta kaffitíma ¦um langahríð. Fígúrunum er raðað á gólfið í aflangt rými, þar sem þær fylla gólfflötinn al- gjörlega og mynda þétta fylkingu. Nokkurs konar smækkuð nútímaútgáfa leirhermann- anna, sem grafnir hafa verið upp í Kína und- anfarin ár. Annað verk,^em gert var fyrir sýningu í Konsthallen, er,,Museum Södra Förstads- gatan" eftir Frakkann Christian Boltanski. Hann fékk á 'sínum tíma fjöldann allan af járnskápum úr gamalli herstöð, sem eru rétt eins og skápar í sundlaugunum í gamla daga. Síðan sendi hann bréf til Ibúanna á Södra Förstadsgatan í Málmey og bað þá um að setja einhvern hlut þeim kæran í skápana European Field, 1993, eftir Antony Gormley. með þeirra götunúmeri. Það er hluti af þessu verki, sem er í eigu Konsthallen, sem nú er til sýnis. Verkin á sýningunni spanna margvísleg svið. Það er hugmyndalist eins og verkin þrjú eftir Kristján Guðmundsson, Rafmagnsrúll- ur, Tímahnútar og Uppspretta. Að baki þess- ara heita virðist felast ögn gáskafengin úr- vinnsla, þar sem takast hnyttilega á heitið, efnið og uppsetning þess í orða- og efnisleik. Fyrsta verkið eru venjulegar rafmagnssnúr- ur, sem er rúllað fínlega upp í fallegt mynst- ur. Annað verkið er þerripappír, klipptur í fíngerða strimla, sem eru litaðir bleki, hnýtt- ir og festir beint á vegginn. Þriðja verkið er þakrenna. Sigurður Guðmundsson hefur unnið mikið af verkum í sænskan stein og verkin hans tvö á sýningunni, Venus frá 1985 og Framtíðar: minning frá 1992, eru einmitt slík verk. í fyrra verkinu notar hann diabas og smíða- járn, en í því síðara diabas og gler. Bæði Japaninn Toshikatsu Endo og Richard Long nota hluti úr nátturunni. Endo vann nafnlaust verk sitt einnig fyrir sýningu í Konsthallen, lét höggva tré í nálægum garði, tjargaði trjábolina og raðar þeim upp í hring svo úr verður margræð skírskotun til frum- stæðra húsa og lista og tímatóla. Verk Long er eitt margra steinverka hans, steinvölur sem raðað er upp í hring. Fínlegur lítill járnskúlptúr eftir Richard Jacobsen er gott dæmi um heim þessa danska listamanns, sem hefur sett mark sitt á danska og norræna listasögu þessarar aldar. Sýningin í Konsthallen er enn ein vel heppnuð sýningin í þessum heillandi sýning- arskála. Á dögum æ stórbrotnari listasafna og sýningarhalla er Konsthallen gott dæmi um það að þegar allt kemur til alls er það traust listsýn stjórnenda listastofnana sem skiptir máli og fátt annað. Aðsóknin í Konst- hallen sló öll met síðastliðinn vetur. Þegar boðið er upp á sýningu eins og þá sem nú stendur yfir er engin ástæða til að ætla annað en að áframhald verði þar á. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna VERK EFTIR ELGAR OG CÉSAR FRANCK FYRSTU tónleikar Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna í upphafi tíunda starfsársins verða í Neskirkju á morgun, sunnudag, kl. 17. Stjórnandi á tónleikunum er Gunnsteinn Ólafsson. Einleik með hljómsveitinni leikur Sigurður Halldórsson sellóleikari. Á efnis- skránni er konsert fyrir selló og hljómsveit eftir Edward Elgar og sinfónía í d-moll eftir César Franck. Sigurður Halldórsson hefur síðustu ár lagt stund á barokksellóleik og leikur m.a. reglu- lega með hollenska fiðluleikaranum Jaap Schröder. Þeir hafa m.a. leikið saman í Bachsveitinni í Skálholti, og sumarið 1998 lék Sigurður einn af sellókonsertum Vivaldis með Bachsveitinni undir stjórn Schröders. Sumarið 2000 mun hann flytja allar sex ein- leikssvítur J.S. Bachs á Sumartónleikum i Skálholti. Nýlega er lokið upptökum á geis- laplötu þar sem Sigurður flytur einleiksverk frá 20. öld, m.a. sónötu Kodálys op. 8. Platan er væntanleg í byrjun næsta árs. Gunnsteinn Ólafsson stundaði nám í tóns- míðum við Franz Liszt-tónlistarakademíuna í Búdapest og í hljómsveitarstjórn og tón- fræði við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi. Hann hefur víða komið við sem kór- og hljómsveitarstjóri hér á landi og hef- ur margsinnis stjórnað Sinfóníuhljómsveit fslands. Edward Elgar (1857-1934) var fyrsta at- vinnutónskáld Englendinga - hann hafði enga fasta stöðu og vann fyrir sér sem tón- skáld, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri. Frá unga aldri lék hann á fiðlu, fyrst í áhuga- mannahljómsveit í bænum Worcester skammt sunnan við Birmingham og fljótlega tók hann við stjórn hennar. Frægð utan sinn- ar sóknar hlaut hann fyrst með Enigma-til- brigðunum 1899. Sellókonsertinn var síðasta mikilvæga verk hans, saminn á árum heims- styrjaldarinnar fyrri. Þótt César Franck (1822-90) hæfi feril sinn sem undrabarn og væri virtur tónlistarkenn- Morgunblaðið/Árni Sæberg Sinfóníuhijómsveit áhugamanna hefur sitt 10. starfsár með tónleikum í Neskirkju á sunnudag. ari, menningarmaður og organisti í St. Clot- hilde í París, þar sem mikið orð fór af snar- stefjun (impróvísasjónum) hans, náði hann ekki flugi sem tónskáld fyrr en síðustu 20 ár ævinnar. Einu sinfóníu sína, í d-moll, lauk hann við 1888, tveimur árum fyrir andlátið. Staða Francks í þróun franskrar tónlistar er umdeild, en þó mun talið að með honum hefj- ist sú endurreisn sem Debussy og aðrir urðu síðar hluti af. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. OKTÓBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.